Morgunblaðið - 02.10.1994, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
MANNLIFSSTRAUMAR
Siðgæði þjóðar
Auiabárði er alltaf mál
orð að leggja í belginn,
eftir Eltnu Pálmadóttur
vegna óhóflegs
bruðls með al-
mannafé í París og
lúxus leiguíbúðar
heima á kostnað
sagði Öm Am-
arson í seinni parti
alkunnrar vísu. Og svo fer nú n'kisins. En henni var ekki varp-
þrátt fyrir að út í ysta myrkur, enda þessa
dagana verið að skipa hana í
virðingarsæti Dana hjá Evrópur-
fyrir Gámhöfundi.
góð áform um að halda þessu
50 sm plássi í tölvunni utan við
alsherjarkórinn. Eftir lestur
fimm heilsíðna andsvara ráð-
herra við röð ásakana - án þess
getur vitanlega enginn tekið
afstöðu - er þetta óvera. Þegar
deilt er á framkvæmd mála á
valdastóli virðist raunar fjar-
stæða að leggja öðm megin á
vogarskálina óbrúklegar ávirð-
ingar í starfi og hinu megin allt
það góða sem sá hinn sami kann
að hafa gert. Þá stefnu sýnist
hin almenna um-
ræða vera að
taka í þjóðarsál-
um og á sjón-
varpsskermum.
„Hann stóð sig
vel í Hafnarfirði,"
era svörin. Spyij-
endur krefjast
ekki svars um
hvort sá hinn
sami sé sáttur við
þennan eða hinn
tiltekna verknað-
inn. Eins og verið
sé að mæla al-
mennt manngildi
persónunnar, en
ekki tala um
ákveðinn verknað
valdamanns.
Ekki aðeins það heldur líka að
blanda fjölskyldu hans í mat á
embættisverkum hans. Við
gamlir Lappar í blaðamennsku
könnumst við slíkt sem kemur
upp þegar menn hafa lent í ein-
hverju, jafnvel sönnuðu með
dómi, og kemur ásökun um að
með því að flytja tíðindin sé
verið að leggjast á konu hans
og böm. Auðvitað er sárt þegar
slíkt gerist, en hver var það sem
skaðaði fjölskylduna? Ekki er
verið að tala um þetta mál eitt,
bara benda á að ekki lýsir það
neinni samúð, á hvorn veginn
sem er, að draga fjölskylduna
inn í slíkar umræður um mál-
efni, hver sem það gerir.
Umræðan virðist líka vera að
taka aðra stefnu og dálítið ís-
lenska, ekki satt? Menn segja:
Nú er nóg komið, nú skulum við
bara hætta þessu. Gleyma því.
Þetta er orðið leiðinlegt! Vilja
skilja við málið í lausu lofti. Þá
þarf enginn að taka afstöðu til
siðferðilegs viðhorfs, hvorki til
né frá. Ætli ekki sé misskilning-
ur að það sé best fyrir þann sem
situr uppi með alvarlegan áburð?
Flestar nágrannaþjóðir gera
kröfur til þeirra sem veitt er
vald. Einmitt nú berast fréttir
um að franski iðnaðarráðherr-
ann Gérard Longuet sé undir
vaxandi þrýstingi að segja af sér
eftir að dómari mælti með því
að hann gerði það fyrir að borga
of lítið fyrir vinnu við byggingu
sumarhúss, 2,5 millj. franka í
stað 4,2^ en vinur hans átti fyrir-
tækið. I sjónvarpsviðtali sagði
franski menntamálaráðherrann
að ekki væri nóg fyrir stjóm-
málamenn að vera heiðarlegir.
„Þeir verða einnig að vera hafn-
ir yfir allan gran og gefa gott
fordæmi. Við verðum að krefjast
hins mesta af þeim.“ Þetta er í
anda Sesars, sem sagan segir
að hafi skilið við konu sína þeg-
ar framhjáhald var borið á hana
að ósekju með orðunum: „Um
konu Sesars má ekkert illt frétt-
ast.“ I Danmörku þurfti sem
kunnugt er Ritt Bjerregard að
segja af sér ráðherraembætti
áðinu.
Þessu áhrifafólki í valdastöð-
um er bara settur sá siðferðis-
rammi, sem þjóð þeirra vill hafa,
en þeir víki fari þeir út fyrir
hann. Málefnið er of siðlaust og
líðst ekki. Kannski er það lýs-
andi að í íslenskum lögum koma
skyldur ekki nema á einum stað
fýrir á undan réttindum, annars
er alltaf „réttindi og skyldur".
