Morgunblaðið - 14.09.1994, Síða 4

Morgunblaðið - 14.09.1994, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Þorkell AUÐ beð blöstu við þeim Val Sig^irðssyni, Atla Antonssyni, Guðrúnu G. Björnsdóttur, og Laufeyju Jensdóttur þegar þau mættu í skólagarðana í Skerjafirði í Reykjavík í gær. Ingólfstorg dýr- ara en ætlað var Stolið úr skóla- görðum FJÖLDI barna hefur síðustu daga orðið fyrir barðinu á óprúttnu fullorðnu fólki sem stelur uppskeru þeirra í skóla- görðunum. Búið er að hreinsa uppskeru úr milli 50 og 60 görð- um í skólagörðunum í Skerja- firði og voru fæst barnanna búin að taka nema lítinn hluta af uppskeru sumarsins. Að sögn Valgerðar Hallgríms- dóttur, móður tveggja barna sem hafa ræktað grænmeti í skólagörðunum í sumar, höfðu margir beðið með að taka upp úr görðunum vegna þess hve veðrið hefur verið gott. Þess vegna áttu flestir megnið af t.d. kartöfluuppskerunni óupptekið. Hún segir augljóslega ekki um skemmdarverk eða handahófs- kennda rányrkju barna að ræða. Greinilegt sé að farið sé skipu- lega í garðana og þeir hreinsað- ir. Hún segir að í gluggum vinnuskúranna við skólagarð- ana séu miðar sem á standi skýr- um stöfum að börnin eigi upp- skeruna. Valgerður segist hafa hitt mörg vonsvikin börn sem höfðu komið að görðunum sínum eftir að búið var að hreinsa úr þeim. Hún segir að sennilega sé eitt- hvað um þetta á hverju hausti að fólk fari í skólagarðana og nái sér í grænmeti. Sumum þyki þetta greinilega sjálfsagt. í gær- morgun hafi t.d. starfskona skólagarðanna mætt fullorðinni með grænmeti í poka. Hún hafði komið með öll tól og tæki með sér. Hún hefði fullyrt við starfs- konuna að þetta væri ekkert nýtt, „fólk hefði alltaf gert þetta“. Valgerður segir þetta óskap- lega sárt fyrir börnin sem séu búin að hlúa að grænmetinu allt sumarið. Hennar börn og fleiri, sem búið var að stela upp- skerunni frá, fengu að fara í svokallaða starfsmannagarða og taka kartöflur upp úr þeim í sárabætur. Það kæmi þó aldrei í staðinn fyrir að taka upp sitt eigið. Endurbætur á Geysishúsi kosta 227 milljónir KOSTNAÐUR vegna framkvæmda við gerð Ingólfstorgs í Reykjavík er nú 173 milljónir króna og er áætlað- ur kostnaður vegna lokafram- kvæmda 40 milljónir til viðbótar. Upphafleg kostnaðaráætlun við gerð Ingólfstorgs að Hafnarstræti og Aðalstræti var 145 millj. og munar þar 68 millj. eða um 47%. Með greinargerð vinnuhóps sem lögð hefur verið fram í borgarráði fylgja ábendingar og tillögur vegna Ingólfstorgs, Grófartorgs og Geys- ishúss. Þar kemur fram að á hönn- unartímanum hafi verið til umræðu að setja atmenningssalerni og snyrti- aðstöðu í kjallara veitingaskála á Ingólfstorgi en það þótti mjög dýr framkvæmd og ekki aðgengileg fyr- ir fatlaða. Hinsvegar var lagt til að gert yrði ráð fyrir salernis- og snyrti- aðstöðu í væntanlegri byggingu við Vallarstræti 2. Framkvæmdir við torgið hófust með útboði en verkframkvæmd hófst 20. apríl 1993 og var áætlað að henni lyki 23. september. Fram- kvæmdinni lauk hins vegar 4. des- ember 1993 en ýmis frágangsverk hafa verið unnin í vor. Fram kemur að hönnun á Grófar- torgi liggi niðri og að fljótlega þyrfti að taka ákvörðun um framhald hennar. