Morgunblaðið - 14.09.1994, Síða 37

Morgunblaðið - 14.09.1994, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1994 37 FRÉTTIR Sérfræðingur Sotheby’s heldur fyrirlestur SOTHEBY’S uppboðsfyrirtækið gengst fyrir fyrirlestri um lista- verkamarkaðinn og ísland. David Battie sérfræðingur hjá Sotheby’s mun flytja fyrirlestur um Sothe- by’s og listaverkamarkaðinn að afloknum kvöldverði á Café óperu fimmtudaginn 29. september og alþjóðlega listaverkamarkaðinn og hvemig ísland geti orðið hluti af honum, föstudaginn 29. september á morgunverðarfundi hjá Verslun- arráði íslands. Um er að ræða kvöldverð á Café óperu 29. september þar sem Sveinn Einarsson fyrrverandi leik- hússtjóri verður veislustjóri. Boðið verður upp á vín frá Chateau d’Yquem og Einar Thoroddsen læknir ræðir lítillega um vínið. Að afloknum kvöldverði mun David Battie fjalla um Sotheby’s og lista- verkamarkaðinn. Agóði af kvöld- verðinum og fyrir- lestrinum mun renna til Barnaspítala Hringsins varðandi byggingu sérhannaðs barnaspítala. Föstudaginn 30. september fjallar David Battie um al- þjóðlega listaverka- markaðinn og hvemig ísland geti orðið hluti af honum á morgun- verðarfundi hjá Versl- unarráði ísland á Hót- el Sögu. David Battie hefur verið sérfræðingur hjá Sotheby’s síðan 1976. Hann er kunnur sjónvarpsmaður í Bretlandi og hefur komið fram frá upphafi í sjónvarpsþáttunum Antique Ro- adshow sem hafa notið mikilla vin- sælda síðan þeir hófu göngu sína árið 1979. Hann hefur skrifað leiðbeiningabók um. verð á postulíni og rit- stýrt Sotheby’s Encyclopedia of Porc- elain. Hann hefur gert fjölda sjónvarpþátta um listaverk og flutt fyrirlestra víða um heim og ritað fjöl- margar bækur og greinar um listaverk. Allar nánari upp- lýsingar veitir Sigríð- ur Ingvarsdóttir full- trúi Sotheby’s á ís- landi. Einnig er hægt að skrá sig hjá yfirþjóni Café ópem. Skráning- arfrestur í kvöldverðinn re.nnur út 21. september. David Battie Ráðstefna um ferðaþjónustu á V estur- N orðurlöndum RÁÐSTEFNA um uppbyggingu og skipulag ferðaþjónustu í Græn- landi, Færeyjum og íslandi og móttöku ferðamanna í löndunum þremur verður haldin á Hótel Loft- leiðum í dag, miðvikudaginn 14. september, kl. 9-14. Ráðstefnan er öllum opin. Þar hafa framsögu ferðamálastjórar íslands, Græn- lands og Færeyja, auk fulltrúa frá írska ferðamálráðinu, og fjalla um ferðaþjónustu í Vetnorden-löndun- um þremur, stöðuna í dag og fram- tíðarsýn. Ráðstefnan er öllum opin. Erindi og umræður verða á dönsku. Ráðstefnan er í raun upphaf níundu ferðakauptefnu Vestnord- en, sem hefst í íþróttahúsinu í Kaplakrika í Hafnarfirði á fimmtu- daginn og stendur til laugardags, en þann dag verður sýningarsvæð- ið opið almenningi og verður þá boðið upp á margvíslega skemmt- un og kynningu á ferðatilboðum í Vestnorden-löndunum. Að kaupstefnunni stendur Ferðamálaráð Vestnorden, sem er samstarf íslands, Grænlands og Færeyja á sviði ferðamála. Ferða- þjónusta er vaxandi atvinnugrein í öllum löndunum og hefur Vest- norden-samstarfið