Morgunblaðið - 30.12.1994, Page 22
22 FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
AÐSENDAR GREINAR
Kommgurinn
á frummálinu
KVIKMYNPIR
Bíóborgin/Btóhöllin
KONUNGUR LJÓNANNA
„THE LION KING“
★ ★ ★ Vi
Disneyteiknimyndin Konungur
ljónanna á frummálinu. Raddir:
James Earl Jones, Jeremy Irons,
Matthew Broderick, Whoopi Gold-
berg, Cheech Marin. Disney. 1994.
ÁÐUR en byijað er að teikna
teiknimyndir er allur texti þeirra
leikinn inná band. Leikaramir
eiga því ekki svo lítinn þátt í að
fullmóta persónugerðimar og all-
ar góðar teiknimyndir byggjast á
litríkri persónusköpun. Væri t.d.
nokkurt fjör í andanum í Aladdín
ef Robin Williams hefði ekki verið
fenginn til að leika hann? Nýjasta
Disneyteiknimyndin, Konungur
ljónanna, hefur verið talsett á ís-
lensku en hún er einnig sýnd á
frummálinu þeim sem áhuga hafa
líkt og Aladdín var sýnd í tveimur
útgáfum í fyrra og er það sérlega
vel til fundið. Miðað við aðsókn á
sjösýningu nýlega virðist mikill
áhugi á fmmútgáfunni sem von-
legt er og þar fara valinkunnir
leikarar einkar skemmtilega með
hlutverk sín.
Fremstir í flokki em James
Earl Jones og Jeremy Irons. Þeir
leika bræðurna Múfasa, konung
ljónanna, og Skara, sem sækist
eftir krúnunni. Jones hefur mikil-
fenglega rödd sem m.a. Svart-
höfði (Darth Vader) í Stjörnu-
stríðsbálknum hefur notið góðs
af og gæðir Múfasa bæði valds-
mannslegri reisn og föðurlegri
hlýju og á dauðaatriði sem fær
alla þá sem áður grétu fráfail
mömmu Bamba til að tárfella enn
á ný. lrons er falsheitin uppmáluð
sem Skari án þess stafi af honum
sérstaklega mikilli illsku; miklu
fremur svona bresk aðalsúrkynj-
un. Matthew Broderick er Simbi
ljónsungi sem þarf að beijast við
Skara um hásætið og er kannski
litlausasta persóna myndarinnar
því eftir allt flýr hann af hólmi
áður en hann kemst í baráttu-
hug. Með minni hlutverk fara
Whoopi Goldberg og Cheech
Marin er hitta frábærlega í mark
sem hýenur tvær, Robert Guil-
laume er vís órangútan og vörtu-
svínið og félagi þess (Ernie Sa-
bella og Nathan Lane) stela svo
senunni um miðbikið í frábærlega
kómískri persónugerð.
Konungur ljónanna er bráð-
skemmtileg teiknimynd og það
er ekki síst þessum leikurum að
þakka.
Arnaldur Indriðason
Mógli bjargar
málunum
KVIKMYNPIR
Laugarásbíó
SKÓGARLÍF („RUDYARD
KIPLING’S THE JUNGLE
BOOK“) ★ ★»/2
Leikstjóri Stephen Sommers. Aðal-
leikendur Jason ScottLee, Lena
Headley, Carey Elwes, Sam Neill,
John Cleese. Bresk. Walt Disney
1994.
ÞAÐ ER sannkölluð jólamynd
á ferðinni í Laugarásbíói, spánný,
leikin kvikmyndagerð hinnar sí-
gildu ævintýrasögu Kiplings um
Mógla, hinn indverska Tarzan
apabróður. Mógli (Jason Scott
Lee) villist fimm ára gamall inní
frumskóginn og elst upp meðal
villidýranna. Lifir samkvæmt lög-
máli þeirra og taka dýrin hann í
sátt og samlyndi. Árin líða og
þegar Mógli er orðinn ungur
maður verður aftur á vegi hans
hin undurfagra Kitty (Lena He-
adley) og hann hyggst hverfa á
vit siðmenningarinnar. Sú
reynsla verður honum þó næstum
að fjörtjóni, aðeins siðareglur
frumskógarins verða honum og
Kitty til bjargar.
