Morgunblaðið - 03.09.1994, Side 45

Morgunblaðið - 03.09.1994, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1994 45 I ) ) \ > I > I ; 9 9 9 . KNATTSPYRNA Knattspymaná eftir að eflast - segir Omdal, formaður unglinganefndar UEFA PER Omdal, formaður unglinganefndar Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, og stjórnarmaður FIFA er sannfærður um að uppbygging knattspyrnunnar, einkum í Evrópu, sé f mjög góðum farvegi. Bilið á milli þjóða sé ávallt að minnka og gott og öflugt starf Islendinga skili sér augljóslega æ betur í stöðugt samkeppn- isfærari liðum. B ROY Evans, fram- kvæmdastjóri Liverpool, tók aftur fram seðlaveskið í gær og keypti varnarmanninn John Scales frá Wimbledon fyrir 3,5 milljónir punda og hefur því eytt rúmlega 7 millj- ónum punda í tvo leikmenn á einum sólarhring, en hann keypti varnarmanninn Phil Babb fyrir 3,6 milljónir á fimmtudag. B JOHN Scales er 28 ára gamall og var keyptur til Wimbledon frá Bristol City fyrir sex árum á aðeins 70 þúsund pund. ÚRSLIT Knattspyrna 3. deild: Víðir - Reynir S.............1:0 Guðmundur Valur Sigurðsson Þýskaland Duisburg — Bayern Munchen....0:3 - (Neriinger 8., Witeczek 26., Hel- mer 42.). Freiburg — Werder Bremen.....1:3 Gladbach — Dynamo Dresden ...2:0 (Martin Dahlin 46., Effenberg 89.) Islandsmót Úrslitaleikur 3. fl. karla milii Fram og KR verður á morgun á Vaibjarn- arvelli kl. 17. Handknattleikur Reykjavíkurmótið A-riðill: U-18-ÍH....................19:27 Valur - KA ................21:21 KA-U-18....................36:21 ÍH - Valur.................21:27 KA-ÍH......................29:23 Valur-U-18.................26:20 B-riðill: ÍR-Fram....................29:16 Haukar - Fylkir............28:24 Haukar - ÍR................27:25 Fylkir - Fram..............26:20 Fram - Haukar..............13:29 ÍR-Fylkir..................18:19 C-riðill: UMFA-HK....................28:22 Víkingur- UMFA.............19:19 HK - Víkingur..............18:30 KR-FH......................21:28 D-riðill: Stjarnan - KR .............23:17 FH - Breiðablik............28:24 EH - Stjarnan..............24:19 Breiðablik - KR............24:26 Stjarnan - Breiðablik......30:23 Omdal, sem er fyrrum formaður Knattspymusambands Nor- egs, og Maik Kiss, fram- kvæmdastjóri unglinganefndar UEFA, voru á ís- Eftir landi í síðustu viku Steinþór tU 30 kynna sér Guðbjartsson knattspymuvelli, æfíngaaðstöðu og hótelgistingu vegna úrslitakeppni Evrópumóts U-18 ára piltalandsliða, sem verður á íslandi í lok júlí 1997, og vom ánægðir með það sem þeir sáu, en Omdal var auk þess eftirlits- dómari á Evrópuleik ÍA og Bangor City á Akranesi. Hann sagði að liður í uppbyggingu knattspymunnar væri að halda alþjóðleg mót og skipti miklu að vel væri að ðllu staðið. „Við reynum að dreifa mótshald- inu eftir mætti, svo sem flestar þjóð- ir fái tækifæri, en það liggur í aug- um uppi að ísland er ekki í stakk búið eins og er til að halda Evrópu- keppni A-landsliða. U-16 keppnin fer fram í apríl og sú tímasetning hentar ekki Islandi, en U-18 keppn- in er um hásumar, sem hafði mikið með að gera að KSÍ fékk keppnina. Reyndar sóttust margar þjóðir eftir mótshaldinu 1997, en Eggert Magn- ússon [formaður KSÍ] hafði í nokkur ár líst yfir áhuga KSÍ og fylgdi umsókninni vel eftir í fyrra, þegar ákvðrðun var tekin. Annars uppfyllti Island öll skilyrði og ég er viss um að keppnin verður öllum til sóma auk þess sem íslendingum gefst kjörið tækifæri til að kynna fulltrú- um sjö annarra þjóða, það sem þeir hafa upp á að bjóða." Sterk staða í Evrópu Omdal sagði að staða knattspym- unnar í Evrópu væri sterk. „í U-19 keppninni í Ástralíu var England fremst Evrópuþjóða, í 3. sæti, og þá sögðu margir að Evrópa væri í lægð. Hins vegar átti Evrópa sjö af átta sterkustu þjóðunum í HM í Bandaríkjunum, sem undirstrikar sterka stöðu Evrópu innan FIFA. Öflugt starf félaga og sambanda Evrópu hefur skilað sér í mörgum frábæram knattspymumönnum, sem styrkir stöðu okkar enn frekar á alþjóða vettvangi og þó miklar framfarir hafi víða annars staðar átt sér stað, til dæmis í Afríku, era möguleikar þar á frekari uppbygg- ingu ekki eins góðir og hjá okkur.