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina þar er um 50 milljón- ir. Borgarráð samþykkti að kaupa Geysishús 21. janúar 1992 og tók borgin við húsinu 1. apríl sama ár. Húsið var auglýst til leigu og leigir ferðaskrifstofa aðstöðu í hluta þess. Þar hafa einnig verið skipulagðar sýningar í samstarfi við ýmsar borg- arskrifstofur. Breytingar á Geysishúsi í greinargerðinni segir að í sam- ræmi við tillögu að kaupum hússins hafí arkitekt verið falið að hanna útlit og innra skipulag. Þá segir að augljóst sé að sú umfangsmikla starfsemi sem fram fari í húsinu fái ekki þrifíst nema til komi tengibygg- ing. í frumtillögum hönnuðar er gert ráð fyrir að á 1. hæð Aðalstræt- is 2 og í tengibyggingu verði starf- semi Upplýsingaskrifstofu ferða- mála. Kostnaðaráætlun vegna Geys- ishúss er tæpar 228 milljónir. Sveitarfélög á Vestfjörðum Tillaga um sam- einingu lögð fram á næsta ári Morgunblaðið/Þorkell PRESNJA-KÓRINN í anddyri Morgunblaðshússins í gær ásamt stjórnanda sínum, Ljudmilu Golits- inu (fremst fyrir miðju), og rússnesku sendiherrahjónunum. Rússneskur stúlkna- kór heimsækir Island NEFND, sem vinnur að tillögum um sameiningu sex sveitarfélaga á norð- anverðum Vestfjörðum, stefnir að því að leggja fram tillögur snemma á næsta ári og að kosið verði um tillögurnar síðar á árinu. Nefndin hefur myndað þijá vinnuhópa til að skoða hvern málaflokk fyrir sig. Bolungarvík og Súðavík taka ekki þátt í starfi nefndarinnar. Sveitarfélögin sex eru Þingeyri, Mýrarhreppur, Mosvallahreppur, Flateyri, Suðureyri og ísafjörður. Tæplega 4.900 manns búa í þessum sveitarfélögum. Þegar nefndin var sett á laggirnar var Bolungarvík og Súðavík boðið að vera með, en þau settu skilyrði fyrir þátttöku sem hin sveitarfélögin féllust ekki á. Nefndin hefur skipað þrjá vinnu- hópa til að skoða einstaka þætti málsins. Einn hópur vinnur að tillög- um um stjórnsýslu nýs sveitarfélags og fjármál, annar fjallar um skóla- mál, heilbrigðismál og önnur félags- mál og þriðji hópurinn fjallar um framkvæmdir. VERÐ á nautakjöti hækkaði um 10% um síðustu mánaðamót. Að sögn Guðmundar Lárussonar, formanns Landssambands kúabænda, er orsök verðhækkunar minna framboð á nau- takjöti. Verð á nautakjöti hefur lækkað nær stöðugt í rúmt ár vegna offramboðs. Grundvallarverð á nautakjöts-kílói fór niður í 195 kr., en hæst var það um 380 kr. Eftir síðustu verðbreyt- ingu er grundvallarverð til bænda 228,50 krónur. „Það hefur átt sér stað geysileg verðlækkun vegna offramboðs á nau- takjöti. Nú er þessu offramboði að Ávinningur af sameiningu „Ég held að það séu allir nefndar- menn sammála því að það sé ávinn- ingur af sameiningu," sagði Þor- steinn Jóhannesson, formaður sam- einingarnefndar. Hann sagði að nefndin ætli að gefa sér góðan tíma til að undirbúa tiliögurnar og kynna málið vel fyrir kjósendum áður en óskað verði eftir dómi þeirra. „Sameiningarmál eru alltaf upp á teningnum. Byggðin hér er að þétt- ast ár frá ári. Eg geri ráð fyrir að eftir að göngin koma verði þetta meira og minna eitt atvinnusvæði. Samstarf sveitarfélaganna mun auk- ast í framtíðinni. Þetta er meira spurning um form á hlutunum," sagði Ágúst Oddsson, forseti bæjar- stjórnar Bolungarvíkur. Ágúst sagði að ein af ástæðunum fyrir því að Bolungarvík ákvað að taka ekki þátt í nefndarstarfinu hefði verið að tillaga um sameiningu var felld með miklum meirihluta í Bolungarvík í atkvæðagreiðslu 20. nóvember sl. linna og það er að nást ákveðið jafn- vægi á markaðinum. Þess vegna þokast verðið upp,“ sagði Guðmund- ur Lárusson. í vor stofnuðu kúabændur sérstakt fyrirtæki til að annast, sölu á nauta- kjöti. Þá voru tæplega 200 