Morgunblaðið - 14.09.1994, Page 17

Morgunblaðið - 14.09.1994, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1994 17 Embætti framkvæmdastjóra NATO Samstaða sögð hafa myndast um Willy Claes Opinber afstaða íslands og annarra NATO-ríkja liggur ekki fyrir FULLVÍST má heita að Willy Cla- es, utanríkisráðherra Belgíu, verði næsti framkvæmdastjóri Atlants- hafsbandalagsins (NATO). Nýtur hann, að sögn heimildar- manna Reuters- fréttastofunnar, stuðnings flestra Evr- ópuríkja auk Banda- ríkjanna. Opinber af- staða ríkisstjórnar ís- lands liggur ekki fyrir, frekar en annarra að- ildarríkja sem ekki hafa teflt fram manni í þetta háa embætti en Davíð Oddsson for- sætisráðherra kvaðst í gær telja að kveðið væri of fast að orði í fréttaskeyti Reuters. Viðmælendur fréttastofunnar bæði í Lundúnum og Brussel kváðust ætla að þeir tveir aðrir sem orðað- ir hafa verið við embættið, Hans van den Broek frá Hollandi og Thorvald Stoltenberg hinn norski, myndu draga sig í hlé, hugsanlega á allra næstu dögum. Verði raun- in sú mun Willy Claes verða næsti framkvæmdastjóri bandalagsins og taka við af Manfred Wörner, sem lést í ágústmánuði, 59 ára að aldri. Samráð ESB-rílga Sömu heimildarmenn sögðu að samþykki Bandaríkjanna lægi fyr- ir færi svo að Evrópuríkin yrðu almennt sátt um að bjóða Claes starfið. Til þyrfti að koma að eitthvert aðild- arríkið beitti neitunar- valdi til að hann hreppti ekki embættið. Frakkar stungu fyrstir upp á belgíska utanríkisráðherranum og fékk hann mikinn stuðning á fundi utanríkisráðherra Evrópusam- bandsríkjanna (ESB) 12 um síð- ustu helgi. Af þeim 12 ríkjum sem þar áttu fulltrúa eru 11 aðilar að Atlantshafsbandalaginu. Sinnaskipti Þjóðverja Sagt er að Þjóðveijar hafi upp- haflega ákveðið að styðja Thor- vald Stoltenberg, fyrrum utanrík- isráðherra Noregs og núverandi sáttasemjara Sameinuðu þjóðanna í fyrrum Júgóslavíu, en stjórnvöld í Bonn hafi skipt um skoðun þeg- ar í ljós kom hversu almennur stuðningur var við framboð Willy Claes. Hans van den Broek, sem fer með utanríkis- mál í framkvæmda- stjóm Evrópusam- bandsins, þykir enga von eiga ekki síst þar sem hollensk stjórn- völd munu hafa lýst yfir því að þau hyggist styðja Belgann títt- nefnda. Danir hafa á hinn bógin stutt Norðmenn og frambjóðanda þeirra. Hermt er að Norðmenn hyggist ekki leggja árar í bát þótt illa horfi i máli þessu en þeir telja sig eiga nokkurt tilkall til embættisins. Er Wörner var valinn framkvæmdastjóri 1988, fyrstur Þjóðveija, þótti Káre Willoch, fyrr- um forsætisráðherra Noregs, lengi sigur- stranglegur. Embættismenn sögðust helst fínna Stoltenberg það til foráttu að vafasamt væri hvort hann gæti komið fram sem tals- maður NATO á nægi- lega sannfærandi hátt og stjórnað fundum með tilhlýðilegri rögg- semi. Kváðust þeir telja að Norðmenn myndu una þessari niðurstöðu þótt tæp- ast yrði hún til þess fallin að vekja _ al- menna gleði í Ósló. Þess væri að vænta að ákvörðun lægi fýrir fljótlega, hugsanlega síðar í þessum mánuði. íslendingar ekki lýst stuðningi við neinn Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hefur komið fram sú skoðun að óeðlilegt megi teljast að Willy Claes hljóti embættið þar eð fyrir liggi að Belginn Mark Eyskens, fyrrum ráðherra, verði næsti framkvæmdastjóri Vestur- Evrópusambandsins (VES), varn- arbandalags nokkurra Evrópu- sambandsríkja. Davíð Oddsson forsætisráð- herra sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að það sætti einkum tíðindum að nú væri tal- ið útilokað að Hollend- ingar hrepptu embættið. íslendingar hefðu ekki lýst yfir stuðningi við neinn þeirra sem orðaðir hefðu verið við starfið en óform- legar þreifingar hefðu farið fram á vettvangi NATO. Málið bæri að ræða á þeim vettvang en ekki öðrum. Forsætisráðherra kvaðst telja að ekki bæri að tengja fram- kvæmdastjórastarfið við aðrar stjómunarstöður á Evrópu- eða alþjóðavettvangi og kvaðst líta svo á að ofsagt væri í skeyti Reuters- fréttastofunnar að niðurstaða lægi því sem næst fyrir. Samningamaður góður y Willy Claes er sósíalisti og hefur verið ötull talsmaður þess að Evr- ópuríkin axli meiri ábyrgð á sviði varnarmála að kalda stríðinu loknu. Hann hefur þótt sýna mikla samningatækni á vett- vangi Evrópusambands- ins. Sá sem embættið hreppir verður áttundi fram- kvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins frá stofnun þess 1949. Framkvæmdastjórastaðan hef- ur einu sinni áður komið í hlut Belga, á árunum 