Er það kannski hugsun þessarar
þjóðar að réttindin til að fá að
sitja í valdastöðu komi á undan
skyldunum? Málið snýst í raun-
inni héðan af um hvar vilja
menn, hver einstaklingur, að
liggi mörk íslensks siðgæðis.
Það er athyglivert að skoða
hvar þjóðir setja mörkin. Eitt
er það sem engin þjóð virðist
sætta sig við að láta valdsmenn
komast upp með og það er að
ljúga að þjóðinni þegar að þeim
þrengir. Má þar minna á Nixon
í Watergate-málinu og Poul
Schluter forsætisráðherra Dana,
sem varð að fara frá af því að
hann sagði vitandi eða óafvit-
andi ósatt í Tamflamálinu.
Fjölmiðlar eiga því auðvitað
að láta einstaklingana svara
hvort þetta eða hitt tiltekna til-
feili sé að þeirra persónulega
dómi nægilega siðlegt eða ekki.
Blöðin hafa fengið sinn skammt
af ásökunum. Auðvitað þurfa
þau líka siðferðisramma - m.a.
í aðhaldi um óhóflega fyrir-
greiðslu- og vinapólitík.
Hvað snertir fyrirgreiðslupóli-
tík stjórnmálamanna, þá hefi ég
fengið því meiri skömm á henni
sem ég sá hana í meiri nær-
mynd. í fjarlægð gerir fólk sér
ekki grein fyrir því að með því
að hygla gróflega vinum og
vandamönnum ryðja þeir oftar
en ekki úr vegi öðrum sem eiga
meiri rétt eða era meira þurf-
andi. Sá sem vinurinn gerir stóra
greiðann veit það og fjölskylda
hans. Er ósjaldan látinn vita um
það og minntur á það á kosn-
ingadag. En hinn sem kannski
fárveikur hefur ekki komist á
spítala, fékk ekki rýmið á elli-
heimilinu eða lánið og missti
húsið sitt hefur ekki hugmynd
um hver ruddi honum úr vegi.
Auk þess hygla menn mest með
annarra fé.
Félagsmálaráðherra kveðst
ætla að siðvæða þjóðina eftir
sínum línum. Úr því sem komið
er verður hver og einn að gera
upp við sig hvort þetta er hans
draumasiðferði. Þar liggja sið-
ferðislínur þjóðarinnar.
SIÐFRÆÐI/i/vaba hugsunarflokka má skipa mönnum í?
Sjálfstæð hugsun
ÞÓTT EINHVER vissi alla leyndar-
dóma og ætti alla þekkingu og þótt
hann hefði takmarkalausar upplýs-
ingar en hefði ekki sjálfstæða hugs-
un, væri hann engu bættari. Hann
væri sem hvellandi bjalla. Þótt hann
læsi allar bækur og hlustaði á ótal
kenningar en gæti ekki krufíð þær
til mergjar, væri hann ekki neitt
nema hljómandi málmur. Því bækur
líða undir lok og kenningar okkar
eru í molum.
Það má lesa, hlusta og tileinka
sér en mannleg skynsemi er
lítils sem einskis virði ef hún er ekki
notuð á skapandi hátt. Það má inn-
prenta kenningar og svör við spurn-
ingum. Það má
segja lygi svo oft
að hún virðist
sannleikur. Það má
trúa’ á kennivald og
treysta á svör sem
borin eru fram á
silfurfati en það er
lítilvægt ef engin
treystir sjálfum
sér. Það er sjaldan skortur á þeim
sem þykjast hafa rétt fyrir sér.
Það er eðli þeirra að hafa hátt
og miðla niðurstöðum sínum. Þeir
reyna að tala eins og þeir sem
valdið hafa. Þeir vilja eignast læri-
sveina og afla kenningum sínum
fylgis. Þeir verða boðberar betri
tíma og sannara mannlífs. Þeir
segja: Treystið mér! Þeir eru stolt-
ir og jafnvel trúverðugir. Þeir
óttast ekkert nema eitt: Sjálfstæða
og gagnrýna hugsun sem afhjúpar
vafasamar einfaldanir þeirra.
Mönnum má skipta í tvo hugsun-
arhópa. Þá sem drekka í sig upplýs-
ingar og svör og treysta því að rétt
sé með farið. Þeir uppgötva ekki
neitt sjálfir. Hugurinn mótast með
tímanum og eignast kennivald eða
kenningu sem verður yfirvald hans.
Slíkir menn vísa sífellt í texta, bæk-
ur eða menn máli sínu til staðfesting-
ar. Þeir haga sér eins og sjálfstæð
hugsun sé ekki til og verða þijóskir
og fordómafullir gagnvart því sem
eftir Gunnor
Hersvein
fellur ekki inn í tilbúið kerfið.
