Morgunblaðið - 30.09.1994, Síða 2
2 B FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Fast-
eigna-
sölur
í blaðinu
Ás 7
Ásbyrgi 22
Berg 28
Borgareign 17
Borgir 11
Eignamiðlunin 18 - 19
Eignasalan 20
Fasteignamark. 3
Fasteignamiðlun 25
Fasteignamiðstöðin 5
Fjárfesting 6-7
Fold 14
Framtíðin 6
Garður 19
Gimli 8-9
Hátún 22
Hóll 24-25
Hraunhamar 10-11
Húsakaup 12
Húsið 23
Húsvangur 27
Kjörbýii 4
Kjöreign 26
Laufás 17
Lyngvík 22
Séreign 21 og 23
Setrið 20
Skeifan 15
Stakfell 21
Þinghoit 16- 17
ÞETTA er vandað 154 ferm einbýlishús með 90 ferm bilskúr, sem er með rafmagni, vatni og hita.
Að auki fylgir eigninni 86 ferm 3ja herb. ibúðarhús, sem þarfnast standsetningar, 54 ferm gróður-
skáli með heitum potti, 100 ferm gróðurhús og 100 ferm vélageymsla. Eigninni fylgja ennfremur 5
ha Iands með 1 sek. lítra af heitu vatni. Asett verð er 12,5-13 millj. kr.
Stor eign a hagstæðn
vri'ði ■ Borgarfiröi
VERÐ á fasteignum úti á landi er yfirleitt nokkru lægra en á höfuðborgar-
svæðinu. Eignasalan auglýsir nú vandað 154 ferm einbýlishús í Borgarfirði
ásamt 90 ferm bílskúr, sem er með rafmagni, vatni og hita. Að auki fylg-
ir eigninni 86 ferm 3ja herb. íbúðarhús, sem þarfnast standsetningar, 54
ferm gróðurskáli með heitum potti, 100 ferm gróðurhús og 100 ferm véla-
geymsla. Eigninni fylgja ennfremur 5 ha lands með 1 sek. lítra af heitu
vatni. Ásett verð er 12,5-13 millj. kr. en margs konar eignaskipti möguleg.
Þetta er mjög hagstætt verð fyrir
svona mikla eign, sagði Magn-
ús Einarsson, fasteignasali í Eigna-
sölunni. — Aðal íbúðarhúsið er byggt
1978 og í mjög góðu ástandi. Minna
íbúðarhúsið þarfnast hins vegar
nokkurrar standsetningar. Það þarf
væntanlega að setja þar ný gólf-
efni, skipta um gler og snyrta húsið
að utan og innan. Gróðurhúsið
líka mjög skemmtilegt umhverfi og
víðsýnt til allra átta. Það er sund-
laug á þessu svæði og möguleikar
fyrir hvers konar útivist eins og
hestamennsku miklir.
Magnús kvað fasteignamarkaðinn
í heild hafa verið sæmilega líflegan
að undanfarnu og sagði að lokum:
— Það hefur verið nokkur stífla í
húsbréfakerfinu, sem hefur virkað
eins og viss bremsa á markaðinn,
en allt er nú að komast í gang aft-
ur. Þetta er ekkert nýtt. Það hefur
alltaf vantað húsbréfaflokka af og
til og óþægilegar tafir orðið af þeim
sökum. En þetta hefur ekki hindrað
sölu að neinu marki. Fólk gerir sín
tilboð og svo liggja þau kannski
aðeins lengur en venjulega hjá hús-
bréfadeildinni, en eru svo afgreidd
þaðan að lokum.
þarfnast einnig nokkurrar endurnýj-
unar.
— Þessi eign býður upp á tals-
verða möguleika, sagði Magnús enn-
fremur. — Hún er í þéttbýliskjarna
neðarlega í Borgarfirði, skammt frá
veiðihúsinu við Grímsá, sem margir
þekkja. Það er auðvelt að sækja
vinnu annars staðar á svæðinu, en
þarna eru góðir atvinnumöguleikar,
enda atvinnuástand á þessu svæði
gott. Eigninni fylgir stórt vélaverk-
stæði, sem skapar möguleika á við-
gerðavinnu og ennfremur er þarna
myndarlegt gróðurhús með nægu
heitu vatni, svo að möguleikar á
gróðurrækt t. d. blómarækt eru góð-
ir og líka væri hægt að hafa þama
minni háttar búskap.
Að sögn Magnúsar hafa viðbrögð
við auglýsingunni verið góð og tals-
vert spurt um eignina. — Það er
mikill áhugi á eignum á þessu svæði
og greinilegt, að margir vilja komast
í sveitina, sagði hann. — Þama er
llíisbrcf
Fleiri
umsókn-
ii' vegna
endurbóta
AUKNING átti sér stað í inn-
komnum umsóknum hjá hús-
bréfadeildinni í ágúst og var
hún hlutfallslega mest í um-
sóknum vegna endurbóta eða
35 umsóknir miðað við 13 í
sama mánuði í fyrra.
Þetta kemur fram í nýút-
komnu fréttayfirliti yfir
ágústmánuð frá húsbréfadeild
Húsnæðisstofnunar ríkisins.
Nýbyggingaumsóknir bygg-
ingaraðila drógust hins vegar
heldur saman, en þær vom 25
í stað 29 í ágústmánuði í fyrra.
Aukningin í samþykktum
skuldabréfum vegna notaðra
íbúða er umtalsverð eða 307
á móti 183 í sama mánuði í
fyrra. Lítil breyting var var á
samþykktum skuldabréfum
vegna endurbóta, en verulega
dró þó úr þeim í nýbyggingum
byggingaraðila. Þær voru 11
nú en voru 24 í ágústmánuði
í fyrra.
