Morgunblaðið - 28.10.1994, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 28.10.1994, Qupperneq 22
22 C FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ EITT af þeim húsum, sem eru til athugunar í verkefninu “íbúð á efri hæð“, er gamla Hamarshúsið að Tryggvagötu 8. Mfldar vonir bundnar vi<> tflraunaverkefhlð ..Íbíið á el'ri lueð" sswss ÞESSI mynd er frá Bretlandi. Þarna hefur kirkjulofti verið breytt í íbúðir. FALLEG verzlunarbygging í Bretlandi, þar sem efri hæðunum hefur verið breytt í íbúðir. ÍBÚÐ á efri hæð er nýtt hugtak á fasteignamarkaðnum hér á landi, •en á sér nokkra sögu erlendis. í því felst, að auðu eða illa nýttu húsnæði á efri hæðum húsa og þá sérstaklega á hæðum fyrir ofan verzlanir eða önnur fyrirtæki í mið- borgum er breytt í íbúðir. íbúðirnar eru einkum ætlaðar einstaklingum og barnlausum pörum t. d. náms- fólki. Þessi hugmynd er upprunnin í Bretlandi, þar sem henni hef- ur verið gefið heitið Living over the Shop. Ástæðan er sú, að það eru aðallega ónotaðar efri hæðir í verzl- unarhverfum, sem breytt hefur verið í íbúðir með þess- um hætti. í Bretlandi hef- ur hugmyndin hlotið miklar und- irtektir og stjórn- völd þar varið yfir 40 millj. punda (yfír 4 milljörðum ísl. kr.) tii henn- ar og álíka fjárhæð komið frá einkageiranum. Þegar hafa um 2.000 nýjar íbúðir orðið til með þessum hætti og undirbúningur hafínn að nokkur hundruð íbúðum til viðbótar. Flest sveitarfélög í landinu og um 300 húsnæðissam- tök eða stofnanir víðs vegar um landið tengjast verkefninu. Hug- ..pynd þessi hefur líka verið tekin upp annars staðar í Evrópu og í Bandaríkjunum. í Stokkhólmi hef- ur m. a. skóla og vörugeymslu ver- ið breytt í íbúðir með þessum hætti og hugmyndir eru uppi um að breyta bílastæðahúsi í miðborginni í íbúðir. Reynslan af þessum íbúðum þyk- ir yfirleitt góð og því má telja víst, að með þessu sé hafín þróun, sem eigi eftir að segja til sín víða um lönd, þar á meðal hér á landi, enda sömu forsendur fyrir hendi hér sem annars staðar. I apríl sl. samþykkti borgarráð Reykjavíkur að ráðist í tilrauna- verkefni af þessu tagi á vegum borgarinnar og veitti til þess 9,9 millj. kr., en Húsnæðisstofnun ríkisins styrkti það með 2 millj. kr. framlagi. Valin var verkefnisstjórn, en hana skipa þau Ingibjörg Guð- Iaugsdóttir, deildarstjóri á Borgar- skipulagi Reykjavíkur, Magnús Sædal Svavarsson, byggingafull- trúi Reykjavíkurborgar og Pétur Sveinbjamarson, framkvæmda- stjóri Þróunarfélags Reykjavíkur. Verkefnisstjórnin kynnti svo borg- arráði undirbúningstillögur sínar í síðustu viku. Góð þátttaka Kynning á verkefninu hófst sl. vor og þá auglýst eftir umsóknum frá húseigendum í miðborg Reykja- víkur um þáttöku í því. Undirtekir voru góðar og bárust 24 umsóknir alls. Þátttakan Var bundin við starf- svæði Þróunarfélags Reykjavíkur og ástæðan sú, að þar eru hús í borginni hvað elzt og talsvert af húsnæði, sem er orðið óhijálegt. Slíkt húsnæði hefur skaðleg áhrif á yfírbragð miðborgarinnar og alla mannvist þar og dregur úr verzlun og viðskiptum. Húsnæði í góðu ástandi gefur umhverfínu að sjálf- sögðu jákvæðan svip og því hlýtur átak af þessu tagi að verða til þess að efla mannlíf og viðskiptalíf í miðborg Reykjavíkur. Könnun, sem gerð var á vegum Borgarskipulags sumarið 1993 á notkun húsnæðis í miðborginni, leiddi einmitt í ljós, að mikið er um autt og illa nýtt húsnæði þar. Þessi könnun var ein af ástæðunum fyrir því, að ráðizt var í tilraunarverk- efnið. Sá stuðningur, sem umsækjend- um stóð til boða, var í fyrsta lagi aðstoð við tillögugerð að breytingu á viðkomandi húsnæði en ennfrem- ur kostnaðarmat, fjárhagsstuðn- ingur að upphæð 250.000- 350.000 kr., ráðgjöf frá verkfræðingi, fyár- málaráðgjöf frá Sparisjóði Reykja- víkur og nágrennis og síðast en ekki sízt framkvæmdalán frá SPRON til 10-15 ára að uppfylltum skilyrðum um veð. Þau Alena F. Anderlova arkitekt og Vífill Oddsson verkfræðingur voru ráðin sérstaklega til þess að vinna að verkefninu. Húsnæðið var síðan flokkað með tilliti til staðsetn- ingar, stærðar og ásigkomulags. Nokkrum umsóknum var synjað, þar sem þær þóttu ekki geta kom- ið til álita. Alena F. Anderlova gerði að því loknu tillöguuppdrátt að áformuðum breytingum á hús- næðinu í íbúðir en Vífill Oddsson gerði kostnaðaráætlun. Nú liggja fyrir tillögur að breyt- ingijm