Morgunblaðið - 14.09.1994, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 14.09.1994, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1994 39 BRÉF TIL BLAÐSIIMS Um skólabækur GUÐRÚN Hulda segir að nemendur séu skyld- aðir til að kaupa nýjar, lítið bættar útgáfur skólabóka og þær gömlu séu bannaðar. Frá Guðrúnu Huldu Eyþórsdóttur: NÚ í byijun september eru skólarn- ir óðum að fyllast af lífi. Fram- halds- og háskólanemar að tínast úr sumarfríum sem og kennarar. Lífið virðist þó einkum vera mest í sölukössum bókaverslana þar sem seðlar fátækra nema fylla kassana af lífi. Hvort sem það er af völdum sýkla eða tölustafa er látið ótalið. Margur nemandinn stendur uppi slyppur og snauður eftir að fégráð- ug bókaforlög, verslanir og kennar- ar hafa strokið budduna. í þrjú og hálft ár hef ég keypt skólabækur og látið troða á mér í viðskiptum við fyrrgreinda aðila, og nú langar mig að fræða hina nem- endurna aðeins um hvað þeir eru að láta bjóða sér upp á. Áður en ég byija vil ég minna bókaverslanir á að það eru nemend- ur sem eru þeirra viðskiptavinir og ber a.m.k. að mínu mati að koma fram við þá sem slíka. Um verslanir Þegar ég og skólafélagarnir ætl- uðum að fara að versla í Eymunds- son í fyrrahaust, með fullar töskur af notuðum velmeðförnum bókum, þurftum við fyrst að bíða mjög lengi eftir afgreiðslu. Loftið var þungt og margur þreyttur. Eftir alla biðina var okkur tjáð að af öllum þessum bókum yrði aðeins tekið við 3 bók- um! Svipaða sögu hef ég að segja frá Máli og menningu. Engin skýr- ing! Aðeins fýldur svipur af- greiðsludama og bendingar sem gáfu til kynna að ekki yrði meira við okkur rætt. Þegar við svo ætluð- um að kaupa inn notaðar „ódýrar“ bækur voru þær ekki til! Aðeins nýjar á „tilboðsverði“ aðeins á 5-6.000 krónur stykkið. Sumar voru ekki til á lager, verslanimar áttu von á þeim „einhverntíma“ í næstu eða þarnæstu viku. Nú jæja, ég keypti bækur fyrir 30.000 kr. í Eymyndsson og ætlaði að nota mér skólafsláttinn svo að ég kæmist nú heim í strætó. En þá var það nefnilega þannig að daman á kassanum andvarpaði þunglega og horfði á mig þunglyndislegum augum um leið og hún sagði: „Þú áttir að segja það strax.“ Horfði svo fast á mig og var greinilega tilbúin í að gera þetta að stórmáli. Ég sagði náttúrulega að hvergi væri sagt um það á afsláttarkortinu og ég gæti heldur ekki séð neinn miða í verslun- inni sem gæfi það til kynna. Aldrei hef ég verslað í Eymundsson síðan og mun ekki gera nema neydd til. Um útgáfugleði kennara Kennarar eru eins og allir vita mannlegir. Sumir eru góðir, aðrir ættu frekar að vinna við beijatínslu. Sumir eru sérfræðingar í persónuá- rásum á nemendur, aðrir eru sjálfir kúgaðir af nemendum sínum. En það er nú önnur saga. Aðalmálið er útgáfugleði kennara. Margir nemar kannast við það að þeir hafa keypt nýja útgáfu af t.d. stærðfræðibók við upphaf annar og ætlað sér við upphaf þeirrar næstu að selja þá bók en þá hefur annar eða sami höfundur gefið út nýja þannig að nemendurnir sitja uppi með verðlausa skruddu. Ég ætla að nefna hér eitt dæmi. Á síð- ustu önn var til sölu stærðfræðibók- in Stæ 363 í FÁ. Nú í haust var gefin út ný bók sem ber sama heiti en er gefm út á þessu ári. Nemend- urnir sem voru í þessum stærðfræði- áfanga sl. vor ætluðu að sjálfsögðu að selja bókina í bóksölu skólans. En þar sem ný útgáfa var til staðar var það ekki hægt. Þegar bækurnar voru svo bornar saman var ekki annað að sjá en að ástæðan fyrir nýrri bók væri sú að fimm villur voru í svörum stærðfræðidæmanna í allri bókinni. Fimm villur! Persónu- lega þætti mér mjög fyndið að sjá höfund skáldsögu gefa út sömu skáldsöguna aftur út af fimm prent- eða stafsetningarvillum. Þetta dæmi er eitt af mörgum svipuðum. Aug- ljóslega er verið að koma í veg fyr- ir endursölu bókanna, þar sem það gefur greinilega ekki nógu mikið af sér. Kennarar eru oftast þeir