Morgunblaðið - 03.09.1994, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1994 29
kvartett, sem nokkrir guðfræðistúd-
entar og einn læknastúdent stofn-
uðu og sungu nokkrum sinnum okk-
ur til skemmtunar. Frá mennta-
skólaárunum þekktum við tónlist-
argáfu Þórodds og tónlistaráhuga.
Þetta voru góðar stundir. Bjartar í
minningúnni. Svo liðu nokkur ár.
Ung læknishjón komu í Breiðumýri,
Guðný og Þóroddur. Gleði og bjart-
sýni réðu ríkum í huga þeirra. Marg-
ir fögnuðu komu þeirra. Og þó Aðal-
dalur væri í Húsavíkurlæknishéraði
var Breiðumýrarlæknirinn oftar
sóttur og Þóroddur var brátt orðinn
vinur svo margra þar eins og i sínu
eigin héraði. Snjóþyngsli og vegir
lélegir. En aldrei lét Þóroddur það
aftra sér frá því að sinna starfi sínu.
Alltaf fljótur að bregða við. Oftast
kominn á staðinn fyrr en varði.
Brátt urðu mikil og góð tengsl milli
heimila okkar. Ætíð var gott að
koma á heimili þeirra hjóna.
Margt væri unnt að riija hér upp.
Eitt atvik vil ég nefna. Veturinn
1962-1963 var ég skólastjóri
Laugaskóla. Skömmu eftir áramót
kom upp mislingafaraldur í skólan-
um. Meirihluti nemenda hafði ekki
fengið mislinga, svo að vitað var
að margir myndu veikjast. Þóroddur
var kallaður til og ráðgast við hann
hvernig best væri að bregðast við.
Ákveðið var að færa til á heimavist-
unum og hafa þá sem mest í sama
húsi er ekki höfðu fengið mislinga.
Meirihluti nemenda veiktist og sum-
ir mjög mikið. Þá var ómetanlegt
að hafa lækni eins og Þórodd. Hann
var löngum stundum í skólanum og
gerði allt sem hann gat til að létta
þjáningar og gaf góð ráð við hjúkr-
un alla. Þóroddur þurfti einnig að
annast sitt víðlenda hérað. En hann
kom oft á dag í skólann og að nóttu
ef kallað var. Hann fylgdist svo vel
með hverjum sjúklingi, að ekki var
á betra kosið. Þóroddur var mann-
þekkjari og mannglöggur mjög. það
kom sér vel þarna sem víðar. Hann
vissi brátt hvað við átti í hveiju til-
felli, er hann ræddi við unglingana,
sem söknuðu ástríki og umönnunar
foreldra. Oft, er hann hafði gengið
á milli sjúklinganna, var eins og
allt væri léttara og betra. Slík áhrif
hafði hann á sjúklingana. Það er
ekki hægt að fullþakka allt það sem
hann gerði þarna þessar vikur. En
þannig var Þóroddur læknir í hverri
raun.
Hann tengdist Laugaskóla á
margan hátt fljótt eftir að hann kom
í Breiðumýri. Sigurður Kristjánsson,
skólastjóri Laugaskóla, var skóla-
bróðir okkar Þórodds úr MA.
Ég tel að samvinna og vinátta
okkar þriggja ólíku manna hafi ver-
ið ómetanleg fyrir okkur alla og
einnig fyrir gengi Laugaskóla, sem
við allir vildum veg hans sem mest-
an.
Við Þóroddur vorum lengi próf-
dómarar við gagnfræða- og lands-
próf. Þar sem annars staðar var
gott með honum að starfa.
Eins og fyrr getur, var Þóroddur
tónlistarunnandi og sinnti • þeim
málum mjög vel þau ár sem hann
var læknir á Breiðumýri. Hann var
söngstjóri Karlakórs Reykdæla
lengi og vann þar frábært starf.
Áhugi hans, að gera kórinn sem
bestan, var mikill og sparaði hann
þar hvorki tíma né orku. Oft kom
hann á æfingu eftir að hafa farið í
sjúkravitjanir í slæmu veðri og
ófærð. En hann lét það ekki á sig
fá. Ég þykist vita að starfið við
kórinn gaf honum mikið, eins og
hann gaf okkur, sem í kórnum voru,
mikið frá sjálfum sér, Gott var að
syngja undir hans stjórn.
