Morgunblaðið - 14.09.1994, Síða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1994
MIIMNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
RÚNAR
STEFÁNSSON
+ Rúnar Stefánsson fæddist á
Húsavík 10. apríl 1962.
Hann lést 24. ágúst síðastliðinn
og var útför hans gerð frá
Garðakirkju 30. ágúst.
ÞEGAR það sem okkur er kærast
er tekið frá okkur, erum við ef til
vill fjærst því að skilja hver tilgang-
urinn með lífinu kann að vera. Rún-
ar frændi minn og vinur okkar hjón-
anna, sagði eitt sinn að hann myndi
Ijúka hlutverki sínu hér á jörðu ganga
-'í gegnum allar þær hindranir sem á
vegi hans yrðu, því að allar hefðu
hindranirnar einhvem tilgang.
Rúnar, frændi minn, hafði einstak-
lega fima fingur og nam píanóleik
þegar hann var ungur. Fyrst eftir
að hann flutti til Reykjavíkur frá
Húsavík, til að afla sér meiri mennt-
unar í tónlistinni, bjó hann heima
hjá fjölskyldu minni. Og hann náði
miklum árangri, enda bæði duglegur
og áhugasamur. Síðustu æviár sín
vann hann svo í íþróttahúsi Réttar-
holtsskóla, þrátt fyrir þau miklu veik-
Skilafrest-
ur vegna
minningar-
greina
Eigi minningargrein að birtast á
útfarardegi (eða í sunnudagsblaði
ef útför er á mánudegi), er skila-
frestur sem hér segir: í sunnu-
dags- og þriðjudagsblað þarf
grein að berast fyrir hádegi á
*■ föstudag. í miðvikudags-,
fímmtudags-, föstudags- og laug-
ardagsblað þarf greinin að berast
fyrir hádegi tveimur virkum dög-
um fyrir birtingardag. Berist
grein eftir að skilafrestur er útr-
unninn eða eftir að útför hefur
farið fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi.
indi sem hann átti þá orðið við að
stríða. Sýnir það líklega best hversu
áræðinn og æðrulaus hann var í veik-
indum sínum, því að sjúkdómurinn
var þess eðlis að hann vissi best sjálf-
ur að hveiju hlaut að stefna.
Allt sem Rúnar gerði og sagði kom
beint frá hjarta hans, hvort svo sem
öðrum líkaði það betur eða verr.
Hann var hreinskiptinn og hispurs-
laus í öllum samskiptum sínum við
aðra og leyndi aldrei skoðun sinni.
Fyrr í sumar giftum við hjónin
okkur og var Rúnar frændi þá búinn
að vera mjög veikur. Á brúðkaups-
daginn var hann þó orðinn nokkuð
hressari, svo að við ákváðum að fara
til hans upp á deildina á spítalanum
að lokinni athöfninni og skáluðum
við þar við hann í kampavíni. Og það
var stórkostlegasta og eftirminnileg-
asta brúðkaupsgjöf sem við gátunv
fengið.
Rúnar frændi gafst aldrei upp
þrátt fyrir sára líðan og margoft
reif hann sig upp úr alvarlegum veik-
indum, þvert ofan í allar spár þar
um. Þar skipti miklu máli öll sú
umhyggja og alúð sem foreldrar hans
og aðstandendur sýndu á hinum
mörgu erfíðu stundum. Sú fómfýsi
og sá kærleikur var mikill og innileg-
ur. Já, Rúnar vissi að hveiju stefndi,
en hann grét ekki örlög sín heldur
hélt áfram að skipuleggja og áætla
um framtíðina fram á síðasta dag.
Nú er hlutverki hans hér á jörðu lok-
ið, en við hin vitum að hann heldur
áfram að stefna fram á við, eins og
alltaf áður. Að hafa fengið að kynn-
ast Rúnari teljum við hjónin hafa
verið dýrmæt forréttindi. Því kveðj-
um við nú kæran og ljúfan vin. En
minningin um hann mun alltaf lifa
í hjörtum okkar.
