Morgunblaðið - 09.09.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1994 41
BRÉF TIL BLAÐSINS
Vonbrigði norskra
fiskimanna eru mikil
SKÓLAÁR íslenskra barna er
ívið styttra en jafnaldra
þeirra í nágrannalöndunum.
Athugasemd
við blaðagrein
eftir Ólaf G.
Einarsson
Frá Atla Harðarsyni:
í GREIN eftir Ólaf G. Einarsson
menntamálaráðherra sem birtist í
Morgunblaðinu sunnudaginn 4.
september síðastliðinn segir: „í
nágrannalöndunum sækja nemend-
ur skóla í a.m.k. 175-200 daga á
ári, en íslenskir grunnskólanem-
endur fá aðeins á bilinu 144-155
kennsludaga og framhaldsskóla-
nemendur einungis 130 kennslu-
daga á ári...“ Þetta má að vísu
til sanns vegar færa en. það er
undarlegt tiltæki hjá ráðherra að
bera svona saman" heildarfjölda
skóladaga í öðrum löndum og fjölda
þeirra daga sem er kennt eftir
stundaskrá í íslenskum skólum.
Réttari samanburður hefði fengist
með því að stilla heildarfjölda
skóladaga á íslandi upp við hliðina
á heildarfjölda skóladaga í öðrum
löndum.
íslenskir framhaldsskólar starfa
í 170 daga á ári, norskir í 190,
danskir í 199 og skoskir í 195 svo
einhver dæmi séu nefnd. í öllum
þessum löndum fara nokkrir dagar
í próf, nemendaferðir, lista- og
sæluvikur, kennarafundi og annað
starf þar sem vikið er frá stunda-
skrá. Þetta starf er engan veginn
ómerkilegt eða fánýtt svo það er
ástæðulaust fyrir ráðherra að gefa
til kynna að einungis 130 dagar
skólaársins nýtist framhaldsskóla-
nemum. Þeir 15 til 20 dagar sem
fara í próf eru ekki síður gagnleg-
ir og það sama má segja um sælu-
vikur, eða opnar vikur þegar vikið
er frá venjulegri stundaskrá og
farið í ferðir, haldin námskeið og
unnið að ýmsum öðrum verkefnum.
Vissulega er skólaárið styttra
hér en gerist og gengur en munur-
inn er ekki nærri því eins mikill
og tölurnar sem menntamálaráð-
herra nefndi gefa mönnum tilefni
til að ætla.
ATLIHARÐARSON,
kennari við Fjölbrautaskóla
Vesturlands, Akranesi.
Stretsbuxur
kr. 2.900
Mikið úrval af
ailskonar buxum
Opið á laugardögum
kl. 11 -16
Frá Einar Hepsei:
NORSKIR og íslenskir sjómenn
hafa' ávallt verið hveijir öðrum
nákomnir.
í báðum löndunum eru fiskimenn
háðir auðlindum hafsins. Líkt og á
íslandi er byggð að fínna víða
meðfram strönd Noregs og þar lifa
menn af auðlindum hafsins. Góð
ár, þegar veiði er mikil, hafa í för
með sér velmegun. Slæm ár eru
ávísun á ógæfu, þá eykst atvinnu-
leysið og erfitt verður fyrir
fjölskyldufólk að standa við skuld-
bindingar sínar.
Þannig hefur það ætíð verið og
verður líklega enn um sinn.
Norskir sjómenn hafa fullan
skilning á þeim vanda sem starfs-
bræður þeirra á íslandi standa
frammi fyrir. Við höfum fengið að
Frá Eggerti E. Laxdal:
ÝMISLEGT hefur borið á góma í
þjóðlífínu og í heimsmálunum und-
anfarið, sem vert er að hugleiða.
Hin mörgu viðskiptabandalög í Evr-
ópu, sem auðkennd eru með alls
konar skammstöfunum, sem fæstir
vita skil á, eru ofarlega á baugi.
Skaþ eða skal ekki, það er spuming-
in. Eg fyrir mitt leyti álít að betra
sé að tengjast viðskiptum við Banda-
ríki Norður-Ameríku, Kanada,
Stóra-Bretland og Norðurlönd.
