Morgunblaðið - 03.09.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.09.1994, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ EKTA SVEITABÖLL Á MÖLINNI Á HÓTEL ÍSLANBI LAU8ABBASSKVÖLB Fánar, ein vinsælasta jcráarhljómsveit landsins 09 hijómsveitin Britnkló ásamt BjörgvinHalldórsson flúsií opnaá (ti. 22. Verð aðeins kr. 500 HGmfohAND Sími 687111. BAR Smiðjuvegi 14 (rauð gata) . í Kópavogi, sími: 87 20 20 * Galastuð; « Anna Vilhjalms og * Garðar Karlsson flytja hressilega danstónlist . Stórt bardansuólf * Galamatur fyrir liópa af ýmsu tilefni, nieð lifandi tónlist í haupbœti ■hverja helgi Sá stóri á aðeins 350 kr! Enginn aðgangseyrir JMiúrigitm1 Sjábu hlutina í víbara samhengi! - kjarni málsins! VAGNHÖFÐA 11, REYKJAVIK, SIMI 685090 - , Dansleikur íkvöldkl. 22-03 Hljómsveitin Tónik leikur fyrir dansi Miðaverð kr. 800 Miða-og borðapantanir í símum 875090 og 670051. F0STUDAGS- OG LAUGARDAGSKVOLD t "Því ekki aö taka lífið létt! '• ••. Borðapantanirísíma686220 * * • •’ IDAG BRIDS Umsjón Guðm. I’ á 11 Arnarson „ÞÚ hefðir væntanlega spil- að út tígli ef ég hefði sagt lauf.“ Austur gat ekki stillt sig þegar hann sá útspil félaga síns gegn slemmu suðurs. Það var laufdrottn- ing, en sjálfur hafði hann sagt tígul og vildi fá þann lit út: Suður gefur; A/V á hættu. Norður ♦ ÁG1097 V 73 ♦ 1053 ♦ K87 Vestur ♦ 654 V 9862 ♦ - ♦ DG10953 Austur ♦ 82 V 5 ♦ KDG9876 ♦ Á62 Suður ♦ KD3 ▼ ÁKDG104 ♦ Á42 ♦ 4 Vestur Norður Austur Suður 1 hjarta Pass 1 spaði 2 tígiar 3 tíglar Pass 4 spaðar Pass 4 grönd Pass 5 tíglar Pass 6 hjörtu Pass Pass Pass Útspil: laufdrottning. Sagnhafi lét kónginn á drottninguna og austur drap á ásinn. Og hélt áfram á sömu nótum: „Ég er ekki að leika mér að því að koma inn á hætt- unni á ónýtan lit. Eins gott að þetta „frumlega" útspil gaf ekki slemmuna," lauk austur máli sínu og lamdi laufsexunni á borðið. Sagn- hafi trompaði og lagði upp. og nú fékk vestur málið: „Fyrirgefðu makker. Ég hefði víst átt að styðja tígul- inn. Þú hefðir þá örugglega spilað tígli til baka í öðrum slag.“ Mistök austurs eru auðvit- að bamaleg, enda fór öll hugsunin í að kenna makker hiýðni. Hann hafði tvennt sér til leiðsagnar: í fyrsta lagi þá staðreynd að makker hans spilaði ekki út tígli (sem fór ekki fram hjá honum), og annan stað ásaspumingu suðurs. Með tvo eða fleiri hunda í laufi hefði suður aldrei spurt um ása. E.S. Frá bæjardyrum suð- urs kom til greina að dúkka laufdrottninguna, en svo grunsamleg spilamennska hefði jafnvel getað kveikt á pemnni hjá þessum tiltekna austurspilara. ÞESSAR stúlkur héldu hlutaveltu og færðu Rauða krossinum ágóðann sem varð kr. 1.760 til styrktar bágstöddum í Rúanda. Þær heita Erla, Valgerður, Elín, Oddrún, Salka. ÞESSAR stúlkur héldu hlutaveltu nýlega og varð ágóðinn 2.820 krónur sem þær færðu Rauða kross- inum til styrktar bágstöddum í Rúanda. Þær heita Matthildur Sunna Þorláksdóttir og Kristín Björk Einarsdóttir. VELVAKANDI Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags ÍHVAÐFER TRYGGINGJA- GJALDIÐ? VERKTAKI hringdi og sagðist viija fá svör við því í hvað það 6,55% tryggingagjald sem hann þarf að greiða af tekjum sínum fer. Hann segist fá mánaðarlega sendan óútfylltan gíróseðil frá Ríkisskatt- stjóra sem hann á að fylla út sjálfur í samræmi við áætlaðar tekjur og gert að greiða hinn 1. hvers mánaðar. Eftir að hafa innt eft- ir því hjá tollembættinu hvaða gjald þetta væri, var honum sagt að þetta væri í raun