Morgunblaðið - 14.09.1994, Side 19

Morgunblaðið - 14.09.1994, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1994 19 Þegar ástín deyr BOKMENNTIR Ljöðabók HAMINGJUSMIÐURINN eftir Gísla Gíslason. Höfundur gefur út, 1994 — 96 síður. 1.500 kr. TILFINNINGAR og kenndir yfirgnæfa stundum allt annað í bókmenntaverkum. Stíll höfundar og önnur bókmenntaleg gildi falla í skuggann. Ekki vegna þess að bækurnar séu illa skrifaðar heldur sökum þess að efni þeirra á sér- stakt erindi og túlkar nærtækan veruleika. Þannig er upplifun mín af Ijóðabókinni Hamingjusmiðurinn eftir Gísla Gíslason. Bókin hefur vissulega galla og er ef til vill ekkert tímamótaverk. En höfuðstyrkur hennar er einlæg og opinská umfjöllun um ást, sársauka skilnað- ar og söknuð. Bókinni skiptir Gísli í sex flokka sem nefn- ast Ástin, Veltu þér ekki, Ástin deyr, Söknuður, í ljósa- skiptunum og Eyði- fjörðurinn. Ljóðin eru 64 og fjalla um ýmis efni. Þó ber að líta á bókina sem heild því að á bak við þau má lesa sögu af ást sem er á vissan hátt hugsjónaleg og upphafín og er gjarnan túlkuð með ljóðrænum náttúrumyndum. Við sjáum líka fyrir okkur fagra fjölskyldumynd sem verður sárs- aukafullri sundrungu að bráð en einnig söknuð og viðleitni til að gera upp við tilfinningarnar. Ljóð Gísla er óbundin en efni- stökin nokkuð lík því sem við eig- um að venjast meðal íslenskra skálda. Myndefni er oftast sótt í náttúruna, einkum þegar fjallað er um ástina en skilnaðurinn og sársaukinn tengist fremur borg- inni og samfélagslegu lífi. Skáldið sækist einungis í fáeinum tilvikum eftir frumlegri myndsköpun eða óvæntum hugsanatengslum og tekst þá yfirleitt vel upp: nakin drógum við norðurljósin uppað höku og eineigð nóttin söng okkur vögguljóð Oftar fer þó Gísli þekktari og tiiþrifaminni leiðir í myndsköpun sinni. Þegar ástin deyr er samband fyrrum elskenda tengt ósýnilegum hlekkjum, týndum lyklum eða lok- uðum dyrum og söknuðinum líkt við kulda, tóm og dáið hús: „Þið farin/ húsið/ eins og deyr/ í fangi mínu“. Á tímum efasemda um gildi málsins til að túlka tilfinningar vegna þess hversu orðin, myndimar og klisjurnar eiga á hættu að virðast útj- öskuð mætti ætla að slík efnistök væru ekki vænleg til árang- urs. Þó ber hér nokk- uð til. Eg hygg að fremur fátítt sé að ís- lenskir karlmenn ræði svo opinskátt um til- finningar sínar í tengslum við skilnað, jafnvel í ljóðum. Gísli ryður því á vissan hátt braut með bók sinni. Þar að auki tekst honum þrátt fyrir fáeina annmarka text- ans að tjá tilfinningar á einlægan máta með því að forðast í senn kaldhæðni og væmni en takast á við verkefnið af alvöru og æðru- leysi. Gott dæmi um þetta er upp- gjörsljóðið Smiðurinn, titilljóð bók- arinnar, þar sem ljóðmælandi vaknar við rottugang tilverunnar og rykið þyrlast upp: hér þurfti að taka til hendi smíða eigin gæfu teygði sig eftir hamrinum syfjaður hamingjusmiðurinn Skafti Þ. Halldórsson Gísli Gíslason Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa í 4. flokki 1992 Innlausnardagur 15. september 1994. 4. flokkur 1992: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 5.765.814 kr. 1.000.000 kr. 1.153.163 kr. 100.000 kr. 115.316 kr. 10.000 kr. 11.532 kr. Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. ATH. Útdregin óinnleyst húsbréf bera hvorki vexti né verðbætur frá innlausnardegi. cSd HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFAOEIID • SUOURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 69 69 00 LISTIR ÞAÐ ER gaman að sjá hversu fjölbreytt yrkisefnin eru hjá krökk- unum í 9. HG. í kverinu Hugnagi sem þeir gáfu út í vor, er ort um ólíkustu efni himins og jarðar. Stíllinn nær yfir mest allan skal- ann frá alvarlegt til galsafengið en einna athyglisverðast þótti mér hve skáldin eru alþjóðlega þenkj- andi og vísa gjama útí veröld víða í ljóðum sínum. „Góði fugl á