Morgunblaðið - 14.09.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1994 33
MIIMNIIMGAR
arfélagar gerðu sér ljósa grein fyr-
ir hæfileikum þessa unga manns
og fólu honum ýmsar trúnaðarstöð-
ur og árið 1980 varð hann ritari
Sjálfsbjargar í Reykjavík.
Þáverandi formaður Sjálfsbjarg-
ar, landssambands fatlaðra, Theod-
ór A. Jónsson, sá einnig mannkosti
Jóhanns Péturs, að þarna fór maður
sem vert væri að fá til starfa fyrir
landssamtökin. Einnig varð þessum
tveimur mönnum vel til vina þó ald-
ursmunur væri nokkuð mikill. Lífs-
skoðanir þeirra fóru saman og þeir
urðu nokkurs konar samlokur sem
báðir höfðu það aðalmarkmið að
vinna hagsmunum hreyfihamlaðra
sem best. Árið 1984 hafði Jóhann
Pétur lokið prófi í lögfræði við
Háskóla íslands og var á leið í eins
vetrar nám í norskum félagsmála-
rétti við Óslóarháskóla, þá var tíma-
bært að hann byði sig fram til starfa
í embætti varaformanns samtak-
anna, kjömefnd var því sammála
og þingfulltrúar einnig. Þá varð
ekki aftur snúið fyrir Jóhann Pét-
ur. Þarna fór maður með bitra
reynslu af mikilli hreyfíhömlun,
með menntun sem allir geta verið
fullsæmdir af og með hugsjón
Sjálfsbjargar.
Það voru ekki einungis Sjálfs-
bjargarfélagar sem sáu hvaða
mannkostamaður var þarna á ferð,
Jóhanni Pétri voru faldar margar
trúnaðarstöður. Hann var um tíma
í stjórn íþróttafélags fatlaðra og í
samstarfsnefnd Norræna félagsins
og Æskulýðssambands íslands. í
miðstjórn Framsóknarflokksins frá
1988 og í landsstjórn frá 1989 og
formaður Framsóknarfélags Sel-
tjarnarness frá 1990. Fyrir hönd
Sjálfsbjargar var hann í stjórn Ör-
yrkjabandalags íslands, í for-
mannaráði Alþjóðasambands fatl-
aðra og í stjórn Bandalags fatlaðra
á Norðurlöndum frá 1988 og for-
seti þess frá 1992.
Það var árið 1988 sem Jóhann
Pétur var kjörinn formaður Sjálfs-
bjargar, landssambands fatlaðra.
Það lá fyrir þessum unga formanni
að leiða samtökin gegnum hremm-
ingatíð og starfi hans var hvergi
nærri lokið er hann lést.
Ári eftir að Jóhann Pétur varð
formaður missti Sjálfsbjörg fyrrver-
andi formann sinn og framkvæmda-
stjóra, þá varð að ráða nýjan mann
til starfa. Þjóðfélagsaðstæður gerðu
það að verkum að framundan var
varnarbarátta fyrir þeim áunnu
réttindum sem fatlaðir höfðu náð
fram til þess tíma. Rekstur Vinnu-
og dvalarheimilis Sjálfsbjargar var
orðinn þungur í skauti og aðskilja
varð rekstur samtakanna sem og
var gert. Þessar framkvæmdir fóru
ekki sársaukalaust fram, hvorki
fyrir samtökin í heild, fram-
kvæmdastjórn né starfsmenn. Aftur
urðu samtökin að ráða nýtt fólk til
starfa.
Á þessum tima kom það vel í ljós
hvern mann Jóhann Pétur hafði að
geyma, maðurinn efldist með hverri
raun. Undir hans leiðsögn lagði
framkvæmdastjórn samtakanna á
sig mikla vinnu og aldrei var farið
af fundi án sameiginlegrar niður-
stöðu, aldrei var sá tími talinn eftir
sem fór í málefni Sjálfsbjargar.
Við áttum líka hlýjar, glaðar og
eftirminnilegar stundir á heimili
þeirra hjóna úti á Seltjarnarnesi.
Þrátt fyrir að við einsettum okkur
að slaka aðeins á þurfti ekki nema
eitt orð og við vorum öll komin á
kaf í málefni samtaka okkar.
Síðastliðið vor var nýtt fólk kjör-
ið til starfa í framkvæmdastjórn
Sjálfsbjargar fyrir utan okkur Jó-
hann Pétur. Voru það þau Sigurður
Björnsson, Birna Frímannsdóttir og
Baldur Bragason.