sem gefa út kennslubækur. Þeir skylda nemendur til að kaupa nýjar, lítið bættar útgáfur og banna þær gömlu. Þeir ráða mestu um verð- lagningu bókanna sem þeir gefa út á bókamarkaði. Ekki er allt upp talið, því að greinilegt er og hver heilvita manneskja tekur eftir því að námsbækur eru yfirleitt miklu dýrari en aðrar bækur fyrir utan það að gæðin eru frámunalega léleg og bækurnar hanga varla saman út fyrstu vikuna. Hvemig væri nú, kæru kennarar, að koma sér endanlega saman um hvaða efni á að kenna, hverskonar dæmi á að leggja áherslu á og fyrst og fremst hvað á að kenna svo að nemendur geti lifað á öðru en blað- síðum í september. Þið vitið það sjálfir að það er óhollt að borða prentaðan pappír og mjög dýrt, eins og áður hefur komið fram. Það jafn- ast á við að fara út á fínan veitinga- stað og borða vel fyrir tvo, án víns. Margir nemendur þui'fa að sjá fyrir sér Sumir kennarar virðast ekki gera sér grein fyrir því að margur nem- andinn þarf að sjá sér og jafnvel öðrum, þá oft- ast börnum sín- um, fyrir lifi- brauði. Á þetta við nemendur í dagskóla. Nem- andi í dagskóla getur ekki tekið námslán, hann .getur ekki séð fram á að geta borgað af bankaláni þar sem hann hefur ekki nægar tekjur. Nemandi í dagskóla sem sér fyrir sér þarf að vinna í öllum frístundum sín- um til að eiga fyrir leigunni. Þeir nemendur sem hafa vinnu á sumrin hafa u.þ.b. 50.000 kr. í mánaðar- laun. Hann þarf að borga leigu kr. 30.000, rafmagn og hita 3.000 kr. pr. mánuð, strætókort kr. 2.500- 2.900 pr. mán. (verðmismunur vegna þess að sumir hafa ekki stúd- entaskírteini). Afgangur fer í mat fyrir eina manneskju sem er jafnvel með barn á framfæri, kr. 14.300!!! Ég veit dæmi þess að nemendur sem leigja og eru að reyna að klára stúd- entsprófið séu atvinnulausir. Engar bætur, ekkert. Ég veit það að til eru nemendur sem borða úr sykur- poka kr. 50. Einnig veit ég dæmi þess að 17 ára nemandi hafi ekki borðað neitt í heila viku nema af- ganga af öðrum diskum hjá vinum og kunningjum. Með þessum dæmum er ég að biðja kennara og okurbúlluverslan- irnar (bókabúðimar) um að slaka aðeins á kapítalismanum og horfa í kringum sig, þá með opin augu. GUÐRÚN HULDA EYÞÓRSDÓTTIR, Grettisgötu 28, Reykjavík. Líttu inn í Litaver því það hefur ávallt borgað sig ... Stök teppi Sarah 60 x 105 Verð nú kr. 1.169, Gólfteppi 20-50% Stök teppi Veggfóður 15-50% Veggdúkur 15-50% Málning 15-20% Áhöld 15% Borðar 15-50% Keramik gólf- og veggflísar 20-50% Dreglar mottur lím og spartl 15-30% Málningarkynnin frá Málningu hf. Islensk málnin I - já takk Gæðafiltteppi frá kr. 345,- Gólfdúkar 20-40% VANTAR ALLAR GERÐIR BIFREIÐA Á SKRÁ OG Á STAÐINN MIKIL SALA BÍLAHÖLLIN, BÍLDSHÖFÐA 5, SÍMI 674949 J.R. BÍLASALAN, BÍLDSHÖFÐA 3, SÍMI 670333 Mitsubishi Gaiant 4x4 árg. ‘91, hvítur ekinn 58 þ.km., 15" álfelgur. V. 1.400 þús. Toyota Touring GLi árg. ‘91, rauður, ek. 87 þ.km. álfelgur, sumar/vetrardekk. V. 1.120 þús. Mitsubishi Pajero, langur V-6, árg. '89, hvítur, ek. 106 þ.km. álfelgur, ný dekk 31”. V. 1.750 þús. Sk. ód. Fiat Uno 45 artic árg. ‘93, blár, ekinn 16 þ.km., 5 dyra, 5 g. V. 680 þús. VW Caravella diesel, árg. ‘87, rauður/hvítur, skiptivél, ek. 60 þ.km. sæti fyrir 9. V. 650 þús. Fæst á 3ja ára skuldabréfi. M. Benz 914 árg.’87, rauður/hvítur, ek. 151 þ. km., buröargeta 4 tonn, kassi 6 m langur, 1,5 tonn lista. Verð kr. 3150 þús. m/vsk. Range Rover árg. ‘85, grænn, ek. 117 þ.km., upphækk., 38" dekk, loftdæla, stýristjakkur. Verð kr. 990 þús. MMC L-300 árg. ‘91,2,4L, ek. 58 þús. drapplitaður. V. 1.800 þús. Ford Econoline árg. ‘90, 4x4,rauðu/grár, ek. 27 þ.km. Húsbíll m/svefnaðst., eldav., 4,56 drif,loftlæs. aftan og framan, tvöf. rafkerfi, auka millikassi, 400 L tankar, spil o.fl. V. 3.750 þ. Toyota Carina E árg. ‘93, 2,0 GLi, rauður, ek. 22 þ.km., sjálfsk., 5 dyra. V. 1.680 þús.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.