Þeir sem hinum hópnum tilheyra
efast. Þeir hugsa upp á eigin spýtur
og viðurkenna mörk mannlegrar
visku. Enginn, hversu mikilsverður
sem hann virðist vera, getur öðlast
vald yfir hugsunum þeirra. Þeir
treysta ekki öðrum. Þeir láta ekki
troða í sig
kenningum og
svörum. Þeir
spyrja eins og
börn: Hvað er,
hvernig og
hvers vegna?
Sjálfstæð
hugsun felst í
að taka upplýs-
ingum með var-
úð. Hún hefur
efann að vopni.
Maður með
sjálfstæða
hugsun hlustar
á kenningar og
svör en trú hans
er ekki gefin. Hann veit að hann
getur engum treyst nema sjálfum sér
og hann leggur mál sín undir dóm
gagnrýnnar hugsunar. Hann skilur
að þijóska og fordómar lenda í öng-
stræti heimskunnar.
Sjálfstæð hugsun er gagnrýnin.
Hún sundurgreinir og reynir að raða
brotunum saman á nýjan leik. Þekk-
ingarleit hennar líkist erfiðu raðspili.
Það þarf að nota gagnrýna hugsun
til að púsla molunum rétt saman.
Maður sjáifstæðrar hugsunar þröng-
var ekki brotum saman með þijósku
og fordómum. Kenningar eru eins
og aflokið raðspil en gagnrýnin hugs-
un fínnur ávallt búta sem hafa verið
þvingaðir saman af þijósku kenning-
arsmiðsins.
Það má fara tvær leiðir í námi.
Annars vegar að láta troða í sig svör-
um og niðurstöðum annarra, og hins
vegar að spyija spurninganna og
reyna að uppgötva svörin. Hið fyrra
er fljótlegt og ódýrt, enda byggjast
skólakerfí yfírleitt á ítroðslunámi.
Hið síðara er seinvirkt en hefur þann
kost að kenna gagnrýna hugsun og
veita dýpri ánægju. Það kennir fólki
að treysta á sig sjálft. Einhver seg-
ir: Þetta er rétt og þetta er rangt,
þetta er fegurð og þetta ljótleiki,
þetta er vegurinn og þetta villigatan,
gerðu þetta og ekki hitt. En því mið-
ur gæti hann haft rangt við og brot-
hætt „viskan“ molnar í óteljandi ein-
ingar. - Treystu aðeins á sjálfan
þ'g!
Börnum þarf að segja til, en hvað
veitir þeim mesta ánægju í námi lífs-
ins? Að uppgötva hlutina sjálf! Þegar
þau raða saman stykkjum og sjá
myndina birtast á púsluspilinu fer
PIET Mondrian: Samsetning.
um þau ánægjustraumur og þau öðl-
ast trú á eigin getu. Þekkingin sem
þau uppgötva af eigin rammleik
greypist í huga þeirra. Sömu þekk-
ingu mætti reyna að troða í þau en
það þarf að segja hana oft til að hún
gleymist ekki. Fátt er betra vega-
nesti í lífinu en að læra að púsla
saman svörum við spurningum, og
finna villur í svörum sem eiga að
vera rétt.
Það stendur ekki á svörum ann-
arra, en er spurningin rétt? Margir
spana áfram af þijósku og fordóm-
um. Það hvín í skónum en hlustið:
Þeir bruna á vegg. Margir treysta á
kenningar annarra en í raun eru þær
aðeins molar til að vega og meta,
hafna eða nota til bráðabirgða. Ekk-
ert er sjálfgefíð, allt þarf að bijóta
tii mergjar. Það verður að spyija um
rök og hefja umræðu, óháða hags-
munum einstaklinga. Sjálfstæð
hugsun leitar að almennum mæli-
kvarða á mannleg breytni, en ekki
valdi til að hygla - eða slá ein-
staka menn vandarhöggi.
Speki: Sannleikurinn er raðspil
óteljandi búta.
ÞJÓÐLÍFS1*ANKAR///‘lt/í)t/ hvatir liggja ab baki
bréfasendingum?
svona
Hamingjubréf- eða þannig
TIL MÍN hringdi ung stúlka á dögun-
um og sagði í kvörtunartóni: Ég var
að fá hamingjubréf. Jæja, svaraði
ég, ertu ekki ánægð með það? Nei,
aldeilis ekki, svaraði hún, bréfíð
breytist í óhamingjubréf ef ég Ijós-
rita það ekki og sendi það til tuttugu
aðila innan 96 tíma. Ég hef engan
tíma til að standa í þessu og á ekki
einu sinni pening til þess að borga
ljósritunarkostnað og frímerki á öll
þessi bréf, bara frímerkin kosta
ábyggilega 800 krónur og ég er
staurblönk.