í nokkur ár þjálfaði hann kirkju-
kór Grenjaðarstaðarkirkju, ásamt
organista og varði til þess miklum
tíma og orku. Hann kom langa leið
á æfíngar og vann vel. Hann stjórn-
aði nokkrum samsöngvum hjá kóm-
um utan sveitar og innan. Þetta var
mikilsvert fyrir kirkjusönginn, þó
hann æfði ekki sérstaklega sálma-
sönginn, nema þegar Grenjaðar-
staðarkirkja var hundrað ára. Stjórn
hans og þjálfun var til að fága söng-
inn og gera kórinn enn betur færan
um að gegna starfi sínu. Ekki var
um laun að ræða í þessu starfi.
Hann gerði þetta af áhuga og vin-
áttu. Slíkan vinargreiða er ekki
hægt að fullþakka. Kórinn bar þess
merki í mörg ár, að hér hafði verið
unnið vel.
Þannig mætti halda áfram að rifja
upp starf Þórodds og vináttu um
áratugi. Hann lét ekki kirkjumálin
fara fram hjá sér. Hann var í sókn-
arnefnd Einarsstaðasóknar í nokkur
ár. Þar var hann traustur liðsmað-
ur, ráðhollur og vildi veg kirkjulegs
starfs sem mestan.
Hann var þá og ætíð vinur sem
gott var að blanda geði við og leita
ráða hjá.
Heimilið hans var hlýtt og menn-
ingarlegt. Margir komu þangað í
lækniserindum og þá var ekki bara
beðið á biðstofu. Guðný kunni og
vildi taka á móti hveijum sem var
af alúð og gestrisni. Margir minnast
þessa enn með þökk.
Og að koma í vinarheimsókn til
þeirra hjóna, bæði á Breiðumýri og
hér á Ákureyri, voru stundir sem
ekki gleymast og við þökkum sem
nutum. Það var nautn, að ræða við
Þórodd um hin ýmsu mál, víða var
hann heima og áhugi hans á mönn-
um og málefnum mikill.
Börnin þeirra hjóna, þau Ingvar,
Þóra og Hólmfríður, hafa erft mann-
kosti foreldra sinna og sýna í lífí
sínu að þau hafa vaxið upp á góðu
heimili.
Við Aðalbjörg eigum svo margs
að minnast og margt að þakka í
öllum samskiptum okkar við Þórodd
og Guðnýju og allt er það á einn
veg. Þau voru veitendumir við þiggj-
endur. Þökk býr því í huga. Við
sendum öllum ástvinum Þórodds
Jónassonar innilegar samúðarkveðj-
ur og biðjum Guð að blessa minn-
ingu góðs vinar.
Sigurður Guðmundsson.
Á sama hátt og Þingeyingar
skera sig úr öðmm Islendingum
skera Mývetningar sig úr öðrum
Þingeyingum í mínum huga.
Þóroddur Jónasson, vinur minn,
sem mig langar að kveðja með fáein-
um línum, var gott dæmi um það.
Skarpgáfaður, músíkalskur, ham-
hleypa til alls sem hann tók sér
fyrir hendur, ljóðelskur, kunni þau
ógrynni af kveðskap að öðru eins
hef ég ekki kynnst, fjölfróður, dálít-
ið sérvitur en umfram allt skemmti-
legur enda mannblendinn og gest-
risinn.
Þá má heldur ekki gleyma, hve
gott var að leita til hans, þegar erfið-
leika bar að höndum. Í þessari upp-
talningu er þó hvergi getið aðal
ævistarfs hans, læknisstarfsins, sem
hann rækti af sömu einstöku alúð-
inni og samviskuseminni og allt
annað, lengst af í stóru og erfiðu
sveitahéraði ög síðan í stærsta
byggðakjarna Norðanlands.
