Morgunblaðið - 30.12.1994, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 30.12.1994, Qupperneq 12
12 FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Mikið tjón af eldi og reyk í íbúðarhúsi MIKIÐ tjón varð af völduni elds, reyks og vatns í íbúðarhúsi í Glerárhverfi á Akureyri síðdeg- is í gær. Kona og barn voru í húsinu þegar eldurinn kom upp sam- kvæmt upplýsingum slökkviliðs sem kvatt var á staðinn um kl. 16.30 í gærdag. Talið er að eld- ur af kerti hafi komist í j óla- skreytingu í stofu hússins með þeim afleiðingum að það fuðr- aði upp á skömmum tíma. Eld- tungur stóðu út úr stofunni þeg- ar slökkvilið kom að. Húsið, sem er timburhús á einni hæð, fyllt- ist af reyk. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en síðan tók við að losa reyk úr húsakynnum. Morgunblaðið/Rúnar Þór ELDTUNGUR stóðu út um stofugluggann þegar slökkvilið kom að. Kvennalistinn Flestar vilja Elínu Ant- onsdóttur ELÍN Antonsdóttir atvinnumála- fulltrúi á Akureyri fékk flestar til- nefningar til að skipa fyrsta sæti á lista Kvennalistans í Norður- landskjördæmi eystra. Gunnhildur Bragadóttir í upp- stillingarnefnd Kvennalistans sagði að bréf hefði verið sent til félagskvenna þar sem beðið er um tilnefningar á listann og skar nafn Eb'nar sig úr hvað fjölda tilnefn- inga varðar. Uppstillingarnefnd er þegar far- in að raða á listann, en stefnt er að því að þeirri vinnu ijúki á fyrstu vikum janúarmánaðar. Rafveita Akureyrar Hagnaður áætlaður um 25 mílljónír Tekjur Hafnarsjóðsins á næsta ári um 82 milljónir AÆTLAÐ er að hagnaður af rekstri Rafveitu Akureyrar verði rúmlega 25 milljónir króna á næsta ári. Gert er ráð fyrir í rekstraráætlun Rafveitu Akureyrar að rekstrartekj- ur veitunnar verði um 430 milljónir króna á árinu, þar af eru 405 millj- ónir vegan raforkusölu. Rafveitan áætlar að kaupa raforku fyrir rúm- lega 290 milljónir króna árið 1995, rekstur aðveitu- og dreifikerfis kost- ar um 35 milljónir króna og skrif- stofu- og stjómunarkostnaður veit- unnar er áætlaður tæpar 27 milljón- Breytingar á Sparileiðum vegna nýrra reglna Seðlabanka Islands Frá og með l.janúar 1995 koma til framkvæmda nýjar reglur frá Seðlabanka íslands um verðtryggingu sparifjár. Reglurnar hafa eftirfarandi áhrif á Sparileiðir íslands- banka: Sparileið 3 Verðtrygging leggst af. Óheimilt er að verðtryggja óbundið sparifé og verður pví hætt samanburði á ávöxtun nafnvaxta og verötryggðra kjara. Reikn- ingurinn ber pví eingöngu nafnvexti. Sparileið 12,24 og 48 Reglur um úttektir breytastAð loknum binditíma, eru reikningar lausir með fimm mánaða millibili, einn mánuö í senn. ISLAN DSBAN Kl ir. Rekstrarkostnaður veitunnar nemur því 352 milljónum króna á næsta ári að því er fram kemur í áætlun um rekstur hennar næsta ár. Fram kemur að hagnaður veit- unnar á árinu án fjármunatekna, fjármagnsgjalda og afskrifta er áætlaður um 78 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að 56 milljónir króna verði afskrifaðar á árinu. 