Morgunblaðið - 30.12.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.12.1994, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ A í < A /v\ 6' i A CETRAUN Fréttatengd áramótagetraun Morgtmblaðsins birtist í blaðinu 31. desember nk. og verður hún þrískipt: barnagetraun, unglingagetraun og fullorðinsgetraun. Veitt verða þrenn verðlaun fyrir hvern flokk. RARJVAGETRALW (ætluð öllum á aldrinum 5-11 ára). 1. Adidas-íþróttavörur að eigin vali frá Sporthúsi Reykjavíkur að andvirði 20.000 kr. 2. Bækur að eigin vali frá Vöku-Helgafelb að andvirði 10.000 kr. 3. Geislaplötur að eigin vab frá Skífunni að andvirði 5.000 kr. Um;LMM'Gj\CÍÍ]rllU\lJl\1 (ætluð öllum á aldrinmn 12-17 ára). 1. Vöruúttekt að eigin vab frá IKEA að andvirði 20.000 kr. 2. Fataúttekt að eigin vab frá verslununum Kókó/Kjabaranum að andvirði 10.000 kr. 3. Geislaplötur að eigin vab frá Skífunni að andvirði 5.000 kr. FIJLLORÐINSGETRAIIN (ætluð öUum 18 ára og eldri). 1. Ævintýrabréf að Hótel Búðum á SnæfeUsnesi fyrir tvo. Innifabð: Gisting í eina nótt, morgunverðarhlaðborð, þríréttaður kvöldverður og hesta- eða bátsferð. 2. Bækur að eigin vab frá Vöku-HelgafeUi að andvirði 10.000 kr. 3. Geislaplötur að eigin vab frá Skífunni að andvirði 5.000 kr. Auk þess fá allir vinningshafar íþróttatösku merkta Morgunblaðinu. Úrlausnir þurfa að berast Morgunblaðinu fyrir kl. 16.00 mánudaginn 16. janúar. fMwgptntMftMft - kjarni málsins! FRÉTTIR: EVRÓPA Evrópuráðherra Austurríkis Vill auka kaup- mátt almennings Vín. Reuter. BRIGITTE Ederer, Evrópuráðherra Austurríkis, segir að kaupmáttur austurrískrar meðalfjölskyldu muni aukast um 6.000 krónur er Austur- ríkismenn gerast aðilar að ESB um áramótin. Hún sagði vega þyngst að mat- væli myndu lækka verulega í verði og að framfærsluvísitala myndi lækka um 0,3% af þeim sökum. Þá myndu vefnaðarvörur og bif- reiðar einnig lækka í verði á næsta ári. Hún varaði hins vegar stórfyrir- tæki við því að ætla að stinga hagn- aðinum í eigin vasa í stað þess að láta neytendur njóta góðs af breytt- um aðstæðum. Þá myndi ríkisvaldið grípa í taumana. „Ég lít á það sem persónulega skyldu mína að tryggja að allir hagnist á ESB-aðild Austur- ríkis,“ segir Ederer. VöldEÞaukin? YFIRHEYRSLUR nefnda Evrópuþingsins yfir nýjum fram- kvæmdastjórnarmönnum munu fara fram á fyrstu dögum nýja ársins. Búizt er við að Evrópuþingmenn noti tækifærið og geri kröfur um að völd þingsins verði aukin á ríkjaráðstefnu Evrópu- sambandsins 1996. Þeir hafa sterkt vopn í höndum, þar sem EÞ getur nú, samkvæmt Maastricht-sáttmálanum, hafnað fram- kvæmdastjórninni í heild. EÞ á að greiða atkvæði um traust á framkvæmdastjórnina 18. janúar og framkvæmdastjórnarmenn taka til starfa 24. janúar. Hér sést þingsalur Evrópuþingsins í Evrópuhöllinni í Strassborg, en þingið fundar einnig í Brussel. Ríkisstyrkir til Iberia átakamál • BÚIZT er við að annar skammtur ríkisstyrkja til spænska ríkisflugfélagsins Iberia verði helzta átakamálið innan Evrópusambandsins á fyrstu vikum nýja ársins. Flug- félagið, sem á í miklum fjár- hagserfiðleikum, hefur skilað upplýsingum um framtíðar- áætlanir sínar til fram- kvæmdastjórnar ESB, í þeirri von að hún samþykki nýjan ríkisstyrk. Neil Kinnock, sem fara mun með samgöngumál í nýju framkvæmdastjórninni, mun standa frammi fyrir vali um að láta undan kröfum Iber- ia eða standa við fyrirheit framkvæmdastjórnarinnar um að auka samkeppni í flugsam- göngum með því að leggja blátt bann við ríkisstyrkjum. • FRAKKAR, sem taka við forsæti í ráðherraráði ESB um áramót, vilja fækka vinnu- tungumálum sambandsins úr ellefu í fjögur eða fimm. Lík- legt er að þetta mæti harðri andstöðu, þar sem Belgar og Hollendingar fari fremstir í flokki, að sögn Wa.Il Street Journal. Tungumálafjöldinn hjá ESB er undirrót mikils þýðingar- og túlkunarkostnað- ar. • KLAUS Kinkel, utanríkis- ráðherra Þýzkalands, hefur sagt í viðtali við þýzkt blað að hann tejji að taka eigi upp meirihlutaákvarðanir um utan- ríkismál í ráðherraráði ESB. Líklegt er að Bretar og fleiri ESB-þjóðir leggist gegn þess- um hugmyndum. • SVIAR hafa, líkt og Finnar, lýst yfir áhuga á áheyrnaraðild að Vestur-Evrópusambandinu, sem á að verða varnarmála- armur ESB. írland og Dan- mörk eru nú áheyrnaraðilar að VES. Noregur, Tyrkland og Island eru hins vegar svokall- aðir aukaaðilar, sem þýðir að ríkin geta tekið þátt í sameig- inlegum hernaðaraðgerðum, en það gera áheyrnaraðilar ekki. Frakkar vilja styðja Afríku BERNARD Debre, ráðherra í ríkis- stjóm Frakklands, segir að Frakkar muni leggja áherslu á að tryggja fjárhagslegan stuðning við Afríku er þeir taka við forystunni í ráð- herraráði ESB um áramótin. Debre segir í viðtali við Le Monde að þó sum Evrópuríki virðist «vilja leggja mesta áherslu á að þróa sam- skiptin við Mið- og Austur-Evrópu og Suður-Ameríku hyggist Frakkar ætla að tryggja að stuðningurinn við Afríku verði áfram ásættanleg- ur. Sagði ráðherrann að á þeim sex mánuðum sem Frakkar yrðu í for- ystu myndi hann leggja áherslu á það í Brussel að Evrópusambandið mætti ekki draga úr stuðningnum við Afríku. Aftur á móti mætti gera stuðn- inginn skilvirkari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.