aukið mjög á ferðamannastraum á milli land- anna þriggja. Um 300 erlendir gestir víðsvegar að úr heiminum munu sækja kaupstefuna, einkum fulltrúar fyrirtækja í ferðaþjón- ustu erlendis sem lagt hafa áherslu á sölu ferða til íslands, Grænlands og Færeyja. Morgunblaðið/Árni Sæberg 50.000 merki í söfnun AÐSTANDENDUR veitingastað- anna, sem reknir eru undir nafni Hróa hattar, afhentu síðastliðinn föstudag Þorvaldi S. Þorvaldssyni, formanni Landgræðslusjóðs, 50.000 barmmerki, sem síðan verða seld til styrkfar hvatningarátakinu Yrkjum ísland. Verðmæti gjafar- innar er um 1.250.000 krónur, og tilefni hennar er 50 ára afmæli Landgræðslusjóðs og íslenzka lýð- veldisins. BRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bikarkeppni Norðurlands 1993-1994 Bikarkeppni Norðurlands 1993-1994 er nú lokið. Alls tóku 26 sveitir þátt í keppninni; sem staðið hefur yfir frá sl. hausti. Urslitaleikurinn var spilaður laugardaginn .10. september sl. á Dal- vík, en til úrslita spiluðu sveitir Islands- banka á Siglufirði og sveit Antons Har- aldssonar á Akureyri. Hafði sveit Ant- ons sigur með nokkrum mun. Spilarar í sigursveitinni voru Anton Haraldsson, Pétur Guðjónsson, Stefán Ragnarsson og Hörður Blöndal, allir frá Akureyri. Afmælismót Bridsfélags kvenna Laugardaginn 17. september verður haldið opið tvímenningsmót í Sigtúni 9 í tilefni 45 ára afmælis félagsins. Mót- ið hefst kl. 11 f.h. Spilaðar verða tvær umferðir með Mitchell-sniði. Góðar veitingar verða í hléinu. Keppnisgjald verður kr. 1.500 á spilara og spilað um silfurstig. Peningaverðlaun. Pör get skráð sig í símum 619368, BSÍ, 32968, Ólína og 10730, Sigrún. Bridsfélag kvenna Sl. mánudag hófst vetrarstarf félags- ins með eins kvölds tvímenning. 25 pör mættu til leiks og urðu úrslit þannig: NS. Anne M. Kokholm - Lilja Halldórsdóttir 219 Inga L. Guðmundsdóttir - Unnur Sveinsdóttir 210 Kristín Jónsdóttir - Erla Ellertsdóttir 209 Asgerður Einarsdóttir - Kristín Karlsdóttir 202 AV. Lovísa Jóhannsdóttir - Erla Sigvaldadóttir 228 Sigríður Pálsdóttir - Ingibjörg Halldórsdóttir 216 GróaGuðnadóttir-Júlianaísebam 202 Bryndís Þorsteinsdóttir - Elín Jóhannsdóttir 199 AldaHansen-NannaÁgústsdóttir 199 Nk. mánudag hefst þriggja kvölda Butler-tvímenningur hjá félaginu, spil- uð verða forgefin spil, allir félagar eru hvattir til að mæta og eru nýir félagar velkomnir. Pör geta skráð sig í síma 32968, Ólína og 10730, Sigrún. Bridsdeild Umf. Geisla á Súðavík Opið tvímenningsmót (brids var hald- ið laugardaginn 3. september sl. Nokkur vonbrigði voru hve fáir sáu sér fært að mæta til keppninnar, en aðeins tóku 16 pör þátt, þrátt fyrir vegleg verðlaun. Mótið heppnaðist þó að öðru leyti vonum framar undir öruggri keppnisstjóm Sveins Rúnars Eiríkssonar. Lengi vel leit út fyrir að enginn ætlaði að ógna þeim Ragnari Torfa Jónassyni og Tryggva Ingasyni í bar- áttunni um toppsætið, en þeir leiddu mótið allt þar til í lokaumferðinni. Undir lokin misstu þeir hins vegar flug- ið og eftir harða keppni