Morgunblaðið - 30.12.1994, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994 11
I
I
>
f
i
I
>
í
)
í
)
l
FRÉTTIR
Umsækjendur um embætti
umboðsmanns barna
Skorað á Þórhildi
að segja af sér
TVEIR umsækjendur um embætti umboðsmanns barna skora í
bréfi til birtingar í Morgunblaðinu á Þórhildi Líndal, nýskipaðan
umboðsmann, að segja sig frá embætti þar sem ljóst megi vera
að vegna tengsla hennar við forsætisráðherra og starfsmenn forsæt-
isráðuneytis hafí aðrir umsækjendur ekki notið jafnræðis við emb-
ættisveitinguna. Þórhildi hafði ekki borist bréfið og neitaði að tjá
sig um efni þess þegar leitað var til hennar.
Morgunblaðið/Sverrir
Lions-
menn gefa
leikföng
LIONSKLÚBBURINN Fjörgvn
afhenti Barnaspítala Hringsins
LEGO-leikföng frá Reykjalundi
fyrir jólin. Lionsmenn vonasttil
að börnin geti stytt sér stundir
um jólin sem og aðra daga.
Myndin er tekin við afhendingu
leikfanganna. F.v. Herta W.
Jónsdóttir, Anna María Harðar-
dóttir, Aldís Þorbjarnardóttir
og Lionsmennirnir Ólafur Odds-
son, Gísli Jónsson, Andrés F.
Gíslason og Sighvatur Sigurðs-
son.
Bréfritararnir Páll Tryggvason,
sérfræðingur í barna- og unglinga-
geðlækningum og barnalækning-
um, og Benedikt Sigurðsson, upp-
eldisfræðingur og skólastjóri,
minna á að þeir hafi gert athuga-
semd við veitingu embættisins.
Þeir muni leita allra leiða til að
fá ákvörðun forsætisráðherra
hnekkt og málinu verði vísað til
umboðsmanns Alþingis.
Áskorun
Að lokum er skorað á Þórhildi
Líndal að segja sig frá embætti
þar sem ljóst megi vera að vegna
tengsla hennar við forsætisráð-
herra og starfsmenn forsætisráðu-
neytisins hafi aðrir umsækjendur
ekki notið jafnræðis við embætti-
sveitinguna. Undir bréfið skrifa
bréfritararnir Páll Tryggvason og
Benedikt Sigurðsson.
-----» ♦ -♦---
Ráðinn til
Norrænu
ráðherra-
nefndarinnar
GUÐMUNDUR
Einarsson starfs-
maður á aðalskrif-
stofu EFTA í Genf
hefur verið ráðinn
deildarstjóri hjá
Norrænu ráð-
herranefndinni
frá 1. mars á
næsta ári, sam-
kvæmt upplýsing-
um frá forsætis-
ráðuneytinu.
Guðmundur er fæddur 1948 og
er líffræðingur að mennt. Hann
sat á Alþingi 1983-1987 fyrir
Bandalag jafnaðarmanna og síðar
Alþýðuflokkinn. Hann var fram-
kvæmda stjóri Alþýðuflokksins þar
til í febrúar 1989, en hefur síðan
kennt við Háskóla íslands auk þess
að vera framkvæmdastjóri þing-
flokks Alþýðuflokksins. Hann var
aðstoðarmaður Jóns Sigurðssonar
iðnaðar- og viðskiptaráðherra til
15. mars 1993 þegar hann tók til
starfa á aðalskrifstofu EFTA í
Genf. Samkvæmt upplýsingum frá
forsætisráðuneyti mun Guðmund-
ur fara með málefni þegnanna hjá
ráðherranefndinni, það er vinnu-
markaðinn, félags-, heilbrigðis- og
neytendamál svo eitthvað sé nefnt.
-----♦ ♦-»----
Spikkenspan
í Gallerí
*
Umbru
í DAG verður minimalt sýning í
Galleríi Úmbru við Amtmannsstíg.
Á sýningunni er verk eftir Spik-
kenspan.
Sýningin stendur aðeins þennan
eina dag og er opin á opnunartíma
Gallerísins, frá klukkan 12-18.
Mikið úrval - lægra verð
Reynsla - þekking - þjónusta
Hjálparsveitin óskar þér farsœldar
á nýju ári og hvetur þig til að fara
varlega með flugeldana um áramótin.
LANDSBJORG
Landssamband björgunarsveita
Nóatún
vestur í bæ
(JLhúsið)
Mörkin 6
(Ferðafélagshúsið)
Skátabúðin
(Snorrabraut)
Skjöldungaheimilið
(Við Sólheima)
Ðílabúð Benna
Globus (Vagnhöfða)
(Lágmúla) \
Mjódd
(Við Kjöt og fisk)
28.-30. DES.
Kl. 10-22
31. DES.
Kl. 10-16
-swmi mmúR
Ý-svEir
(^)eð því aö kaupa flugelda af Hjálparsveit skáta í Reykjavík
styrkiröu björgunarstarf sem getur skipt sköpum á neyöarstund.