Elsku amma, afi, Hanna, Dilla,
mamma, Stebbi og Guðný. Guð varð-
veiti ykkur og styrki í ykkar miklu
sorg. Bros Rúnars Stefánssonar
verður í minningunni sorginni yfír-
sterkari. Drottinn blessi minningu
hans.
Sigtryggur og
Ragnheiður Sóley.
t
Bróðir okkar,
KRISTJÁN SÆMUNDSSON
prentari,
lést í Landakotsspítala mánudaginn 12.
september.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigurjón Sæmundsson,
Eiríkur J.B. Eiríksson.
Móðir okkar, t ÓLÍNA PÉTURSDÓTTIR,
Ekrugötu 3, Kópaskeri,
verður jarðsungin frá Snartarstaðakirkju laugardaginn 17. septem-
ber kl. 14.00.
Fyrir hönd vandamanna,
Þorsteinn Þorsteinsson, Valgerður Þorsteinsdóttir, Pétur Þorsteinsson.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir,
BRODDI JÓHANNESSON
fyrrverandi rektor,
sem lést 10. september, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í
Reykjavík föstudaginn 16. september kl. 15.00.
Friðrika Gestsdóttir,
Guðrún Broddadóttir, Guðjón Yngvi Stefánsson,
Þorbjörn Broddason, Guðrún Hannesdóttir,
Þorsteinn Broddason, Guðríður Steinunn Oddsdóttir,
Ingibjörg Broddadóttir, Sigurður Jakobsson,
Broddi Broddason, Björg Ellingsen,
Soffía B. Sverrisdóttir.
EVA BRYNDÍS
SKAFTADÓTTIR
+ Eva Bryndís
Skaftadóttir var
fædd að Laug við
Reykjavíkurveg í
Skerjafirði 26. maí
1924. Hún andaðist
á heimili dóttur
sinnar og tengda-
sonar 4. september
síðastliðinn. Eva
var dóttir hjónanna
Guðfinnu Ólafsdótt-
ur, frá Árbakka við
Rauðarárstíg hér í
borg, og Skafta
Gunnarssonar, frá
Lóni í Viðvíkur-
sveit. Alsystkini
Evu voru Ólafur, fæddur 31.
desember 1922, sem andaðist 9.
ágúst sl., Gunnar, fæddur 22.
febrúar 1927, og Hulda, fædd
10. ágúst 1929, látin í júní 1990.
Hálfsystur átti Eva sem hét Ólöf
Helga Kristmundsdóttir, fædd
30. ágúst 1917, dáin 22. febrúar
1941. Eva giftist ekki en eignað-
ist eina dóttur, sem hún lét heita
Ólöfu Helgu. Hún er fædd 8.
desember 1950. Helga er tvígift,
fyrst Óskari Arnbjarnarsyni
lækni og eiga þau einn son,
Gunnar, f. 26. júlí 1975, þau
skildu. Seinni maður Helgu er
Hjalti Harðarson rafmagnsverk-
fræðingur. Eva lauk námi frá
Verzlunarskóla íslands árið
1941. Aðalstarf hennar var í
Reykjavíkur Apóteki á skrifstof-
unni. Einnig vann hún hjá
Reykjavíkurborg í nokkur ár.
Útför hennar fer fram frá Sel-
(jarnarneskirkju í dag.
GUÐFINNA og Skafti fluttust með
fjölskyldu sína að Baugsvegi 9 árið
1932. Var það mikið myndar- og
menningarheimili, þar sem ríkti frá-
bær gestrisni og glaðværð. Það var
ákaflega gaman fyrir mig, sem bjó
ein hjá afasystur minni, sem ól mig
upp, að kynnast svona stóru heim-
ili, með öllu sem því fylgir. Við Eva
vorum jafngamlar, 10 ára, og fórum
í sama bekk í Skildinganesskóla og
sátum saman. Oft þurfti að minna
okkur á, því okkur hætti til að tala
of mikið saman í tímum. Síðan fórum
við í Verzlunarskóla Islands. Þá vor-
um við 13 ára. Það þótti okkur mjög
góður kostur þá og þykir sjálfsagt
ennþá. I Verzlunarskólanum eignuð-
umst við þrjár frábærar vinkonur,
þær Önnu Þorbjörgu, Guðmundu og
Halldóru. Þetta voru gleðidagarnir
okkar, engar áhyggjur og allt svo
skemmtilegt og var Eva okkar kát-
ust, mjög fyndin, skemmtileg og
góður vinur.
