Morgunblaðið - 04.10.1994, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
FULLTRUAR á fundi Héraðsnefndar Arnessýslu ásamt ritara.
Héraðsnefnd Arnessýslu
Sigríður Jensdótt-
ir kosin oddviti
Selfossi - Héraðsnefnd Árnessýslu
hélt sinn fyrsta fund á þessu kjör-
tímabili föstudaginn 23. september.
Fundurinn var haldinn í Aratungu.
Á fundinum var Sigríður Jensdóttir
forseti bæjarstjómar á Selfossi kjör-
in oddviti til næstu fj'ögurra ára, en
hún er ein þriggja kvenna sem sæti
eiga í nefndinni. Gísli Einarsson
oddviti Biskupstungnahrepps var
kjörinn varaoddviti héraðsnefndar
og auk þeirra tveggja var Knútur
Bmun, Hveragerði, kosinn í héraðs-
ráð.
Sjúkrahús Suðurlands
verði stækkað
Meðal samþykkta sem gerðar
vom á fundinum var hvatning til
heilbrigðisráðherra um að hefja
strax undirbúning að stækkun
Sjúkrahúss Suðurlands. Sveitar-
stjórnir, sem lýst hafá vilja til þess
að standa sameiginlega að bama-
vemdarmálum, vom hvött til að láta
verða af því. Lýst var yfir stuðningj
við fulltrúa Sunnlendinga í nefnd
sem vinnur að skipulagi hálendisins.
Athugasemd við skipulag
Héraðsnefndin samþykkti á fund-
inum athugasemd við fyrirhugað
skipulag sem unnið hefur verið fyr-
ir Álviðmstofnun. ítrekað var fyrra
álit nefndarinnar um mögulega
malartekju í landi Alviðm, en skipu-
lagið gerir ekki ráð fyrir því. Al-
viðra er sameign héraðsnefndar
Ámessýslu og Landverndar.
Nýjar reglur hjá Heilsugæslustöð Egilsstaða
Starfsfólk reykir
ekki í vinnutíma
Egilsstöðum - Starfsfólk
Sjúkrahúss og heilsugæslu-
stöðvar Egilsstaða hélt hátíð-
lega upp á að ákvörðun var
tekin um það að framvegis
verður vinnustaður þeirra inn-
anhúss sem og utanhúss reyk-
laus.
Að vísu hefur starfsfólk
ekki reykt inni í nokkur ár,
eða frá því að viðbygging
sjúkrahússins var tekin í notk-
un en þeir fáu sem reykja
hafa hingað til brugðið sér út
til að svala þörfinni fyrir reyk-
ingar. Núna verður ekkert
reykt í vinnutíma, hvorki úti
né inni, en þessi ákvörðun var
tekin fyrir nokkrum árum og
hefur starfsfólkið sjálft unnið
að þessu markmiði.
Nota tækifærið og
hætta að reykja
Að sögn Stefáns Þórarins-
sonar héraðslæknis og Þuríð-
ar Backman fræðslufulltrúa
Krabbameinsfélags Fljótsdals-
héraðs er almenn ánægja
starfsfólks með þessa ákvörð-
un. Sumir nota tækifærið og
hætta að reykja og fá aðstoð
við það. Þuríður segir allar
heilbrigðisstofnanir á Austur-
landi hafa einhveijar tak-
markanir á reykingum en hún
viti ekki um neina stofnun þar
sem ekkert er reykt í vinnu-
tímanum.
ÞURÍÐUR Backman, fræðslu-
fulltrúi Krabbameinsfélags
Fljótsdalshéraðs.
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
STARFSFÓLK fær sér
rjómatertu í tilefni dagsins.
Reykingar skólabarna á
Austurlandi minnka
Stefán segir að könnun sem
gerð var sl. vor um reykingar
meðal skólabarna sýni að
reykingar skólabarna á Aust-
urlandi hafi dregist verulega
saman, þannig að staðan hefur
breyst mikið. Fyrir nokkrum
árum var gerð sambærileg
könnun og þá kom í ljós að
reykingar meðal skólabarna á
Austurlandi voru töluverðar
og mun meiri en víða annars
staðar á Iandinu.
%
slaðgreiðsluafsláttur,
einnig af póstkröfum
greiddum innan 7 daga.
im\ÚTILÍFIifSm
Morgunblaðið/Anna Ingðlfsdóttir
Ný verslun opnuð
á Egilsstöðum
Egilsstöðum.
Sentrum er nafn á nýrri verslun
sem opnuð hefur verið á Egilsstöð-
um. Áð sögn eigenda verslunar-
innar, systranna Þuríðar og Mar-
grétar Halldórsdætra, sem eru á
myndinni ásamt Önnu Hannes-
dóttur afgreiðslukonu, er ætlun
þeirra að bjóða Héraðsbúum upp
á aukið úrval tískufatnaðar á börn
og fullorðna. Lagt verður upp úr
því að geta boðið nýjustu tísku
hveiju sinni og að auki á viðráðan-
legu verði. Búðin er í Miðvangi
2-4.
Þrjár systur opna kaffi-
hús í Hveragerði
Hveragerði - Systumar Angelía,
Dórothea og Nada Róbertsdætur
hafa nýverið opnað kaffihús í Hvera-
gerði. Staðurinn, sem hlotið hefur
nafnið Kaffi-Hver, er staðsettur við
Austurmörk í hjarta bæjarins.
Á boðstólum verða léttir réttir og
kaffiveitingar. Kaffi-Hver hefur vín-
veitingaleyfí og um helgar verður
opið til kl. 3 að nóttu en virka daga
er opið frá kl. 10-22. Aðspurðar
sögðust systurnar kappkosta að veita
góða þjónustu og leitast við að skapa
góða stemmningu á kaffihúsinu.
Sjáðu hlutina
í víbara
samhengi!
blabib
- kjarni málsins!
Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir
SYSTURNAR Nada, Angelía og Dóróthea ásamt eig’inmanni
Dórótheu, Gísla Jónssyni, tilbúnar að taka á móti gestum á
Kaffi-Hver.
Dýrbítur leikur fé illa
Ólafsvík - Mjög skæður dýrbítur
hefur undanfarin tvö ár haft sig í
frammi í fjalllendinu vestur af
Ólafsvíkurenni. Bítur vargur þessi
bæði lömb og fullorðið fé og er féð
hryllilega útleikið, nagað á snoppu
og endaþarmi og hefur þó sumt af
því fundist á lífi.
í síðustu viku beit vargurinn ríg-
vænt lamb með þessum hætti í börð-
unum ofan við Vaðstakksheiði en þar
bítur hann helst. Er nú vitað um
allt að 20 fjár sem bitist hafa undan-
farin tvö ár.
Mikið hefur verið leitað að greni
þessa dýrs en árangurslaust til þessa
þrátt fyrir góða grenjavinnslu á
svæðinu. Mönnum fallast hendur
þegar þeir finna skepnur sínar svona
kvaldar hvað sem öllu tjóni líður.
Verður nú leitað sérstaklega til veiði-
stjóra með beiðni um hjálp við að
ráða niðurlögum þessa blóðþyrsta
refs.