í 10 klst. stóðu uppi sem sigurvegarar þeir Rúnar Víf- ilsson og Kristinn Kristjánsson með tæplega 61% skor, en Ragnar Torfi og Tryggvi féllu niður í 5. sætið. Röð efstu para: Rúnar Vífilsson - Kristinn Kristjánsson 112 Júlíus Siguijónsson - Hrannar Erlingsson 98 Óskar Elíasson - Friðrik Egilsson 65 JóhannÆvarsson-PéturJúlíusson 60 Ragnar Torii Jónasson - Tryggvi Ingason 46 FrankGuðmundsson-ÞorsteinnGeirsson 44 Mótshaldarar vilja þakka öllum þátttakendum fyrir skemmtilega keppni og þeim fjölmörgu fyrirtækjum og einstaklingum sem gerðu það kleift að halda mótið kærlega fyrir veittan stuðning. Bridsfélag Breiðfirðinga Starfsemi félagsins hefst flmmtu- daginn 15. september. Spilaður verður eins kvölds tvímenningur með Mitchell- fyrirkomulagi. Sami háttur verður hafður á fimmtudaginn 22. september. 29. september byijar síðan þriggja kvölda haust-Barómeter. Spilað er í Sigtúni 9 og hefst spila- mennska kl. 19.30. Allir eru velkomnir. auglýsingar W RLGLA MIISTKRISRIDDARA Myndlist - byrjendur Námskeið fyrir fólk á öllum aldri. Fyrstu námskeiðin hefjast 20. sept. Síðustu innritunardagar. Uppl. hjá Margréti í s. 622457. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. SAMBAND ISLENZKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA RMHekla 14.9. VS. Pýrmídinn - andleg miðstöð Hvað er andlegt tilraunakvöld? Miðvikudagskvöld kl. 20-22 með June og Geoff Hughes. Komið, sjáið og reynið. Opið öllum. Pýramldinn Dugguvogi 2, símar 882526 og 881415. Háaleitisbraut 58-60 Kristniboðssamkoma í kvöld f kristniboðssalnum kl. 20.30. Helgi Hróbjartsson kristniboði talar. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Bibiíulestur kl. 20.30. Ræðu- maður Hafliði Kristinsson. Allir hjartanlega velkomnlr. Mlðlun Pýrmídinn - andleg miðstöð Hinn frábæri mið- ill, June Hughes, verður með skyggnilýsingu á morgun, fimmtu- daginn 15. sept- ember, kl. 20 f Pýramídinn húsi Pýramídans. Dugguvogi 2, símar 882526 og 881415. Toyota Corolla 1300 XL árg. '92, ek. 50 þús. km., vínrauður. Verð kr. 880.000. Honda Accord árg. '91, ek. 92 þús. km. blásans. Verð kr. 1.390.000. Ath. skipti. NYJA BILAHOLLIN FUNAHOFÐA V S: BILATORG FUNAHOFDA T S: Nissan Sunny SLX árg. '92, Ijóssans., sjálfsk., ek. 82 þús. km. Verð kr. 990.000. Peugeot 505 ST GTI árg. '86, hvítur, 7 manna, ek. 132 þús. km. Verö kr. 750.000. Nissan Patrol árg. '86, hvítur, upphækkaöur, 33" dekk, turbo, dísel, ek. 180 þús. km. Verð kr. 1.650.000. Skipti. Mercedes Benz 190E árg. '88, gullsans., sóllúga, læst drif, hleðslujafnari, sjálfsk., mjög fallegur bíll, ek. 100 þús. km. Verð kr. 1.700.000. Skipti. Subaru Legacy GL station árg. '90, ek. 38 þús. km., grænsans., sjálfsk. Verð kr. 1.290.000. MMC L-300 Minibus árg. '88, 8 manna 2x4. Verð kr. 790.000. Ath. skipti. Subaru 1800 DL árg. '91, hvitur, ek. 92 þús. km. Verð kr. 980.000. Range Rover árg. '85, 2 gullfallegir bílar. Sjón er sögu ríkari. VANTAR ALLAR GERÐIR BILA A STAÐINN - GOÐ SALA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.