tonn af nautakjöti tekin út af markaðnum og sett í frystigeymslu. Guðmundur sagði að þetta væri lakasta kjötið á markaðinum sem eingöngu væri hæft í vinnslu. Hann sagðist gera sér vonir um að hægt verði að setja þetta kjöt á markað innan ekki mjög langs tíma. STÚLKNAKÓR frá Moskvu í Rúss- landi kom til landsins í gær. í kórnum er 21 stúlka á aldrinum 14 til 18 ára og eru þær allar nemendur í Presnja-kórskólanum sem hefur tón- listarkennslu sem meginviðfangs- efni. í hann eru valdir úrvalsnemend- ur úr venjulegum grunn- og mennta- skólum sem þykja hafa góðar raddir. í Presnja-skólanum eru 450 böm á aldrinum 5 til 18 ára og eru sjö skóla- kórar starfandi við skólann. Presnja-kórinn er einn af elstu skólakórum Moskvu og á að baki 46 ára farsælt starf. Hann hefur heim- sótt yfir 50 borgir og héruð í Rúss- landi og Sovétríkjunum sem voru og farið í margar tónleikaferðir, m.a. til Þýskalands, Frakklands, Tékk- lands og Búlgaríu. Kórinn hefur einn- ig tekið þátt I alþjóðlegum kóra- keppnum og oft staðið á verðlauna- palli. Fjölbreytt efnisskrá Efnisskrá kórsins er viðamikil og fjölbreytt, allt frá tónlist rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar og kaþól- skrar kirkjutónlistar til þjóðlaga og nútímaverka. Söngur kórsins er í háum gæðaflokki og þykir flutningur hans á kirkjutónlist sérstaklega góð- Syngur á tónleik- um í Skálholti og Langholtskirkju ur. Kórinn hefur einnig sungið inn á fjölmargar plötur og geisladiska. Stjórnandi kórsins er Ljudmila Go- litsina. Ferð kórsins er fjármögnuð að hluta til af foreldrum stúlknanna og að hluta af öðrum styrktaraðilum. Kórinn fær engin opinber framlög til ferðarinnar. Sungíð fyrir Morgunblaðsfólk Kórinn hóf íslandsdvölina með heimsókn í blaðhús Morgunblaðsins en þangað kom hann beint af flug- vellinum. Þar söng hann fyrir starfs- fólk tvö verk úr messu eftir Tsjesn- okov, bæn fyrir Rússland eftir Tsjajkovskíj og þýskt jólalag. Eftir skoðunarferð um Morgun- blaðið hélt kórinn beint í Skálholt þar sem hann dvelur í sumarbúðum í þrjá daga. í dag verður m.a. farið í Tungnaréttir og skoðunarferð að Gullfossi og Geysi. Kórinn á eftir að koma víða við næstu vikuna, bæði til að skoða sig um og til að syngja. Tvennir opinberir tónleikar verða með kómum, þeir fyrri í Skálholts- kirkju kl. 20.30 annað kvöld og hin- ir síðari kl. 16.00 í Langholtskirkju á laugardag. Kórinn heldur af landi brott á fímmtudagsmorgun í næstu viku. Veður og móttökur hlýjar Blaðamaður tók tali þijár stúlkur úr kórnum, þær Anastasju, Tönju og Veru. Þær voru allar spenntar yfír því að fá að koma til Islands. Þær sögðust vita mjög lítið um land- ið og ekki þekkja neinn sem hefði komið hingað. Þær sögðu að útsýnið úr flugvélinni hefði verið stórkostlegt þegar flogið var inn jrfír landið. Þeim fannst skrítið að sjá engin tré og þegar þær sáu jöklana voru þser sannfærðar um að hér hlyti að vera óskaplega kalt. Svo reyndist þó ekki vera, það var bara tiltölulega hlýtt, fyrir utan móttökumar sem hefðu verið einstaklega hlýjar. Þær sögðust hlakka til að fá að kynnast lífi ís- lenskra fjölskyldna en þær flytja inn á heimili bama úr Skólakór Kársness á föstudaginn. Þær hafa búið inni á heimilum í Þýskalandi og þeim fínnst spennandi að bera Iífið hér saman við það sem þær kynntust þar. Yerð á nautakjöti hækkar um 10% i i > > > > > > > > > > \ ) i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.