Erlendar þjóðir vilja seilast inn í
fiskveiðilögsögu okkar íslendinga
og láta greipar sópa um þessa gull-
kistu þjóðarinnar, en slíkt á að sjálf-
sögðu ekki að koma til greina og
ekki heldur, að flytja dómsmálin
út úr landinu. Til greina getur kom-
ið að leyfa útlendingum að reka
fiskvinnslustöðvar á Islandi, en ég
lít svo á, að slíkt sé í hæsta máta
varhugavert.
Hinn mikli vágestur, atvinnuleys-
ið, ætlar að vera viðvarandi og
höggva stórt skarð í tekjur þjóðar-
búsins, sem skerðast verulega af
þessum sökum, auk þess sem at-
vinnuleysi er afar mannskemmandi.
kynnast þessum vanda - oftar en
einu sinni. Síðast stóðum við
frammi fyrir þessum vanda í lok
níunda áratugarins þegar þorsk-
stofninn var sérlega bágborinn.
Ríkisstjórn Noregs greip þá til
harkalegra aðgerða sem snertu
mjög hagsmuni margra þeirra
25.000 fiskimanna sem í landinu
búa. Enn eimir eftir af afleiðingum
þessa og mörg bæjarfélög við
strendur Noregs bera þessa niður-
skurðar enn merki. Þess vegna
skilja norskir fiskimenn hvaða af-
leiðingar niðurskurður kvóta hefur
í samfélaginu. Við getum hins veg-
ar ekki skilið hvernig íslenskir sjó-
menn geta ætlast til þess að aðför
þeirra að þorskstofni, sem lýtur
veiðistjórnun, verði viðurkennd. Við
skiljum ekki heldur hvers vegna
þeir vilja grafa undan umsjón með
Bætur til þessara hópa eru svo lág-
ar, að enginn getur lifað af þeim
og þyrftu að hækka veruiega, svo
ekki sé meira sagt. Það er ekki
hægt að bjóða fólki að búa við þessi
kjör. Það missir allt, húsnæði og
aðrar eigur og lendir í sumum tilfell-
um á götunni. Sumir réttlæta þetta
með því að segja að svona sé þetta
víða erlendis og jafnvel verra og að
þess vegna verðum við að sætta
okkur við þetta eins og það er, en
það eru engin rök, sem hægt er að
styðjast við. Það eru til ljármunir
til þess að reisa hveija stórbygging-
una af annarri, en sveltandi og klæð-
lítið fólk fær enga viðhlítandi umb-
un. Náð stjórnvalda er ekki meiri
en þetta, enda gera hinir háu herr-
ar, sem með völdin fara, ekki ráð
fyrir því að þeir sjálfir komist í slíka
aðstöðu eða aðstandendur þeirra.
Ekki er ástandið betra meðal
aldraðra og sjúkra. Greiðslur til
rétthafa tryggingarbóta, hafa
lækkað úr 60.000 kr. á mánuði,
niður í 55.000 kr. Lítið var það, en
minna er það orðið og engin leið
að lifa af þessari upphæð. Alþingis-
menn og ráðherrar þyrftu að reyna
það, ef vera kynni að augu þeirra
stofni þessum. Þetta getum við
ekki sætt okkur við.
Hvað norsk-íslenska síldarstofn-
inn varðar er vert að benda á að
á undanförnum árum hafa norskir
sjómenn samþykkt afdráttarlausar
takmarkanir við sókn í stofn þenn-
an þó svo að hugsanlega væri unnt
að auka kvótann. Norskir fiski-
menn eru sammála því markmiði
ríkisstjórnarinnar að byggja beri
síldarstofninn upp þannig að hann
nái fyrri styrk.
Það veldur sérstökum vonbrigð-
um að verða vitni að þeim skemmd-
um á stofninum sem íslenskir sjó-
menn eru að vinna um þessar
mundir í Barentshafi. Vonbrigði
norskra sjómanna eru mikil. Við
teljum að þarna hafi góður frændi
svikið okkur. Hvernig myndu ís-
lenskir fiskimenn bregðast við ef
Norðmenn gerðu það sama við
mikilvægasta fiskistofn íslands?
Þorskveiðar íslendinga í Bar-
entshafí eru ógnun við aðra stofna
sem flakka á milli á þessum slóðum
og fara um alþjóðlegt hafsvæði.