Talsvert hefur verið lagt í
þessa nýjustu gerð hinnar ást-
sælu unglingabókar (síðasta út-
gáfa var forláta teiknimynd frá
Walt Disney (’67)), myndin tekin
á söguslóðum á Indlandi og fjöldi
taminna villidýra lífgar heldur
betur upp á sviðið. Hins vegar
hafa kvikmyndargerðarmennirn-
ir gripið til þess ráðs að færa
Skógarlíf í einfaldan innri bún-
ing, jafnvel svo að á köflum virk-
ar hún farsakennd. Myndin er
barnaleg og einföld og leikararn-
ir ofleika. Meginhlutinn fer í að
lýsa samskiptum Mógla við flár-
áða, breska yfirstétt en lítið unn-
ið úr uppeldi hans meðal úlfa
skógarins. Útkoman lauflétt fjöl-
skyldumynd, fínasta barna-
skemmtun og frammistaða hinna
ferfættu leikara með miklum
ágætum.
Hinn knálega vaxni Jason
Scott Lee (sem stóð sig með sóma
í myndinni sem byggð var á lífs-
hlaupi Bruce Lee), er fæddur í
hlutverk frumskógarpiltsins,
Lena Headley er fersk, breski
yfirstéttarblóminn fram í fingur-
góma og sá bandaríski Carey
Elwes kemst vel frá sínum dæmi-
gerða, snobbaða fulltrúa breska
ljónsins, sem reynist úlfur í sauð-
argæru.
Sæbjörn Valdimarsson
Hljómfagur söngur
TONLIST
Kristskirkja
SKÓLAKÓR KÁRSNESS
Hörpuleikari Monika Abendroth.
Flautuleikari Martial Nardeau.
Orgelleikari Marteinn H. Friðriks-
son. Stjórnandi Þórunn Björnsdótt-
ir. Miðvikudagur 28. desember
1994.
JÓLIN eru mikil söngvahátíð
og Skólakór Kársness, undir stjórn
Þórunnar Björnsdóttur, flutti ís-
lensk og erlend jólalög og hóf tón-
leikana með franska laginu Kemur
hvað mælt var, í ágætri raddsetn-
ingu Marteins H. Friðrikssonar.
Te deum eftir Þorkel Sigurbjörns-
son er prýðlega gert lag og féll
þar mjög vel saman söngur barn-
anna og hörpunnar. Sama má
segja um sérlega fagurt lag Jór-
unnar Viðar við kvæðið Jól eftir
Stefán frá Hvítadal, en auk hörp-
unnar fléttar Jórunn fallega
flauturödd um lagið. Þessi lög
voru fallega flutt og hreinn og
hljómfagur söngur bamanna naut
sín mjög vel.
Sálmalaga raddsetningarnar
eftir Róbert A. Ottósson eru ein-
faldar og stílhreinar. Af þeim
þremur er fluttar voru af kórnum,
var raddsetningin á jólalaginu
fræga, Sjá, Júmins opnast hlið,
best sungin. Á eftir franska laginu
Hringi klukkurnar í kvöld og fal-
lega austurríska laginu María í
skóginum, sem bæði voru hljóm-
falleg í útfærslu kórsins, lék Mon-
ika Abendroth ágæta vel aríu eft-
ir Gottfried Kirchhoff.
Það er ekki auðvelt að syngja
frá altarinu í Kristskirkju og þurfa
að stemma sig við orgel kirkjunn-
ar og mátti nokkuð merkja það í
næstu lögum, eftir Mendelssohn
og Gustav Holst. Máríuvers, eftir
Pál ísólfsson, Lofsyngið Drottni,
eftir Handel, og Slá þú hjartans
hörpustrengi, eftir J.S. Bach, tók-
ust ágætlega og fjórir kaflar úr
meistaraverki Brittens, Söngva-
seið, sérstaklega nr. 3 og 6.
Tónleikunum lauk með tveimur
helgisöngvum, Nóttin var sú ágæt
ein, eftir Sigvalda Kaldalóns, og
Heims um ból, sem tónleikagestir
sungu með kórnum. Skólakór
Kársness er vel syngjandi kór,
hljómmikill og raddfagur og njóta
börnin þar góðrar handleiðslu síns
frábæra kórstjóra, Þórunnar
Bjömsdóttur.
