Morgunblaðið - 30.12.1994, Side 4

Morgunblaðið - 30.12.1994, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samningur undirritaður um opinberan stuðning við nýsköpun í iðnaði Ríkið kaupir frumgerðir heilarita og hjartarita Morgunblaðið/Þorkell SIGHVATUR Björgvinsson, heil- brigðis-, viðskipta- og iðnaðar- ráðherra, og Helgi Kristbjarnar- son takast í hendur eftir að hafa undirritað samning um kaup rík- isins á fjórum hjartaritum Flögu hf. Á innfelldu myndinni sjást tveir hjartaritanna, en þeir eru einir fyrstu sinnar tegundar í heiminum. HJARTARITI og heilariti eru tvö þeirra íslensku nýsköpunarverkefna sem heilbrigðis- og iðnaðarráðu- neytið hafa ákveðið að styrkja þró- un á með kaupum á frumgerðum þessara tækja til notkunar og frek- ari þróunar á íslenskum sjúkrahús- um. Sighvatur Björgvinsson, heil- brigðis-, viðskipta- og iðnaðarráð- herra undirritaði í gær samkomulag milli ráðuneytanna tveggja og Rannsóknarráðs íslands um kaup þessara tveggja frumgerða. Er samningurinn nýjung í stuðningi hins opinbera við nýsköpun í iðnaði. Við undirritunina fékk fyrirtækið Flaga hf. tvær milljónir króna fyrir fjóra hjartarita sem fyrirtækið hef- ur verið að þróa undanfarið. Fyrr í haust fékk fyrirtækið Taugagrein- ing hf. fjórar milljónir fyrir frum- gerð af heilarita sem það hyggst þróa áfram. Ráðuneytin kaupa frumgerðir Samningurinn segir til um að Rannsóknarráð íslands veiti styrki úr Tæknisjóði til að fullgera frum- gerðir þróunarverkefnanna. Ráðu- neytin kaupa síðan starfhæfa frum- gerð sem afhent er völdum notend- um. Þá hefst samvinna á milli þró- anda og notanda sem felst í því að sá fyrmefndi sér um að halda frum- gerðinni við og endurbæta hana í samráði við notanda. Vilhjálmur Lúðvíksson, fram- kvæmdastjóri Rannsóknarráðs, segir að ávinningur samningsins sé MIKILL áhugi virðist vera á að lesa Morgunblaðið á Internet, en tilraunasendingar hafa staðið yfir undanfama daga. Blaðið hefur ver- ið skoðað í u.þ.b. 100 þölvum á hverjum degi, en notendur em mun fleiri. Notendur em staðsettir víða um heiminn. Flestir eru búsettir í Ameríku, en einnig í Frakklandi, Svíþjóð, Kanada, Danmörku og víð- ar. „Það em um 100 vélar á dag sem koma inn til að skoða þrátt fyrir að formlega séð séum við ekki búnir að opna fyrir Moggann á Intemeti. Frétt um að hægt yrði að lesa Morgunblaðið á Internet birtist á aðfangadag. Við kíktum á þetta á jólanótt og þá vom fjórir notendur að skoða blaðið. Menn virðast því vera fljótir að taka við sér,“ sagði Haukur Garðarsson, framkvæmdastjóri Strengs hf., en Strengur sér um að koma lesefni BROTIST var inn í þrjú fyrirtæki í Borgarnesi í fyrrinótt og reynt að brjótast inn í tvö önnur. Stolið var skiptimynt og í einu fyrirtækinu var stolið tölvu og bókhaldsgögnum. Skemmdir urðu aðallega á dyra- og gluggabúnaði. Vegna tíðra innbrota í Borgar- nesi og nágrenni undanfarna mán- uði eru þeir sem em á ferli á nótt- unni famir að skrifa hjá sér númer tvíþættur fyrir fyrirtæki af þessu tagi. Samvinna myndist á milli þró- enda og notenda og einnig geti fyr- irtækin síðan sýnt fram á sölu þeg- Morgunblaðsins á Internet. Haukur sagði að viðbrögðin væm mun meiri en hann hefði átt von á, ekki síst í ljósi þess að form- leg sending á Internet hæfist ekki fyrr en um áramót. Það væri því mörgum enn ókunnugt að hægt væri að lesa Morgunblaðið á Inter- net. „Við höfum fengið margar fyrir- spurnir erlendis frá. T.d. Iíta ýmis fyrirtæki, sem em með útibú er- lendis, þetta mjög jákvæðum aug- um og hafa sýnt áhuga á að tengj- ast þessu. Verðlagningin fælir heldur ekki frá. Hún er eins og áskrift að venjulegu blaði.“ Aðgangur að Morgunblaðinu á Internet verður ókeypis fram til 1. febrúar nk. Mánaðaráskrift mun kosta 1.500 krónur. Nægilegt er að rita slóðina: http://www.strengur.is til þess nálgast blaðið á Intemetinu. þeirra ökutækja sem þeir sjá og þykja gmnsamleg. Að sögn lögregl- unnar í Borgarnesi var upplýsingum um gmnsamlegar mannaferðir í bænum aðfaranótt miðvikudagsins komið til lögreglunnar og í fram- haldi af því var haft samband við Rannsóknarlögreglu ríkisins sem vinnur að rannsókn málsins þar sem tilgreind bifreið reyndist þekkt syðra. ar selja á tækin erlendis. Hjartariti Flögu hf. er smár í sniðum, rúmlega lófastór, og bygg- ist á stafrænni tækni. Er hægt að HÚS Menntaskólans í Reykjavík verður flóðlýst með sama hætti og stjórnarráðshúsið. Flóðlýsing- in er framlag Rafmagnsveitu Reylqavíkur A 50 ára afmæli lýð- veldisins. Kveikt