Vinátta okkar hjóna og Þórodds
er orðin löng og ljúf. Þóroddur og
bóndi minn voru skólabræður í MA,
fýlgdust að í læknadeild Háskólans,
tóku kandídatsárið saman á Landa-
koti og settust síðan báðir að á
Akureyri. Ekki minnkaði vináttan,
þegar Þóroddur kvæntist sinni
elskulegu konu, Guðnýju Pálsdóttur,
nær að segja, að þá hafi vinskap-
urinn orðið fullkominn. Þau hjónin
fluttu svo til Breiðumýrar, þar sem
Þóroddur var héraðslæknir í nær
20 ár, en samband okkar fjögurra
hélzt hið sama, þótt við sæjumst
sjaldnar. Þá var það að forsjónin
sendi okkur þann stóra vinning í
lottói lífsins, að Þóroddur varð hér-
aðslæknir á Akureyri og ekki bara
það, þau hjón keyptu og fluttu inn
í næsta hús við hliðina á okkur.
Næstu 20 ár voru því hæg heima-
tökin að rækta og njóta einstakrar
vináttu sem aldrei bar skugga á og
aldrei verður metin að verðleikum.
Þóroddur var gæfumaður. Hann
var sprottinn upp úr traustum jarð-
vegi, ólst upp á menningarheimili,
lærði og starfaði við það, sem hugur
hans stóð til. Hann átti elskulega
konu, sem hann dáði frá unglings-
árum, eignaðist fyrirmyndar börn,
sem aldrei hafa verið honum til
annars en sóma og ánægju og sama
má segja um barnbörnin.
Seinustu árin stríddi Þóroddur við
meiri og erfiðari sjúkdóma og áföll
en manni finnst leggjandi á einn og
sama mann. Öllu þessu tók hann
MINNINGAR
með einstöku æðruleysi og vildi sem
minnst um það tala. Þar stóð líka
Guðný við hlið hans eins og klettur,
fómaði sér fyrir hann, ef svo má
að orði kveða, enda auðnaðist hon-
um að fá að skilja við þetta líf í
faðmi konu og barna heima í Ás-
byggð 3.
I nafni okkar hjóna og barna
okkar kveð ég þennan kæra og dáða
aldavin okkar með sárum söknuði
og sendi ástvinum hans innilegar
samúðarkveðjur.
Bergljót Rafnar.
Andlát Þóroddar Jónassonar
kemur ekki á óvart eins og heilsu-
fari hans var háttað síðustu árin.
Söknuður fjölskyldu hans er sár.
Stór hópur vina og skjólstæðinga
sér á bak heilsteyptum, starfssöm-
um, gifturíkum og skemmtilegum
gáfumanni.
Kynni okkar Þóroddar hófust í
læknadeild þrátt fyrir þó nokkum
aldursmun og kynntist ég þá strax
tónlistaráhuga hans og hæfileikum
sem margir þekkja vel til. Síðar
áttum við samstarf í félagsstarfi
lækna. Varð ég þar aðnjótandi þýð-
ingarmikillar ráðgjafar hans sem
byggð var á þeirri þekkingu og
reynslu sem hann öðlaðist í erfiðu
og gifturíku ævistarfi. Starf hans
við endurskoðun og tillögugerð á
lögum og siðareglum Læknafélags
íslands var ómetanlegt enda þótt
þegar væri ljóst að hann gekk ekki
heill til skógar. Hann hlífði sér þó
á engan hátt og ásamt konu sinni
vann hann stórvirki við undirbúning
Læknatals sem út kom árið 1984.
Alltaf var jafn gaman að hitta
Þórodd að máli og njóta þess hve
margfróður hann var um menn og
málefni, gamalt og nýtt, sögu og
bókmenntir auk tónlistar og læknis-
fræðinnar.
Við andlát hans söknum við þess
sárlega að eiga þess ekki lengur
kost að sitja og spjalla, hlusta á
smellnar sögur og fyndin tilsvör sem
honum voru alltaf tiltæk þótt hann
væri fyrst og fremst alvörumaður.
Við hjónin flytjum Guðnýju og
allri íjölskyldunni einlægar samúð-
arkveðjur og biðjumþeim blessunar.
Tómas Á. Jónasson.
Þóroddur Jónasson var óvenjuleg-
ur maður. Gáfur hans voru miklar
og margs konar. Minni hans var svo
trútt, að undrum sætti, enda gerðist
hann ungur brattstígur í lærdómi.