Ný framkvæmdastjórn var rétt
að hefja sig til flugs í starfi að rétt-
indabaráttu hreyfihamlaðra þegar
andlát Jóhanns Péturs bar að. Því
var það hnípin stjórn sem kom sam-
an ásamt nánum samstarfsmönnum
hans tveimur dögum síðar. Jóhanni
Pétri hafði samt tekist að sá fræi
baráttuvilja og eindrægni í hug
okkar allra og að ekki má leggja
árar í bát þótt móti blási, sæta
skal lagi um leið og það gefst.
Framkvæmdastjórn Sjálfsbjarg-
ar vottar eiginkonu Jóhanns Péturs,
móður hans og systkinum samúð
sína.
Þökk fyrir allt og allt, far þú í
friði.
Fyrir hönd framkvæmdastjórnar
Sjálfsbjargar, landssambands fatl-
aðra,
Guðríður Ólafsdóttir
varaformaður.
Vel sé þér, vinur,
þótt vikirðu skjótt
Frónbúum frá
í fegri heima.
Ljós var leið þín
og lífsfögnuður;
æðra eilífan
þú öðlast nú.
Oft kvaðstu áður
óskarómi
heimfýsnar ljóðin
hugumþekku;
vertu nú sjálfur
á sælli stund
farinn í friði
til föðurhúsa.
Við þá atburði, sem nú hafa gerst
koma mér í huga þessar löngu lesnu
ljóðlínur, úr kvæði Jónasar Hall-
grímssonar um séra Stefán Pálsson.
— Jóhann Pétur Sveinsson er fallinn
frá. — Þó ekki sé nema rúmt ár frá
því leiðir okkar lágu saman, þegar
ég hóf störf hjá Sjálfsbjörg, eiga
þau kynni eftir að marka djúp spor
í líf mitt. Jói, eins og hann var
ætíð kallaður af öllum, sem hann
þekktu, átti til þann lífsneista og
þá lífsgleði, sem fáum er gefinn.
Engan mann hef ég þekkt, sem
átti jafn auðvelt með að hrífa aðra
með sér, hvort sem var í starfi eða
leik.
í byijun var Jóhann Pétur fyrir
mér fyrst og fremst yfirmaður, í
starfi sínu sem formaður fram-
kvæmdastjórnar Sjálfsbjargar, yfir-
maður sem vann öll sín verk af
ótrúlegri elju og kappsemi. Hann
gerði miklar kröfur til sjálfs sín og
annarra og ætlaðist til að öll verk
væru unnin af fullri einbeitingu.
Hálfkák var ekki til í hans hugsun-
argangi. Allt samstarf með honum
var þó ávalt skemmtilegt, því gam-
ansemin og léttleikinn var alltaf
stutt undan.
Þegar á leið varð þó Jói mér fyrst
og fremst vinur; kær vinur, sem
ánægjulegt var að vinna með að
baráttumálum fatlaðra hér heima;
vinur, sem gott var að ferðast með
á fundi í útlöndum; vinur, sem gam-
an var að taka lagið með og gleðj-
ast með á góðum stundum að loknu
dagsverki. Og þær stundir voru
margar, þegar Jói átti í hlut, þrátt
fyrir erfið og tímafrek verkefni sem
starfsfólk og framkvæmdastjórn
Sjálfsbjargar þarf iðulega að takast
á við.
Jói var nýbúinn að bjóða fjöl-
mörgum vinum sínum í 35 ára af-
mælisveislu sína, næstkomandi
laugardag. Það afmælisboð verður
því miður ekki haldið, að minnsta
kosti ekki í þessum heimi. Þess í
stað fylgjum við Jóa til hinstu hvílu
í Skagafirðinum, fæðingarstað
hans, sem hann unni svo mjög. Það
var aðeins tveimur dögum áður en
Jói varð allur, að hann og Harpa
konan hans, litu inn til okkar hjón-
anna í kaffi og þá var margt spjall-
að eins og gengur, og þar á meðal
framtíðaráform hans og Hörpu. Þau
voru á þá leið að þegar tímabili
hans lyki, sem formanns Sjálfs-
bjargar eftir tvö ár, ætluðu þau
með barnið sem enn er ófætt, að
flytjast í Skagafjörðinn og setjast
þar að. Það kom okkur öllum, sem
þekktu Jóa, svo gjörsamlega á óvart
hvernig þessi framtíðaráform
hrundu svo snögglega. Vissulega
átti Jói við veikindi að stríða, en
engum kom í hug að hann hyrfi frá
okkur á þennan hátt. Þremur tímum
áður en hann lést, ræddum við sam-
an í síma, vegna skipulagningar
fundar starfsfólks og framkvæmda-
stjórnar, sem stóð til að halda ný-
liðna helgi og þá var hann að venju
fullur ákefðar og áhuga á að sá
fundur tækist sem best. Þann fund
átti að halda í Skagafirðinum. Því
miður verður ferðin í Skagafjörð
ekki farin undir stjórn hins mikla
skipuleggjanda, stjórnanda og vin-
ar, sem Jói var, heldur til að kveðja
hann hinsta sinn.