Jón Ásgeirsson
V atnslitamynd-
ir í Lóuhreiðri
JÓHANN Jónsson frá Vestmanna-
eyjum (oft kallaður Jói listó) sýnir
vatnslitamyndir í kafflstofunni
Lóuhreiðri á Laugavegi 59 á 2.
hæð. Jóhann er að mestu sjálf-
menntaður í listum.
Jóhann er fæddur í Norður-
Þingeyjarsýslu en fluttist til Vest-
mannaeyja 1966 og hefur búið þar
síðan.
Sýningin er opin alla virka daga
frá kl. 9-18 og á laugardögum frá
kl. 10-16. Sýningin stendurtil 20.
janúar.
EITT verka Jóhanns sem nú sýnir í Lóuhreiðri.
Islandskrónika
VÆNTANLEGA
hafa flestir þeir, sem
lesa Innansveitar-
króniku Halldórs Lax-
ness af því góða
skemmtun. Þar fer
skáldið á þeim kost-
um, sem honum hafa
verið eiginlegir á rit-
höfundarferlinum.
Frásögnin er skýr og
lifandi og spaugileg.
Hitt kann að vera
mörgum dulið, hvern-
ig þessi frásögn hefur
miklu víðtækari skír-
skotun, þegar dýpra
er skyggnst í hana.
Því oftar, sem ég les söguna, þeim
mun ljósara verður mér, að í sögu-
brotunum af þeim sveitungum sín-
um hefur skáldinu tekist að lýsa
ýmsum þeim eigindum, sem ráðið
hafa og ráða enn viðhorfum
manna, gerðum og aðgerðarleysi
hér á landi. Sagan er þess vegna
heilmikil íslendingasaga í hnot-
skurn. Hún er að nokkru Isiands-
krónika.
Þessi hugsun hefur leitað á mig
undanfarna mánuði, eftir að ég
skrifaði og birti allviðamikla grein-
ingu á þróun vissra þátta atvinnu-
og efnahagslífs undangengna ára-
tugi og úttekt á stöðu í þeim efnum
um þessar mundir og í næstu fram-
tíð. Þessari greiningu fylgdu skoð-
anir um, hvemig bregðast mætti
við vandanum, sem lýst var.
Þótt efnið væri ekki alls kostar
árennilegt fyrir venjulegan lesanda
fyrir það hversu skrifin voru löng,
hef ég orðið þess var, að mikill
fjöldi fólks hefur lagt lesturinn á
sig. Greiningunni hefpr það fólk,
sem við mig hefur rætt, almennt
verið sammála, en skoðanir skipt-
ari um lausnirnar, sem fram voru
settar.
Ýmsir, sem um þetta efni hafa
rætt við mig, eru mér sammála,
að ég hafi þarna hreyft við brýn-
asta vandanum, sem nú er við að
fást í atvinnulífi, afkomu og jafn-
vel tilveru þjóðarinnar, sem í sinni
skelfilegustu afleiðingu gæti leitt
til þess, að þúsundir vel menntaðs
ungs fólks fyndu sig knúnar til að
leita til útlanda eftir atvinnu, því
að íslenskt atvinnulíf hefði ekkert
að bjóða þeim. Hinir yrðu svo eftir
heima við lítilfjörleg kjör.
Ekki geri ég kröfu til, að mínar
skoðanir á lausn þessa vanda séu
betri en skoðanir annarra manna.
Hins vegar eru þær betri en engar
skoðanir.
Viðbrögðin við þessari viðleitni
minni til að vekja athygli á þessum
vanda, eins og ég skynja þau, eru
athyglisverð. Þrír atvinnumenn í
stjórnmálum, tveir í flokkastjóm-
málum og einn í hagsmunastjórn-
málum, hafa brugðist við, ekki til
að ræða efni málsins, heldur hafa
þeir sýnt af sér ergelsisviðbrögð
út í skoðanir mínar um lausnir eða
út í mig persónulega.
Einn fjölmiðill, Morgunblaðið,
hefur rætt efnið málefnalega, tekið
undir greiningu vandans, en efast
um lausnirnar.
Að öðru leyti leyfir allt atvinnu-
mannaliðið i stjórnmálum flokka
og hagsmunasamtaka og allt fjöl-
miðlaliðið sér að leiða þennan höf-
uðvanda algerlega hjá sér og láta
eins og hann sé ekki til.
