Morgunblaðið - 09.09.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.09.1994, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 9: SEPTEMBER'' 1991 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Skólar sunnan Glerár einsetnir í vetur Bið eftir rúmi á skóladagheimili SKÓLANEFND Akureyrar sam- þykkti á fundi sínum í fyrradag til- lögu sem beint er til bæjaryfirvalda þess efnis að athugað verði með nauðsynlegar framkvæmdir svo hægt verði að koma á einsetningu í þeim tveimur skólum bæjarins sem nú eru tvísetnir en þar er um að ræða grunnskólana utan ár, Glerár- skóla og Síðuskóla. Skólamir sunn- an ár eru nú allir einsetnir. Tæplega 2.400 nemendur verða í grunnskólunum á Akureyri í vetur en skólastarf hófst í gær. Síðuskóli er fjölmennastur með tæplega 660 nemendur, tæplega 490 nemendur verða í Glerárskóla, um 320 í Barnaskóla Akureyrar og Lundar- skóla. Fæstir em nemendur í Odd- eyrarskóla um 150 talsins en í Gagnfræðaskóla Akureyrar verða um 440 nemendur í vetur, en þar hefur skólinn verði einsetinn um skeið að sögn Ingólfs Ármannsson- ar skólafulltrúa Akureyrarbæjar. Þrír grunnskólar verða nú ein- setnir að auki, Oddeyrarskóli, Lund: arskóli og Barnaskóli Akureyrar. í öllum skólunum verður að sögn Ingólfs boðið upp á einhveija gæslu. Yngstu bömunum verður boðið upp á rúmlega fjögurra klukkutíma við- vem í skólunum og eins verður til staðar gæsla þegar fylla þarf upp í eyður í stundaskrá þannig að skóladagurinn verði samfelldur. Skólanefndin samþykkti einnig á fundinum að bjóða foreldrum barna í 1. til 4. bekk upp á gæslu þá daga sem frí er í skólanum. Þeir foreldrar sem nýta sér þessa gæslu greiða fyrir hana ákveðið gjald. Nefndin samþykkti einnig að gera tilraun með fjölbreytta gæslu í Barnaskóla Akureyrar, þannig að foreldrar geti fengið gæslu fyrir börn sín eftir þörfum hvers og eins innan ákveðins tíma en að sögn Ingólf þarf að panta slíka gæslu fyrirfram. Morgunblaðið/Rúnar Þór GRUNNSKÓLARNIR á Akureyri hófust í gær og eins og ævin- lega á fyrsta skóladegi var margt um manninn í miðbænum, bókaverslanir fullar af ungu fólki að fylla skólatöskurnar sínar ntföngum Biðlisti Nokkur biðlisti hefur myndast eftir plássi á skóladagheimili og gerði skólafulltrúi ráð fyrir að um 15 böm biðu eftir slíku plássi nú, sunnan Glerár þar sem skólar eru einsetnir. Mismunandi gæsla í Bamaskóla Akureyrar leysti vanda og pappír. sumra þeirra en vissulega stæðu nokkur eftir sem ekki fengu úr- lausn. Skortur á húsnæði skóladag- heimilanna þriggja sem til staðar eru stæði í vegi fyrir fjölgun en þau eru öll fullnýtt en einnig þyrfti auk- afjárveiting einnig að koma til ef leysa ætti allan vandann. Geðgóður kisi ÞESSI geðþekki köttur hefur gert sig heimakominn í Ásveg- inum á Akureyri síðustu daga. Krakkarnir hafa tekið lieim- sókn hans fagnandi og meðal annarra hlutverka í leikjum þeirra hefur hann verið „brúða“. Hann kippir sér ekki upp við smáhnjask og er ekkert nema geðprýðin þó hnoðast sé með hann. Eldri íbúum götunn- ar er þó mikið í mun að kisi komist til síns heima. Morgunblaðið/Rúnar Þór Glæsileg raðhús _____á Akureyri Trésmíðaverkstæði Sveins Heiðars hf. er með í byggingu 16 raðhúsa- íbúðir við Huldugil í Giljahverfi á Akureyri, en það hverfi er verið að byggja upp. I næsta nágrenni verða verslanir, grunnskóli og leikskóli. Ibúðirnar eru seldar allt frá því að vera tilbúnar undir málningu og uþp í það að vera fullbúnar. Stærð íbúða er frá 123 til 140 fm fyrir utan bílskúr en áföst bifreiðageymsla fylgir hverri íbúð. Auk þess er um 20 fm herbengi yfir bílskúr. Hægt er að gera ýmsar breytingar á innra skipulagi íbúða, s.s. stærð herbergja, í samráði við seljanda, sem hefur lítinn eða