Orðgáfu átti hann í ríkum mæli,
smekk og tilfinningu. Kunnátta
hans í persónusögu var sjaldgæflega
víðfeðm og traust. Þessa naut ég.
Áratugum saman var hann að fræða
mig um hugðarefni mín og gerði
það ekki utan við sig. Hann taldi
ekkert eftir, sparaði enga fyrirhöfn,
enda var hann áframgengur til allra
verka.
Ég er að vísu ekki fær um að
segja frá hljómvísi hans eða tóngáf-
um, en mér er sagt að hann hafi
verið í þeim örfámenna hópi sem
hefur algera tónheyrn og var þá
annað eftir því.
í raun og veru var Þóroddur Jón-
asson alvitringur og má nærri geta
hversu vitsmunir hans og gáfur
hafa verið honum notadijúgar í lífs-
starfi hans. Hann hafði hjartalag
til þess að hressa og lífga og græða
mein. ÖIl hans afstaða var lífgjöful
og allt viðhorf hans mótaðist af rétt-
lætiskennd, sannfæringarmætti og
virðingu fyrir öðrum mönnum.
Nú falla niður frá mér hringingar
og spurningar, þegar efni vandast.
En eftir stendur minningin um fræð-
arann, græðarann og boðanda sann-
inda og réttlætis. Manninn sem
umfram þetta allt var listamaður,
og það vammlaus listamaður.
Þóroddur skrifaði ekki margt, en
það sem hann skrifaði bar öll þau
einkenni sem áður er lýst. „Ræðan
hans var ekki rituð á blað/en rist
inn í fáein hjörtu.“
Höfundur Hávamála vissi að
menn lifa, þótt þeir deyi, í verkum
sínum, orðstír og niðjum. Skaði
mikill er íslendingum eftir slíkan
mann sem Þórodd lækni, en vissu-
lega lifír hann, og það góðu li'fi, í
niðjum sínum, verkum og orðstír.
Gísli Jónsson.
GUNNAR HELGI
ÓLAFSSON
+ Gunnar Helgi
Ólafsson, Eski-
hlíð 3, Sauðárkróki,
fæddist 21. febrúar
1974 á Sauðárkróki.
Hann lést 26. ágúst
síðastliðinn. For-
eldrar Helga eru
Steinunn Árnadóttir
og Ólafur Arnfjörð
Guðmundsson en
fósturfaðir hans var
Atli Már Óskarsson.
Gunnar Helgi gekk
í skóla á Sauðár-
króki en stundaði
sjómennsku síðustu
tvö árin. Hann átti þrjá yngri
bræður, Óskar Má, Árna Þór
og Jón Gest Atlasyni. Utför
Gunnars Helga verður gerð frá
Víðimýrarkirkju í dag.
í dag kveðjum við kæran vin
okkar, Gunnar Helga. Með hann í
hópnum höfum við fagnað áföngum
í lífi okkar, upphafi skólagöngunn-
ar, fermingunni og öðrum tímamót-
um. Þess vegna er sárt til þess að
hugsa að hann er ekki lengur á
meðal okkar. Hann var glaður og
góður og alltaf tilbúinn að hjálpa
öðrum. Við munum minnast hans
við nýja áfanga í lífinu, á bekkjaraf-
mælum og á öðrum samfundum
okkar. Við söknum hans en við
treystum því að honum líði vel.
Við kveðjum hann með bænar-
orðum sálmsins:
Stýr mínu fari heilu heim
í höfn á friðarlandi,
þar mig i þinni gæslu geym,
ó, Guð minn allsvaldandi.
(V. Briem.)
Foreldrum og bræðrum, ömmum
og afa og ástvinum öðrum sendum
við innilegar samúðarkveðjur.
Bekkjarárgangur 1974,
Gagnfræðaskóla Sauðárkróks.
Við minnumst með söknuði látins
vinar og skipsfélaga. Hann dó langt
fyrir aldur fram, þegar lífíð var
rétt að byija. Hann var einstaklega
góður, hlýr, einlægur og traustur
vinur. Starfsfélagi var hann góður
og mikilvægur í okkar þrönga fé-
lagsskap um borð. Oft kom hann
með innskot og athugasemdir sem
mikið var hlegið að því hann var
fundvís á það broslega og lagði allt-
af gott af mörkum með glaðværð
sinni. Þannig hugsaði hann um fjöl-
skyldu sína. Okkur hinum kom það
á óvart hvernig hann í siglingunum
fyllti klefann sinn með alls konar
vörum, sem hann ætlaði að gefa
ömmu sinni, foreldrum og bræðr-
um.