á byggingum í þessu skyni við Bankastræti, Barónsstíg, Hverfisgötu, Laugaveg og Tryggvagötu, þar s_em gert er ráð fyrir tíu íbúðum. Ástand þessara húsa var mjög mismunandi og end- urbyggingarverð þeirra áætlað allt frá 9.000 kr. á fermetra og upp í 68.000 kr. á fermetra. Meðal end- urbyggingarkostnaður er áætlaður 35.000 kr. á fermetra. Líta ber á áætlanir þessar sem frumkostnað- armat, þar sem nákvæma áætlun er ekki hægt að gera, fyrr en end- anleg hönnun á húsnæðinu hefur farið fram. Með þessu er fyrsta áfanga þessa tilraunaverkefnis lokið. Nú er röðin komin að húseigendunum að ákveða, hvort þeir vilja ráðast í þær framkvæmdir á húsnæði sínu, sem búið er að undirbúa með til- löguuppdráttum og kostnaðaráætl- un. Það þarf að útfæra teikningarn- ar, eins og kallað er á fagmáli og leggja þær síðan fyrir byggingar- nefnd til samþykktar og loks að framkvæma breytingarnar. Gera má ráð fyrir, að þær framkvæmdir hefjist bráðlega og að þeim ljúki að mestu næsta vor, en einhveijar af þessum fyrstu íbúðum á efri hæð kunni þó ekki að verða tilbúnar fyrr en síðar. Húseigendum er síðan fijálst að leigja, selja eða búa sjálf- ir í íbúðunum, eftir að áformuðum breytingum er lokið. Mikil gagnasöfnun eftir Þriðji þáttur verkefnisins og kannski ekki sá þýðingarminnsti felst í mikilli gagnasöfnun erlendis frá. Þar sem hér er um tilrauna- verkefni að ræða, þykir nauðsyn- legt, að mjög vel verði að því stað- ið og upplýsingum safnað annars staðar að, sem byggja má á í fram- tíðinni. Sums staðar erlendis og þó einkum í Bretlandi er þegar komin töluverð reynsla á, hvernig staðið skuli að verkefnum af þessu tagi og sjálfsagt þykir að nýta sér það, sem þar hefur gefízt vel en forðast það, sem miður hefur reynzt. I Bretlandi eru nú þáttaskil, hvað þetta verkefni snertir. Þar hefur ríkisvaldið haft forystu um allan undirbúning að verkefninu og stjórnað því. Frá og með næstu áramótum er það síðan á valdi hinna emstöku sveitarfélaga í land- inu að hagnýta sér þá reynslu, sem fengizt hefur. Úrvinnsla þessara gagna mun væntanlega standa yfir í vetur og á grundvelli hennar og þá ekki síð- ur á grundvelli þess árangurs, sem fæst af fyrstu íbúðunum, hyggst verkefnisstjórnin byggja tillögu- gerð sína um, hvernig staðið skuli að verkefnum af þessu tagi í fram- tíðinni. Áætlað er, að tilraunaverk- efninu ljúki næsta vor og verkefnis- stjórnin skili þá skýrslu til borgar- ráðs um framkvæmd þess og geri jafnframt grein fyrir tillögum sín- um um, hvernig bezt verði staðið að sams konar verkefnum í fram- tíðinni. Að því leyti er þetta tilrauna- verkefni all sérstætt. í flestum til- vikum hefði verið byijað á því að semja skýrslu með tillögum um, hvernig að verkefninu skuli staðið. Hér er þessu snúið við og tilraunin gerð fyrst en tillögur um, hverhig staðið skuli að framtíðarverkefnum byggðar á niðurstöðum hennar. Vandamálin við að innrétta íbúð- ir í gömlu húsnæði, sem haft var til annarra nota áður, eru margvís- leg og tengjast ekki hvað sízt þeim reglum, sem snerta skipulag og byggingarmál. Víða erlendis hefur t. d. verið talið rétt að falla frá ítrustu kröfum um leiksvæði barna og fjölda bílastæða og jafnvel talið rétt að draga úr eða breyta ýmsum kröfum, sem yfirleitt eru gerðar til íbúðarhúsnæðis, þó að ekki sé dreg- ið úr öryggiskröfum. Fjármögnun við þessar íbúðir skiptir auðvitað höfuðmáli, eigi þær að eiga sér einhveija möguleika í framtíðinni. í flestum tilfellum er um húsnæði að ræða í eigu fyrir- tækja. Það er hins vegar grundvall- arhugtak í húsnæðislöggjöf okkar íslendinga bæði fyrr og nú, að húsnæðislán eru aðeins veitt til ein- staklinga. Fyrirtæki geta því ekki fengið fyrirgreiðslu í húsbréfakerf- inu. Þetta fyrirkomulag kann því að reynast mikill þrándur í götu fyrir því, að hugmyndin um íbúðir á efri hæð verði að veruleika nema í þeim undantekningartilfellum, þar sem um er að ræða húsnæði í eigu einstaklinga. Forráðamenn fyrirtækja, sem eiga húsnæði á annarri og þriðju hæð og vilja kannski breyta því í íbúðarhúsnæði, vilja ógjarnan af- sala sér umráðaréttinum yfir þessu húsnæði með því að selja það. En þeir myndu vilja leigja íbúðirnar. Sú er reynslan erlendis og verður það sennilega einnig hér. Miðað við núverandi aðstæður á þetta hús- eftii Wagnús Sigurósson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.