Morgunblaðið - 30.12.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994 19
Mannrétt-
indaskrif
stofu lokað
TALSMAÐUR mannréttinda-
samtaka Tyrklands lýsti því
yfir í gær að tyrknesk yfirvöld
hefðu lokað aðalskrifstofu sam-
takanna í suð-austurhlutanum,
þar sem tyrkneskir hermenn
og kúrdískir skæruliðar eigast
við. Er ástæðan sögð rannsóklf
á skýrslu um mannréttindamál
sem skrifstofan birti nýlega.
Texasnæst
fjölmennast
TEXAS er orðið fjölmennara
en New York og þar með næst-
fjölmennasta ríki Bandaríkj-
anna. Texas-búar eru orðnir
18,4 milljónir, 200.000 fleiri en
íbúar New York, samkvæmt
þjóðskránni 1. júlí í ár, ogjjeim
fjölgaði um 356.000. Ibúar
New York eru 18,2 miiljónir,
um það bil jafn margir og í
fyrra. Kalifornía er enn fjöl-
mennasta ríkið, með 31,4 millj-
ónir íbúa.
Máli Clintons
frestað
DÓMARI í
Arkansas úr-
skurðaði í gær
að mál sem
Paula Corbin
Jones hefur
höfðað á
hendur Bill
Clinton
Bandaríkja-
forseta um
kynferðislega
áreitni, verði ekki tekið fyrir
dóm fyrr en Clinton lætur af
embætti. Hins vegar verði ekki
tafir á vitnisburði í málinu.
Ráðherra
svarar
ásökunum
DÓMS- og innanríkisráðherra
Spánar m.un í dag koma fyrir
þingið til að svara ásökunum
um að spænska stjórnin hafi
verið flækt í leynilegt stríð á
hendur Böskum á síðasta ára-
tug. Málið er einnig fyrir dóm-
stólum og hefur ríkisstjórnin
hingað til verið andsnúin því
að spurningum væri svarað á
þinginu.
Samstarfs-
maður
Brandts
fyrir rétt
NÁINN samstarfsmaður Willys
Brandts, fyrrum kanslara
Þýskalands, kemur fyrir dóm í
næsta mánuði en hann er sak-
aður um að hafa njósnað fyrir
Austur-Þjóðveija á tímum
kalda stríðsins. Karl Wienand
var agameistari þingsflokks
Jafnaðarmanna á sjöunda ára-
tugnum.
Fjórðungur
trúir á Guð
AÐEINS einn af hverjum fjór-
um Tékkum trúir á Guð, sam-
kvæmt skoðanakönnun sem
birt var í gær. Þá trúa 12%
til viðbótar á einhvers konar
yfirnáttúruleg öfl og 31% út-
loka ekki að Guð sé til.
ERLEIMT
Afsögn yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar CIA
Linkind í Ames-málinu
varð Woolsey að falli
James Woolsey setti sér í upphafi það mark-
mið að vinna gegn þeirri venju innan banda-
rísku leyniþjónustunnar að vemda gamla en
óhæfa starfsmenn en þessi ósiður varð síðan
sjálfum honum að falli
AFSÖGN James Woolseys,
yfirmanns bandarísku
leyniþjónustunnar CIA,
sem tilkynnt var í fyrra-
kvöld, er fyrst og fremst rakin til
óánægju með þá ákvörðun hans
að refsa ekki embættismönnum
stofnunarinnar vegna Ames-
njósnamálsins.
Þegar Woolsey tók við embætt-
inu fyrir tæpum tveim árum sagði
hann meginmarkmið sitt að breyta
því sem hann kallaði „njósnamenn-
ingu“ CIA. Hann kvaðst vilja gera
stofnunina opnari og binda enda á
bræðralagshugarfarið sem hefur
verndað vanhæfa og óheiðarlega
embættismenn innan stofnunarinn-
ar. Fréttaskýrendur segja það því
kaldhæðnislegt að tregða hans til
að refsa embættismönnum CIA
skuli hafa orðið honum að falli.
Ames var yfirmaður Sovétdeildar
gagnnjósna CIA og lengi hafði ver-
ið vitað að hann ætti við persónuleg
vandamál að stríða, auk þess sem
ríkmannlegur lífsmáti hans var
grunsamlegur. Hann var dæmdur
í lífstíðarfangelsi fyrr á árinu fyrir
að láta Sovétmönnum og Rússum
í té leynilegar upplýsingar í hartnær
níu ár. Fyrir það þáði hann meira
en tvær milljónir dala, jafnvirði
tæpra 140 milljóna króna. Talið er
að upplýsingarnar frá honum hafi
kostað að minnsta kosti tíu njósn-
ara á vegum CIA lífið.
Lét áminningar nægja
Woolsey neitaði að verða við
kröfum frá almenningi og banda-
rískum þingmönnum um að refsa
embættismönnum, sem bæru
ábyrgð á njósnahneykslinu. Hann
veitti hins vegar sjö fyrrverandi og
fjórum núverandi embættismönn-
um CIA skriflega áminningu.
Woolsey lét svo um mælt að það
hefði verið hyggilegt af pólitískum
ástæðum að reka embættismenn-
ina fjóra sem enn starfa fyrir CIA
en kvaðst hafa hafnað þeim mögu-
leika þar sem það hefði ekki verið
sanngjarnt.
