Morgunblaðið - 04.10.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.10.1994, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Sig. Jóns. FULLTRUAR á fundi Héraðsnefndar Arnessýslu ásamt ritara. Héraðsnefnd Arnessýslu Sigríður Jensdótt- ir kosin oddviti Selfossi - Héraðsnefnd Árnessýslu hélt sinn fyrsta fund á þessu kjör- tímabili föstudaginn 23. september. Fundurinn var haldinn í Aratungu. Á fundinum var Sigríður Jensdóttir forseti bæjarstjómar á Selfossi kjör- in oddviti til næstu fj'ögurra ára, en hún er ein þriggja kvenna sem sæti eiga í nefndinni. Gísli Einarsson oddviti Biskupstungnahrepps var kjörinn varaoddviti héraðsnefndar og auk þeirra tveggja var Knútur Bmun, Hveragerði, kosinn í héraðs- ráð. Sjúkrahús Suðurlands verði stækkað Meðal samþykkta sem gerðar vom á fundinum var hvatning til heilbrigðisráðherra um að hefja strax undirbúning að stækkun Sjúkrahúss Suðurlands. Sveitar- stjórnir, sem lýst hafá vilja til þess að standa sameiginlega að bama- vemdarmálum, vom hvött til að láta verða af því. Lýst var yfir stuðningj við fulltrúa Sunnlendinga í nefnd sem vinnur að skipulagi hálendisins. Athugasemd við skipulag Héraðsnefndin samþykkti á fund- inum athugasemd við fyrirhugað skipulag sem unnið hefur verið fyr- ir Álviðmstofnun. ítrekað var fyrra álit nefndarinnar um mögulega malartekju í landi Alviðm, en skipu- lagið gerir ekki ráð fyrir því. Al- viðra er sameign héraðsnefndar Ámessýslu og Landverndar. Nýjar reglur hjá Heilsugæslustöð Egilsstaða Starfsfólk reykir ekki í vinnutíma Egilsstöðum - Starfsfólk Sjúkrahúss og heilsugæslu- stöðvar Egilsstaða hélt hátíð- lega upp á að ákvörðun var tekin um það að framvegis verður vinnustaður þeirra inn- anhúss sem og utanhúss reyk- laus. Að vísu hefur starfsfólk ekki reykt inni í nokkur ár, eða frá því að viðbygging sjúkrahússins var tekin í notk- un en þeir fáu sem reykja hafa hingað til brugðið sér út til að svala þörfinni fyrir reyk- ingar. Núna verður ekkert reykt í vinnutíma, hvorki úti né inni, en þessi ákvörðun var tekin fyrir nokkrum árum og hefur starfsfólkið sjálft unnið að þessu markmiði. Nota tækifærið og hætta að reykja Að sögn Stefáns Þórarins- sonar héraðslæknis og Þuríð- ar Backman fræðslufulltrúa Krabbameinsfélags Fljótsdals- héraðs er almenn ánægja starfsfólks með þessa ákvörð- un. Sumir nota tækifærið og hætta að reykja og fá aðstoð við það. Þuríður segir allar heilbrigðisstofnanir á Austur- landi hafa einhveijar tak- markanir á reykingum en hún viti ekki um neina stofnun þar sem ekkert er reykt í vinnu- tímanum. ÞURÍÐUR Backman, fræðslu- fulltrúi Krabbameinsfélags Fljótsdalshéraðs. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir STARFSFÓLK fær sér rjómatertu í tilefni dagsins. Reykingar skólabarna á Austurlandi minnka Stefán segir að könnun sem gerð var sl. vor um reykingar meðal skólabarna sýni að reykingar skólabarna á Aust- urlandi hafi dregist verulega saman, þannig að staðan hefur breyst mikið. Fyrir nokkrum árum var gerð sambærileg könnun og þá kom í ljós að reykingar meðal skólabarna á Austurlandi voru töluverðar og mun meiri en víða annars staðar á Iandinu. % slaðgreiðsluafsláttur, einnig af póstkröfum greiddum innan 7 daga. im\ÚTILÍFIifSm Morgunblaðið/Anna Ingðlfsdóttir Ný verslun opnuð á Egilsstöðum Egilsstöðum. Sentrum er nafn á nýrri verslun sem opnuð hefur verið á Egilsstöð- um. Áð sögn eigenda verslunar- innar, systranna Þuríðar og Mar- grétar Halldórsdætra, sem eru á myndinni ásamt Önnu Hannes- dóttur afgreiðslukonu, er ætlun þeirra að bjóða Héraðsbúum upp á aukið úrval tískufatnaðar á börn og fullorðna. Lagt verður upp úr því að geta boðið nýjustu tísku hveiju sinni og að auki á viðráðan- legu verði. Búðin er í Miðvangi 2-4. Þrjár systur opna kaffi- hús í Hveragerði Hveragerði - Systumar Angelía, Dórothea og Nada Róbertsdætur hafa nýverið opnað kaffihús í Hvera- gerði. Staðurinn, sem hlotið hefur nafnið Kaffi-Hver, er staðsettur við Austurmörk í hjarta bæjarins. Á boðstólum verða léttir réttir og kaffiveitingar. Kaffi-Hver hefur vín- veitingaleyfí og um helgar verður opið til kl. 3 að nóttu en virka daga er opið frá kl. 10-22. Aðspurðar sögðust systurnar kappkosta að veita góða þjónustu og leitast við að skapa góða stemmningu á kaffihúsinu. Sjáðu hlutina í víbara samhengi! blabib - kjarni málsins! Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir SYSTURNAR Nada, Angelía og Dóróthea ásamt eig’inmanni Dórótheu, Gísla Jónssyni, tilbúnar að taka á móti gestum á Kaffi-Hver. Dýrbítur leikur fé illa Ólafsvík - Mjög skæður dýrbítur hefur undanfarin tvö ár haft sig í frammi í fjalllendinu vestur af Ólafsvíkurenni. Bítur vargur þessi bæði lömb og fullorðið fé og er féð hryllilega útleikið, nagað á snoppu og endaþarmi og hefur þó sumt af því fundist á lífi. í síðustu viku beit vargurinn ríg- vænt lamb með þessum hætti í börð- unum ofan við Vaðstakksheiði en þar bítur hann helst. Er nú vitað um allt að 20 fjár sem bitist hafa undan- farin tvö ár. Mikið hefur verið leitað að greni þessa dýrs en árangurslaust til þessa þrátt fyrir góða grenjavinnslu á svæðinu. Mönnum fallast hendur þegar þeir finna skepnur sínar svona kvaldar hvað sem öllu tjóni líður. Verður nú leitað sérstaklega til veiði- stjóra með beiðni um hjálp við að ráða niðurlögum þessa blóðþyrsta refs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.