Mín vegna sakar þetta ekki, en
málefnisins vegna og þjóðarinnar
er þetta afar hættulegt. Mínum
þætti í þessu máli er væntanlega
lokið, en kominn tími til að skoða
það aðeins í ljósi Innansveitarkrón-
iku og hafa af því nokkurt gaman.
Eftir að Halldór hefur farið
nokkmm háðulegum orðum um
viðhorf sveitunga sinna til ýmissa
hluta eins og hugsjóna og nátt-
úrufegurðar kemur þessi setning:
„Aldrei datt nokkrum manni í
Mosfellsdal í hug að hafa forystu
fyrir öðrum um neitt,
hvort heldur til ills eða
góðs.“
Er þetta ekki yndis-
leg lýsing, sem gæti
átt við víðar en í Mos-
fellsdal á öldinni sem
leið?
Eins og menn muna
segir krónikan frá því,
að. nánast allir íbúar
þar í sókn skrifuðu
undir tvö áskorunar-
bréf til yfirvalda, hvort
eftir annað, hið fyrra
um að sóknarkirkjan
skyldi rifin, en hitt um
að hún skyldi fá að
standa. Það er í lokin á þeirri frá-
sögn sem klausan kemur, sem all-
ir þekkja úr bókinni: „Því hefur
verið haldið fram, að íslendíngar
beygi sig lítt fyrir skynsamlegum
rökum, fjármunarökum varla held-
ur, og þó enn síður fyrir rökum
trúarinnar, en leysi vandræði sín
með því að stunda orðheingilshátt
og deila um tittlíngaskít sem ekki
kemur málinu við, en verði skelf-
íngu lostnir og setji hljóða hvenær
sem komið er að kjarna máls.“
Þennan texta las ég fyrst á sín-
um tíma sem þá fyndni, sem hann
ber í sér, en hann hefur smám
saman fengið meiri merkingu fyrir
Ég er ekki stríðsmaður
á við Ólaf í Hrísbrú.
Ég hef kallað til þeirra
sem fara fýrir lífs-
stríði okkar sem þjóð-
ar, segir Jón Sigurðs-
son, sem telur að þeir
séu býsna hljóðir.
mér og þá ekki síst þessar síðustu
vikur og mánuði.
Ólafur á Hrísbrú varð undir í
slagnum um kirkjuna og má ráða
af sögunni, að þar með hafi Guð
að einhvetju leyti yfirgefið hann
fremur en öfugt. Gamli maðurinn
hélt sitt strik og lét jarðsetja bæði
konu sína og sig þar í kirkjugarðin-
um, þótt ekkert væri guðshúsið að
bera þau í, en við slátt hinnar
gömlu Mosfellskirkjuklukku.
Löngu seinna er Halldór Lax-
ness að spyija Guðrúnu nokkra
Jónsdóttur út úr um þessa at-
burði. Það er sú sama Guðrún, sem
geymdi brauðið dýra ósnert í
margra daga villu uppi á Mosfells-
heiði, — brauðið, sem raunar end-
aði með að vera gefið hrossum og
vísar til margra hluta, sem við
höfum fargað.
Guðrúnu þótti í minningunni lít-
il manndáð í þeim Mosfellingum —
„nema honum Ólafi heitnum á
Hrísbrú. Hann vildi beijast eins
og maður kalltuskan. Hann fann
bara aungvan til að beijast á móti
sér, reyndar aungvan með sér held-
ur. — Allir voru að biðja og vona,
að það yrði stríð, en manndáðin
var nú ekki meiri en a-tarna.**
Ég er ekki stríðsmaður á við
Ólaf á Hrísbrú. Ég hef kallað til
þeirra, sem hafa tekið að sér að
fara fyrir lífsstríði okkar sem þjóð-
ar og verð ekki annars var en þeir
séu býsna hljóðir. Ég skynja þetta
eins og sumar íslendingasögur, þar
sem maður veit snemma sögunnar
hver örlög mönnum eru ráðin. Mér
finnst að núna, undir lok tuttug-
ustu aldar, ættu menn að vera
hættir að lifa í þess konar skáld-
sögum og fara að stýra sinni fram-
tíð sjálfír, a.m.k. betur en það hef-
ur verið gert undanfarna áratugi.
Höfundur er lögfræðingvr og
framkvæmdastjóri íslenska
jáimblcndifélagsins bf.
Jón Sigurðsson