Vanskil fasteignaveðbréfa
30 daga og eldri voru 917,2
millj. kr. í ágústlok, sem svar-
ar til 1,64% af höfuðstól fast-
eignaveðbréfa.
Markaðurinn
látló samhengi í um-
ræðnm um Imsnæðismál
Húsbréfaviðskipti
Hjá okkur nýtur þú ávallt
hagstæðs verðs
og góðrar ráðgjafar
í húsbréfaviðskiptum.
Vettvangur húsbréfaviðskipta.
L
Landsbanki
ísiands
BanW alira landsmanna
/f
LANDSBREFHF.
Löggilt veröbréfafyrirtæki.
Aöili aö Veröbrófaþingi íslands.
Landsbréf hf. eru viðskiptavaki húsbréfa
skv. sérstökum samningi viö Húsnæðisstofnun ríkisins.
EÐLI máls samkvæmt eru oft
uppi miklar umræður um hús-
næðismál hér á landi og koma þær
upp með mismunandi stuttu milli-
bili. Þetta er ekki óeðlilegt því
öruggt húsnæði er einn af horn-
steinum velferðar hverrar fjöl-
skyldu og skiptir íslendinga án efa
meira máli en marga aðra. Því
miður eru þessar umræður oft
samhengislausar og ekki líklegar
til þess að bæta ástandið í hús-
næðismálum, en þó er farið að
bera á uppbyggilegum sjónarmið-
um í þeim efnum innanum.
Jákvæðar umræður
Samtök heimilslækna hafa bent
á hve mikilvæg húsnæðismál-
in eru fyrir velferð fjölskyldna. Að
þeirra mati er brýnt að breytingar
verði á því munstri sem flestir íbúð-
arkaupendur
þekkja, þ.e. langur
vinnudagur til að
standa undir of
hárri greiðslubyrði
vegna íbúðar-
kaupa og eða
lágra launa. Þeir
telja nauðsynlegt
að unnið verði að
því að gera íbúð-
arkaup auðveldari en nú er. Þessar
ábendingar eru þarfar. Samtök iðn-
aðarins hafa einnig bent á nauðsyn
þess að auðvelda íbúðarkaup hér á
landi og vísa helst á þá leið að
hækka lánshlutfallið í húsbréfa-
kerfinu úr 65% í 75% af verði íbúð-
ar, en heimild er til þess í lögum.
Það myndi geta leitt til allt að
20-25% lækkunar á greiðslubyrði
íbúða sem eru ódýrari en 8-9 millj-
ónir króna, en hefði minni eða eng-
in áhrif á greiðslubyrði vegna dýr-
ari íbúða. Umræður um húsnæðis-
mál af þessum toga eru jákvæðar.
Neikvæðar umræður
Það er algengara að umræður
um húsnæðismál séu neikvæðar og
á það oftast aðallega við um hús-
næðislánakerfið. Menn verða lík-
eftir Grétor J.
Guðmundsson
lega seint sammála um hvemig
best sé að halda á þessum málum
og virðist það að mestu fara eftir
því hvemig þeir koma að þeim. Það
er t.d. ekki óalgengt að heyra full-
yrðingar eins og þær, að félagslega
húsnæðiskerfið sé ómögulegt. Slíkt
fullyrða reyndar aðallega þeir sem
þekkja ekki vel hvaða tilgangi það
kerfi þjónar. Félagslegum íbúðum
hefur fjölgað verulega á síðastliðn-
um árum og er svo komið að þær
eru nú rúmlega 9% af heildarfjölda
íbúða hér á landi. Þetta stafar fyrst
og fremst af nauðsyn. íbúðum í
félagslega húsnæðiskerfinu er út-
hlutað til þeirra sem þurfa á að
halda og eiga ekki möguleika á
íbúðarkaupum á hinum frjálsa
markaði. Kosturinn við félagslegar
íbúðir er sá að vextir af lánum
vegna þeirra eru lægri en af lánum
vegna íbúða á hinum almenna
markaði, lánstíminn er lengri og
lánshlutfallið er hærra. í kerfinu
er hins vegar ákvæði sem kveður á
um að vextir skulu hækkaðir eftir
ákveðinn tíma ef tekjur íbúanna
hafa hækkað upp yfir ákveðin lág-
mörk. Ef til vill er unnt að finna
einhverja sem hafa fengið úthlutað
íbúðum í þessu kerfi, sem hefðu
ekki átt rétt á því og hefðu getað
spjarað sig á hinum almenna mark-
aði. Það gerir kerfið sem slíkt hins
vegar ekki ómögulegt.
Breytingar á
fasteignamarkaði
íbúðarkaup hafa tekið miklum
breytingum að undanförnu. Kaup-
endur eru varkárari en áður og
leggja almennt minni áherslu á
dýrar íbúðir. Þetta er eðlileg afleið-
ing af lækkandi tekjum margra.
Fólk gerir sér almennt grein fyrir
því að íbúðarkaup eru vandasöm
og það skiptir miklu máli hvernig
að þeim er staðið.
Tíðar breytingar hafa verið gerð-
ar á húsnæðislánakerfinu hér á
landi í gegnum árin. Með tilkomu
húsbréfakerfisins hefur ríkt meiri
stöðugleiki á fasteignamarkaði en
oftast áður. Breytingar þar á gætu
haft afdrífaríkar afleiðingar í för
með sér fyrir fasteignamarkaðinn.
Því er heppilegra þegar umræður
um húsnæðismál eru á jákvæðum
nótum.