Morgunblaðið - 30.12.1994, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
MANNBJÖRG ÚR SJÁVARHÁSKA
Litla telpan var
rólegust allra
BENÓNÝ Ásgrímsson, flug-stjóri
þyrlu Landhelgisgæslunnar,
segir að það hafi komið björg-
unarmönnum í opna skjöldu að
sjá að barnið, sem vitað var að
væri um borð í Hendrik B, var
komabarn. Þeir hafi átt von á
að sjá stálpað barn eða ungling.
Hann segir að þeir hafi aldrei
undirbúið sig undir að lenda í
þessari stöðu og að það verði að
skoðast mjög vel í kjölfarið á
þessari björgun. Þótt hún hafi
gengið mjög vel núná sé ekki
hægt að ganga út frá því að
þeir, sem verið sé að sækja, séu
í björgunargöllum en það hafi
skipt miklu máli nú.
Benóný segir að þyrlan hafi
verið í eftirlitsflugi í gærmorgun
við Hrollaugseyjar þegar til-
kynning hafi borist frá stjórn-
stöð gæslunnar um að snúa við
til Vestmannaeyja og vera í við-
bragðsstöðu. Skipveijar væru að
mati skipstjórans komnir í
hættu, leki væri kominn að skip-
inu og rúður í brúnni brotnar.
„Þegar við vorum að taka
eldsneyti í Eyjum fengum við
þau skilaboð að skipstjórinn
væri búinn að lýsa neyðarástandi
og vildi láta hífa skipshöfnina
úr skipinu. Þar sem við vorum
ekki með sigmann og lækni með
okkur í eftirlitsfluginu báðum
við sljórnstöð um að senda þá
til Vestmannaeyja. Fokker-flug-
vél Landhelgisgæslunnar var þá
í eftirlitsflugi en lenti í Reykja-
vík og tók lækninn og sigmann-
inn og kom með þá til Eyja. Það
passaði, þegar við vorum búnir
að fylla eldsneytisgeymana, þá
lenti Fokkerinn og við lögðum
af stað út í skipið sem var þá
statt um 102 mílur suðaustur af
Vestmannaeyjum og veðrið sem
þeir gáfu upp var norðaustan 9
og skyggni um það bil 5 km.
Þegar við komum að skipinu
voru fjórir menn komnir í björg-
unargalla út á þilfar og við skim-
uðum eftir barninu sem átti að
vera um borð ásamt sjö fullorðn-
um. Við áttum von á stálpuðu
barni þannig að okkur brá þegar
við sáum vöggubarn i fanginu á
einum mannanna.
Þegar hér var komið sögu
slökuðum við niður sigmannin-
um okkar og hann undirbjó
skipshöfnina undir hífingarnar.
Við hífðum hvern af öðrum,
fyrst föðurinn með barnið í fang-
inu. Við áttum í talsverðum erf-
iðleikum vegna þess hve mikil
endavelta var á skipinu. Að öðru
leyti fylgdu þessi engin vand-
kæði nema þetta með barnið.
Þegar við vorum búnir að hífa
upp fimm fullorðna og barnið
var orðið lítið pláss í þyrlunni
og aflið farið að minnka. Við
vissum að það voru ekki nema
15 mínútur þar til vamarliðs-
þyrlurnar kæmu og að þeir tveir
síðustu gætu farið um borð í
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
ÁHÖFNIN á TF-SIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem bjargaði
sex af átta skipveijum Hendriks B. Frá vinstri: Benóný Ásgríms-
son flugsljóri, Jakob Ólafsson flugmaður, Hjálmar Jónsson spil-
maður, Þengill Oddsson læknir og Sigurður Gíslason sigmaður.
A
I stöðugn sam-
bandi í átta tíma
SKIPSTJÓRI Hendriks B, Klaas Bru-
ins, hafði samband við Reykjavíkur-
radíó laust fyrir klukkan fjögur í
fyrrinótt og lét vita að skipið hefði
fengið á sig brotsjó og rúða brotnað
í brúnni. Hann bað ekki um aðstoð
en ákveðið var að hafa samband við
hann á klukkustundar fresti.