ekkert annað en viðbótarskattur sem gæfi honum engin rétt- indi í sambandi við tryggingar. Nú vill hann fá svör við því hvaða réttindi og/eða skyldur þessi skattur færir honum og í hvað þetta gjald fer. Borgnm þeim fyrir verkfallið! HRINGT var til Velvak- anda og stungið upp á að tónlistarmönnum þeim, sem ætla í verk- fall í Óperunni, verði borgaðar 6.000 krónur á dag fyrir að vera sem lengst í verkfalli. Það er sú upphæð sem þeir fá á kvöldi fyrir að spila. Allir. geta séð hvað það sparar þjóðinni stór- ar upphæðir ef Kristján Jóhannsson getur ekki sungið þar, því hann fær 800.000 krónur fyrir hvert skipti sem hann kemur fram. Tapað/fundið Úr tapaðist SILFRAÐ úr af gerðinni Orient tapaðist á bíla- stæði, annaðhvort við Hamraborg 7 eða bíla- stæði á horni Háteigs- vegar og Þverholts, fyrir rúmum tveimur vikum. Finnandi vinsamlega hringi í síma 42515 eða 683024. Farsi Víkverji skrifar... Ferðamannastraumur hefur aukizt mikið þetta sumar. Lík- legt er að aukningin verði á bilinu 10 til 12%, eða svipuð aukning og í fyrra og er þá miðað við árið áður í báðum tilfellum. Mikilvægt er að menn fái réttar upplýsingar um ferðamöguleika og hvernig bezt sé að ferðast um landið, svo að útlend- ingarnir verði ánægðir og komi aft- ur og segi vinum sínum frá ánægju- legri ferð til íslands. Nýlega hitti Víkveiji Austurríkis- mann, sem keypt hafði ferð um ísland í Vínarborg. Ferðaáætlunin var svolítið óvanaleg, a.m.k. hefði Víkveiji engum ráðlagt að ferðast um landið með þeim hætti, sem austurríska ferðaskrifstofan skipu- lagði ferðina. Ferðalangurinn kom til Reykja- víkur á mánudegi og gisti fyrstu nóttina á Hótel Sögðu. Um morgun- inn fór hann síðan með flugi til Hafnar í Homafirði, þar sem beið hans bílaleigubíll. Síðan var honum gert að aka á Kirkjubæjarklaustur, þar sem hann átti að gista næstu nótt. Hann varð því að aka um Suðursveit og Öræfin í einum spreng til þess að ná háttum á Klaustri, enda þótt margt sé for- vitnilegt að skoða á þessari leið. Næsti náttstaður var síðan ákveðinn Skógar og síðan Hótel Örk í Hveragerði. Þá var ferðinni heitið að Laugarvatni og dvalist á Hótel Eddu og loks við Bláa lónið. Austurríkismaðurinn var afskap- lega ánægður með dvölina við Bláa lónið. Þar voru honum og konu hans boðnar heimabakaðar kökur og honum fannst hótelið þar af- skaplega heimilislegt og þægilegt. Loks lauk þessari ferð um landið með dvöl á Hótel Sögu, þaðan, sem upphaflega var haldið af stað í ferð- ina. xxx Heldur fannst Víkveija þessi leiðalýsing óvenjuleg og er þess fullviss að íslendingur, sem þekkti landið, myndi aldrei skipu- leggja hana með þessum hætti. Einnig var gestinum boðið upp á að fara að Eldey til þess að skoða þá miklu fuglabyggð, sem þar er. Mun þá vera ekið með ferðalangana að Reykjanesvita og þeim fenginn sjónauki til þess að kíkja út á eyna. xxx Ivikunni snæddi Víkveiji kvöld- verð í Viðey. Þessi perla við Sundin skartaði sínu fegursta í frá- bæru veðri. Farið var með erlenda gesti í eyna þetta kvöld og allir sem einn hrifust af fegurð eyjarinnar, þar sem menn geta andað jafnt að sé fersku sjávarloftinu og þeirri miklu sögu, sem þar er við hvert fótmál. Borgarstjórn Reykjavíkur, sem endurreisti hina fornfrægu Viðeyjarstofu og kom þar upp fyrsta flokks veitingastað, á mikinn heiður skilinn. Það er í senn skemmtilegt og ánægjulegt að geta farið með erlenda gesti á slíkan stað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.