Morgunblaðið - 30.09.1994, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1994 B 13
Morgunblaðið/Sverrir
PÁLL V. Bjarnason arkitekt. Mynd þessi er tekin fyrir framan húsið Þrúðvang að Laufás-
vegi 7. Húsið er úr hlöðnu grágrýti, byggt 1918. Það var orðið mjög slitið, er Páll keypti
það 1989, en þá hafði það verið notað sem skóli í fjörutíu ár. Páll endurnýjaði húsið
nánast allt að innan en í upphaflegum stíl.
ÞESSI mynd er tekin inni í stofu í
húsinu Þrúðvangi. Teborðsettið er í
stíl. Það átti Einar Benediktsson skáld
en skáldið bjó um skeið í húsinu.
ílltelit á fasteignum ætti
að vera skilyröi vió sölu
ÁHUGI á því að gera upp gömul hús
fer ört vaxandi hér á landi og það
fyrst og fremst af brýnni nauðsyn.
Þeim húsum fjolgar stöðugt, sem
þarf að endurnýja. Þá er ekki bara
átt við hús frá því fyrir aldamót,
heldur hús og íbúðir frá áratugnum
1950-1960 og fyrir þann tíma.
Vegna aldurs eru þessi hús komin í
þann flokk, sem þarf á endumýjun
að halda og ef ætlunin er að varð-
veita þau að innan og halda í upphaf-
legt útlit, þarf aðstoð fagmanna.
Ella er hætt við ýmsu sé breytt,
þannig að upphaflegt útlit og gerð
húsanna fari forgörðum.
Þetta kom fram í viðtali við Pál
V. Bjarnason arkitekt, en hann
hefur lagt það sérstaklega fyrir sig
að endurhanna gömul hús. A meðal
húsa, sem Páll
hefur endurhann-
að, má nefna Sjó-
minjasafn íslands
eða Brydepakk-
húsið í Hafnar-
firði, gamla
Kennaraskólann
við Laufásveg
Álafosshúsið við
Vesturgötu 2
(Bryggjuhúsið), þar sem nú er Kaffí
Reykjavík og nú er í gangi endur-
bygging gamla Stýrimannaskólans
við Oldugötu, sem Páll hefur séð um
hönnun á. Á nokkrum stöðum úti á
landi hefur Páll einnig hannað endur-
byggingu gamalla húsa, sem hafa
minjagildi, t. d. í Ólafsvík og Grinda-
vík.
— Oft má gera upp gömul hús á
hagkvæman hátt, auk þess sem það
hefur aðra kosti að gera upp gömul
hús til þess að búa í þeim. Margir
hafa gert sér grein fyrir þessu og
sækja því í gömul hverfi, segir Páll.
— I Þingholtunum í Reykjavík hefur
t. d. orðið mikil breyting á undan-
förnum tíu árum, en það er búið að
gera upp meiri hlutann af gömlu
húsunum þar. Þó að það kosti sitt
að viðhalda gömlum hverfum, þá
kostar það líka mikið að þenja byggð-
ina stöðugt út. Þá þarf að byggja
nýja skóla og koma upp margs kon-
ar annarri félagslegri aðstöðu.
ítarleg úttekt öllum í hag
Páll hefur víða farið til þess að
kynna sér gömul hús og endurnýjun
þeirra og var fyrir skömmu í Kanada
í þessum tilgangi. — Þar vakti það
athygli mína, að þar er mun betur
búið um hnútana en hér, þegar fast-
eignir fara í sölu, segir Páll. — Þetta
á jafnt við gamlar sem nýjar eignir.
Kaupandinn fær byggingafróða
menn, yfirleitt arkitekta, sem eru
vanir slíkum verkefnum, til þess að
gera tæknilega úttekt á viðkomandi
eign, áður en gengið er til samn-
Sigurðsson
inga. Stundum bijóta þeir jafnvel upp
veggi og rannsaka lagnir að innan
með sérstökum myndavélum eða á
annan hátt til þess að ganga úr
skugga um, hvernig ástandi þeirra
er farið.
Hér á landi fer yfirleitt engin út-
tekt af þessu tagi fram við íbúðar-
kaup. Þar breytir litlu, þó að seljandi
hafí upplýsingarskyldu og kaupand-
inn skoðunarskyldu. Það eru helzt
vinir og kunningjar, sem eitthvað vit
hafa á byggingum, sem fengnir eru
til að skoða eignina. Þessi skoðun
er oftast ómarkviss og álitið, sem
byggt er á henni oftast munnleg og
yfírborðskennt. Stundum hefur
kaupandinn enga byggingafróða til
þess að skoða eignina, en lætur sér
nægja að skoða hana sjálfur, enda
þótt hann hafi kannski aldrei nálægt
byggingum komið.
