Morgunblaðið - 02.10.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.10.1994, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Lee Allen, sem tók flestar saxasólóir á plötum Little Richards og þama sátu til borðs fieiri stórmenni rokk- sögunnar, sem skipuðu sveit Dominos. Það var líka sérkennileg og hrollvekjandi upplifun að hitta Jerry Lee. Ég sá það strax þegar hann kom út úr vélinni að ekki var allt með felldu. í rauninni var hann á síðasta snúningi út af lyfjaneyslu og rugli. Þetta byijaði heldur ekki gæfulega því að á fyrstu tónleikunum rak hann bassa- leikarann, að viðstöddum full- um sal af fólki. Maðurinn sem hann rak var virtur tónlistar- maður, Bob Moore, sem spil- aði í mörg ár með Elvis. Jerry Lee sá hins vegar að sér og réð hann aftur á tónleikunum kvöldið eftir. Eftir Íslands- heimsóknina fór hann beint á Betty Ford sjúkrahúsið í með- ferð, en ég frétti að hann hefði staðið þar stutt við. Á þessari stofnun era gjaman fræg- ar stórstjömur og vistin þar byggist mikið á samvinnu og sjúkl- ingar eru sjálfir látn- ir vinna heimilis- störfin. En Jerry Lee lét ekki bjóða sér slíkt. „Hvað, að fara að skúra gólf? Ekki að ræða það,“ - og hann tók hatt sinn og staf og fór í fússi. En hann var þrælgóður karlinn og „orginal". - Og svo tróðstu upp með Rod Stewart á Broadway... „Já, en viðbrögð við nokkurri plötu. Fólk skrifaði mér og hafði samband við mig í síma til að þakka mér fyrir. Og það snart mig djúpt þegar deyjandi mað- ur hafði samband og spurði hvort hann mætti láta spila lag af plötunni við jarðarför sína.“ Og Björgvin hefur komið víðar við. Hann hefur starfað við auglýsingagerð, verið dag- skrárstjóri og framkvæmda- stjóri á útvarpsstöðvum og í hljóðverum. Ekki má heldur gleyma skemmtanastjóm hans í Broadway hér á áram áður, þegar hann meðal ann- ars setti upp fyrstu rokksýn- inguna, sem naut gífurlegra vinsælda. Hann hafði veg og vanda af heimsóknum Fats Dominos og Jerry Lee Lewis hér um árið, að ógleymdri „innrás sjöunda áratugarins" í Broadway. „Þetta var skemmtilegur tími og maður kynntist mörg- um kynlegum kvistum í gegn- um þessar heimsóknir. Fats Domino var alveg sér á parti. Hann eldaði matinn sinn sjálf- ur og bauð svo allri hljómsveit- inni í mat. Ég þurfti að byija á að útvega honum eldunar- hellur upp á svítu og síðan vorum við Gústi eins og út- spýtt hundsskinn út um allan bæ að útvega hráefni til mat- argerðarinnar. Ég man til dæmis eftir því að við þurftum eitt sinn að útvega kjúklinga- hálsa, og þeir þurftu að vera með skinninu á. Og svo var boðið í veislu og maður sat þarna dag eftir dag í „gumbói“ með þjóðsagnaper- sónum úr ameríska skemmti- iðnaðinum, Domino, Dave Bartholomew, sem samdi meðal annars Blueberry Hill og nokkra smelli fyrir EIvis, Snemma beygist krókur- inn. Björgvin, 9 ára, líkir eftir rokkkónginum Elvis Presley. Um leið og Björgvin steig fyrst á svið með Bendix var framtið hans ráðin. „Það var engin leið til baka." Með honum á myndinni eru Gunnar Ársælsson og Viðar Sigurðsson, sem báðir eru látnir, og Pétur Stephensen lengst til hægri. ekki undir nokkram kringum- stæðum taka lagið, enda kost- ar einn tónn úr barka hans lágmark milljón. En þegar lögin hans fóra að hljóma þarna, héldu honum engin bönd og áður en nokkur vissi af var hann kominn upp á svið, og gestum á Broadway þetta kvöld gafst þarna fá- heyrt tækifæri til að hlusta á einn dýrasta skemmtikraft heims, syngja öll sín bestu lög gratís.“ Eina ósk Eiginkona Björgvins er Ragnheiður Björk Reynisdótt- ir og þau eiga tvö böm, Svölu Karitas og Odd Hrafn. Frá fyrra sambandi á Björgvin einn son, Sigurð Þór. Óll era bömin farin að fást við tónlist og Svala hefur þegar vakið mikla athygli fýrir tónsmíðar sínar og söng með hljómsveit- inni Scope. A meðan á samtal- inu við Björgvin stendur kem- ur ’Svala heim úr Kvennaskól- anum, þar sem hún stundar nám, og þegar hún er spurð „hvort hún sé ekki alltaf í músíkinni“, svararhúnjátandi og segir að það hafí verið mikið að gera að undanfömu. Þegar ég spyr hana hvort hún ætli ekki að koma fram á söngskemmtun föður síns á Hótel íslandi svarar hún: „Ég er að syngja allt öðravísi tón- list. Ég syng kannski með honum einhvem tíma seinna, hver veit?“ Aðspurður um hvernig hon- um lítist á að Svala fari út á þessa braut segist Björgvin ekki hafa hvatt hana til þess, en hann hafi heldur ekkert á móti því ef hún vilji það sjálf: „Það er oft sagt að tónlist- arbransinn sé hættulegur og víst er að það era ekki allir sem þola hann. En það voru margir fleiri en popparar sem fengu sér í glas hér á áram „Eg þurfti ao byrja á aö útvega honum eldunarhell- ur upp á svftu.“ Björgvin tekur á móti Fats Domino í febrúar 1987. áður og enduðu sem rónar og dópistar. Hippatískunni fylgdi ákveðinn lífsstíll sem bauð hættunni heim. Mér sýnist þó að flestir þeir sem stóðu í eld- línunni í poppinu á þessum árum séu við sæmilega heilsu í dag og margir þeirra eru enn að spila og sumir þeirra hafa aldrei verið betri. Ég held hins vegar að krakkar í dag séu miklu betur upplýstir og þroskaðri en við vorum. Og ég held líka að þeim sem fara út í tónlistina sé ekkert hættara við að lenda á glapstigum en hveijum öðr- um, Það er fullt af krökkum sem lenda á götunni, í dópi og rugli, kannski vegna þess að þau hafa ekkert sérstakt fýrir stafni.“ - Að lokum, Björgvin, ef þú ættir eina ósk, hvers mynd- ir þú þá óska þér? „Eina ósk? - Ég ekki er í vafa um hvers ég óska mér. En ég ætla' ekki að upplýsa það hér.“ „Ég sá það strax þegar hann kom út úr vélinni aö ekki var ailt með felldu.“ Björg- vin og Jerry Lee Lewis. krýningu fegurðardrottningar íslands og við ákváðum að heiðra hann með því að taka syrpu með nokkram vinsæl- ustu lögum hans. Rod hafði lýst því yfir að hann myndi Þegar lögin hans fóru að hljóma þarna, héldu honum engin bönd.“ Rod Stewart syngur „I am Sailing11 fyrir gesti á Broadway, óbeðinn og endurgjaldslaust. það var alveg óvart. Rod Stew- art var staddur héma vegna landsleiks Islendinga og Skota, en hann er mikill fót- boltaáhugamaður. í leiðinni var honum boðið að vera við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.