Morgunblaðið - 03.09.1994, Page 37

Morgunblaðið - 03.09.1994, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1994 37 BREF TIL BLAÐSINS Hver er trú þín, kirkjunnar þjónn? Frá Daníel Þorsteinssyni: HVER er trú þín kirkjunnar þjónn? Ef heimurinn hatar yður, þá vitið að hann hefur hatað mig fyrr en yður. Væruð þér af heiminum, mundi heimurinn elska sitt eigið. Heimurinn hatar yður af því að þér eruð ekki af heiminum, heldur hef ég útvalið yður úr heiminum. Jóh. 15:18. Með þessum orðum Jesú Krists vil ég vekja athygli biskups þjóð- kirkjunnar og séra Geirs Waage á hve rangur málflutningur þeirra er gagnvart þeim er héldu samkomuna með Benny Hinn í Kaplakrika. Allt frá því að umrædd samkoma var boðuð gagntók vandlæting ýmsa aðila, ekki var því von á góðu þeg- ar kæmi að sjálfri samkomunni, hvað þá þegar hún væri afstaðin. Því fór svo að á samkomuna komu einstaklingar með afar neikvæðu hugarfari, gagngert í þeim tilgangi að úthrópa það sem þarna færi fram og með þessu fólki hefur þú, kæri biskup, róið undir í málflutningi þínum. Vegna þessa vil ég vekja athygli þína á að samkomur Benny Hinn eru lofgerðar- og bænasamkomur Guði til dýrðar. Lofgjörðin er ákall til föðurins og heilags anda, hjálpar- ans sem Jesús talar um að komi í sinn stað. Jóh. 16:7-15. Þannig er það lofgjörðin sem kallar nærveru Guðs yfir staðinn, Hann dvelur í lofgjörð síns lýðs, vegna þessa m.a. fær fólk bót meina sinna á sam- komu Benny Hinn. Jesús læknaði sjúka og fyrir trú urðu þeir heilir og hann gaf þeim sem sannarlega boða Guðs orð fyrirheit um að þeir mundu gera meiri verk en hann. Jóh. 14:12. í stað þess að benda á þetta hefur þú biskup, einnig Geir Waage, tekið ranglega undir með hneykslunarhellum þessa heims um að þarna fari loddari er beitir eins- konar múgseíjun og fjöldadáleiðslu. Ég spyr því, ef svo var, hverjir voru þá í ástandi og þess umkomnir að lýsa því sem þarna fór fram? Þar sem Geir Waage hefur einnig látið DV leiða sig út í umijöllun um per- sónu og fjármál Benny Hinn, þá skuldar hann þjóðinni skýringar á málefnum eigin kirkju. Þar vil ég nefna eignamyndum þjóðkirkjunnar og fjármál almennt. í hvaða til- gangi er sú gífurlega eignamyndun sem þar hefur átt sér stað og hvern- ig er hún fjármögnuð? Ég vil einnig spyrja hvað réttlætir hana og gerir FRÁ einni af samkomum Bennys Hinns. hana rétthærri en þá eignamyndun sem á sér stað í kristilegu starfi Bennys Hinns? Geir Waage bendir réttilega í DV á þau orð Páls að það beri að reyna andann þegar boðun Guðs orðs á sér stað. En hann gétur þess ekki að sá einn getur reynt andann sem hefur með- tekið hjálpræðisverk Jesú Krists fyrir trú. Biskup íslands og Geir Waage skulda þjóðinni sannan biblíuboð- skap, þ.e.a.s. boðskap sem er ómengaður af kennisetningum og geðþóttaáliti manna. Trú fólks er í molum. DANÍEL ÞORSTEINSSON, Mávahlíð 31, Reykjavík. Ukraína Frá Júríj Iteshetov: Kæri ritstjóri. í sambandi við grein Arnórs Hannibalssonar prófessors „Úkra- ína“ 30. ágúst 1994 vil ég vekja athygli á eftirfarandi. 1. Mikið og margvíslegt bar á góma í samskiptum Úkraínu og Rússlands í sögu þeirra. í 9-12 ald- ir voru þau eitt ríki, sem hét Kiev Rússland. Þetta var glæsilegt tíma- bil í sögu þeirra. 2. Á sovéttímum var háskólinn í Kiev aldrei „á rússnesku“. Flest dagblöð í Úkraínu voru á úkra- ínsku, úkraínskt mál var alltaf kennt í skólum landsins. Af 89 at- vinnuleikhúsum voru 75 á úkra- ínsku. Hið stærsta þeirra, Óperu- og balletleikhúsið í Kiev, heimsótti á sínum tíma Island. 