leið yfir hafíð/ sendu kveðju til/ krakk- anna í Zimbabwe/ frá krökkunum í/ Ölduselsskóla“, segir til að mynda eitt skáldanna og brýtur um leið niður múra. Stríð og frið- ur, líf og dauði eru áleitin efni en ekki síður blóð og víg' sem etv. segir nokkuð um áhersluefni kvik- myndaframleiðenda sem stíla uppá þennan aldurshóp. En ef dæma má af téðu kveri, virðist útsýn ungmrnna yfir heiminn aukast stig af stigi og er það vel. „Bók þessa mega allir gera við það sem þeir vilja — þegar þeir eru búnir að lesa hana“, eru ein- kunnarorð Ljóðdreka IV og V eft- ir nemendur í Verslunarskólanum í samantekt Þórðar Helgasonar. Ljóðdrekar Verslunarskólans yrkja meira um tilfinningar og samskifti einstaklinga en kollegar þeirra í 9. HG enda u.þ.b. heilt gelgjuskeið milli þeirra í aldri. Það er athyglisvert - þó það komi ekki beinlínis á óvart - að stelpur yrkja frekar ástarljóð en strákar en viðhafi þeir slíka tilburði er það mest í hálflræringi. Sjöfn er m.ö.o. í meiri hávegum hér, sé saman- burði við níundabekkinn haldið Ortvið púlt BÓKMENNTIR Ljóð HUGNAG LJÓÐDREKAR Eftir ýmsa höfunda. Utgefendur: 9. HG í Ólduselsskóla. Verslunarskóli Islands áfram, spumingar varðandi tilvist mannsins farnar að láta á sér kræla, gamalkunnar spurningar eins og: hver er ég, hvað er heim- urinn, hvaðan komum við, á hvaða leið erum við o.s.frv. Einnig er spurt um vonir og vonleysi, varn- arleysi mannsins frammi fyrir ill- um örlögum og fleiri slíkar tilvist- arspurningar skjóta upp kolli en er að vanda torsvarað. Heims- harmurinn og hinn grái raunveru- leiki láta sig ekki vanta hér frem- ur en svo víða í ljóðum alvarlegra skálda og þarmeð þráin eftir litrík- ari tilveru. Þó er hér innanum og í bland að finna ágætan húmor, í ljóðum sem gjarna miða að ákveð- inni niðurstöðu sem verður eins- konar húmorískur lykill að ljóðinu. Sérhvert skáld verður að glíma við tungumálið, útlit þess og hljóm. Þetta er nokkuð sem ekki er hægt að afgreiða í eitt skipti fyrir öll sem hvern annan undirbúning heldur fylgir glíman skáldinu í hveiju nýju verki, allt þar til yfír lýkur. Skáldin í 9. HG fara stundum nokkuð grófum höndum um tung- una, eins og mönnum er líklega tamast meðan þeir eru að læra á nýtt tæki. Þegar komið er uppí Versló er umgengnin við það orðin öllu nærgætnari, tilfinningin næmari fyrir virkni þess og svör- un. Því eldri og reyndari sem skáldin eru, þeim mun mýkri er meðferð þeirra á tungumálinu. Þetta hefur vitanlega jákvæð áhrif á myndmál og líkingamál og margir ljóðdrekar hafa náð um- talsverðri leikni í meðferð tung- unnar. Ég hlýt þó að viðurkenna að mér þykir margt heillandi við skáldskapariðkun sem er mest til sjálfrar sín vegna en slær öllum umþenkingum um málfar og regl- ur á frest. Óhefta tjáningu af því tæi mætti hafa meira vægi í öllu skólanámi en raun er. Nú þegar hattar eru aftur í tísku, er ástæða til að taka ofan fyrir þessum útgáfum 9. HG og Verslunarskólanema. Auk þess að verða skáldunum ógleymanlegar þegar fram líða stundir, er ekki að vita nema þessi reynsla þeirra verði bókaþjóðinni til gleði og blessunar í skáldskap og bókaút- gáfu komandi ára. Vonum það. Kjartan Árnason Tölvur Sunnudagsblaði Morgunblaðsins, 2. október nk., fylgir blaðauki sem heitir Tölvur. í þessum blaðauka verður fjallað um sýndarveruleika, margmiðlun, Power Mac, tölvukennslu í skólum og nýjungar á tölvumarkaðnum. Einnig verður umfjöllun á ýmsum sviðum tölvumála sem snýr að fyrirtækjum og einstaklingum og margt fleira. Þeim sem áhuga hafa á að auglýsa í þessurn blaðauka, er bent á að tekið er við auglýsingapöntunum til kl. 17.00 mánudaginn 26. september. Nánari upplýsingar veita Agnes Erlingsdóttir, Dóra Guðný Sigurðardóttir og Petrína Ólafsdóttir, starfsmenn auglýsingadeildar í síma 69 1111 eða símbréfi 69 1110. - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.