Morgunblaðið - 03.09.1994, Page 40

Morgunblaðið - 03.09.1994, Page 40
, 40 LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1994 FÓLK í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ Mannfagnaður Casa- blanca opnar á ný SKEMMTISTAÐURINN Casablanca mun opna um næstu helgi eftir nokkurt hlé. Það var því auglýst eftir starfs- fólki og sóttu 250 manns um, en aðeins 35 voru ráðnir. Á myndinni sést starfsfólkið á kvöldverðarfundi þar sem lagt var á ráðin fyrir veturinn. Skemmtanastjórar verða þeir Gunnar Jóhannsson, Jón Páll Gestsson og Kristinn S. Thor- arensen. ► ALLIR þekkja frönsku þokka- gyðjuna Brigitte Bardot. Hún *. þótti á sínum tíma vera svo kyn- þokkafull að það horfði beinlínis til vandræða. Þegar kvikmyndin „And God Created Woman“ var sýnd í Dallas, bannaði lögreglan svörtu fólki að horfa á myndina af ótta við að því yrði of heitt í hamsi. I gamaldags smábæ i New York-fylki keypti prestur alla miða á sýningu myndarinn- ar til að hindra að bæjarbúar sæju Bardot nakta á hvíta tjald- inu. » Núna nálgast sextugsafmæli leikkonunnar og henni hefur loksins tekist að finna tilgang með lífi sinu eftir að hún hætti kvikmyndaleik. Hún er orðinn öflugur talsmaður dýravernd- unarsinna og berst fyrir vernd- un allra dýra, allt frá kanadísk- um selum til mongólskra úlfa. En það tók hana tima að ná jafn- vægi á líf sitt. Þegar hún fékk leið á kvikmyndaleik reyndi hún nokkrum sinnum að fremja sjálfsmorð. Hún varð einnig að horfast í augu við að hafa brugð- ist í móðurhlutverkinu eftir að hafa ekki séð dóttur sína í tíu ár. Allt þetta kemur fram í nýrri ' ævisögusemgefinhefurverið út um Bardot og nefnist „Bard- ot: Two Lives“. Þar kemur einn- ig fram að núna blasa betri tímar við leikkonuninni. „Ég er endurborin," segir hún, „allt Polanski ennþá útlægur ROMAN Polanski flúði Bandaríkin árið 1977 eftir að hafa verið dæmdur fyrir samræði við þrettán ára stúlku. Hún sættist við Pol- anski á síðasta ári, eftir að hafa fengið greiddar bætur frá honum. Yfirvöld í Kaliforníu segja að mál hans þurfi samt að fara fyrir dóm- stóla snúi hann aftur til Bandaríkj- anna og ekki sé útilokað að í kjöl- farið fylgi fangelsisdómur. Pol- anski er nú sextíu ára gamall og hefur komið sér vel fyrir í Frakk- landi. Þar leikstýrir hann hverri úrvalskvikmyndinni á fætur ann- arri ásamt því að ala upp eins árs dóttur sína með eiginkonu sinni, leikkonunni Emanuelle Seign- er, en hún er tuttugu og átta ára gömul. Starfsfolkið ræddi malm á kvöldverðarfundi. Bardot Dýraverndunarsinninn Brig- itte Bardot endurborin. Tvö líf Þessi mynd var tekin af Pol- anski i fangelsi í Kaliforníu þar sem hann undirgekkst geðrannsókn eftir að hafa ját- að að hafa haft samræði við þrettán ára gamla stúlku. Hann flúði Bandaríkin skömmu síðar. sem ég hafðist að áður en ég vann að dýraverndun á ekki lengur við mig. í raun er verndunin ekki vinna heldur trúarbrögð." Trent Reznor enginn Cobain TRENT Reznor, söngvari hljómsveitarinnar Nine Inch Nails, er oft mjög þunglyndur og sagði nýlega í viðtali: „Ég er ekki stoltur af því, en ég þoli ekki sjálfan mig og líkar engan veginn hvernig ég er.“ Hann sagði þó að ekki myndi fara eins fyrir sér og Kurt Cobain, sem framdi sjálfsmorð í vor. „Við erum ólíkir að þvi leyti að ég er ekki heróínfik- ill,“ segir hann. „Ég sé hlutina í skýrara ljósi en hann gerði. Þótt ég fari f þunglyndi sting ég ekki nál í handlegginn á mér og sprauta mig með heró- íni. / kvöld kl. 8.30 sýnum við stutta kynningarmynd um DTS digital hljóðkerfi Háskólabíós á undan sýningu á Sönnum lygum sem að sjálfsögðu er í DTS digital. Brot úr nokkrum myndum sem skarað hafa framúr í hljóðvinnslu verða sýnd. Áhugaverð mynd fyrir alla unnendur góðra kvikmynda. Múslimar mótmæla „True Lies“ MÚSLIMAR víða um heim eru nú æfir út af „True Lies“, nýjustu mynd Arnolds Sehwarzeneggers. Ástæðan er sú að þeim þykir það bera vott um kynþáttahatur í þeirra garð að illmenni myndarinnar eiga að vera bókstafstrúaðir íslamskir hryðjuverkamenn sem hóta að fremja hryðjuverk með kjarnorku- vopnum í Bandaríkjunum. Talsmenn múslima í Bandaríkj- unum segjast viðurkenna að það sé að vísu ekkert nýtt að Hollywood leiti illmenna í fjarlægum löndum (samanber íslenska íshokkíliðið í Mighty Ducks 2) en segja að „True Lies“ stuðli að útbreiðslu fordóma og haturs í garð trúarbragða þeirra og menningarheims. Þeir hafa þess vegna brugðið á það ráð að hvetja tíu milljónir múslima í Bandaríkjun- um til þess að sniðganga myndina og einnig sent út hvatningu til allra þeirra sem vilja vinna gegn út- breiðslu fordóma og haturs að gera slíkt til sama. Þá.hafa múslimaleiðtogarnir sett sig í samband við 54 ríki í heiminum þar sem múslimar eru við völd og hvatt þá til að banna dreifingu myndarinnar í löndum sínum. Aðstandendur myndarinnar segja hins vegar að þessi hörðu við- brögð séu með öllu ástæðulaus. „Við berum mikla virðingu fyrir arabaheiminum," sagði Schwarzen- egger á blaðamannafundi þar sem spjótunum var beint að honum vegna þessa. James Cameron, hinn írskættaði leikstjóri, hefur þetta um málið að segja: „Mig vantaði bara einhver hentug illmenni. Það gæti hafa orðið hver sem er. Ég gæti eins hafa valið írska hryðjuverka- menn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.