Menn geta síðan ímyndað sér hverj-
opnuðust fyrir því, hve skammarleg
kjör þetta eru. Þegar á allt er litið,
þá eru engir möguleikar fyrir ein-
stakling að lifa af lægri tekjum en
100.000 kr. á mánuði. Húsnæði og
fæði er svo dýrt að lægri upphæð
hrekkur ekki til. Þetta fólk getur
varla veitt sér hið bráðnauðsynleg-
asta, fæði og klæði. Bækur og ann-
að lestrarefni er munaðarvara hjá
þessu fólki. Sumarfrí er gjörsam-
lega út úr myndinni, þegar um
ferðalög er að ræða. Það getur
ekki rekið bifreið, jafnvel þótt það
hafi eignast hana áður en það komst
á örorku- eða ellilaun og margir
verða að selja slíka hluti, kannski
með tárum.
Þeir sem vistaðir eru á stofnun-
um mega ekki hafa meira en rúm
20.000 kr. á mánuði, það sem er
framyfir tekjur Tryggingastofnun
ríkisins til sín. Þessi lög eru eitt
hið mesta gerræði, sem framið hef-
ur verið á þessu fólki og getur ekki
blessast til lengdar.
Vasapeningar á stofnunum nema
um 10.000 kr. á mánuði og nægja
hvergi nærri eins og allir hljóta að
skilja, enda er þetta fólk alltaf pen-
ingalaust. Það stóð til að hækka
þessar greiðslur um 5.000 kr. en
það var hætt við það og peningarn-
ir notaðir til þess að greiða niður
vistgjöld. Vistarverur þessa fólks
ar afleiðingarnar yrðu ef aðrar
þjóðir, sem búa fjarri þessu haf-
svæði, færu að dæmi Islendinga.
Til lengri tíma litið getur sú þróun
tæpast þjónað hagsmunum íslend-
inga.
Skynsamleg nýting náttúruauð-
linda er sameiginlegt hagsmunamál
norskra og íslenskra fiskimanna.
Sjáið hvað gerst hefur í hvalveiði-
málinu! Sú barátta sýnir ljóslega
hversu erfitt það getur verið fyrir
smáar þjóðir að betjast gegn hags-
munasamtökum sem hafa allt annað
markmið. Ábyrg umsjón með auð-
lindum náttúrunnar er hagsmuna-
mál bæði Norðmanna og íslendinga.
í þessari baráttu þurfum við að
standa saman til að tryggja strand-
þjóðum umsjón með nýtingu auð-
linda hafsins.
Ég get fullvissað íslendinga um
að rányrkja þeirra í Barentshafi
nýtur einskis stuðnings. Það er
þung byrði að bera.
EINAR EPS0.
Formaður
Norges fískarlag.
eru oft á þá leið, að tveir eða jafn-
vel þrír eru saman í herbergi, sem
nær engri átt og er hvergi nærri
mannsæmandi. Krafan er, að allir
hafí sitt eigið herbergi og sæmilega
rúmgott.
Ég ætla ekki að hafa þetta
lengra, en vona að augu forráða-
manna þjóðarinnar og annarra, sem
hafa með umrædd mál að gera,
fari að ljúkast upp og að það verði
til þess, að bætt verði úr brestunum
sem fyrst, því að hér er um sjálf-
sögð mannréttindi að ræða, eins og
allir sjá.
EGGERT E. LAXDAL,
Frumskógum 14,
Hveragerði.
Gagnasafn
Morgmiblaðsins
Allt efni sem birtist í Morgun-
blaðinu og Lesbók verður fram-
vegis varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskil-
ur sér rétt til að ráðstafa efninu
þaðan, hvort sem er með endur-
birtingu eða á annan hátt. Þeir
sem afhenda blaðinu efni til
birtingar teljast samþykkja
þetta, ef ekki fylgir fyrii’vari
hér að lútandi.
Svissnesk
;æðaúr
á tilboði
Sígild dömu- og herraúr
Sportleg úr fyrir ungt athafnafólk
13.405 kr.
7.385 kr.
10.234 kr.
19.684 kr.
Tilboð þetti gildir afteinsí 10 daga.
Öll úrin eru tilm.errc§ dgdömustærðum.
Gyllingin er 10 micron íS kt. Quartz-verk.
Beverly Mills
'wnciu/
Kringlunni, sími 887230.
Skal eða skal ekki