verður á flóð- „SVEFNGANGA er ófullkomin uppvöknun,“ segir Helgi Krist- bjamarson læknir, en þriggja ára drengur á Selfossi gekk um einn kílómetra á jólanótt, heim til vinar síns, líklega hluta göngunnar í svefni. Engin lækning Helgi segir að þegar menn gangi í svefni þá sé vitundin sofandi en einhverra hiuta vegna virki vöðv- amir. Venjulega þegar fólk sofi, sé það hins vegar lamað. Ekki er vitað hvað veldur því að fólk gengur í svefni, segir hann. „Ég er búinn setja hann beint á bijóst sjúklings- ins til að kanna til dæmis hvort viðkomandi hafi fengið hjartaáfall. Er undirstaða hjartaritans fjölhæf- ur mælikjami sem fyrirtækið hefur þróað, en þetta er fyrsta mælitækið af sinni tegund sem byggist alger- lega á stafrænni úndnnslu. Verða fjórir hjartaritar nú afhentir Land- spítalanum og Borgarspítalanum til notkunar. Kjarninn nýtist til ýmissa mælinga I framtíðinni hyggst fyrirtækið nota þennán mælikjarna sem grunn í fleiri mælitæki, því kjarnann er hægt að nota til ýmissa annarra mælinga en á hjartslætti, til dæmis á hita eða jafnvel sem lygamæli. Heilaritinn sem Taugagreining hf. hefur þróað byggist einnig á stafrænni upplýsingaöflun, en hún gerir allar mælingar nákvæmari og auðveldari í meðförum. Verður frumgerð heilaritans tekin í notkun á taugadeild Landspítalans á næst- unni. Hingað til hefur engin íslensk stofnun verið með búnað frá fyrir- tækinu, ef undan er skilið svefn- kerfi notað á geðdeild Landspítal- ans. Hins vegar hefur búnaður frá Taugagreiningu hf. verið seldur til um 35 stofnana í Evrópu. Heilaritinn gerir sérfræðingum kleift að að safna upplýsingum um lífeðlisfræðilega þætti í starfsemi heilans og taugakerfisins. Er hægt að nota þessar upplýsingarnar til dæmis til að greina flogaveiki. lýsingunni við hátíðlega athöfn í dag, 30. desember klukkan 16:45, þar sem borgarsfjórinn í Reykja- vík flytur ávarp, rektor MR þakkar og Lúðrasveit Reykjavík- ur leikur. að leita mikið að lækningu í erlend- um læknatímaritum, en án árang- urs.“ Hann segir ólíklegt að fólk meiði sig alvarlega þegar það gangi í svefni, enda gangi það með hálf- eða alopin augu. Þó komi það fyrir að fólk slasist. „Flestir sem gera þetta á annað borð, ganga oft í svefni," segir hann. En fæstir muna þó að þeir hafí gengið í svefni. „Fólk er yfir- leitt algerlega ómeðvitað um það þegar það vaknar." Helgi segir ekki ráðlegt að vekja fólk sem er í svefn- göngu, því fylgi mikil óþægindi. Óboðnir gestir rændu tösku KONU, sem býr á Nesvegi, brá illilega í brún í fyrrakvöld þegar tveir menn knúðu dyra á heimili hennar og gengu óboðnir inn þegar hún opnaði fyrir þeim. Tvímenningarnir sögðust eiga óuppgerðar sakir við húseiganda og nefndu hann með nafni. Konan sagði þeim, svo sem rétt var, að viðkom- andi væri fluttur úr húsinu fyrir allnokkru og gaf þeim síma mannsins á nýja staðn- um. Þeir reyndu að hringja í hann en án árangurs. Við svo búið fóru þeir. Þegar mennirnir voru farn- ir uppgötvaði konan að þeir höfðu haft á brott með sér myndavél, rakvél og 700 krónur í peningum. Skömmu síðar stöðvaði lög- reglan bifreið í Bergstaða- stræti, sem mennirnir höfðu sést aka frá Nesvegi í. Öku- maðurinn reyndist réttinda- laus en hann sagðist hafa ekið mönnunum, sem höfðu verið að verki á Nesvegi, í hús við Lindargötu. Þeir voru handteknir nokkrum mínút- um síðar. í húsinu fundust efni, sem talin eru vera fíkniefni, og áhöld til neyslu fíkniefna. Mennirnir voru færðir í fangageymslu. Þeir hafa báð- ir komið við sögu lögreglu áður. Stefán Baldursson Þjóðleikhúsið Stefán Baldursson endurráðinn STEFÁN Baldursson þjóð- leikhússtjóri hefur verið ráð- inn til leikhússins til fjögurra ára frá 1. september á næsta ári. Heimilt er að endurráða þjóðleikhússtjóra einu sinni, mæli þjóðleikhúsráð- með ráðningunni. Ráðið mælti ein- róma með endurráðningu Stefáns og hefur hún verið staðfest af menntamálaráð- herra. Stefán sagði að sér hefði líkað ákaflega vel að starfa I Þjóðleikhúsinu. „Starfíð er viðamikið og oft erilsamt. En það er líka mjög skemmti- legt,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið og tók fram að hann liti svo á að hann hefði lagt ákveðinn grunn að starfi sínu í leikhúsinu á fyrra tíma- bilinu. Hann hlakkaði til að halda áfram því starfi. Fólk víða um heim les Morgun- blaðið á Interneti MR flóðlýstur Borgnesingar á varðbergi Borgarnesi. Morgunblaðið. Ekki vitað hvað veldur svefngöngu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.