Hvers kónar óhamingja vofír yfir
þér ef þú sendir ekki bréfín,
spurði ég.
Hin fjölbreytilegasta, svaraði.
stúlkan. Ég missi kannski vinnuna,
fæ ekki happ-
drættisvinning og
tapa jafnvel pen-
ingum.
Ég veit ekki til
að þú sért í vinnu,
þú varst að segja
að þú værir staur-
blönk og fæstir af
þeim sem ég þekki
n
eftir Guðrúnu
Guðlaugsdóttur
hafa fengið happdrættisvinning þótt
þeir hafi aldrei slitið hamingjukeðju-
bréf, sagði ég henni til huggunar.
Hugsanlega gæti ég Iíka fótbrotn-
að eða maðurinn farið frá mér, bætti
stúlkan við hnuggin.
Uss, fótbrotið myndi gróa og það
er til fullt af karlmönnum, sagði ég
til að reyna að vera fyndin.
í alvöru, hvað á ég að gera? sagði
stúlkan óþolinmóð.
Ég myndi slíta keðjuna umsvifa-
laust, svaraði ég í hjartans einlægni.
Og taka áhættuna á að verða fyr-
ir hræðilegri óhamingju? spurði hún
og það var þungur alvörutónn i rödd-
inni.
Ég sé ekki betur en fólk verði
fyrir alls konar óhamingju þótt það
hafi aldrei slitið keðjur. Ef að víst
væri að þú slyppir við alla óham-
ingju í lífinu ef þú sendir bréfín áfram
myndi ég umsvifalaust lána þér fyrir
frímerkjum, ég hef hins vegar ekki
neina trú á að slík yrði raunin, svo
ég legg til að þú hendir bréfinu og
hugsir ekki meira um þetta.
Mér finnst ljótt að senda fólki svona
bréf, sagði stúlkan eftir stutta þögn.
Hugsaðu þér alla þá sem hafa stunið
yfír því. Bréfið er búið að fara tíu
sinnum í kringum jörðina, meira að
segja Christian Dior fékk svona bréf,
hann svaraði því og fékk stóran happ-
drættisvinning, það stendur í bréfínu.
Annar stórlax gleymdi víst að svara
því og missti umsvifalaust vinnuna,
þá mundi hann eftir bréfínu og sendi
það áfram og fékk nokkrum dögum
seinna aðra og betri vinnu, þetta er
nú óneitanlega dálítið skrítið.
Það er öldungis ósannað að atvik-
in hefðu ekki farið á sama veg þótt
bréfið hefði ekki komið til, svaraði
ég. Hvað sagði ekki Snorri goði á
Þingvöllum þegar menn gerðu því
skóna að hraungos hefði orðið vegna
fyrirhugaðrar kristnitöku. Eitthvað á
þessa leið: Hveiju reiddust goðin þá
er hraunið rann sem nú stöndum vér
á. ,
Ókey, ég ætla að hugsa málið,
sagði stúlkan. Það var annars eitt
hlægilegt við þetta leiðinda bréf, það
stendur í því að það sé skrifað í tölvu.
Líklega er það skrifað þegar tölvurn-
ar voru að koma til sögunnar, núna
fínnst manni ekki svo merkilegt að
bréf sé skrifað í tölvu að það taki því
að geta sérstaklega um það, bætti
hún við og kvaddi mig hálfhlægjandi.
Ég lagði símtólið á og var ekki
hlátur í huga. Ég velti fyrir mér
hvaða undarlegu hvatir rækju menn
til þess að senda frá sér svona bréf.
Líklega dulin löngun til þess að að
hafa áhrif á líf annars fólks. Slíkt
ýtir undir sjálfsálitið og gefur þægi-
lega valdatilfinningu. Þetta er ekkert
nýtt. Það er langt síðan mönnum var
ljós áhrifamáttur illspáa. Óprúttið
fólk hefur lengi notfært sér ótta
manna við hamingjumissi og heilsu-
tjón. Áður voru það völur og töfra-
menn sem báðu mönnum óbæna ef
þeir vildu ekki gera það sem fyrir
þá var lagt, nú nota menn tölvur og
póstþjónustu í þágu þeirra vafasömu
tilhneiginga sem þarna liggja að
baki. Við þessu er aðeins eitt svar,
að kæra sig kollóttan um alla hjátrú.
Keðjubréf eru forsendingar sem rétt-
ast er að hrinda af höndum sér og
hugsa svo ekki meira um.