Morgunblaðið - 04.10.1994, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 04.10.1994, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1994 53 ÍÞRÓTTIR UIMGLIIMGA Tvöfalt hjá Ólöfu Maríu á Nesinu ÓLÖF María Jónsdóttir úr Golfklúbbn- um Keili sigraði bæði með og án for- gjafar í síðasta unglingamót sumars- ins, Opna SPRON-mótinu sem haldið var hjá Golfklúbbi Ness fyrir skömmu. Leiknar voru átján holur og verðlaun veitt fyrir efstu sæti í tveimur aldurs- flokkum drengja og stúlknaflokki með og án forgjafar. Yngri f lokkur drengja Án forgjafar: Kári Emilsson, GKJ.............85 Kristinn Ámason, GR............86 Sindri Bjamason, GR............87 Með forgjöf: Guðmundur Ásgeirsson, GG.......67 Adam Örn Jóhannsson, NK........67 GuðmundurBjamason, GG..........69 Eldri flokkur drengja Án forgjafar: Friðbjöm Oddsson, GK...........75 Jens Sigurðsson, GR............77 Jóhann Hjartarson, GK..........80 Með forgjöf: Jóhann Hjartarson, GK..........69 Jens Kr. Guðmundsson, GL.......69 Friðbjöm Oddsson, GK...........70 Stúlknaflokkur Án forgjafar: Ólöf María Jónsdóttir, GK......74 Ásthildur Jóhannsdóttir, GR....94 María Guðrún Nolan, GR........112 Með forgjöf: Ólöf M. Jónsdóttir, GK.........74 Ásthildur Jóhannsdóttir, GR....81 María Guðrún Nolan, GR.........84 65 lið í lokamótinu Sextíu og flmm lið unnu sér réttinn til að leika á körfuknattleiksmótinu þrir gegn þremur sem haldið var í Laugardalshöll í byrjun síðasta mánaðar og greinilegt að ungir körfuknattleiksmenn eru ekki aðgerðarlausir yfir sumartímann þrátt fyrir að ekki sé keppt á Islandsmotinu. HANDKNATTLEIKUR Kunna glettilega mikið fyrir sér þrátt fyrir ungan aldur * - segir Heimir Ríkharðsson, skólastjóri Handknattleiksskóla HSI Handboltaskóli Frá æfingu Handknattleíks- skóla HSÍ sem haldinn var á Þorlákshöfn fyrir skemmstu. Plltarnir sem þarna voru sam- an komnir eru fæddir 1980. „Ég held að framtíðin sé björt í íslenskum handknattleik sem sést best á þessum hóp. Marg- ir drengjanna kunna glettilega mikið fyrir sér þrátt fyrir ungan aldur,“ sagði Heimir Ríkharðs- son, þjálfari Handknattleiks- skóla HSÍ sem haldin var í fyrsta sinn í Þorlákshöfn fyrir skömmu. Segja má að með þessum skóla sé Handknattleikssambandið að fylgja fordæmi KSÍ sem gengist hefur fyrir knattspyrnuskóla árlega á Laugarvatni. Félögin tilnefndu 46 leikmenn til forvalsæfmga en af þeim voru valdir 28 sem komu saman í æfingabúðir. Handknattleikur var efst á baugi alla helgina hjá piltunum sem allir leika í fjórða flokki og eru þar á yngra ári. Landsliðsþjálfararnir Þorbergur Aðalsteinsson og Einar Þorvarðarson héldu fyrirlestra um undirbúning A-liðsins fyrir HM og stjórnuðu æfingum. Þá kom Gunnar Kjartansson, formaður dómara- nefndar HSI í heimsókn og fræddi leikmenn um ýmis leyndarmál dóm- gæslunnar. Piltamir komu frá ell- efu félagsliðum en þeir voru eftir- taldir: Sigursteinn Amdal og Kjartan Freyr Jónsson frá FH, Haukur Sigur- vinsson, Valdimar Þórsson og Róbert Gunnarsson úr Fylki, Gísli Kristjáns- son og Ari Fenger úr Gróttu, Jóhann- es S. Jóhannesson úr Haukum, Ingi- mundur Ingimundarson, Bjami Fritz- 240 á lokamóli í„götu- bolta" Mikill áhugi íyrir þrír á þrjá-keppni Körfu- knattleikssam- bandsins LOKAKEPPNI körfuknattleiks- mótsins þrír á þrjá var haidið í Laugardalshöll laugardaginn 3. september. Körfuknattleiks- sambandið stóð fyrir mótum víðs vegar um landið í sumar og 65 lið unnu sér rétt til þátt- töku á lokamótinu og keppend- ur voru um 240 talsins. Alls var keppt í sjö flokkum. Liðið „Santa Barbara fat bo- ys,“ eða þybbnu strákarnir frá Santa Barbara sigruðu í flokki tólf ára og yngri. Liðið skipuðu þeir Andri Ottósson, Helgi Magnússon, Jón Arnór Stefánsson og Magnús Guðberg. Drengimir koma frá Reykjavík. Gústi