1957-1961 er Paul-Henri Spaak gegndi starfinu. Framkvæmdastjórinn er ráðinn til fjögurra ára í senn en framlengja má ráðninguna ef um það ríkir samstaða. WILLY Claes, utanríkisráðherra Belgíu. „Þjóðverjar skiptu um skoðun Claes þótt sýna samn- ingatækni Reuter JACQUES Parizeau, formaður Parti Quebecois, flokks aðskilnaðarsinna í Quebec í Kanada, ávarpar stuðningsmenn flokksins eftir að hann vann sigur í kosningúnum í ríkinu á mánudag. Aðskilnaðarsinnar sigruðu í kosningum í Quebec í Kanada Þjóðaratkvæði boðað um sjálfstæði á næsta ári Montreal. Reuter. FLOKKUR aðskilnaðarsinna í Quebec í Kanada, Parti Quebecois, vann sigur í kosningunum í ríkinu á mánudag og hefur Jacques Parizeau, formaður hans, lýst yfír, að hann ætli að boða til þjóðarat- kvæðagreiðsiu á næsta ári um aðskilnað við Kanada. Sigur að- skilnaðarsinna var þó minni en búist hafði verið við og samkvæmt skoðanakönnunum er meirihluti frönskumælandi Quebecbúa and- vígur aðskilnaði. Flokkur aðskilnaðarsinna fékk 75 sæti af 125 á þinginu í Quebec en Fijálslyndi flokkurinn, sem ver- ið hefur við völd, fékk 47. Þetta gefur þó ekki rétta mynd af at- kvæðatölunum því að fijálslyndir fengu 44,3% atkvæða en aðskiln- aðarsinnar aðeins örlitlu meira eða 44,7%. Það verður því á brattann að sækja fyrir Parizeau að fá Quebecbúa til að segja skilið við Kanada enda kom það fram í skoð- anakönnun, sem gerð var sl. laug- ardag, að 56% hefðu sagt nei við sjálfstæði ríkisins hefði um það verið spurt og aðeins 30% já. Efnahagsmálin hafa forgang í kosningabaráttunni kom það vel í ljós, að almenningur hafði mestar áhyggjur af háum skött- um, miklum hallarekstri og skuldasöfnun ríkisins og miklu atvinnuleysi. Þess vegna vildi fólk skipta um valdhafa í ríkinu en ekki vegna óska um aðskilnað. Parizeau gerir sér grein fyrir þessu og í sigurræðu sinni í fyrrinótt Mitterrand lýsir glímuimi við krabbamein Segir af sér verði verkir óbærilegir París. Reuter. FRANCOIS Mitterrand Frakklands- forseti sat fyrir svörum í sjónvarpi í fyrrakvöld og lýsti þar glímu sinni við krabbamein og sambandinu við liðsmenn franskra yfírvalda sem unnu með þýska hernámsliðinu í seinna stríðinu. Mitterrand hlaut lof fyrir hetjulega baráttu gegn krabbameini en hann lýsti sársaukafullri læknismeðferð vegna sjúkdómsins í sjónvarpsviðtal- inu. Sagði hann það ásetning sinn að sitja út kjörtímabilið, sem lýkur í maí á næsta ári, en þó hét hann því að draga sig í hlé af forsetastóli ef verkir af völdum sjúkdómsins yrðu óbærilegir. Tilgangurinn með sjónvarpsviðtal- inu var að reyna eyða gagnrýni sem fram hefur komið á forsetann vegna nýbirtra upplýsinga um vináttu hans við Rene Bousquet lögreglustjóra Vichy-stjórnarinnar sem vann með þýska innrásarliðinu í seinna stríð- inu. Gagnrýni linnti þó ekki í gær og skýringar Mitterrands á ýmsu voru dregnar í efa. Þótti ekki trúverðugt hvernig hann þóttist ekki hafa vitað um eitt og annað, m.a. þóttist hann ekki hafa haft hugmynd um það 1942 að Vichy-stjórnin hefði sett lög til höfuðs gyðingum þegar árið 1940. Fóru vinsamlegar lýsingar forsetans á persónutöfrum Bousquets meðal annars fyrir bijóstið á afkomendum franskra gyðinga sem smalað var saman og sendir í útrýmingarbúðir nasista. Mitterrand sagðist hafa hitt Bousquet 10-15 sinnum á árunum 1950 til 1986 en slitið sambandi þeirra það ár er í ljós kom að hann hefði líklega verið viðriðinn brott- flutning gyðinga í stríðinu. Opinber ákæra þar að lútandi var gefín út árið 1989. farsímann færðu hjá Pósti og síma Traust viðgerða- og varahlutaþjónusta sagði hann, að efnahagsmálin myndu hafa allan forgang. í kosn- ingabaráttunni sagði hann, að sjálfstæðisyfírlýsingin yrði gefin út strax að kosningum loknum en nú lét hann sér nægja að tala um „kaflaskipti" og boða þjóðarat- kvæðagreiðslu á næsta ári. Ottast að Parizeau ögri öðrum ríkjum Sumir Kanadamenn óttast, að Parizeau sé „machiavellískur“ lýðskrumari, sem muni gera sitt besta til að ögra öðrum ríkjum Kanada til að kynda undir tilfínn- ingum Quebecbúa og gera þá um leið líklegri til að segja skilið við alríkið. Búast þeir við aukinni spennu á næstunni. Forskot. £ FRAIVnÍÐI Vinsælu tölvunámskeiðin fyrir börn og unglinga Innritun hafin fyrir haustönn Náðu forskoti á framtíðina og komdu á námskeið hjá okkur PÓSTUR OG SÍMI Söludeild Ármúla 27 Söludeild Kringlunni Söludeild Kirkjustræti og á póst- og simstöövum um land allt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.