Ég vík nú að heimilinu á Baugs-
vegi 9. Fjölskyldan var mjög sam-
hent á allan hátt. Allir hjálpuðust
að t.d. í garðinum. Þar var Óli mesti
blómafræðingurinn, en hinir sneru
sér frekar að kartöflum, káli og alls
kyns jurtum. Ég man sérstaklega
eftir 1. maí. Þá var gert hreint, allt
skúrað og skrúbbað frá lofti til gólfs
og viðrað, bankað og barið og var
þá öll fjölskyldan samankomin enda
var litla timburhúsið ilmandi af
hreinlæti.
Eva fór að vinna á Landssímanum
eftir að skólanum lauk, vann á langl-
ínustöðinni, en árið 1947 réði hún
sig í Reykjavíkur apótek og vann
þar sleitulaust til ársins 1983 utan
eitt ár, þegar hún fór til Frakkiands
að Iæra frönsku, fatahönnun og
saumaskap. Hún vann lítillega við
það, en fór svo aftur í apótekið og
þá á skrifstofuna. Hún vann svo hjá
Reykjavíkurborg við endurskoðun
frá árinu 1984 og allt til starfsloka.
Eva eignaðist Olöfu Helgu 8. des-
ember 1950 og varð hún augasteinn
allra á heimilinu, hún kom eins og
sólargeisli á þetta indæla heimili.
Helga er kennari í MR og er hún
cand. mag. í ensku. Helga eignaðist
einn son með fyrri manni sínum og
heitir hann Gunnar. Hann er 19 ára
nemi.
Óli var svo ólánsamur að fá MS-
veiki, þegar hann var rúmlega fimm-
tugur. Hann var þá
húsvörður í Hafnar-
húsinu. Þá voru Skafti
og Guðfínna látin,
Gunnar kvæntur Ebbu
Kornerup-Hansen en
systurnar bjuggu enn
á æskuheimilinu.
Systkinin gerðu allt
sem þeim var unnt til
að létta Óla lífíð. Hon-
um hrakaði þó smátt
og smátt og kom að
því að þau gátu ekki
búið þar lengur og
keyptu Eva og Óli þá
íbúð á Eiðistorgi 1, sem
var hönnuð fyrir fatl-
aða en hann var þá bundinn hjóla-
stól, en Hulda eignaðist íbúð í Breið-
holtinu, en hún var mjög bakveik
og þoldi ekki neitt erfíði. Eva hjúkr-
aði Óla heima eins lengi og mögu-
legt var, en hann flutti svo í Hátún
12 og naut þar mjög góðrar aðhlynn-
ingar, en hann kom þó alltaf heim
á sunnudögum og dvaldi þá allan
daginn og var Eva óþreytandi að
gera fyrir hann allt sem í hennar
valdi stóð. Helga var líka mjög góð
við Óla og auðvitað Hulda og Gunn-
ar líka. Óli var svo æðrulaus og
duglegur í sínum ægilegu veikindum
að undrun sætti. Þegar Óli var flutt-
ur og Hulda dáin, fór Eva að hugsa
sér til hreyfings. Hún keypti íbúð á
Skólabraut 3, sem er hús fyrir aldr-
aða, en þar fékk hún fallega litla
íbúð sem hún snyrti á alla vegu.
