Morgunblaðið - 30.12.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.12.1994, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Morgunblaðið/Þorkell Á MYNDINNI sést Ásgeir J. Guðmundsson, forstjóri Á. Guð- mundssonar (t.v.) taka við viðurkenningarskjali um góðan að- búnað frá Haildóri Jónassyni, formanni aðbúnaðamefndar Tré- smiðafélags Reykjavíkur. Á. Guðmundsson fær við- urkenningu fyrir aðbúnað Islandsflug ætlar að halda áfram Siglufjarðarflugi Umsókn um flugleyfi til Akureyrar hafnað TRÉSMIÐAFÉLAG Reykjavíkur hefur veitt fyrirtækinu Á. Guð- mundssyni hf. á Skemmuvegi 4 í Kópavogi viðurkenningu fyrir góðan aðbúnað starfsmanna á vinnustað. Á. Guðmundsson er húsgagnaframleiðandi og sér- hæfir sig í gerð skrifstofuhús- gagna. Hefur fyrirtækið starfað að húsgagnaframleiðslu í nær 40 ár. Þetta er í tíunda sinn sem Trésmiðafélagið veitir þessa við- urkenningu og hafa ýmist bygg- ingaraðilar eða verkstæði hlotið hana, að því er segir í frétt frá félaginu. Aðbúnaðarnefnd fé- FOKKER-flugvélaverksmiðjumar í Hollandi þurfa viðbótarfjármagn upp á nokkur hundruð milljóna gyllina til þess að halda velli að mati sérfræðinga á grundvelli leyni- skýrslu, þar sem gerð er grein fyr- ir neyðarráðstöfunum til að tryggja framtíð fyrirtækisins. Hlutabréf í Fokker lækkuðu um 14% í 10.20 gyllini þegar hollenzka sjónvarpið vitnaði í skýrsluna, þar sen komizt er að þeirri niðurstöðu að loka verði verksmiðju ef fyrir- tækið eigi að halda lífi. „Ástandið er mjög alvarlegt,“ sagði Steef Bergakker, kunnur sér- fræðingur. „Fyrirtækið tapar svo miklu fé að erfitt er að halda því gangandi. Ég geri ráð fyrir að til nýrrar endurfjármögnunar verði að koma.“ lagsins hefur verið að störfum undanfarnar vikur og skoðað ýmis fyrirtæki sem þóttu koma til greina. Fram kemur að þeim fyrir- tælqum hafi fjölgað þar sem að- búnaður sé viðunandi en ætíð séu einhver fyrirtæki sem skari fram úr öðrum hvað þetta snertir. Hjá Á. Guðmundssyni sé rúmgóð og björt matstofa. Sérstakar hirslur séu fyrir hvern starfsmann. Snyrtileg aðkoma að fyrirtækinu og umgengni sé öll til fyrirmynd- ar. Þá sé öll hreinlætisaðstaða í góðu lagi og öryggismálum vel sinnt. Fyrr í mánuðinum lækkuðu hlutabréf í Fokker í 9.50 gyllini, lægsta verð í eitt ár, þegar uppnám varð á fjármálamörkuðum vegna frétta frá fyrirtækinu um að tap þess í ár kunni að jafnast á við 460' milljóna gyllina (263.9 milljóna doll- ara) mettap þess 1993. í fyrra lækkuðu hlutabréf í Fokk- er í 8.10 gyllini, lægsta verð frá upphafí, áður en Deutsche Aero- space, sem er deild í Daimler Benz AG, tók við fyrirtækinu. í skýrslunni segir ráðgjafafyrir- tækið Berenschot að flugvélar Fok- kers séu of dýrar og draga verði verulega úr kostnaði. Loka verði verksmiðju og segja upp 500 starfs- mönnum til viðbótar jafnmörgum, sem þegar hafi verið ákveðið að segja upp. HALLDÓR Blöndal samgönguráð- herra hefur hafnað umsókn íslands- flugs hf. um að fá 15% hlut í flugleið- inni milli Reykjavíkur og Akureyrar. íslandsflug hafði sagt að óvíst væri um áframhaldandi flug félagsins til Siglufjarðar fengist slíkt leyfi ekki, en félagið hyggst þó halda áfram að fljúga þangað þrátt fyrir þessa niðurstöðu, að sögn Ómars Bene- diktssonar, stjórnarformanns ís- landsflugs. Þar kemur til meðal ann- ars bætt aðstaða á Siglufirði og að hlutur íslandsflugs í flugleiðinni Reykjavík-Egilstaðir er aukinn úr 10% í 15%. Ómar sagði að þó að aukningin á Egilstaðafluginu - sem íslandsflug hefur nýtt sér í tengslum við flug til Neskaupstaðar - tengdist ekki Siglufjarðarfluginu beint þá styddi hún það óbeint með því að bæta almenna stöðu fyrirtækisins. „Síðan fyrstu KAUPFÉLAG Rangæinga hefur boðið út samvinnuhlutabréf í B-deild stofnsjóðs að nafnvirði um 30 millj- ónir króna. Útboðið er einungis talið henta hagsmunaðilum og öðrum þeim sem þekkja gaumgæfilega til rekstrar félagsins og hafa hag af áframhaldandi starfsemi þess, eins og segir yfirlýsingu Landsbréfa hf., umsjónaraðila útboðsins, í útboðslýs- ingu. Tilgangur með sölu bréfanna er að afla áhættufjár til starfsemi fé- lagsins ásamt því að styrkja eigin- ijárstöðu og almenna rekstrarhæfni félagsins. í útboðslýsingu segir m.a. að almennir erfiðleikar í iðnaði hér á landi hafi m.a. lýst sér á þann hátt að framleiðsluiðnaður sem örð- inn var verulegur