Eftir lifir minningin um mann,
sem barðist í gegnum lífið við erfið-
ari aðstæður en flestir þurfa nokkru
sinni að reyna. Sá sjúkdómur sem
lagðist á hann sem barn og varð
þess valdandi að stærstan hluta lífs
síns fór hann allra sinna ferða í
hjólastól, bugaði hann þó síður en
svo. Hann bjó yfir ótrúlegum gáfum
og þolinmæði og brosið var alltaf
nálægt. Hann lauk menntaskóla-
námi 19 ára og embættisprófi í lög-
fræði sex árum síðar. Lögmennska
var hans aðalstarf upþ frá því, en
jafnframt var hann fyrst um sinn
varaformaður Sjálfsbjargar og
seinna formaður til dauðadags.
Hann sinnti einnig mikilvægum
störfum fyrir Bandalag fatlaðra á
Norðurlöndum og Alþjóðasamband
fatlaðra. Árið 1992 varð hann for-
seti Bandalags fatlaðra á Norður-
löndum. Ég varð þeirrar ánægju
aðnjótandi að fylgjast með og taka
þátt í störfum hans á þessu sviði,
sem öðrum. Þar héldust í hendur
leiðtogahæfileikar hans og hinn
hlýi, skemmtilegi og gamansami
Jóhann Pétur. í norræna samstarf-
inu flykktist fólk að Jóa líkt og
annars staðar, og í öllum norrænu
löndunum á hann marga kæra vini
og samstarfsmenn, sem syrgja fall-
inn leiðtoga og vin, ekki síður en
ótalmargir landar hans. Það sem
máli skiptir nú er þó, að öll ævi Jóa
verður þeim sem eftir lifa innblást-
ur til góðra verka, og minnir á að
lífshamingjan kemur innan frá og
það er á valdi hvers og eins að láta
hana blómstra.
Ég mun geyma minninguna um
foringjann, vininn og gleðimanninn
Jóhann Pétur Sveinsson innra með
mér svo lengi sem ég lifi. Ég þakka
forsjóninni fyrir að hafa gefið mér
tækifæri til að kynnast honum og
elskulegri eiginkonu hans, Hörpu
Ingólfsdóttur. Hörpu, móður Jóa og
systkinum hans votta ég innilega
samúð á þessari sorgarstund og til
að bæta upp fátækleg minningarorð
mín hef ég hér eftir ljóðlínur úr
Hávamálum, sem eiga svo vel við
á þessari stund:
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
Sigurður Einarsson,
framkvæmdastjóri Sjálfs-
bjargar, landssambands
fatlaðra.
Kveðja frá MS-félagi íslands
Við kveðjum í dag félaga okkar
sem um langt skeið hefur verið í
fararbroddi hagsmunabaráttu fatl-
aðs fólks. Jóhann Pétur var lýsandi
dæmi um það, hveiju fatlaður mað-
ur getur áorkað með viljakrafti og
dugnaði. Þannig hefur hann orðið
mörgu fötluðu fólki að fyrirmynd.
Við söknum félaga og vinar sem
við áttum samleið með í gegnum
Sjálfsbjargarhúsið og margvísleg
félagsstörf. Aðstandendum sendum
við samúðarkveðjur. Minning hans
mun lifa lengi í okkar röðum.
Kveðja frá SEM-samtökunum
Fallinn er frá einn mesti baráttu-
maður fyrir málefnum og hagsmun-
um fatlaðra.