Leið henni þar vel. Þar gat hún keypt
mat einu sinni á dag og haft vefstól-
inn sinn í handavinnustofu og tók
hún til við að vefa af miklu kappi,
mjög fallega hluti. Svo fórum við
gömlu konurnar stundum í leikhús
eða á tónleika og söfn. Við vorum
allar orðnar einar og var það okkur
mikil gleði að hafa hver aðra til að
styðjast við. Þarna leið henni vel í
ca. tvö ár en fór þá að verða lasin
og reyndist það vera krabbamein í
nýra. Hún var skorin upp í október
sl. en það náðist ekki fyrir það. Þá
var Helga óþreytandi að vera hjá
mömmu sinni og gera allt, sem hún
gat fyrir hana. Hún tók hana heim
til sín og dvaldist Eva hjá henni
þegar mögulegt var og voru þau
mjög samhent Helga og Hjalti í því.
Þegar ég nú kveð Evu, mína elstu
vinkonu og skólasystur, bið ég henni
Guðs blessunar svo og Helgu og öllu
hennar fólki.
Kristjana Þorkelsdóttir.
Eva var þrettán ára og ég mán-
aðargömul, þegar hún kom fyrst
vestur á ísafjörð til að gæta Hjart-
ar, bróður míns á öðru ári. Skafti,
faðir hennar, og Jón, faðir Önnu,
móður minnar, voru systra- og bræð-
rasynir, og móðir mín hafði notið
góðvildar og gestrisni Skafta og
Guðfínnu, konu hans, á skólaárum
sínum í Reykjavík. Éva tók miklu
ástfóstri við okkur, sérstaklega móð-
ur mína, og kom aftur næstu sum-
ur. Síðar átti hún líka til að leggja
á sig sjóferð með olíuskipinu Skelj-
ungi, ef hún átti frí, þegar hann sigldi
vestur, þó að hún væri sjóveik og
dvölin hjá „Önnu frænku" á ísafirði
gæti aðeins orðið einn eða tveir dag-
ar.
Við fiuttum suður haustið 1943
með mjög stuttum fyrirvara, þegar
föður mínum var veitt embætti í
Reykjavík. Foreldrar mínir áttu
marga vini hér syðra, en það voru
Guðfínna og Skafti, sem buðu móður
minni að vera hjá sér á Baugsvegi 9
í Skeijafirði með okkur systkinin
þijú, þangað til húsið okkar yrði
íbúðarhæft. Við vorum þijár vikur
hjá Skafta, Guðfinnu og börnum
þeirra fjórum, og það væsti ekki um
okkur.
Eva var þá nítján ára, hafði lokið
námi í Verzlunarskólanum og vann
á Landsímanum. Hún var ljóshærð,
lagleg, há, grönn og beinvaxin. Hún
var mikil hannyrðakona, kenndi mér
krosssaum og garðapijón. Hún var
næstelzt systkinanna, en virtist vera
stóra systir allra systkina sinna og
okkar líka. Við litum mikið upp til
hennar, og hún lét sér mjög annt
um okkur. Það hélzt til hinztu stund-
ar.
Eva stundaði nám í fatahönnun í
París 1949-50. Vorið eftir að hún
kom heim átti ég að fermast, og þá
fengust engir kjólar á landinu. Eva
valdi franskt snið á fermingarkjólinn
og konu til að sauma hann, en „eftir-
fermingarkjólinn" saumaði hún sjálf,
og hann var auðvitað ekki síðri, hvað
snið og handbragð snerti.
Frændfólkið í Skeijafirðinun var
jafnan gestir á hátíðum á heimili
foreldra minna, en Eva tolldi oft
ekki lengi í því hlutverki. Hún var
óðar en varði farin að rétta hjálpar-
hönd, einkum í afmælum föður míns,
sem hafa stundum verið fjölmenn.
Fyrir rúmum tveimur árum hringdi
Eva og sagði: „Pabbi þinn var að
bjóða mér í níræðisafmælið sitt. Má
ég ekki hjálpa til?“ Ég þakkaði henni
hugulsemina, en reyndi að afþakka
hjálpina. Þá sagði hún: „Ég kem
samt með svuntuna." Eva var komin
inn á Flókagötu á undan þeim, sem
höfðu verið ráðnar til aðstoðar. Hún
smeygði sér úr dragtaijakkanum og
sagði: „Ég var heiðursgestur í af-
mælum mömmu þinnar, en í afmæl-
um pabba þíns hjálpa ég alltaf til.“
Henni varð ekki haggað.
