Morgunblaðið - 14.09.1994, Síða 14

Morgunblaðið - 14.09.1994, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Hugbúnaður Skrif um skjáfaxið mikill stuðningur Hyundai vill dreifa hugbúnaðinum í S-Kóreu „ÞESSI lofsamlega umfjöllun er mjög þýðingarmikil fyrir okkur, en við sjáum sjálfsagt ekki hveiju hún skilar í sölu fyrr en eftir einhveija mánuði,“ sagði Ásgrímur Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri Tölvusamskipta hf. í samtali við Morgunblaðið. Hugbúnaður fyrirtækisins, Skjáfax, var valinn besti búnað- ur sinnar tegundar í samanburði nýjasta tölublaðs tölvutímaritsins PC-magaz- ine og hlýtur kerfíð gæðastimpilinn „Editors Choice“. Hyundai í Suður- Kóreu hefur lýst áhuga á að dreifa hugbúnaðinum þar í landi. Arðsemi hluthafa OIís 30% það sem af er árinu Niðurstöður úr 6 mánaða milliuppgjöri, janúar-júní 1994 Rekstur Rekstrartekjur Rekstrargjöld Fjármunatekjur og (fjárm.i Skattar Hagnaður Veltufé frá rekstri Efnahagur Eignir Skuldir Eigið fé 1993 .1.-31.12. 1994 1.1 .-30.6. ^5.829.065.003 2.842.515.563 5.631.014.226 2.716.643.252 (98.520.843) (10.357.158) 8.297.720 33.930.284 91.232.214 81.584.869 267.919.796 149.636.187 4.134.497.525 4.383.160.111 2.320.779.120 2.540.966.718 1.813.718.405 1.842.193.393 Hagnað- urinn 82 milljónir HAGNAÐUR Olíuverslunar íslands, Olís, var 81,6 milljónir samkvæmt uppgjöri félagsins fyrir fyrstu sex mánuði ársins eftir að gjaldfært hefur verið 40 milljóna framlag í niðurfærslusjóð útistandandi krafna. Hagnaður Olís í árslok 1993 var 91,2 milljónir. Rekstrartekjur Olís í lok júní sl. voru 2.843 milljónir, samanborið við 5.829 milljónir í árslok 1993. Rekstr- argjöld voru 2.717 milljónir á móti 5.631 milljónum í árslok 1993 og var rekstrarhagnaður á fyrri árs- helmingi þessa árs því 126 milljón- um. „Rekstur félagsins hefur verið viðunandi það sem af er árinu," sagði Einar Benediktsson, framkvæmda- stjóri Olís í samtali við Morgunblað- ið. „Það er líka ánægjulegt að sjá hve arðsemi hluthafa, þ.e. útgreidd- ur arður að viðbættri gengishækkun hlutabréfa félagsins, hefur verið mikil á árinu. Til ágústloka var arð- semin 23% enda hækkaði gengi hlutabréfanna um rúmlega 18%, úr 2,07 í lok síðasta árs í 2,45 í lok ágúst. Sé tekið tillit til síðustu við- skipta 12. september sl. á genginu 2,60 er arðsemin rúmlega 30%,“ sagði Einar. Eigið fé Olís var 1.842 milljónir 30. júní sl., heildareignir 4.383 millj- ónir og eiginfjárhlutfall 42%. Arð- semi eigin íjár fyrstu sex mánuðina var 9% á ársgrundvelli samanborið við 5,4% allt árið 1993. Tímaritið skoðaði fjögnr kerfí en Skjáfaxið kom sérfræðingum þess mjög á óvart, þótti afar sveigjanlegt og henta jafnt fyrir litla tannlækna- stofu og stórfyrirtæki. „Tímaritið, sem er eitt útbreiddasta tölvutímarit heims, er að koma út í einstökum fylkjum Bandaríkjanna þessa dag- ana,“ sagði Ásgrímur. „Þeir sem fylgjast vel með markaðnum meta vöru eftir tæknilegum skrifum á borð við þessi, svo umfjöllunin er gríðarlegur stuðningur. Þá getum við notfært okkur þessa viðurkenningu í auglýsingum, sem sýnir kaupendum svart á hvítu að varan er yfírfarin af sérfræðingum.“ Ásgrímur sagði að hjá Tölvusam- skiptum væri nú verið að meta hvern- ig fyrirtækið væri í stakk búið til að mæta söluaukningu, ef af yrði. „Við höfum þegar selt hugbúnað fyrir 40-50 milljónir það sem af er árinu, en í fyrra nam heildarsala ársins tæpum fimmtíu milljónum. Haustið er mesti sölutími ársins og því höfðum við reiknað með um 70% söluaukningu milli ára. Sú áætlun var gerð áður en umfjöllun PC- magazine birtist, svo aukningin gæti orðið enn meiri, en við eigum ekki von á að hún skili sér öll fyrr en á einhveijum mánuðum eða árum.