“ Að sögn Omdals segpr UEFA ekki samböndum innan sinna vébanda fyrir verkum varðandi uppbygg- ingarstarf, en leggur fram æskilega stefnu m.a. með því að stuðla að keppni við hæfi í öllum aldursflokk- um karla og kvenna með Evrópu- mótin í huga. „Við leggjum línuna og reynum þannig að örva sambönd- in til dáða. Til dæmis viljum við að 12 ára og yngri leiki í sjö manna liðum, en við höfum ekki vald til að skipa fyrir." Vernd unglinga mikihræg Flest knattspymusambönd í Evr- ópu leyfa hveiju liði að tefla fram þremur erlendum leikmönnum hveiju sinni og tveimur að auki hafi þeir leikið með unglingaliðum félag- anna í ákveðinn tíma. Eftir því hefur verið tekið að atvinnulið sækjast í auknum mæli eftir að gera samninga við yngri erlenda leikmenn til að geta teflt þeim fram sem „innlend- um“ síðar meira eða líta á þá sem góða fjárfestingu með söluhagnað í huga. Omdal sagði að UEFA reyndi að koma í veg fyrir þetta, því mikil- vægt væri að vemda unglingana. „Séu slíkir samningar gerðir krefi- umst við þess að tekið sé tillit til skólagöngu og námsmöguleika og að foreldrar séu hafðir með í ráðum, en annars eram við á móti því að ungir og óreyndir strákar skrifi und- ir samning við erlend lið.“ plNARELLO Heimsmetið féll Miguel Induraín, fjórfaldur Tour de France-meistari frá Spáni, setti heimsmet í Bordeaux í gær er hann hjólaði 53,040 kílómetra á einni klukkustund. Fyrra metið war 52,713 kílómetrar og war það í elgu Graeme Obree frá Skotlandi og sett á sömu braut fyrir fjórum mánuðum. Indurain hefur werið meira fyrir götuhjólreiðar, en hann kunni wel wið sig á hjólabrautinni í Bordeaux þar sem hann hefur œft síðasta mánuð til að undirbúa sig. „Fyrstu tíu kílómetarnir woru erfiðastir, en eftir það gekk wel en ég war þó ekki wiss um að mér tækist að slá metið fyrr en undir lokin,“sagðí Indurain. Morgunblaðið/Kristinn Per Omdal, formaður unglinganefndar UEFA, til winstri og Maik Kiss, framkwæmdastjóri unglinganefndar UEFA, á Laugardals- welli. Á milli þeirra er Eggert Magnússon, formaður KSÍ. Peningana I uppbygginguna Engum dylst að miklir peningar era í alþjóða knattspymu og greiða mörg félög háar upphasðir fyrir ein- staka leikmenn. Omdal segir þessa þróun ekki ákjósanlega. „Jákvæða hliðin er að félögin, sem era í Evrópukeppni, eiga vísar góðar tekjur vegna beinna sjónvarpssend- inga og auglýsinga, en I sumum löndum sjáum við að ríkari félögin verða ríkari og þau kaupa alla bestu leikmennina samanber AC Milan. Keppnislega verður umhverfið ekki ákjósanlegt og með knattspymuna í huga væri betra að þeir bestu dreifðust á fleiri lið. Einnig er hætta fólgin í því að einstaka leikmenn og jafnvel þjálfarar leggja meiri áherslu á hvað þeir geta fengið í sinn hlut frekar en að huga að frekari upp- byggingu knattspyrnumannsins. Þetta er varhugavert. Ég hef séð þetta gerast í löndum, þar sem svo- nefnd áhugamennska hefur breyst í atvinnumennsku án þess að krefjast meira af leikmönnunum. Það gengur ekki. Stjómarmenn verða að gæta þess að eyða ekki um efni fram og ef peningar era til skiptanna er þeim betur varið í uppbyggingarstarf yngri leikmanna en einstaka leik- menn.“ Framfarir styrfcja heildina Norðmaðurinn sagði að þó ein- staka íþróttir eins og handbolti á íslandi, íshokkí í Finnlandi og skíða- ganga í Noregi nytu vinsælda væri knattspyman í Evrópu á sér stalli og í stöðugri sókn. „Með fjölgun sambanda innan UEFA hefur breiddin aukist og lið minni sambanda eiga æ meiri mögu- leika á að blanda sér í keppni þeirra bestu. í þessu sambandi má benda á ísland, þar sem gott unglingastarf hefur skilað sér. Bilið á milli þeirra bestu og hinna er alltaf að minnka. Fyrir bragðið verður knattspyman enn áhugaverðari, sem er gott fyrir þjóðir eins og ísland en enn betra fyrir Evrópu, sem verður áfram styrkasta stoðin í alþjóða knatL spymu.“ 7. SEPT. KL. 20:00 Starfandi dómarar og aðrir með gild aðgangskort lá afhenta aðgöngumiða á leikinn á Laugardalsvelli, sunnudaginn 4. septemberkl. 11:00 - 18:00 og mánudaginn 5. septemberkl. 11:00 -18:00. ATH! MIÐAR VERÐA EKKI AFHENTIR FYRIR UTAN ÞENNAN TÍMA. Aðilar utan af landi, með gild aðgangskort, geta hringt á skrifstofu KSÍ á sama tíma og látið taka ffá fyrir sig miða sem síðan verða afhentir samkvæmt nánara samkomulagi. Breiðablik - ÍA á Kópavogsvelli í dag kl. 14.00 Öllu Breiðabliksfólki er boðið að mæta kl. 12.30 að skoða íþróttahúsið og félagssvæðið. P/zza og gos i boði Ömmupizzu. VIÐARHF byggingaverktaki. ÉÉ Skandia Lifandi samkeppni, lægri iðgjöld.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.