hjá félaginu hafi dregist mjög saman án þess að hægt væri í sama mæli að selja aft- ur þær eignir sem fjárfest var í vegna framleiðslunnar. Það sé von stjórnenda félagsins að styrking eig- infjárstöðunnar með sölu samvinnu- hlutabréfa geti orðið til þess að efla þá þætti starfseminnar sem snúi að verslun, þjónustuiðnaði, flutningum og þjónustu við ferðamenn. Undanfarin ár hefur verslun verið um 80% veltu félagsins en það hefur hafa siglfirsk fyrirtæki hvatt okkur mjög til að halda áfram og ætla þá að beina meiri viðskiptum innan þessarar áætlunarleiðar," sagði Ómar. Líka synjað um Sauðárkrók íslandsflug hafði upphaflega sótt um flugleyfi til Sauðárkróks í tengsl- um við Siglufjarðarflugið, en því var hafnað vegna andstöðu Flugleiða, sem hafa sérleyfi á leiðinni. íslands- flug bað þá um leyfi til að fljúga milli Reykjavíkur og Akureyrar og sagði í umsókn sinni að samgöngu- ráðherra hefði heimild til 'að veita öðrum aðilum en Flugleiðum 15% hlut í flugleiðinni. Hann hefði nú ákveðið að nýta sér ekki þá heimild. Ómar sagði að það sem réttlætti áframhaldandi flug til Siglufjarðar þrátt fyrir þessa niðurstöðu væri meðal annars að búið væri að leggja einnig rekið iðnað og þjónustu. Stærsta verslunardeildin er fóður- og byggingavörudeild á Hvolsvelli sem auk fóðurs og byggingavara verslar með áburð og aðföng til land- búnaðar. Þetta er um 30% af versl- unarveltu félagsins. Rekstrartekjur fyrstu níu mánuði ársins voru alls um 445 milljónir, sem er um 3% samdráttur frá árinu á undan, skv. óendurskoðuðu milliuppgjöri. Það sýnir tæplega 2 milljóna tap á tíma- bilinu og stefnir í áð reksturinn verði nokkru hagstæðari en í fyrra þegar bundið slitlag á flugvöllinn á Siglu- firði. Áður hafi oft ekki verið hægt að lenda þar vegna aurbleytu og þess í stað lent á Sauðárkróki og ekið til Sigluljarðar með tilhéyrandi kostnaði. Þá væri nú flogið eftir hádegi til Siglufjarðar en ekki á morgnana, sem hefði í för með sér bætta nýtingu flugvéla, því morgn- arnir eru mesti annatíminn. Þróun í frjálsræðisátt „Það er alveg ljóst að það stefnir í fijálsræðisátt í fluginu og við horf- um meðal annars til þess,“ sagði Ómar aðspurður um hvort hann væri sáttur við synjun um Akur- eyrarflugið. Gefa á innanlandsflug frjálst árið 1997, að minnsta kosti á flugleiðum með yfir 30.000 farþeg- um á ári. Ómar sagði að ennþá hefði ráðherra ekki gefið félaginu neina ástæðu fyrir ákvörðun sinni. rösklega 10 milljóna tap varð af starfseminni. Eigið fé var bókfært 67 milljónir en skuldir námu alls 291 milljón. I útboðslýsingu er tekið fram að óvarlegt sé að ætla að hægt verði að greiða arð af samvinnuhlutabréf- um félagsins á næstu árum. Vænt- anlegir kaupendur samvinnuhluta- bréfa verði því fremur að lita á kaup- in sem ijárfestingu til lengri tíma og skoða jafnframt þann óbeina hag sem þeir hafi af áframhaldandi þróttmiklu starfi kaupfélagsins. Dollar nær sér á strik London. Reutcr. DOLLARINN átti í erfiðleikum í Evrópu í gær vegna umróts, sem þriðjungs lækkun mexíkóska pes- ósins hefur valdið, en gjaldeyris- sérfræðingar sögðu að þar sem dollarinn væri raunverulega traust- ur mundi hann fljótlega ná sér á strik. í fyrrinótt snarlækkaði dollarinn í New York vegna bollalegginga um að seðlabanki Mexíkó mundi skipta pesóum fyrir bandaríska og kanadíska dollara til þess að stöðva lækkun pesóans. Bandaríska ijármálaráðuneytið sagði síðar að Mexíkó hefði ekki keypt dollara, en þá var skaðinn skeður. Orðrómurinn var til kominn vegna þess að Mexíkó hefur fengið sex milljarða dollara lán frá Banda- ríkjunum og annað lán frá Kanada að upphæð einn milljarður Kanadadala. Flugvélasmíði Fokker-verksmiðjurnar beijast fyrir lífi sínu Amsterdam. Reuter. Kaupfélag Rangæinga býður út 30 milljóna hlutabréf Afkoman íjámwn níu mánuðina N Ú E R RÉTTI TÍMINN TIL A Ð FÁ SÉR GSM FARSÍMA Ókeypis símtöl um helgar! í desember og janúar gefst GSM farsímaeigendum kostur á aö hringja gjaldfrjálst um helgar.* Tilboðið gildir frá 10. desember 1994 til 29. janúar 1995 á tímanum frá kf. 20:00 á föstudagskvöldum til kl. 08:00 á mánudagsmorgnum. PÓSTUR OG SÍMI *Tilboðið á ekki við um símtöl til útlanda eða í Símatorg. Símtöl í GSM farsimakerfið úr venjulegum síma eru gjaldfærð á venjulegan hátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.