160 milljónir til eignabreytinga Áætlað er að um 160 milljónir verði notaðar til eignabreytinga á vegum veitunnar á komandi ári, en þar munar mestu um viðbót við aðveitu- og bæjarkerfi hennar samtals 64 milljónir króna. Rekstrartekjur Hafnarsjóðs Ak- ureyrar á næsta ári eru áætlaðar um 82 milljónir króna, þar af verða hafnartekjur um 57 milljónir, seld þjónusta að upphæð tæpar 14 millj- ónir og leigutekjur nema tæpum 11 milljónum króna. Rekstrargjöld sjóðsins eru áætluð um 42,6 milljón- ir króna. Rekstur hafnarmannvirkja kostar tæpar 15 milljónir króna og annarra eigna tæpar 5 milljónir. Hafnarvarsla og skrifstofu- og stjórnunarkostnaður nemur tæplega 24 milljónum. Hagnaður án fjármunatekna, fjár- magnsgjalda og afskrifta er áætlað- ur um 39 milljónir en hagnaður án afskrifta 19,3 milljónir króna. Frostið bítur ekki á fasta- gesti og hreystimenni FASTAGESTIR Sundlaugar Ak- ureyrar láta gaddinn ekki á sig fá - þeir taka sinn sundsprett sama hvaðan vindar blása. Til viðbótar þeim hafa síðan örfá hreystimenni sótt sundlaugina síðustu daga, enda kalt í veðri og hríðarkóf í gær þegar ljós- myndari kom við í lauginni auk þess sem margir hafa annað að sýsla þessa daga. Reyndar var aðsókn nokkuð góð annan dag jóla en virku dagana milli hátíða hafa fáir fundið hjá sér hvöt til að synda. Sundlaugarvörður tjáði blaðamanni að rennibrautir væru ekki í gangi þar sem frost- ið væri mikið og engum afísing- arbúnaði til að dreifa, en lokun brautanna hefði ætíð í för með sér minni aðsókn. Gamlárs- hlaup HIÐ árlega gamlárshlaup Ungmennafélags Akureyrar verður 31. desember. Hlaupið var fyrst árið 1989 þannig að þetta er í fimmta sinn sem hlaupið er á þessum degi. Þetta hlaup er bæði ætlað trimmurum og hlaupurum en þátttakendum er skipt niður í flokka eftir aldri eins og venja er í almenningshlaupum. Boð- ið er upp á tvær vegalengdir, 10 kílómetra og 4 kílómetra, og verður hlaupið innanbæjar á Akureyri. Hlaupið hefst og endar við Dynheima, en hlaupið er um miðbæ, Oddeyri, og Innbæ. Þátttökuskráning er í Dyn- heimum frá kl. 11 eða klukku- stund áður en hlaupið hefst. Allir þátttakendur fá viður- kenningarpening auk þess sem fyrsti maður í hveijum flokki fær verðlaun. Einnig verða dregin út aukaverðlaun gefin af verslunininni Sportverki og veitingahúsinu Greifanum. Fjórir fjörug- ir á týróla- buxum GILFÉLAGIÐ ásamt Café Karólínu stendur fyrir sér- stakri áramótaskemmtun í Deiglunni í kvöld, föstudags- kvöldið 30. desember, þar sem hljómsveitin „Fjórir fjörugir á týrólabuxum" skemmta. Þeir munu halda uppi stanslausu stuði með rússneskum þjóðlög- um, austur-evrópskri tatara- tónlist og íslenskum sjó- mannalögum. Hinir fjórir fjör- ugu eru Daníel Þorsteinsson, harmonikkuleikari, Ármann Einarsson, klarinettu- og slag- verksleikari, Jón Rafnsson, kontrabassaleikari og Karl Petersen slagverksleikari. Skemmtunin hefst kl. 22.00. Styrkir úr Afreks- og styrktarsjóði STYRKIR og viðurkenningar úr Afreks- og styrktarsjóði voru afhentir í Hallarsal Iþróttahallarinnar á Akureyri í gær. Veittir voru styrkir til fjölmargra íþróttafélaga í bænum og viðurkenningar veittar til handa þeim sem unnið hafa til íslandsmeistar- atitla á árinu sem nú er senn að líða. Þá voru veittar sér- stakar viðurkenningar til Har- aldar Helgasonar, Jóns Odd- geirs Guðmundssonar og Har- aldar Sigurgeirssonar, sem mjög hafa komið við sögu íþróttaiðkunar á Akureyri í áranna rás. Fjölmenni var mik- ið við athöfnina enda stórir hópar íþróttafólks sem unnu titla á þessu ári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.