“ Hyundai kannar dreifingn í S-Kóreu Fulltrúar suður-kóreanska fram- leiðandans Hyundai hafa verið hér á landi að undanförnu, til að kynna sér skjáfaxið. „Við erum þegar komnir inn á markaðinn í Asíu og erum með dreifíngaraðila í Singapore, Hong Kong og Japan,“ sagði Ásgrímur. „Hins vegar hefur það staðið okkur fyrir þrifum, líkt og öðrum framleið- endum, að við höfum ekki haft vald á því stafasetti, sem þar er notað. Ef af samstarfínu við Hyundai verð- ur, þá senda þeir menn hingað, sem breyta forritinu.“ Heildartap Flugleiða hf. eykst frá síðasta ári þrátt fyrir að rekstrarafkoman hafi batnað Tapið fyrri Muta árs nam 732 milljónum HEILDARTAP Flugleiða hf. á fyrri árshelmingi nam 732 milljónum króna skv. milliuppgjöri en á sama tímabili í fyrra var heildartap félags- ins 572 milljónir. Undanfarin ár hef- ur reglan verið sú að tap er af rekstri Flugleiða fyrstu sex mánuði ársins vegna árstíðasveiflu í flutningum. Rekstrarafkoma Flugleiða eftir fyrstu sex mánuði þessa árs að við- bættum fjármagnskostnaði batnaði hins vegar frá síðasta ári. Að sögn Einars Sigurðssonar, upplýsingafull- trúa Flugleiða, má rekja ástæðu þess að betri rekstrarafkoma skilaði sér ekki í bættri heildarafkomu, til óhagstæðrar gengisþróunar og þess að lækkun tekjuskattsskuldbinding- ar kemur félaginu ekki til góða á þessu ári líkt og í fyrra. Töluvert hafi hins vegar miðað í rétta átt í þeim liðum rekstrarins sem stjórn- endur gætu haft áhrif á frá degi til dags. Heildartekjur Flugleiða námu 6.414 milljónum á fyrri árshelmingi og hækkuðu úr 5.489 milljónum frá sama tímabili í fyrra eða um tæp 17%. Að sögn Einars endurspeglar þessi tekjuaukning á milli ára já- kvæða þróun í efnahagsmálum hér á landi og erlendis, nýjar áherslur og öflugra starf í markaðsmálum. Heildargjöld Flugleiða námu 6.621 milljónum í lok júní sl. saman- borið við 5.815 milljónir á sama tíma árið áður. Hækkunin milli ára nam tæpum 14%. Rekstrartap án fjár- munatekna og fjármagnsgjalda fyrstu sex mánuði þessa árs var því 207 milljónir samanborið við 326 milljónir á sama tíma í fyrra. Þróun vaxtakjara á tímabilinu var Flugleiðum hagstæð. Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 474 milljónir í lok júní en á sama tíma í fyrra voru þeir neikvæðir um 600 milljónir. Afkoman af reglulegri starfsemi, þegar tekið hefur verið tillit til fjár- magnskostnaðar, hefur því batnað verulega á milli ára, úr 926 milljón- um eftir fyrri árshelming í fyrra í 681 milljón nú. Óhagstæð gengisþróun „Óhagstæð gengisþróun á veruleg- an þátt í því að betri rekstur skilar sér ekki í betri heildarafkomu," sagði Einar Sigurðsson. „Misvægi gengis og verðlags, sem skilaði 192 milljóna tekjufærslu fyrstu sex mánuðina í fyrra leiddi nú til 69 milljóna gjald- færslu og er ástæðan aðallega sú að gengi dollars lækkaði um tæp 5% frá áramótum til loka tímabilsins.