Jóhann Pétur Sveinsson var einn
ötulasti stuðningsmaður Samtaka
endurhæfðra mænuskaddaðra og
leituðu forsvarsmenn félagsins oft
á tíðum til hans og var aðstoð hans
ávallt auðfengin. Þessi samtök sem
og mörg önnur samtök fatlaðra
hafa misst ötulan, ósérhlífan og
fórnfúsan baráttumann sem ávallt
hafði sanngirni og réttlæti að leiðar-
ljósi í öllu því sem hann tók sér
fyrir hendur.
Okkur félögum í SEM-hópnum
er efst í huga innilegt þakklæti
þegar við kveðjum þennan glaðværa
og góða dreng.
Við vottum öllum aðstandendum
og vinum Jóhanns Péturs okkar
dýpstu samúð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Samtök endurhæfðra
mænuskaddaðra.
Hann Jói vinur minn er dáinn.
Þegar mér var tilkynnt andlát
Jóa trúði ég ekki mínum eigin eyr-
um. Margar góðar minningar
hrönnuðust upp. Kynni mín af Jóa
hófust fyrir um það bil 13 árum
þegar ég fluttist í Dvalarheimil
Sjálfsbjargarhússins þar sem Jói
bjó fyrir. Milli okkar myndaðist
strax einlæg vinátta því að auðvelt
var að laðast að persónuleika hans
og glaðlegri framkomu. Það leyndi
sér ekki þegar hann var að koma
eftir ganginum í heimsókn til mín
því þá heyrði ég nálgast kraftmik-
inn skagfirskan söng, sunginn við
undirspil mótorhljóðsins í raf-
magnsstólnum.
Jói eignaðist yndislega konu,
Hörpu Ingólfsdóttur, og bjuggu þau
fyrst um sinn í Sjálfsbjargarhúsinu.
Þar átti ég og kona mín margar
skemmtilegar stundir með þeim.
Mér er sérstaklega minnisstætt eitt
atvik þegar þau komu til okkar og
til stóð að fara út að skemmta sér
saman. Sonur okkar, þá tveggja
ára, hafði uppi mótmæli þegar hann
átti að fara að sofa og bauðst Jói
til að koma stráksa inn í drauma-
landið. Var það auðsótt mál og síð-
an heyrðum við óma lagið „Sofðu
unga ástin mín“ með hans dimmu
en mjúku rödd. Kom Jói síðan fram
frá stráksa og sagði þetta hafi nú
verið lítið mál því sá litli væri stein-
sofnaður.
Greiðvikni Jóa var einstök, því
þrátt fyrir að hann væri ofursetinn
vinnu, þá átti hann alltaf tíma fyrir
vini sína og stöndum við hjónin í
eilífri þakkarskuld við hann.
Komið er að því að kveðja vin
sem alla mína ævi verður eftirsjá
og sjónarsviptir að.
Við vottum aðstandendum og
öllum öðrum sem eiga um sárt að
binda okkar dýpstu samúð við þenn-
an mikla missi.
Megi minningin um góðan dreng
lifa.
Hér mætast vinir sem helst vilja gefa,
hugga og lækna og binda um sár,
fyllast af kvíða og angist og efa,
er ástvinur nákominn deyr fyrir ár,
Hvert á að leita og hvers á að spyija?
Hvar er sú von er svo snögglega brást?
Hvemig skal lifa og hvar á að byrja?
Hvers vegna eru svo margir sem þjást?
Kærleikans máttur er aflið sem eyðir
andvökustundum um heldimma nótt,
mildar og styrkir og laðar og leiðir,
lifgar og nærir og veitir oss þrótt,
umbreytist ekki þótt brunnin sé borgin,
brostin sé vonin og lífið sé kvöl.
Kemur sem engill er sverfur að sorgin,
sameinar hjörtun og læknar allt böl.
(Hjálmar Gislason)
Víðir Þorsteinsson og Sigríð-
ur Sóley Friðjónsdóttir.
í dag kveðja ungir framsóknar-
menn góðan félaga og vin, Jóhann
Pétur Sveinsson. Hann starfaði um
margra ára skeið í Framsóknar-
flokknum og var ávallt boðinn og
búinn til starfa fyrir Samband
ungra framsóknarmanna. Jóhann
var tillögugóður og hollráður, ritfær
vel og orðhagur. Hann tók gjarnan
til máls á fundum, lét skoðun sína
ótvírætt í ljós og benti á það sem
betur mætti fara. Jóhann var vel
máli farinn og góður ræðumaður.