Patrick Leahy, fyrrverandi vara-
formaður leyniþjónustunefndar
öldungadeildar Bandaríkjaþings,
sagði í viðtali við útvarpsstöðina
Voice of America að Woolsey hefði
sýnt alltof mikla linkind í Ames-
málinu, miðað við umfang þess.
„Það að veita embættismönnun-
um skriflega áminningu, og ef til
vill að hindra stöðuhækkanir, var
var langt frá því að nægja,“ sagði
Leahy. „Málið hlaut að kalla á alls-
heijaruppstokkun innan margra
deilda stofnunarinnar."
Stansfield Turner, sem var yfir-
maður CIA á valdatíma Jimmy's
Carters, sagði hins vegar í viðtali
við Voice of America að Woolsey
hafi verið í mjög erfiðri stöðu.
„Annars vegar kröfðust þingmenn
og almenningur harðra
refsinga. Hins vegar
hefur lengi ríkt sú hefð
innan CIA að varast
refsingar, embættis-
mennirnir hafa mjög
lengi haft það hugarf-
ar að þeir viti allt best
og njóti forréttinda.
Að mínu mati má
draga þann lærdóm af
afsögn Woolseys að við
verðum að tryggja að
þetta hugarfar breyt-
ist.“
Óvinirnir færri
Woolsey tók við
embættinu þegar
stjórn Clintons var að endurskoða
utanríkisstefnu Bandaríkjanna og
hlutverk leyniþjónustunnar við
mótun hennar. Síðustu áratugi hef-
ur CIA einbeitt sér að baráttunni
gegn kommúnismanum en Turner
segir að eftir endalok kalda stríðs-
ins hljóti leyniþjónustan að hafa
meiri áhuga á að safna upplýsing-
um um ríki sem kunni nú að vera
vinsamleg Bandaríkjunum.
„Þegar beitt er njósnurum er
hætta á að upp komi vandræðaleg
staða ef verið er að njósna um eitt-
hvert ríki sem er að minnsta kosti
sæmilega vinsamlegt,“ sagði Turn-
er. „Núna eru aðeins tvö, þijú eða
fjögur ríki sem eru yfirlýstir óvinir
Bandaríkjanna. Þess vegna beita
menn njósnurum með miklu var-
færnislegri hætti núna til komast
hjá því að verða staðnir að njósnum
um vinaþjóðir."
Woolsey hafði lagt áherslu á
hættuna á að hermdarverkamenn
kæmust yfir kjarna-, sýkla- og
efnavopn.
Woolsey sætti einnig gagnrýni
vegna andstöðu sinnar við að fjár-
framlögin til CIA yrðu
minnkuð, en þau eru
nú um 30 milljarðar
dala á ári, meira en
2.000 milljarðar
króna. Þingmenn
gagnrýndu hann einn-
ig vegna leynilegrar
skrifstofubyggingar í
Virginíu sem kostaði
310 milljónir dala,
21,4 milljarða króna.
Byggingin þykir alltof
stór.
Embættismenn- ■ i
Hvíta húsinu sögðu að
Bill Clinton forseti
hefði ekki óskað eftir
afsögninni en hún
hefði þó ekki komið þeim á óvart.
Heimildarmenn Jteuters-fréttastof-
unnar sögðu að forsetinn hefði í
nokkra mánuði haft hug á að fá
nýjan mann í starfið og svo hefði
farið að lokum að Woolsey hefði
glatað stuðningi í helstu valda-
stofnunum stjórnkerfisins.
Deutch líklegur eftirmaður
Bandarískir þingmenn, jafnt demó-
kratar sem repúblikanar, fögnuðu
ákvörðun Woolseys. Helsti and-
stæðingur hans, Dennis DeConcini,
formaður leyniþjónustunefndar
öldungadeildarinnar, sagði að
Clinton fengi nú tækifæri til að
tilnefna mann sem hefði „raunveru-
legan hug á að breyta starfsemi
CIA“. Að sögn dagblaðsins San
Francisco Chronicle er John Deutch
aðstoðarvarnarmálaráðherra lík-
legastur til að verða fyrir valinu
sem eftirmaður Woolseys. Hann
mun hins vegar hafa sett sem skil-
yrði að fá reglulega fundi með for-
seta Bandaríkjanna en slíkan að-
gang tókst Woolsey ekki að tryggja
sér.
James Woolsey
^
Macintosh Performa 475
er öflug einkatölva, sem
hentar sérlega vel hvort heldur
er fyrir heimili, skóla eða fyrirtæki.
Macintosh Performa 475 er með
15" Apple-litaskjá, stóru hnappa-
borði, mús, 4 Mb vinnsluminni og
250 Mb harðdiski.
[E
jrrfrnf'ymTi
TIL ALLT AÐ 36 MANAOA
VISA RAÐGREIOSLUR
Þá kemur aðeins
ein tölva til greina:
Macintosh Performa 475
Apple-umboðið hf.
Skipholti 21, sími: (91) 62 48 00
Macintosh Performa 475
kostar aðeins 125.263,- kr.
119*000," kr stgr
4 242 -
eöa JL»átá kr.*
á mánuði í 36 mán.
wmmmmm imipii ■ —
* * *
*
- 5i., . ..
i i i
' '■ i l \ M \ \
1 Upphæðin er meðaltalsgreiSsla meS vöxtum, lántökukostnaSi og færslugjaldi.