engan kostnaðarauka í för með sér. íbúðirnar eru afhentar eftir óskum hvers og eins allt frá nokkrum vikum upp í 1 'A ár. Hafíð samband og við sýnum ykkur íbúðirnar. Tryggið ykkur vandaða eign á góðu verði. Trésmíðaverkstæði Sveins Heiðars hf. Skipagötu 16, 600 Akureyri. Símar 96-12366 og 985-27066. Fax 96-12368 Skrifstofan er opin frá kl. 14-17, mánudaga - föstudaga Sveinn Heiðar Jónsson, framkvæmdastjóri, Bæjarsíðu 5,603 Akureyri sími 96-21589 Bati í rekstri Kaupfélags Eyfirðinga Hagnaður fyrstu sex mánuði ársins BATI hefur orðið í rekstri Kaupfé- lags Eyfirðinga á árinu miðað við fyrra ár en hagnaður af rekstri þess á fyrri hluta ársins nam um 24 milljónum króna samanborið við um 103 milljóna króna tap árið áður. í sex mánaða uppgjöri sem nú liggur fyrir er eingöngu um að ræða rekstur móðurfélagsins án dótturfyrirtækja en unnið er að átta mánaða uppgjöri fyrir samstæðuna í heild. Gert er ráð fyrir að það muni liggja fyrir um miðjan október næstkomandi. Velta Kaupfélags Eyfirðinga var á tímabilinu tæpar 3.900 milljónir króna sem er um 5% aukning frá síðasta ári. Launagreiðslur hafa aukist um 1% milli ára, voru á fyrstu sex mánuðum ársins um 623 millj- ónir króna. Hagnaður fyrir fjár- magnsliði var um 136 milljónir sam- anborið við 128 milljóna króna hagnað á liðnu ári. Fjármagnsgjöld að frádregnum íjármagnstekjum voru um 103 milljónir samanborið við 229 millj- ónir ári áður. Fjármunamyndum í rekstri varð á tímabilinu 137 millj- ónir króna samanborið við 91 millj- ón króna á fyrra ári. Lægri fjármagnskostnaður Bata í reksti KEA er fyrst og fremst að þakka lægri fjármagns- kostnaði, segir í fréttatilkynningu frá kaupfélaginu. Fjármagnsgjöld voru mjög há í fyrra vegna gengis- fellingar í júní það ár og einnig voru vextir mun hærri þá en nú. Þróunin hefur orðið sú að afkom- an í verslun og afurðareikningum hefur batnað en ýmist versnað eða staðið í stað i iðnaðar-, þjónustu- og sjávarútvegsgreinum. „Þetta er bráðabirgðauppgjör fyrir fyrstu sex mánuði ársins, það er unnið að átta mánaða uppgjöri fyrir bæði móðurfélagið og dóttur- fyrirtæki og þá sjáum við betur hver staðan er og hvert stefnir," sagði Magnús Gauti Gautason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Eyfirð- inga. rkr & / OPIÐ: miðvikudaga: 20:00 - 01:00 fimmtudaga: 20:00 - 01:00 föstudaga: 20:00 - 03:00 laugardaga: 20:00 - 03:00 sunnudaga: 20:00 - 01:00 Yetrarstarf skátanna hefst ARLEG veisla eldri skáta verður haldin í Fálkafelli annað kvöld, laug- ardagskvöldið 10. september. Tilefn- ið er eins og oft áður að þetta sama kvöld eru ný uppgengnir dróttskátar vígðir og Fálkafellið er formlega opnað fyrir útilegur vetrarins. Veisl- an hefst með setningu við Pásustein kl. 20.15 og þaðan er svo bálganga upp í Fálkafell þar sem miklar kræs- ingar bíða veislugesta. Það er drótt- skátasveitin DRACO sem hefur um- sjón með þessu. Sunnudaginn 11. september fer fram árleg sundkeppni skátafélags- ins í Sundlaug Akureyrar. Þar mæt- ir hver skátasveit með sitt keppnislið og spreyta skátamir sig í hinum ýmsu sundþrautum. Einnig er ein- staklingskeppni milli dróttskáta, þar sem stíll og hraði fara ekki alltaf saman. Sundkeppnin hefst kl. 19.30 og eru allir hvattir til að mæta og hvetja sín lið, segir í fréttatilkynn- ingu frá skátafélaginu. ------» ♦ ♦------ ■ POPPHUÓMSVEITIN Pláhnetan leikur á haustfagnaði í Sjallanum á Akureyri á föstudagskvöld, 9. sept- ember og á laugardagskvöld á rétt- ardansleik í Hótel Valaskjálf á Egils- stöðum. JU€ureyrí - §ct VMTUR Þriðjudaga, fimmtudaga, föstudaga og sunnudaga. Verð frá kr. 3.200 fluqfélaq noróurlands lif SÍMAR 96-12100 og 92-11353

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.