Kaupendur eru samt gjarnan með
aleiguna í höndunum og ætla sér
kannski að búa í íbúðinni um langan
tíma, stundum alla æfí. Þeir þurfa
því að vita, í hvaða ástandi eignin
er, sem þeir eru að kaupa. Ég tel
því brýna nauðsyn á, að tæknileg
úttekt fari fram á húsum og íbúðum,
áður en þær skipta um eigendur.
Að mati Páls þarf slík úttekt ekki
að vera mjög dýr. Hún myndi senni-
lega kosta 10.000-20.000 kr. eftir
stærð og ástandi eignarinnar. —
Þetta er ekki há ijárhæð miðað við
þá hagsmuni, sem í húfi eru fyrir
kaupandann, segir Páll. — Kaupand-
inn gæti hugsanlega fengið eignin
fyrir lægra verð; ef eitthvað hefur
komið fram við skoðunina, sem rýrir
hana í verði. Úttektin gæti líka kom-
ið sér vel fyrir seljandann. Ef kaup-
andi hefur á orði, að gluggar séu
fúnir, af því að málingin á þeim er
farin að springa, þá getur seljandinn
líka skírskotað til úttektarinnar, ef
þar stendur, að enginn fúi sé í giugg-
um. Málningin getur verið sprungin
af ýmsum öðrum ástæðum. Þessi
úttekt getur því orðið báðum til
gagns og raunar fasteignasalanum
líka, því að hún sparar hvimleið eftir-
mál.
En Páll telur, að þessi úttekt ætti
ekki bara að vera tæknileg, heldur
ætti hún einnig að fara fram með
hliðsjón af byggingarreglugerð. —
Með því yrði komið í veg fyrir, að
íbúðir verði seldar með herbergi und-
ir 7 ferm, en það er lágmark sam-
kvæmt reglugerðinni, segir Páll. —
Þetta á sér stundum stað og ég tel
það alveg undir hælinn lagt, hvort
allir hlutar íbúða standist alltaf
byggingareglugerð. Kaupandinn á
þó að geta treyst því, að íbúðin sé
lögleg.
Ég er hræddur um, að stundum
sé verið að selja 2ja herbergja íbúðir
sem 3ja herbergja, vegna þess að
það er lítið herbergi til staðar, sem
HÚS Náttúrulækningafélagsins að Laugavegi 20B. Þetta hús
var gert upp fyrir nokkrum árum samkvæmt forskrift Páls.
MARKMIÐIÐ með endurnýjun gamla Stýrimannaskólans var
ekki einungis það að koma húsinu í nothæft ástand á ný miðað
við nútíma kröfur heldur jafnframt að hafa húsið sem líkast
því og það var upphaflega, segir Páll V. Bjarnason arkitekt.
svo ekki nær 7 fermetrum, jafnvel
smákompa, sem svo er seld sem sér-
herbergi. Stundum eru salerni alltof
lítil miðað við ákvæði byggingar-
reglugerðarinnar, en þau mega ekki
vera minni en fjórir fermetrar. Loft-
hæð er líka oft ónóg miðað við það
sem viðurkennt er í íbúðarhúsnæði.
Þetta vandamál er meira áberandi í
gömlum húsum, en samt er alls ekki
búið að fyrirbyggja það í nýjum hús-
um.
í fótspor Einars
Benediktssonar
Páll hefur m. a. gert upp húsið
Þrúðvangi að Laufásvegi 7, en hann
er nú sjálfur eigandi þess. Þetta er
stórt og íburðarmikið hús, byggt
1918. Grunnflötur þess er um 160
ferm en alls er húsið um 430 ferm.
Þess má geta, að Einar Benediktsson
skáld bjó um skeið í þessu húsi. Frá
því um 1950 var húsið notað sem
skóli, fyrst af Tónlistarskólanum í
Reykjavík, en síðan af Menntaskól-
anum í Reykjavík, sem hafði þar
skólastofur fram til ársloka 1989,
er Páll keypti það.
Að sögn Páls var ástand þessa hús
bágborið, er hann eignaðist það. Að
vísu hafðu Framkvæmdasjóður ís-
lands, sem Páll keypti húsið.af látið
gera það upp að utan sumarið áður.
En húsið var mjög slitið að innan
af fjörutíu ára skólahaldi. Þar höfðu
verið 5-7 skólastofur og hurðir, vegg-
ir og stigi höfðu því látið mjög á
sjá. Það þurfti því að skipta um allt
inni í húsinu, t. d. allar lagnir og
setja ný efni á veggi, gólf og í loft.
— Það verður að kaupa það sem
hæfir í hús af þessu tagi, segir Páll.
— Það eignast enginn svona hús með
því hugarfari að nota í það ódýrustu
efnin né heldur að notast við ódýr-
ustu aðferðir við að gera það upp.
Það verður að nota sams konar hluti
og voru í því í upphafí og hafa sams
konar frágang til þess að breyta
ekki yfírbragði hússins. Allt annað
þarf þá að vera í stíl.