Vatnsberi frá Grindavík het sigurliðið í sama aldursflokki í kvennaflokki og var það skipað þeim Rósu Dögg Símonardóttur, Bára Hlín Vignisdóttur og Heklu Maidísi Sigurðardóttur. Unity úr Reykjavík sigraði í flokki 13-14 ára stráka. Liðið skip- uðu þeir Ingi Vilhjálmsson, Jónas Haraldsson, Magnús Lárasson og Gísli Jóhann Eysteinsson. Jumpar- arnir úr Stykkishólmi sigruðu í sama aldursflokki í stúlknaflokki. Liðið var skigað Hildi Sigurðardótt- ur, Kristínu Ólafsdóttur, Birtu Ant- onsdóttur og Örnu Sædal Andrés- dóttur. í flokki 15 - 16 ára pilta sigraði G-Múrinn frá Grindavík en að baki því nafni standa þeir Páll Axel Vil- bergsson, Tómas Guðmundsson og Rafn Amarson. í flokki 15-16 ára stúlkna sigraði Slökkviliðið frá Keflavík, skipað þeim Erlu Reynis- dóttur, Júlíu Jörgensen og Kristínu Þórarinsdóttur. Sópararnir frá Patreksfirði sigr- uðu í flokki sautján ára og eldri en lið þeirra var skipað þeim Brynjari Þór Þorsteinssyni, Svan Þór Jónas- syni og Siguijóni Vigfúsi Eiríkssyni. son, Ragnar Helgason og Hermann Þór Grétarsson frá ÍR, Ólafur Gunn- arsson, Boði Gautason og Valgeir Páll Gunnarsson Stjömunni, Níels Ein- ar Reynisson UMFA, Bjarki Sigurðs- son og Hannes Jónsson úr Val, Ingólf- ur S. Kristjánsson úr Víkingi, Símon Halldórsson, ísleifur Sigurðsson, Jón Helgi Gíslason og Jóhann Halldórsson frá Þór Vestmannaeyjum og Auðunn Jóhannsson frá Þór Þorlákshöfn. Pilt- arnir eru fæddir 1980. Fyrir áramót stendur til að kalla saman efnilega leikmenn á Norður- og Austurlandi og búist er við að leik- menn verði síðan kallaður á æfingar eftir áramót. Það eru ekki eingöngu fjórtán ára piltamir sem eru undir smásjánni. Landsliðið skipað leikmönnum sextán ára og yngri verður kallað saman á næstu dögum til æfmga. Evrópumótið í götukörfubolta: íslensku piltamir í 7. sæti íslendingar höf nuðu í sjöunda sæti á Evrópumeistaramótinu í götubolta sem haldið var iBerlín helgina 18. - 20. þessa manað- ar. T uttugu þjóðir sendu lið til leiks og lék hvert þeirra atta leiki. Bergur Emilsson, Baldvin Johnsen og Helgi Guðfínnsson skipuðu ís- lenska liðið en þeir sigruðu í Adidas - Streetball keppninm sem haldið var 4. júní. Liðið tapaði aðeins tveimur leikjum, gegn Þýskalandi og Spáni en þau lið léku til úrslita á mótinu. Þjóðverjar sigruðu í úrslita- leiknum og eru því Evrópumeistarar í þessari íþróttagrein. Forgjöf unglinga í golfi: Fjórir í meistaraflokki FJÓRIR piltar í unglingaflokki geta státað af meistara- flokksforgjöf í golfi eftir sum- arið. Birgir Leifur Hafþórsson úr Golfklúbbnum Leyni er sem fyrr efstur unglinganna og hann er næst forgjafar- lægstur í karlaflokki með + 1.5 í reiknaðri forgjöf og að- eins Sigurjón Arnarsson úr GR er með lægri forgjöf. Tvær stúlkur eru inn á listanum í meistaraflokki kvenna skv. lista sem gefin var út af GSI þann 20. september. Birgir Leifur hefur lækkað forgjöf sína um tvö högg frá áramótum og það sama hefur unglingameistarinn Þorkell Snorri Sigurðsson gert en hann er með 1.3 í reiknaðri forgjöf. Öm Ævar Hjartarson úr Golfklúbbi Suður- nesja er þriðji unglingurinn á list- anum með 1.9 í reiknaðri forgjöf Birgir Leifur Hafþórsson. og Helgi Dan Steinsson úr Leyni sá fjórði með 2.4 en hann lækk- aði forgjöfina um þijú högg í sum- ar. Meistaraflokksforgjöf miðast við fjögur högg og kylfmgar þurfa því að ná 4.4 í reiknaðri forgjöf til að komast í meistaraflokk. Fjórir aðrir unglingar eru nálægt Þorkell Snorri Sigurðsson. því en þeir era Guðmundur Ósk arsson úr GR, Friðbjörn Oddsson úr Keili og Akureyringamir Birg- ir Haraldsson og Ómar Halldórs- son. Ólöf María Jónsdóttir úr Keili er með 4.8 í reiknaðri forgjöf eða fimm í leikinni forgjöf og Rut Þorsteinsdóttir með forgjöfina tíu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.