Ánægjustundirnar með honum
voru margar, bæði á sjó og landi,
ofan þilja og niðri í lest. Okkur
finnst að stundum hefði verið
óbærilegt á löngum vöktum í lest-
inni ef hann hefði ekki verið þar
með sína léttu lund og dugnað.
Helgi var harður við ''
sjálfan sig, ósérhlífínn
og því afar vel liðinn
um borð. Á sjónum
þurfa allir að vinna
mikið þegar mikill físk-
ur er. í löngum túrum,
eins og núna í sumar í
Smugunni, var hann
einn af þeim sem létti
lífið og stytti stundirn-
ar. Hann var fullur af
lífí og í sumar vorum
við með ýmsa framtíð-
ardrauma, sem biðu
þess að verða uppfylltir.
Þess vegna er það svo
undarlegt núna að hann skuli vera
farinn, dáinn. Og einmitt að hann
skyldi hafa veikst og dáið með þess-
um hætti.
Líknargjafinn þjáðra þjóða,
þú, sem kyrrir vind og sjó,
ættjörð vor í ystu höfum
undir þinni miskunn bjó.
Vertu með oss, vaktu hjá oss,
veittu styrk og hugarró.
Þegar boðinn heljar hækkar,
Herra, lægðu vind og sjó.
(Jón Magnússon.)
Fjölskyldu Helga færum við okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur. - -
Þórður Hólm Björnsson,
Snæbjörn Hólm Björnsson.
í nokkrum orðum viljum við
minnast látins vinar okkar, Gunnars
Helga Ólafssonar. Við vorum ná-
grannar og vinir í gegnum allan
grunnskólann og vináttan hélst eft-
ir að skólagöngu lauk.
Frá þessum tíma er margs að
minnast og margt var brallað. Á
gagnfræðaskólaárunum er okkur
það t.d. minnisstætt þegar jólapróf-
in hófust í 9. bekk. I stað lærdóms
þetta kvöld tókum við okkur til og
rökuðum á okkur hausana. Þegar
svo átti að halda í próf þorðum við
ekki að láta sjá á okkur kollana svo
við settum klúta yfir klippinguna
og þannig mættum við í prófið allir
þrír og vorum eftir það kallaðir
„Rambó-bræður“.
Helgi var skemmtilegur og góður
vinur. Hann létti alltaf stundimar
og okkur fannst hann alltaf geta
gefið af sjálfum sér. Hann vildi allt
fyrir alla gera, gat ekki sagt nei
við nokkurri bón, ef hann gat hjálp-
að. Þannig var hann við alla, t.d.
yngri bræður sína. Fjölskylda Helga
var honum dýrmæt og við vomm ■
alltaf velkomnir á heimili hans og
eigum þaðan minningar um margar
góðar stundir.
Við vottum öllum ástvinum hans
samúð okkar. Við skulum hugga
okkur við það að allir eiga góðar
minningar um hann.
Við munum sakna sárt, en Guð
gefi mér æðruleysi til að sætta mig
við það sem ég fæ ekki breytt, kjark
til þess að breyta því sem ég get
breytt og vit til þess að greina þar
á milli.
Finnur og Sveinn.
t
Elskuleg dóttir mín, vinkona, móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
INGIBJÖRG V. TÓMASOÓTTIR,
Skarðshlíð 38F,
Akureyri,
er lést 29. ágúst, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudag-
inn 5. september kl. 13.30.
Fyrir hönd annarra vandamanna,
Sóley Sveinsdóttir,
Sigtryggur Davfðsson,
Sólveig Guðmundsdóttir,
Tómas Guðmundsson, Rebekka Björnsdóttir,
Sigurlaug Guðmundsdóttir, Hermann R. Jónsson,
Guðmundur Guðmundsson, Helga G. Ásgeirsdóttir,
Sóley Guðmundsdóttir, Ævar Pálsson,
Kjartan Guðmundsson, Guðrún E. Skírnisdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.