Hann hafði sérstakan áhuga á
breyttu kosningafyrirkomulagi og
kjördæmaskipan og hafði tekið þátt
í starfi okkar þar að lútandi. Eftir-
minnilegust eru þó hnyttin tilsvör
Jóhanns Péturs og athugasemdir.
Var hann einkar laginn við að finna
spaugilegar hliðar á þeim málum
sem til umfjöllunar voru hveiju
sinni.
Fyrir fáeinum vikum fórum við
Jóhann Pétur við fimmta mann á
þing norræna unglingahreyfinga
miðjuflokka, sem haldið var í Sví-
þjóð. Þar tók hann virkan þátt í
þingstörfum, stjórnaði nefndar-
starfí og fylgdist vel með. Vakti
hann mikla athygli norrænu félaga
okkar fyrir dugnað og eljusemi sína.
Á kvöldin var Jóhann Pétur síðan
hrókur alls fagnaðr eins og venju-
lega, reytti af sér brandara og gam-
ansögur og stjórnaði íslensku söng-
sveitinni að sönnum skagfírskum
sið. Þarna dvöldum við í vikutíma
við leik og störf og líður sú vika
seint úr minni. í ferðinni var ákveð-
ið að Jóhann Pétur myndi rita ferða-
söguna þegar heim kæmi, enda
manna hæfastur til þess. Því verki
var hins vegar ólokið þegar hann
féll frá.
Fyrir hönd Sambands ungra
framsóknarmanna vil ég þakka Jó-
hanni Pétri fyrir stuðning, velvild
og góð störf gegnum árin. Hans
verður minnst sem góðs og
skemmtilegs vinar í okkar hópi. Ég
bið algóðan Guð að blessa hann um
eilífð alla og styrkja konu hans og
fjölskyldu í þeirra miklu sorg.
Dæm svo mildan dauða,
Drottinn, þinu bami,
eins og léttu laufi,
lyfti blær frá hjarni,
eins og lítill lækur
ljúki sínu hjali,
þar sem lygn í leyni
liggur marinn svali.
(M.Joch.)
Guðjón Ólafur Jónsson,
formaður Sambands ungra
framsóknar manna.
Jóhann Pétur Sveinsson er látinn
langt um aldur fram. Það var fyrir
nokkrum árum að hópur ungmenna
úr Skagafirði gekk til liðs við
Skagfirsku söngsveitina í Reykja-
vík. Upp til hópa var þetta afburða
gott söngfólk og var því mikill feng-
ur fyrir kórinn að þessu unga fólki.
Einn þessara nýju félaga var Jó-
hann Pétur Sveinsson.
Þessi hópur hélt vel saman og
stofnuðu þau fljótlega lítinn kór sem
starfaði innan Skagfírsku söng-
sveitarinnar og var Jóhann Pétur
þar fremstur í flokki. Lengi vel var
þessi litli kór nafnlaus þar sem erf-
itt reyndist að finna nógu gott nafn.
En viti menn, Jóhann Pétur kom
með nafnið; „Veirurnar" skyldi
hann heita sem var samþykkt án
athugasemda. Veirurnar fluttu að-
allega músík af léttara taginu og
sungu jafnan á skemmtunum hjá
kórnum og víðar. Jóhann Pétur
kynnti ávallt lögin og þá á sinn
gamansama hátt. Þetta lýsir Jó-
hanni Pétri vel, í öllu sem hann tók
sér fyrir hendur eða tók þátt í var
hann ávallt fremstur í flokki. Jó-
hann Pétur var sannur Skagfirðing-
ur, hafði yndi af góðum söng og
eins hafði hann gaman af því að
gera sér glaðan dag í góðra vina
hópi. Þótt æviárin væru ekki nema
tæplega 35 var Jóhann Pétur búinn
að afreka mikið á lífsleiðinni og það
sem sneri að okkur í Skagfirsku
söngsveitinni viljum við þakka af
alhug. Minningin um góðan dreng
og frábæran félaga mun lifa með
okkur sem kynntust honum. Harpa
mín, fjölskylda og vinir, við vottum
ykkur innilega samúð okkar.
Söngstjóri og söngfélagar í
Skagfirsku söngsveitinni í
Reykjavík.
Fleiri minningargreinar um
Jóhann Pétur Sveinsson
bíða birtingar og munu birt-
ast í blaðinu næstu daga.