Morgunblaðið - 03.09.1994, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 03.09.1994, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1994 2 7 AÐSENPAR GREINAR Súrdeigið og sannleikurinn Svar til Rögnu Bjarkar Þorvaldsdóttur í GREIN í Moggan- um í dag er ég settur í þrenningu með bisk- upnum og súrdeigi. Það er svo sem í góðu lagi. Ragna Björk Þor- valdsdóttir, sem skrif- ar greinina, gerir hins- vegar athugasemdir við fagleg vinnubrögð mín og hlutleysi og ég hef minni áhuga á að sitja undir því. Tilefnið er samkoma með predikaranum Benny Hinn í Kaplakrika, þar sem við vorum bæði, en ber ekki alveg sam- an um það hvað gerð- ist. Fyrir þessa samkomu hafði hóp- ur manna lofað kraftaverkum, án skilyrða. Það var hvergi í smáa letrinu að viðkomandi þyrfti að vera frelsaður til að fá bót meina sinna. Samkoman var auglýst sem: „Kraftaverk í Kaplakrika." Hún var ekki auglýst sem vakningar- samkoma og í auglýsingunni stóð: „ ... stórkostleg undur og krafta- verk gerast þegar hann biður fyrir sjúkum.“ Samkvæmt lýsingum var við því að búast að fólk stigi uppúr hjólastólum eða eins og Eiríkur Sigurbjörnsson, sjónvarpsstjóri Omega sagði: „Blindir sjá og halt- ir ganga.“ Hann var ekki einn um það því menn kepptust við að lofa kraftaverkum af öllum stærðum og gerðum. Þegar slíkir menn heita fólki því að það muni losna við alla sjúk- dóma er vart við öðru að búast en húsfylli. Og það var ekki annað að sjá en að skipuleggjendur hefðu náð til þeirra sem áttu um sárt að binda. Ótrúlegur fjöldi fatlaðra, blindra og heyrnarlausra var í Kaplakrika, flestir komnir snemma til að missa örugglega ekki af kraftaverki. Samkoman var hin fjörugasta. Söngur og gleði og mikil stemmn- ing. Og svo brast á með krafta- verkum. Benny Hinn stóð á sviðinu í miklum ham og sletti kraftaverk- um útí sal. í miðri leiðslu hrópaði hann: „Hér á hægri hönd var ein- hver að læknast af krabbameini." Honum á hægri hönd voru líklega um tvö þúsund manns. Svona gengu kraftaverkin í góða stund og stemmningin magnaðist. Svo var fólki boðið að koma á sviðið og vitna. Bandarískir aðstoðar- menn predikarans voru duglegir við að velja fólk og koma með á sviðið og Hinn gaf sér góðan tíma til að ræða við fólk um sjúkleika, losa fólk við hækjur og sitthvað fleira. En ekkert gerðist í líkingu við það sem var lofað. Fólk sat enn í hjólastólum og ekki höfðu blindir fengið sjón. Eins og gefur að skilja tók fatl- aða lengri tíma að komast að svið- inu. Nokkrir, sem greinilega voru alvarlega fatlaðir, náðu þó alla leið. Aðstoðarmennirnir, sem voru lík- lega á annan tug, voru mættir um leið og leiddu þá útaf sviðinu. Kannski er ég svona mikill efa- semdamaður, en mér kom það spánskt fyrir sjónir að fjá fötluðu fólki ýtt af sviðinu á lækningar- samkomu. Ég á aldrei eftir að gleyma svipnum á strák sem komst uppá svið en var ýtt nánast sam- stundis niður. Hann var lamaður og hefur líklega gert sér vonir um að fá lækningu, rétt eins og allir sem náð höfðu uppá sviðið á undan honum. Fleiri fóru sömu leið og hann og margir biðu við sviðið þegar Benny Hinn ákvað að nú væri nóg komið, kvaddi með hal- elúja yfir hópinn og fór. Ég