Mér er í bamsminni, að Helga,
fóstra móður minnar, sagði: „Eg
yrði ekki hissa, þó að bömin í Skeija-
firðinum giftust ekki. Heimilið er svo
gott og skemmtilegt, að þau vilja
áreiðanlega ekki fara að heiman.“
Hún reyndist að miklu leyti sannspá.
Eva og Guðmundur Elíasson mynd-
höggvari, sem var við nám í París,
eignuðust dótturina Ólöfu Helgu, en
Eva fór ekki aftur að heiman. Dóttir
hennar ólst upp á Baugsveginum við
ástríki móður sinnar, afa og ömmu,
á meðan þeirra naut við, og móður-
systkina.
Eva var sínum nánustu mikil
hjálparhella, ekki sízt Ólafí, bróður
sínum, sem var sautján mánuðum
eldri en hún. Á barnsaldri fékk hann
alvarlegan augnsjúkdóm, sem hann
fékk enga bót á, fyrr en hann var
kominn á fullorðinsár. Eva studdi
hann frá unga aldri og las m. a. fyr-
ir hann námsbækurnar, svo að hann
gæti notið skólagöngu. Fyrir meira
en tuttugu árum kom í ljós, að Ólaf-
ur var með heila- og mænusigg, sem
dró hægt og bítandi úr honum mátt-
inn, svo að hann var bundinn við
hjólastól um árabil. Hins vegar
megnuðu sjúkdómar aldrei að draga
úr honum kjarkinn eða gera hann
leiðan á lffínu. Hann leit þeim mun
bjartari augum á tilveruna sem sjón-
in dapraðist aftur og mátturinn
þvarr. En hann þurfti á hjálp að
halda, og hana veitti Eva. Árið 1980
seldu þau systkinin húsið í Skeija-
fírðinum, en þá gat Ólafur ekki leng-
ur gengið stiga. Þau Eva keyptu íbúð
á fyrstu hæð á Eiðistorgi 1, og Ólaf-
ur var heima, eins lengi og nokkur
kostur var.
Starfsferil Evu rek ég ekki. En
hún var vel gefin, dugleg og
samvizkusöm, og hún var einnig ós-
érhlífin í öllu, sem hún tók sér fyrir
hendur. Þess hafa allir vinnuveitend-
ur hennar notið.
Eva fór ekki varhluta af veikindum
um ævina. Fyrir rúmum tuttugu
árum gekkst hún undir skurðaðgerð,
sem hafði erfíð eftirköst, og aðra
nokkrum árum síðar. En Eva var
eins og reyrinn, hún svignaði um
stund í mestu veikindunum, en stóð
óðara jafnrétt aftur, hafði að vísu
grennzt við átökin. Hún virtist ein-
hvern veginn óbugandi. Undanfarin
misseri lá hún stundum heltekin á
sjúkrahúsi, en þess á milli reis hún
upp og flutti heim til sín. Hún, sem
var svo fús að axla byrðar annarra,
vildi ekki vera öðrum byrði. Síðasta
hálfa árið var hún heima hjá Ólöfu
Helgu, manni hennar og syni. Þar
sá ég hana síðast á sjötugsafmæli
hennar í vor. Hún var fölari á vanga
og hár og talsvert miklu grennri en
fyrir hálfri öld, að öðru leyti var hún
sama Evan og ég hafði alltaf þekkt.
Þegar ég kveð Evu, frænku mína,
er hún í huga mér ung, ljóshærð,
há og beinvaxin, en umfram allt
trygg, hjálpfús, hláturmild og hlý.
Þakkir föður míns og okkar systkin-
anna fylgja henni. Ölöfu Helgu og
öðrum ástvinum Evu vottum við inni-
lega hluttekningu.
Ragnheiður Torfadóttir.