Annað sögufrægt hús, sem Páll
hefur endurhannað, er gamli Stýri-
mannaskólinn við Öldugötu. Húsið
var reist 1898 og þar starfaði þessi
skóli fram til 1945, er Sjómannaskól-
inn var tekinn í notkun. Skólahaldi
var hins vegar haldið áfram í hús-
inu. Fyrst var Gagnfræðaskóli Vest-
urbæjar þar og síðan tók Grunnskóli
Vesturbæjar við. Húsið verður notað
áfram sem skóli í framtíðinni, en
Menningar- og fræðslusamband al-
þýðu hefur fengið umráð yfír húsinu
og hyggst nota það fyrir fullorðins-
fræðslu sína og sér því um endur-
byggingu hússins.
Áður en byijað var á þessu um-
fangsmikla verkefni, varð að fram-
kvæma ítarlega rannsókn á húsinu
til þess að fá nákvæma vitneskju um
upphaflega gerð þess eins og hvaða
litir voru notaðir inni og úti og hvers
konar innréttingar, veggklæðningar
og gólfefni voru í húsinu.
Þó’ að miklu hefði verið breytt í
húsinu í nærri aldargamalli sögu
þess, þá var mikið hægt að lesa úr
innviðum, naglaförum og alls konar
smáatriðum. Suma hluti var búið að
taka niður og þeir algerlega horfnir
t. d. skyggni yfír anddyri og fleiri
atriði, sem skiptu máli fyrir útlit
hússins og þá varð að notast við ljós-
myndir frá því á fyrstu áratugum
hússins.
— Markmiðið með endurnýjun
Stýrimannaskólans er ekki einungis
að koma húsinu í nothæft ástand á
ný miðað við nútíma kröfur heldur
jafnframt að hafa húsið sem líkast
því og það var í upphafí, segir Páll.
— Það var því að mörgu að hyggja.
í fyrsta lagi þurfti að endurhanna
húsið að innan, en inni stóðst húsið
engan veginn nútímakröfur. Her-
bergjaskipan er samt höfð lík því sem
hún var í fyrstu og efni og litir og
innréttingar svipuð. En það þurfti
að leysa ótal tæknileg atriði. Sem
dæmi má nefna, að hanna varð nýja
gólflista til þess að koma rafmagns-
rennum fyrir. Síðan þurfti að ákveða
einstök atriði varðandi útlit hússins,
t. d. hve mikið ætti að skipta um
af gluggum og hvort það ætti að
vera í þeim einfalt eða tvöfalt gler.
Kostnaðaráætlun um
25 miiy. kr.
Kostnaðaráætlanir eru nú ofarlega
á baugi í opinberri umræðu og Páll
var spurður að því, hvort þetta yrði
dýrt verkefni og hvort byggingariðn-
aðurinn í heild tæki kostnaðaráætl-
anir nógu hátíðlega, hvort sem það
væru byggingameistarar, arkitektar
eða aðrir? — Ég gerði ekki kostnaðar-
áætlun fyrir þetta verk, enda þótt
ég taki slík verkefni stundum að
mér, segir Páll. — En þetta verður
ekki dýrt verkefni. Kostnaðaráætlun-
in hljóðar upp á 25 millj. kr., sem
ég tel ekki dýrt miðað við sum göm-
ul hús, sem gerð hafa verið upp og
það sem meira er, hún mun standast
að mestu.
— Að mínu mati em samt marg-
ir og þá einkum opinberir aðilar ekki
nægilega iðnir. við að spara, heldur
Páll áfram. — Þegar gera á upp
gamlar byggingar, þarf auðvitað að
byija á því að gera á þeim tæknilega
úttekt. Það kostar töluverða vinnu,
af því að þá þarf að opna húsið og
rífa bámjárn og veggklæðningar ut-
an af því til þess að sjá, hvað er
undir, hvort þar sé fúi og annað af
því tagi. Síðan á að gera kostnaðar-
áætlun, sem byggist á þessari úttekt.
Þetta er ekki alltaf gert. Stundum
er gerð kostnaðaráætlun án nokkurs
frekar og eftir að verkið er hafíð,
koma svo margvísleg atriði í Ijós, sem
ekki var gert ráð fyrir í upphafí. Þá
fer upphaflega kostnaðaráætlun úr
böndum.
— Ég held samt, að okkur íslend-
ingum fari fram að þessu leyti, segir
Páll V. Bjarnason að lokum. — Mis-
tök af þessu tagi má sennilega að
mestu rekja til þess, að endurbygging
gamalla húsa er enn tiltölulega nýtt
fag hér á landi. Þetta fag er ennþá
í mótun og ekki til staðar fastar
hefðir um það eins og nýbyggingar,
enda miklu auðveldara að gera raun-
hæfar kostnaðaráætlanir fyrir ný
hús.