Morgunblaðið - 03.09.1994, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 03.09.1994, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1994 35 Hundasýning í Digranesi TUTTUGU og fimm ár verða lið- in þann 4. september frá stofnun Hundaræktarfélags íslands. I til- efni þess mun félagið standa fyr- ir hundasýningu í Iþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi á sunnu- daginn og hefst sýningin stund- víslega kl. 9. Úrslit munu liggja fyrir um kl. 16.45. Sýndir verða yfir 200 hundar af 28 hundateg- undum, en til gamans má geta, að á fyrstu hundasýningu félags- ins árið 1978, voru sýndir 19 hundar af 9 tegundum. Samband norrænna hundarækt- arfélaga, NKU, heldur þing sitt um sama leyti í Reykjavík, í til- efni afmælisins. Jörgen Hindse Madsen, Danmörku, Eva Mjelde, Noregi og Helga Lie, Noregi, eru öll fulltrúar sinna félaga á fund- inum og dæma jafnframt á af- mælissýningunni. Þar fyrir utan mun finnski alhliða dómarinn Börje Ehnberg dæma, þ.á m. ís- lenska fjárhundinn, en 16 slíkir munu nú vera skráðir til leiks. í tilefni afmælisársins fór HRFÍ þess á leit við alþjóðasamband hundarætkarfélaga, FCI, að fé- lagið fengi leyfi til að halda 2 alþjóðlegar sýningar á árinu og var það fúslega veitt. Fyrri sýn- ingin var á Akureyri í júní sl. og fengu þar 10 hundar stig til alþjóðlegs meistara, en það þýðir að dómararnir töldu þá hunda framúrskarandi fulltrúa sinnar tegundar. Afmælissýningin í Digranesi er önnur alþjóðlega sýning HRFÍ og munu vafalaust margir glæstir hundar fara heim með hvíta borða, til marks um alþjóðlegt meistarastig að þessu sinni. Á sýningunni verða auk þess sölu- og kynningabásar frá þeim aðilum sem selja vörur fyrir hunda og hundaeigendur og einnig verða ræktunardeildir fé- lagsins og hundaskóli með kynn- ingu á sínu starfí. Leikmannaskóli kirkjunnar að hefjast EINS og undanfarin ár verður Leikmannaskóli þjóðkirkjunnar starfræktur á vetri komanda. Skólinn starfar á vegum Fræðslu- deildar kirkjunnar í samvinnu við Guðfræðideild Háskóla íslands. Leikmannaskólinn býður upp á fræðslu fyrir almenning um kristna trú. Meginnámskeið vetr- arins verður með sama sniði og undanfarin ár. Kennslugreinar verða: Þjónusta leikmannsins í kirkjunni, inngangsfræði Gamla testamentisins, inngangsfræði Nýja testamentisins, trúfræði, helgisiðir og táknmál kirkjunnar, kirkjusaga, siðfræði og sálgæsla. Kennsla hefst 14. september nk og verður á miðvikudögum kl 20-22 í Odda, kennsluhúsnæð háskólans, stofu 101. Auk þessc samfellda námskeiðs, sem tekui yfir haust- og vormisseri verðui boðið upp á styttri námskeið un kvennaguðfræði, hugmyndir un Jesú frá Nasaret í nútímanum. leiðsögn við lestur Biblíunnar og kirkjudeildafræði - íslenskar kirkj- ur og trúfélög. Innritun er á Biskupstofu. Taflæfingar barna og unglinga TAFLFÉLAG Reykjavíkur stend- ur fyrir skákæfingum á hveijum laugardegi kl. 14. Æfingarnar eru opnar öllum börnum og unglingum 14 ára og yngri. Á æfingum eru tefldar stuttar skákir en auk þess er boðið upp á fyrirlestra um skák, getrauna- skákir, þar sem farið verður yfir skákir þekktra meistara og þátt- takendur reyna að spá fyrir um leiki þeirra. Sterkir skákmeistarar koma í heimsókn og tefla fjöltefli og keppt verður við önnur taflfé- lög. Þá verður boðið Upp á enda- taflsæfingar. Sérstök verðlaun verða veitt fyrir góða mætingu og árangur á æfingum. Fyrsta æfingin verður í dag, laugardaginn 3. september, kl. 14 í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. - kjarni málsins! FRÉTTIR Kringlan opiná sunnudag UM HELGINA verður Kringlan opin bæði á laugardag og sunnu- dag. Sunnudagsopnunin er gerð í tilraunaskyni, en ákveðið hefur verið að verslunarmiðstöðin verði opin fyrsta sunnudag hvers mán- aðar