Klaas Bruins segir að brotsjór
hafi riðið yfir stefni skipsins farið
eftir því öllu, brotið mastur sem
sveigðist aftur og mölvað rúður í
brú. Hann hafi þá ákveðið að snúa
skipinu undan ágjöf en skömmu síð-
ar skall annað brot á skipinu aftan-
verðu og þá brotnuðu rúður í yfír-
byggingu þess og sjór átti greiða
leið inn í vistarverur. Klaas taidi að
lestarlúgur hefðu losnað og að sjór
hefði fossað niður í lestir eða að fest-
ing í dekki hefði losnað þegar mastr-
ið brotnaði og sjór streymt þar inn.
Þó var ekki að sjá slagsíðu á skipinu
þegar áhöfn þess var bjargað.
Skipstjórinn ætlaði að halda skip-
inu á siglingu eftir að fyrsta brotið
reið yfir og reyna að komast til hafn-
ar af eigin rammleik, en mat stöðuna
svo eftir seinna brotið að ekki yrði
við neitt ráðið og bað um aðstoð
klukkan rúmlega eitt í gærdag.
Fokker-flugvél Landhelgisgæsl-
unnar var komin að skipinu laust
fyrir ki. 15 í gær og þyrlan nokkrum
mínútum seinna. Kl. 15.42 komu
þyrlur vamarliðsins að skipinu og
kl. 16.02 var búið að bjarga öllum.
Varðskipi siglt út
Hafsteinn Hafsteinssonar, for-
stjóri Landhelgisgæslunnar, sagði að
strax hefðu verið gerðar ráðstafanir
til að sigla á varðskipi að skipinu til
að kanna ástand þess og hvort mögu-
leikar væru á að bjarga því. Hann
sagði að ef í ljós kæmi að það væri
ekki unnt yrði athugað hvort öðrum
skipum stafaði hætta af því. Reiknað
var með að varðskip yrði komið að
skipinu í birtingu. Aðspurður hvort
einhver verðmæti lægju í björgun
skipsins svaraði Hafsteinn því til að
það væri ekkert inni í myndinni á
þessu stigi málsins.
Morgunblaðið/Sverrir
FIMM skipveija Hendríks B og dóttur tveggja þeirra var bjarg-
að um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Komið var með þau
til Reykjavíkur kl. 17 í gærdag.
SKIPSTJÓRI og vélstjóri skipsins komu til Reykjavíkur með
þyrlum varnarliðsins um kl. 17.30.
þær. Síðan flugum við til Reykja- verið rólegt, sjálfsagt það róleg-
víkur,“ segir Benóný. asta af öllum úr hópnum, þar
Benóný segir að barnið hafi með talinni áhöfn þyrlunnar.
Lestað
2.0001
af fóðri
HENDRIK B er smíðaður árið
1975 og er flutningsgeta hans
2.200 tonn. Skipið byijaði á því
að lesta í Antwerpen í Belgíu en
hélt síðan til Lúbeck í Þýskalandi
og þaðan til Udevalla í Svíþjóð
áður en það hélt áleiðis til íslands.
Það var lestað með um 2.000 tonn-
um af fóðurvörum, aðallega hveiti
og maís.
Leyfi tryggingafélags þarf
til að fara um borð
Sigla, dótturfyrirtæki Sam-
skipa, hafði skipið á leigu í þess-
ari ferð, auk þess sem Samskip
er umboðsaðili þess hérlendis.
Björn Ingi Knútsson hjá Samskip-
um, segir að skipið hafi siglt undir
hollenskum fána og var öll áhöfnin
hollensk.
Skipið var enn á floti þegar
áhöfnin yfirgaf það og var talið á
siglingu fyrir sjálfstýringu á um
tveggja sjómílna hraða á klukku-
stund seint í gærkvöldi. Varðskipið
Týr leitaði þess og var búist við
að það fyndist í nótt, væri það enn
ofan sjávar. Leyfi tryggingafélags
skipsins þarf til að fara um borð
í það.