“ Bókfært verð flugvélaflota Flug- leiða í íslenskum 'krónum er endur- metið með hliðsjón af gengi dollars. Lækkandi gengi hans þýðir að í ís- lenskum krónum lækkar bókfært verð flugvélaflotans og því kemur til umræddrar gjaldfærslu. „Það má geta þess að á sama tíma og þessi gjaldfærsla kemur inn í krónuupp- gjör Flugleiða hefur markaðsverð flugvéla fyrirtækisins í dollurum verið að styrkjast," sagði Einar. „Markaðsverð flugvélanna hefur alltaf verið hærra en bókfært verð þeirra og eftir því sem sá munur verður meiri eykst dulin eign félags- ins í flugvélum." Engin tekjuskattsskuldbinding í ársbyijun 1993 hvíldi 180 millj- ón króna tekjuskattsskuldbinding á Flugleiðum. Einar sagði að skatta- legt tap félagsins á síðasta ári hefði eytt þeirri skuldbindingu og fyrir vikið hefði komið samsvarandi tekju- færsla í rekstrarreikninginn. „I upp- hafi þessa árs hvíldi engin tekju- skattsskuldbinding á fyrirtækinu og því var ekki um slíka tekjufærslu að ræða þrátt fyrir skattalegt tap á fyrri hluta þessa árs,“ sagði Einar. Einar sagði ennfremur að það væri regla að tap væri af rekstri Flugleiða á fyrri árshelmingi vegna árstíðasveiflu í flutningum. „Við höfum verið með góða nýtingu yfir sumarmánuðina og sem dæmi má nefna að það voru tæplega þrisvar sinnum fleiri farþegar í júlí en í febr- úar. Bókanir í alþjóðaflugi Flugleiða næstu mánuði eru líka töluvert betri en á sama tíma í fyrra, bæði í flugi milli íslands og Evrópu og til Flórída. Framboð sæta út árið verður svipað og í fyrra og við vonumst því eftir betri nýtingu." FRUMSYNINGAR ^VEISLA^ 17. septemLer 1994 Glæsilegfur matseáill, sérvalin vín. Húsið opnaá kl. 18:00 með forárykk. Vinsamlegfast pantiá korá tímanlega. Borðapantanir i sima 19636/Fax 19300 Bandaríkjamenn deila um klórbann Umhverfisvernd Washington. Reuter. Umhverfisvemdarstofnun Bandaríkjanna gefur í dag út 2.000 blaðsíðna skýrslu um eiturefnið dí- oxín sem myndast í ýmsum klórefn- issamböndum. Umhverfisverndar- sinnar segja að niðurstaða skýrsl- unnar kalli á bann við notkun klórs í ýmis konar iðnaðar- og matvæla- framleiðslu. Samtök bandarískra fyrirtækja eru á öndverðum meiði og segja að ekkert nýtt komi fram í skýrslunni. Lítið sé enn vitað um hvemig díox- ín myndast og hvaða áhrif efnið hafi á heilsu manna. Skýrslan muni því aðeins sýna að rannsaka þurfí málið frekar áður en hægt verði að setja ströng lög um notkun klórs í iðnaði. Díoxín er hættulegt eiturefni sem myndast meðal annars við brennslu á ýmiskonar pappír og plasti sem framleitt er úr klór, og við ýmiskon- ar iðnframleiðslu. Díoxín er komið í fæðukeðjuna og samkvæmt skýrslu, sem gefín var út í vor, nægir díoxínmagnið, sem fínnst í Bandaríkjamönnum, til að hafa áhrif á heilsu og æxlun til- raunadýra. Umræðan hefur aðal- lega snúist um hversu hættulegt díoxín er sem krabbameinsvaldandi efni, en í skýrslunni er íjallað um önnur áhrif eiturefnisins, svo sem á æxlunar- og ónæmiskerfín og fóst- urvöxt. Milljarðar dala eru í húfi fyrir iðnfyrirtæki og ýmsa matvælafram- leiðendur í Bandaríkjunum. ----♦ ♦ ♦-- Spielberg auðugastur New York. Reuter. BANDARÍSKI kvikmyndaleik- stjórinn Steven Spielberg er efstur á lista tímaritsins Forbes yfir 40 hæst launuðu skemmtikrafta heims. Spielberg vann sér inn 170 miiyónir dala, 11,7 milljarða króna, í fyrra og Forbes áætlar að hann þéni 165 milljónir dala, 11,3 miHjarða króna, í ár. Tíma- ritið miðar listann við tvö ár og Spielberg þénaði því samtals 355 mil^ónir dala. Forbes áætlar að auðæfi hans séu nú rúm- lega milljarður dala, 69 milljarðar króna. Næst á listanum kom Oprah Winfrey, en hún vann sér inn 105 milljónir dala. I þriðja sæti er risa- eðlan Barney, en höfundur hennar og framleiðandi þénuðu 84 milU- ónir dala.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.