fór á samko- muna með opnum huga. Ég sagði frá því sem ég sá, enda vaj það hlutverk mitt. Á fréttastofu Sjónvarps eru strangar skrifaðar reglur um hlutleysi og fagleg vinnubrögð. Þess er vandlega gætt að eftir þeim sé farið og svo var í þessari frétt. Fréttastjóri Sjón- varps, Bogi Ágústsson, er sammála því að þessar reglur hafi ekki verið brotnar. Sjónarmið beggja komu fram. Ég sagði frá því að margir teldu sig hafa fengið lækningu og ég ræddi við konu sem hafði losnað við verki í fótunum. Sá hópur sem taldi sig hafa verið niðurlægðan vildi hinsvegar lítið ræða um sam- komuna. Ég gaf líka Eiríki Sigur- björnssyni tækifæri til að svara Fréttin snerist ekki um persónu Bennys Hinns, segir Logí Bergmann Eiðsson, heldur að verið sé að vekja falskar von- ir hjá fólki og hafa það að fíflum í nafni trúar. fyrir sig. Ástæðan fyir því að rödd mín brast, eins og Ragna kallar það, var sú að Eiríkur svaraði ekki spurningu minni. Viðtalið hafði gengið góða stund og ég fékk allt- af sömu rununa, sem var hvergi nærri svari við spurningum mínum. Þegar hann loks svaraði var komið nýtt hljóð í strokkinn. Skyndilega hafði engum kraftaverkum verið lofað, heldur aðeins kynnum við Jesú, þau væru mesta kraftaverk- ið. Það væri allt í lagi þótt fólk hefði ekki læknast, trúin væri aðal- atriðið. Ástæðan fyrir því að frétt Sjón- varpsins var öðruvísi en frétt Stöðvar 2, sem var þér að skapi, var sú að ég var einn fréttamanna á samkomunni. Ég sá hvað gerð- ist. Reyndar höfðu þau skilaboð verið látin ganga að fjölmiðlar væru ekki velkomnir og gaman væri að vita af hverju. Ég var eini fjölmiðlamaðurinn og ég er sann- færður um að hefðu starfsbræður mínir mætt hefðu fréttir þeirra verið af svipuðum toga og mín. Myndavélar máttu ekki sjást því bandarískir upptökumenn áttu að vera svo fyrirferðarmiklir. Þegar haft er í huga að þeir voru aðeins tveir, verða þau rök undarleg og fleiri myndatökumenn hefðu varla stefnt samkomunni í voða. Það mátti alls ekki og afli beitt til að halda ljósmyndurum frá. Það sem fólk kemur líklega til með að sjá á Omega er stytt útgáfa af sam- komunni, þar sem allt óþægilegt hefur verið klippt út. Ég hef ekkert á móti Benny Hinn og ætla ekki að standa í hnútukasti um persónu hans eða annað sem snertir þessa samkomu og ætla alls ekki að standa í meiri bréfaskriftum. Fréttin snerist ekki um persónu Bennys Hinns, heldur að verið sé að vekja falskar vonir hjá fólki og hafa það að fíflum í nafni trúar. Logi Bergmann Eiðsson m/cmf Litið myndina með ykkar eigin litum, merkið hana og sendið til Morgunblaðsins. Nöfn 50 krakka verða dregin úr innsendum myndum. VINNINGARNIR ERU: Tveir miðar á bíómyndina PUMALÍNU sem Sam-bíóin frumsýna í dag. Einnig fá vinningshafar penna og límmiða merkta Morgunblaðinu. m mx/cm t/iaðsjámwð/rmr m oqqmmmrm/ Skilafrestur er til kl. 16.00 mánudaginn 12. september nk. UTANÁSKRIFTIN ER: Morgunblaðið - ÞUMALÍNA Kringlunni 1-103 Reykjavík NAFN__________________________:________ ALDUR HEIMILI________________________________SÍMI__ PÓSTNR------------------STAÐUR_______________ Höfundur er fréttMnaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.