fram til vors. í frétt frá Kringlunni segir að fyrirtæki hafi nú ákveðið að gera tilraun með lengri opnunartíma um helgar. Kringlan verður opin fyrsta sunnudag hvers mánaðar og mun tilraun þessi standa nú í vetur og fram á vor. Opið verð- ur fyrsta sunnudag hvers mánað- ar frá kl. 13-17 og fyrsti sunnu- dagurinn sem tilraun þessi er gerð er sunnudagurinn 4. sept- ember. Um helgar verða ýmsar kynn- ingar í húsinu, Helgina 3. og 4. september verður lögð áhersla á að kynna vetrartískuna í fatnaði og förðun ásamt skólavörum og skólafatnaði. Þá eru báðar bóka- verslanir hússins með skiptibóka- markað. Þá verður kynning á snyrtivörum og tísku- og dans- sýning. 50 þúsund fá Mjólkur- bikarinn MJÓLKURBIKARLEIKNUM sem íslenskur mjólkuriðnaður hefur staðið fyrir í sumar er nú formlega lokið. Þátttaka hefur farið langt fram úr því sem búist var við. Upphaflega hafði verið gert ráð fyrir 20.000 þáttakend- um, en þátttökuseðlar sem bárust urðu alls u.þ.b. 140.000 talsins. Samkvæmt þessu má ætla að 40.000-50.000 fjölskyldur hafi tekið þátt í leiknum. Ekki reyndist unnt að anna eftirspurn eftir mjólkurbikarglös- unum v/sumarleyfa framleiðanda erlendis. Þeir sem ekki hafa feng- ið glös í sínar hendur hafa nú þegar fengið inneignarávísanir og mega vænta glasanna fyrri hluta okótbermánaðar. Verður þá auglýst sérstaklega hvar og hvenær hægt verður að nálgast mjólkurbikarglösin. Lýðveldisganga Utivistar Gangan tengd árinu 1974 í LÝÐVELDISGÖNGUNNI sunnudaginn 4. september er Útivist komin að atburðum ársins 1974. Á því ári var m.a. haldið upp á ellefu hundruð ára afmæli íslandsbyggðar, hringvegurinn opnaður og Norræna eldfjalla- stöðin tók til starfa. Þessir þrír atburðir verða aðalþema göngunnar. Farið verður að venju frá Ing- ólfstorgi kl. 10.30 og gengið um borð í skemmtiferðaskipið Árnes og siglt út Kollafjörðin og vestur fyrir Gróttu síðan til baka inn á Reykjavíkina. Lagst verður að Miðbakka og gengið upp Grófína suður að bæjarstæðum Víkur. Á leiðinni segir Þorleifur Ein- arsson, jarðfræðingur, frá því hvernig umhorfs var á Reykjavík- ursvæðjnu árið 874 og á fyrstu árum íslandsbyggðar. Úr Kvo- sinni verður gengið með Tjörn- inni og um háskólahverfið suður í Skeijafjörð og með strönd Foss- vogs upp á Veðurstofu. Þar mun Páll Halldórsson, eðlisfræðingur, sýna þátttakendum jarðeðlissvið Veðurstofunnar. Að því loknu verður gengið niður Klambratún að Vegagerð ríkisins. Einar Haukur Kristjánsson, skrifstofu- stjóri fjallar þar um gerð hring- vegarins krginum landið. Að lokum verður gengið með ströndinni vestur á Ingólfstorg. Lýðveldisgöngunni lýkur þar á milli kl. 16 og 17. Lokaskemmtun Fjörkálfanna HALDIN verður tólfta og síðasta barna-, unglinga- og fjölskyldu- skemmtun Fjörkálfanna fimm með þá Ómar og Hemma í farar- broddi á Hótel Islandi nk. sunnu- dag og hefst skemmtunin kl. 15. Þar koma fram ellefu sigur- vegarar úr keppninni úr öllum landshlutum ásamt nokkrum söngstjörnum nútímans, þeirra á meðal Sigríður Beinteinsdóttir, Stefán Hilmarsson, Páll Óskar Hjálmtýsson og Rúnar Júlíusson. Valinn verður söngvari æskunnar á höfuðborgarsvæðinu í opinni keppni. Úrslitakeppni í íslands- mótinu í limbódansi verður háð, þar sem reynt verður að slá ís- landsmetið sem er 55 sentimetrar sett á Selfossi. Dregið verður í happdrætti Fjörkálfa um ferð fyrir heila fjöl- skyldu á vegum Flugleiða til Kaupmannahafnar og auk þess verða leikþættir, söngur og grín á dagskrá. f T I L S Ö L U .500. Permaformhús í Skeljatangahverfi Mosfellsbæ PERMAFORM Fulltrúar frá Álftárós veita upplýsingar í síma: 91-641340, laugardag og sunnudag, frákl. 13:00-15:00. Þessi Permaformhús eru til sölu í Skeljatanga, Mosfellshœ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.