Björn segir Ijóst að sjóréttur
muni fara fram hérlendis og kveðst
reikna með að ákvörðun um dag-
setningu hans verði tekin í dag eða
næstu daga.
Sigmaður glímdi við sjógang og níu vindstig
„Hef ekki séð
það svartara“
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
FLUTNINGASKIPIÐ Hendrik B. var skilið eftir mannlaust um
100 mílur suður undan Vestmannaeyjum síðdegis í gær eftir
að áhöfn þess hafði verið bjargað um borð í þijár þyrlur.
„ÉG SEIG niður á smápall fyrir
aftan brúna sem gekk tijtölulega
illa vegna þess hversu mörg loftnet
voru strengd þarna á brúnni og
vegna þess að skipið hjó gríðarlega
mikið. Okkur reiknast til að skipið
hafí sveiflast um 25 metra frá
lægsta að hæsta punkti í sjógangin-
um. Aldan var svo mikil að einu
sinni horfði ég upp á skipið. Ég hef
ekki séð það svartara,“ segir Sig-
urður Gíslason, vélvirki og sigmað-
ur hjá Landhelgisgæslunni, sem
seig eftir sex skipveijum hollenska
flutningaskipsins Hendrik B í níu
vindstigum og miklum sjógangi í
gær.
„I annað skiptið lenti ég næstum
því í einu loftnetanna og varð að
sparka mér frá. Við gerðum þijár
tilraunir til að koma mér inn á skip-
ið. Ég hékk í sigvímum og beið
færis. Ég sveiflaðist talsvert til og
frá en vindurinn • var þó stöðugur
og laus við sviptingar sem auðveld-
aði sigið, og auk þess höfðum við
látið síga tengilínu sem áhöfnin
togaði til sín og festi, sem dró úr
sveiflum. Lendingin heppnaðist í
þriðju tilraun og þótt ég hafí komið
svolítið harkalega niður, tókst hún
vel.“
Stakk barninu inn á
föðurinn
Sigurður segir að sjór hafi geng-
ið yfír skipið en ekki náð að skella
á brúnni. Sex skipveijar stóðu aftan
á í björgunargöllum, tilbúnir til
brottfarar og vel haldnir, ásamt
barninu sem er aðeins átta mánaða
gamalt. „Enginn þeirra treysti sér
til að fara með barnið í höndunum
upp í þyrluna og sjálfur hef ég aldrei
bjargað börnum. Ég hikaði andar-
tak áður en ég tók þá ákvörðun að
kalla á föður þess, renndi niður
björgunargallanum hjá honum, setti
barnið inn á hann og renndi síðan
upp. Ég passaði mig á að þrengja
ekki sigbeltið of mikið. Faðirinn var
fyrsti maðurinn sem fór upp, með
barnið innan klæða. Það vildi svo
vel til að hífíngin var sæmilega
róleg því að einmitt þá datt skipið
ekki undan eins og oft gerist," seg-
ir Sigurður.
„Móðirin var dálítið hrædd þegar
við komum og fékk þar að auki
slink á sig þegar hún var hífð. En
annars var áhöfnin róleg, hélt sér
þurri og hlýrri, og virtist vita full-
komlega hvemig ætti að bregðast
við í björgunarstarfinu. Meira að
segja barnið brosti alla leiðina og
því ekki hægt að segja annað en
að björgunin sjálf hafi gengið eins
vel og hægt er að óska sér. Við
ætluðum ekki að taka nema fjóra
um borð, en vegna þess hversu vind-
urinn var stöðugur, hafði þyrlan afl
til að taka tvo til viðbótar. Við skild-
um skipstjóra og stýrimann eftir,
sem var ekki auðveld ákvörðun, en
við vissum að þyrlur varnarliðsins
myndu koma innan fimmtán mín-
útna á svæðið."