Morgunblaðið - 02.10.1994, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.10.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1994 B 5 ið sé að skýrslu um beit og vörslu hrossa. Nú eru hross aðeins rekin á fáeina afrétti, einkum á Norðurlandi vestra, og beitartími stuttur, 5-7 vik- ur. Engin afréttarsvæði sem hross ganga á eru talin vera „gróðurfars- lega viðkvæm" nema Eyvindarstaða- heiði, segir í skýrslunni. Vegna fjöig- unar hrossa og vegna þess að upp- rekstur þeirra á afrétt er víðast hvar ekki leyfður eru sum heimalönd ofset- in. Hér sé um staðbundin vandamál að ræða, bæði á einstökum jörðum og í sumum beitarhólfum í þéttbýli. Þau mál þurfi að taka fastari tökum og grípa til viðeigandi ráðstafana, svo sem ítölu. Sigurður Þórhallsson hjá landssambandinu segir mér að skiln- ingur á þessum málum meðal hesta- manna sé alltaf að aukast og á því að land þurfi áburð og frið á sprettu- tíma. Sé fræðsla og upplýsinga- streymi mjög að aukast á vegum héraðssambanda og hestamannafé- laga. Sé landssambandið í góðri sam- vinnu við Landgræðslu ríkisins og skógræktina um hæfilega hagabeit hrossa sem geti líka í mörgum tilfell- um verið til bóta fyrir jarðveginn. Svo mörg reiðhross og aukin um- ferð ríðandi fólks í útivist krefst auðvitað reiðvega og í samþykktum vegalögum hafa reiðvegir nú fengið aukna lagastoð. Hefur verið unnin reiðvegaáætlun um allt land í sam- vinnu við hestamenn sem hafa beitt sér mjög fyrir því enda er alltaf ver- ið að fækka þeim leiðum í nánd við þéttbýli sem þeir geta notað. Nýjasta dæmið þegar malbikuð var Flótta- mannaleiðin svokallaða milli hesta- húsa í Reykjavík og hesthúsabyggð- anna fyrir sunnan. Sem dæmi má nefna að um 4.000 reiðmenn fara um Mosfellsheiði á ári. Af slíkri umferð verður slysahætta. Með þeirri áætlun, sem unnin hefur verið um reiðvegi í framtíðinni, má ætla að á næstu árum verði lagning reiðvega engu síður en akvega og viðhald þeirra talsvert atvinnuskapandi. Fjörleg útgáfustarfsemi. Það kemur kannski ókunnugum á óvart hve mikil útgáfustarfsemi er í gangi hjá hestamönnum. Tvö rit ei-u gefin út, Eiðfaxi í um 4.000 eintökum og Hesturinn okkar um 3.000. Landssambandinu ber að sjá tii þess að gefið sé út slíkt rit um hesta og hestamennsku og leigir það útgáfu- réttinn á Hestinum okkar til Skjald- borgar en Hjalti Jón Sveinsson er ritstjóri. Ritstjóri Eiðfaxa er Erlingur A. Jónsson. Það bar til tíðinda í sum- ar á landsmótinu að Eiðfaxi var gef- inn út á ensku og þýsku líka og munu vera hugmyndir um að halda áfram á þeirri braut vegna erlendra unnenda íslenska hestsins. Þetta eru hvort tveggja mjög vegleg rit. Fleiri rit koma út reglulega og má þar nefna að ársrit Búnaðarfélags ís- lands um hrossarækt, Hrossaræktin, hefur verið gefið út frá 1986 og sér Kristinn Hugason, ráðunautur, um útgáfuna nú, en þar er stefnt að víð- tækari útgáfu. Erlendis eru gefin út 17 tímarit, sem fjalla eingöngu um íslenska gæð- inginn, í líkingu við þessi tvö. Eru þau eðlilega á ýmsum tungumálum, enda koma þau út í Kanada, Þýsk- landi, Hollandi, Belgíu, Skotlandi, Sviss, Austurríki, Svíþjóð, Finnlandi, Noregi, Danmörku, Frakklandi og Bandaríkjunum. Er þetta ekki svo lít- il kynning á íslenska hestinum og heimkynnum hans. Mikil gróska er í útgáfu bóka; fræðslubókum svo sem ættbókum, kennslubókum um hesta og reið- mennsku og fleira, að ógleymdum hestabókunum öllum og myndabók- unum á almenna markaðinum sem íjörleg útgáfa er á fyrir hver jól. Einnig er töluverð útgáfa af þessu efni á myndböndum. Ekki treysti ég mér til að segja um hve mörg störf í landinu tengjast eða eru beinlínis í hestamennsku. í árslok 1993 skrifar Kristinn Huga- son, hrossaræktarráðunautur, að telja megi líklegt að hrossaræktin skapi á einn eða annan hátt u.þ.b. 300 til 500 ársverk í landinu. Af ofangreindu held ég að sé óhætt að fullyrða að sú tala er alltof lág. Annar maður kunnugur hesta- mennskunni kvaðst telja að ekki væru færri en 1.000 manns í landinu sem hefðu af þessu allt að heils árs tekjur. Eg hefi ekkert í höndunum til að vefengja það, en ansi þykir mér það lág tala og rökin geta les- endur séð i ofangreindri úttekt. • ÓDÝRAR FRYSTIKt STUR, K Æ L I - OG FRYSTISKÁPAR* VESTFROST A FRABÆRU VERÐI gf. $tO Frystikistur í mörgum stœrðum • Yflr 25 ára reynsla á íslandi. • Niðurfall í botni fyrir afþíðingu • Óryggisrofar v/hitabreytinga og bama • Sparnaðarstilling - djúpfrystirofi • Ljós í loki • Danfoss kerfi Dönsk gœðavara - 3ja ára ábyrgð Úrval kœli- og frystiskápa • Orkusparandi - • Tvœr pressur í sambyggðum skápum • Hœgri eða vinstri opnun • Djúpfrystirofi - öryggisrofi • Danfoss kerfi oariÍŒi • FAXAFEN 12 • SlMI 38000 • •ÓÝRAR FRYSTIKISTUR, K Æ L I - OG FRYSTISKÁPAR* HVER HELDUR ÞÉR UPPI eftir aðþú hœttir að vinna? FRJALSI LÍFEYRISSJÓÐUMNN -tilaSnjóta Itfsins ■KANPIA • LAUOAVm 170 • slMI B1 B7 OO I^Skandia tyimu bömin þín halda þér uppi eða sýnir þú þá fyrirhyggju að greiða í lífeyrissjóð? Frjálsi lífeyrissjóður- inn erhugsaðurfyrirþá sem ekki eru skyldaðir til að greiða í hefðbundiui lífeyris- sjóði og þá sem gera kröfu um hœrri lífeyri en fœst úr tryggingakerfinu og almennum lífeyrissjóðum. Sjóðurinn er þín eign, þú rœður iðgjaldinu og þú rœður hvernig greiðslum úrsjóðnum er báttað. Hafðu samband við okkur hjá Skandia ogfáðu sendan bœkling og forrit sem reiknar út þínar lífeyris- greiðslur. Haltu vel á þínum lífeyrismálum og njóttu lífsins með Frjálsa lífeyrissjóðnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.