3. Höfundurinn segir að hrær- ingar í úkraínskum bókmenntum næðu lítt til bænda. Ekki get ég verið sammála honum. Úkraínskt mál var alltaf talað einmitt í sveit- um landsins og mikil rækt var lögð við það og úkraínskar bókmenntir þar. 4. Þegar prófessorinn er að segja frá seinni heimsstyijöld forð- ast hann að minnast á Þjóðveija. Þýðir það að hörmungar stríðsins væru líka Rússum að kenna? 5. „Sovétstjórnin gerði Úkraínu að afskekktu kornræktarhéraði.“ Ekki veit ég hve afskekkt það var, en um aldir hefur Úkraína verið kornræktarhérað og íbúar landsins voru stoltir af því, enda var hveitið heimsfræg útflutningsvara Úkra- ínumanna. Það er einmitt vanda- mál að ekki er hægt að selja það núna með sama hætti. 6. Úkraína var eitt mikilvæg- asta iðnaðarlýðveldi Sovétríkjanna — Dniepr rafmagnsorkuver var byggt einmitt í Ukraínu 1932. í Úkraínu voru framleiddar flugvél- ar, allskonar skip og bátar, dráttar- vélar, vélar, rafmagnsútbúnaður, útvarps- og sjónvarpstæki, kæli- skápar o.fl. Kiev og Kharkov voru stærstu iðnaðar-, vísinda- og menn- ingarborgir í Sovétríkjunum. Lífs- kjör almennings (húsnæði, mat- væli) voru betri í Kiev en í Moskvu. Var allt þetta gert til að „henta nýlenduvaldinu“, eins og Arnór Hannibalsson segir? 7. „Úkraína var gerð efnahags- lega háð Rússlandi.“ Má líka segja að Rússland hafi verið gert efna- hagslega háð Úkraínu, enda eðli- legt í nútímaþjóðfélagi. í síðustu kosningum sagði Leonid Kútsjma forsetaefni margsinnis að þeir sem vildu slíta þessi eðlilegu bönd Úkra- ínu og Rússlands hefðu eyðilagt efnahag landsins. Þetta voru hans sterkustu rök og var hann eftir öllu að dæma þess vegna kosinn forseti. 8. Mikið óréttlæti var framið gegn Krimtatorum á dögum Stal- íns, en þeir voru þó alltaf minni- hlutahópur á Krím, borið saman við aðrar þjóðir sem búa þar. 9. „Úkraína hefur ekkert sem þarf til að halda úti flota: Skipa- smíða og viðgerðastöðvar..." Al- kunnugt er að í Úkraínu eru stærstu skipasmíða- og viðgerða- stöðvar Sovétríkjanna í Nikolaev og Kherson. Mörg skip, sem til- heyra Svartahafsflotanum, mörg skip, sem heimsækja ísland, voru smíðuð þar. 10. Síðustu kosningar í Úkraínu hafa sýnt að þeir sem vilja auka andúð milli Rússa og Úkraínu- manna hafa lítinn stuðning al- mennings. Samstarf Úkraínu og Rússlands á grundvelli jafnréttis, lýðræðislegrar þróunar verður eitt af forsendum friðar og velgengni í Evrópu. JÚRÍJ RESHETOV, sendiherra Rússlands. KOR LANGHOLTSKIRKJU Getum bætt viö söngfólki. Góð rödd og tónheyrn er frumskilyrði. Söngfólk með tónlistarmenntun gengur þó að öðru jöfnu fyrir. Upplýsingar í Langholtskirkju í símum 689430 og 33173 á skrifstofutíma fyrir 10. september. fyrir börn og unglinga. - Skólinn verður settur 15. september. Kennslugreinareru tóníræði, tónheym, raddþjálíun og samsöngur. Kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17 -18:10 fyrirbyrjendurog 17:50 -19:10 fyrirþá semhafaundirstöðuþekkingu í tónlist. Kennarar eru Signý Sæmundsdóttir, Helga Björg Svansdóttir og Jón Stefánsson. Kennslugjald er kr.12.000 fyrir hvora önn. Nánari upplýsingar og innritun í Langholtskirkju í simum 35750 og 689430 á skrifstofutíma fyrir 15. september. Stórgóð heimilisþ 5 kg. - 800 snúningar á mínútu imilistæki hf Umboði X Ný verkfæraverslun ^Ví Skeifunni 13 (á móti Hagkau í tiléfni opnunarinnar bjóðum við á Skrúf- járnasetf kr. 590 Verið velkomin Opið um helgina Verkfæralagerinn Skeifunni 13, sími 88 60 90 Skrúf- stykki 150 mm, m/snúningi kr. 3.256 Lyklasett op./iok., 12 stk. 6-22 mm kr. 990 Tangasett 6 stk. kr. 990 Klauf- hamar m/fiberskafti kr. 495

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.