Morgunblaðið - 03.09.1994, Side 36
36 LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
cjfAur/kitthfi/aJt
fleim, san þerjjtar
Í4>_
Grettir
Tommi og Jenni
Ferdinand
.ANP 50ME PENCIL5, 50ME
PAPER, A PEN ANP A
L005E-LEAF EINPER..
XAN HOO THINK OF
AN'fTHINö EL5E I MI6HT
NEEP FOR SCHOOL ?
... og fáeina blýanta, fáein blöð,
penna og lausblaðamöppu.
Geturðu látið þér detta í hug eitt-
hvað annað sem ég kynni að
þarfnast fyrir skólann?
Spurðu hvort hann selji gáfur ...
Fástu ekki um hana, hr., hún er
óhóflega skrýtin!
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329
Kærar þakkir,
Akranes
Frá Guðmundi Jóhannssyni:
FORUSTUSVEIT eftirlauna-
deildar Póstmannafélags íslands
hafði skipulagt ferð til Akraness
þriðjudaginn 16. ágúst og tekin
yrði samgöngufeijan Akraborg.
Dagurinn rann upp fagur og bjart-
ur og hjá ferðalöngum ríkti sól í
sinni og hópurinn var fullur eftir-
væntingar um hvað hans biði. Far-
kosturinn lagði stundvíslega kl.
9.30 af stað frá bryggju og tók
rétta klukkustund milli hafna. Á
bryggjunni á Akranesi tók á móti
hópnum Hermann Guðmundsson,
fyrrverandi stöðvarstjóri Pósts og
síma, og var leiðsögumaður á
staðnum, hann var bæði strangur
stjómandi en um leið gamansamur
og vitnaði óspart til þess að hér
væri á ferð gönguhópur sem yrði
að leggja nokkuð á sig og sveikst
sjálfur ekki undan merkjum og að
leikslokum var hann nokkuð
ánægður með hve hann dugði til
gangsins. Ekki bara sögur af þeim
sem höfðu með sér „þarfasta þjón-
inn“ nútímans og léttu sér gönguna
svona öðru hvoru og sumra ann-
arra. Fyrst lá leiðin að stór fyrir-
tækinu Haraldur Böðvarsson hf.,
þar tók á móti okkur rekstrarstjóri
þess og fræddi okkur í stómm
dráttum um vaxtarskeið þess allt
frá upphafi er árabátamir vora alls
ráðandi til fiskiróðra og til nútíma
skipa dagsins í dag. Af þessari
kynningu lokinni barst rekstrar-
stjóranum liðsauki þar sem yfir
verkstjórinn kom honum til aðstoð-
ar til að stjóma þessum föralýð.
Þessir heiðursmenn gáfu okkur síð-
an leikreglur um þrifnað og hegðun
og skiptu síðan hópnum á milli sín
og lögðu á stað í hringferð um
vinnusvæðið. Þarna var margt
framandi fyrir fáfróða að sjá.
Vinnsluhringurinn er margbrotinn
og hinar mörgu og fögra frúr og
meyjac þurfa að hafa vökul augu
við hin vandasömu og nákvæmu
störf sem þama fer fram. Ekki er
að efa að svona heimsóknir á vinnu-
staði hafa traflandi og teíjandi
áhrif á stjómendur og annað starfs-
fólk. En þrátt fyrir það þá nutum
við góðrar og fræðandi upplýsinga
og sáum hvemig vinnandi hönd
breytir hráefni í verðmæta vöra á
erlendan markað þjóð vorri til
framdráttar. Allt hreinlæti þama
er í fyrirrúmi og ekki verður séð
þegar gengið er um utandyra hvað
fram fer innan veggja. Að yfirferð
lokinni var boðið upp á kaffisopa
Gagnasafn
Morgimblaðsins
Allt efni sem birtist í Morgun-
blaðinu og Lesbók verður fram-
vegis varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskil-
ur sér rétt til að ráðstafa efninu
þaðan, hvort sem er með endur-
birtingu eða á annan hátt. Þeir
sem afhenda blaðinu efni til
birtingar teljast samþykkja
þetta, ef ekki fylgir fyrirvari
hér að lútandi.
í hinum vistlega kaffisal starfs-
fólks. Er hér var komið voram við
farin að syndga upp á matartíma
leiðsögumanna okkar og var því
tími til kominn að kveðja og þakka
fyrir sig.
Kærar þakkir Haraldur Böðvars-
son hf. fyrir góða og skemmtilega
heimsókn til ykkar.
Sögubrunnur
Nú lá leiðin að veitingastaðnum
Langasandi þar sem orkan var
endurnýjuð svo mönnum sæktist
betur það sem framundan var.
Þegar neytt hafði verið orku-
gjafans, var haldið að Byggðasafni
staðarins. Þar bar margt fyrir
augu, sem sýndi lífsreynslusögu
forfeðranna og hve listasmiðir þeir
hafa verið. Þetta safn er mikill
sögubrannur og eiga þeir, sem
framkvæðið áttu að varðveislu
hlutanna og uppsetningu þeirra,
þakkir skyldar. Það iiggur mikilí
menningarbrannur í safni sem
þessu.
Þegar hópurinn hafði mettað sig
af forvitni við skoðun hlutanna og
degi farið að halla bæði í eigin-
legri og óeiginlegri merkingu lá
leiðin að öldrunarheimilinu Höfða.
Glöggt er gests augað stendur
þar, og með það í huga var engin
merki þess að sjá að íbúarnir væra
neinar homrekur, allt sem fyrir
augu bar, bar þess vitni að vel
væri fyrir öllu séð, og vistmennim-
ir eyddu efri árunum við góða að-
hlynningu og yndu vel við sitt.
Þessari heimsókn lauk með því
að stöðvarstjóri Pósts og síma,
Ragnar Helgason, bauð hópnum
upp á myndarlegar veitingar á
Langasandi, sem vora vel þegnar
eftir erfiði dagsins. Kærar þakkir,
Ragnar.
Menn voru léttir í lund og létu
gamansemi ráða ríkjum. Leiðsögu-
maður okkar, Hemiann, fylgdi
okkur til borðs í Akraborgina þar
sem við kvöddum hann full þakk-
lætis fyrir góða leiðsögn og góðan
dag. í lygnum sjó og veðurblíðu
naut hópurinn ferðarinnar yfir
Faxaflóa með góðar minningar
eftir daginn. Ég tek mér það bes-
saleyfi að færa þakkir fyrir félag-
ana og segja: Kærar þakkir fyrir
daginn, Akranes.
GUÐMUNDUR JÓHANNSSON,
formaður Landssambands eftir-
launaþega ríkis og bæja.