Morgunblaðið - 09.09.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.09.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1994 7 FRÉTTIR Morgunblaðið/Þorkell Klappleikur í FRÍMÍNÚTUNUM fara margir krakkar í áþekka klappleiki og þess- ar stelpur voru að leika þegar ljósmyndarann bar að garði. Þær slá saman höndum á ýmsa vegu og hafa um leið yfir óræða þulu. Leikir af þessu eru margs konar og hverjum og einuin fylgir ákveðið klapp- munstur og ákveðin þula. Islenska kvikmyndasamsteypan Starfsemin fiutt á einn stað ÍSLENSKA kvikmyndasamsteypan hefur fest kaup á tveimur hæðum á Hverfísgötu 46 undir starfsemi sína. Á neðri hæð verður framleiðsluskrif- stofa og á þeirri efri, hljóðver fyrir kvikmyndir, klippiaðstaða og skrifstof- ur. Friðrik Þór Friðriksson, eigandi fyrirtækisins, segir að svo fremi sem fyrirtækið verði ekki flutt úr landi í nánustu framtíð verði stefnt að því áð hanna tvo litla bíósali á neðri hæð hússins. Friðrik sagði að fyrirtækið hefði leigt húsnæði á víð og dreif um borgina fyrir starfsemi sína og greitt fyrir um 300.000 króna leigu á mánuði. Af þeim sökum hefði verið ráðist í kaup á húsnæðinu, fyrir um 17 milljónir, og myndi fjár- festingin borga sig upp á um 8 árum. Flutningur til umræðu Hann sagði að fyrir utan hljóð- stúdíó sem væri hið ein fyrir kvik- myndir á landinu, yrði klippiaðstað og skrifstofur á efri hæðinni. Á þeirri neðri yrðu framleiðsluskrif- stofa. Þar væri verið að vinna að samvinnuverkefni með Þráni Bert- elssyni, kvikmyndinni Einkalíf Alexanders, en fyrirtækið væri einnig í samstarfi við Baldur Hrafn- kel Jónsson, kvikmyndagerðar- mann, um framleiðslu kvikmyndar- innar Benjamín Dúfu. Jafnframt sagði Friðrik að svo fremi sem fyrir- tækið yrði ekki flutt úr landi yrði stefnt að því að hanna tvo litla bíó- sali á neðstu hæðinni. Um hugsanlegan flutning fyrir- tækisins sagði Friðrik að fjármagn Kvikmyndasjóðs væri orðið það lágt til nýrra verkefna, 18 milljónir, að fé til hvers verkefnis nægði ekki til að sækja um áframhaldandi styrki til stærri erlendra sjóða. Því væri í raun nær að flytja fyrirtækið úr landi og sækjast eftir upphafs- og áframhaldandi fjármagni þar. Friðrik er nú að ganga frá nýj- ustu mynd sinni Cold Fever. Hún verður væntanlega frumsýnd hér á landi um jólaleyti. Björn Björnsson, kaupmaður í Neskaup- stað er látinn, á 82. aldursári. Björn fæddist á Seyðisfirði þann 25. desember árið 1912, en ólst upp á Norðfirði og í Neskaupstað. For- eldrar hans voru Björn Björnsson, kaupmaður í Neskaupstað og ljós- myndari og eiginkona hans, Katrín Málfríður Arngrímsdóttir. Björn Iauk gagnfræðaprófi á Akureyri og sat Sam- vinnuskólann 1932-1933, starfaði við verslun föður síns í Neskaupstað 1933-1941, hjá Pöntunarfélagi al- þýðu þar í bæ 1942-1945, en rak síðan eigin verslun þar til 1982. Björn starfaði mikið að félags- málum, var lengi í stjórn íþróttafé- lagsins Þróttar í Nes- kaupstað, um skeið formaður Rauða kross deildar Norðíjarðar, formaður Stangaveiði- félags Neskaupstaðar, formaður Verslunar- mannafélags Norð- fjarðar og forseti Rot- aryklúbbs Norðfjarðar. Þá átti hann sæti í stjórn Náttúruverndar- samtaka Austurlands og Sparisjóðs Norð- fjarðar. Björn var varamaður Sjálfstæð- isflokksins í bæjar- stjórn Neskaupstaðar og sat í fjölda nefnda á vegum flokksins. Þá var hann umboðsmaður Morgunblaðs- ins í Neskaupstað í mörg ár. Eftirlifandi eiginkona Björns er Guðlaug Ingvarsdóttir. Þeim hjón- um varð níu barna auðið. ANDLÁT BJÖRN BJÖRNSSON KAUPMAÐURí NESKAUPSTAÐ með krómgafli 90x200 cm - u&f 120x200 cm -m 140x200 cm -S&f með dýnum - 70x190 cm Aöeins sem hægt er að leggja saman á sætið í bílnum Aðeins: (jYjYlTl með glerplötu Aðeínsiíln.álðTj Holtagarði Reykjavík Skeifunni 13 Reykjarvíkurvegi 72 Norðurtanga3 Reykjavík Hafnarfiröi Akureyri I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.