Morgunblaðið - 30.12.1994, Síða 24
24 FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
Staðlar - sammæli fram-
leiðenda o g neytenda
HLUTVERK staðla
í viðskiptum hefur
stóraukist á síðustu
árum og þýðing þeirra
mun aukast enn frekar
í framtíðinni. í alþjóða-
samningum um við-
skipti svo sem GATT.
NAFTA, EES og fleir-
um eru ítarleg ákvæði
um staðla til að auð-
velda heimsviðskiptin.
Stöðluð framleiðslu-
vara er ódýrari vegna
þess að fieiri framleið-
endur geta boðið vörur
sem koma að sömu
notum eða eru útskipt-
anlegar hveijar fyrir
aðra. Sérhönnuð vara
er eingöngu í boði frá
fáum eða aðeins einum
framleiðanda og er þar
með markaðsett undir
öðrum formerkjum.
__ Sigríður Á.
Ásgrímsdóttir
Hagkvæmari
íbúðabyggingar
Um áratugi hafa
staðlar verið notaðir í
byggingariðnaði. Með
því að staðla glugga
getur húsbyggjandi
farið í verslanir og bor-
ið saman verð og gæði
á gluggum sem hann
veit að allir munu
passa í bygginguna og fást keyptir
með litlum eða engum fyrirvara.
Það þýðir alls ekki að gluggarnir
séu allir eins! Efni, litir og stíll eru
mismunandi en málstærðir og frá-
gangur er staðlaður. Það að nota
staðlaða glugga þýðir einfaldlega
meira úrval, styttri biðtíma og
lægra verð. Síðarmeir þegar að við-
haldi glugganna kemur verður ekki
vandamál að kaupa efnið beint í
verslunum, ef nauðsynlegt verður
að skipta um gluggana. Viðhalds-
kostnaðurinn verður lægri og
tíminn sem vinnan tekur verður
styttri ef húseigandinn á kost á
stöðluðu gluggaefni.
Ofangreint dæmi er aðeins eitt
af þúsundum þar sem staðlar koma
við sögu. Nú vill svo til að hér á
landi eru gluggar þó ekki staðlaðir
en með því að taka upp stöðlun í
byggingu íbúðarhúsnæðis hér á
landi mætti lækka íbúðaverð til
neytenda umtalsvert.
völd skuldbundið sig til
þess að hafa sama fyr-
irkomulag hér á landi.
Þar með hafa stjórn-
völd viðurkennt mikil-
vægi þess að hags-
muna neytenda sé gætt
í stöðlun til mótvægis
við hagsmuni framleið-
enda sem hafa hingað
til haft meiri áhrif á
gerð og notkun staðla.
Samtök neytenda hafa
um árabil lagt aðal-
áherslu á staðla sem
varða öryggi og heilsu,
en aukin áhersla er nú
lögð á stöðlun í um-
hverfismálum.
Mikið starf hefur ver-
ið unnið í sambandi við
stöðlun á leikföngum og
barnavörum og hafa
fulltrúar neytenda náð
góðum árangri í bætt-
um öryggisstöðlum.
Enn er þó mikið starf
óunnið á sviðum sem
snerta neytendur, ör-
yggi þeirra og um-
hverfi.
Heimsverslunin
þarf staðla
Birna
Hreiðarsdóttir
Skyldur stjórnvalda
Tímamót urðu þegar Evrópusam-
bandið ákvað að vísa til staðla í
lögum og reglugerðum og stuðla
að þátttöku hagsmunaaðila þar á
meðal neytenda í gerð staðla.
í samningunum um evrópska
efnahagssvæðið hafa íslensk stjórn-
Hvað er staðall?
Staðlar tengjast oftast ákveðnum
fagsviðum eða vöruflokkum. Þann-
SK
Alþingi
Frá stjórnarskrárnefnd Alþingis:
Stjórnarskrárnefnd Alþingis gefur þeim, sem þess óska,
kost á að koma með skriflegar athugasemdir við frumvarp
til stjórnarskipunarlaga um breyting á stjórnarskrá
lýðveldisins íslands, nr. 33/1944, með síðari breytingum,
297. mál. Meginefni frumvarpsins er tillögur til breytinga á
VII kafla stjórnarskrárinnar, sem m.a. hefur að geyma
mannréttindaákvæði hennar. Frumvarpið liggur frammi í
skjalaafgreiðslu Alþingis, Skólabrú 2, Reykjavík.
Óskað er eftir að athugasemdirnar berist skrifstofu
Alþingis, nefndadeild, Þórshamri við Templarasund,
150 Reykjavík, eigi síðar en 20. janúar 1995.
Staðlar eru ekki ein-
göngn fyrir framleið-
endur. Birna Hreiðars-
dóttir og Sigríður Á.
Ásgrímsdóttir segja
mikilvægt að gæta þess
að hagsmunir
neytenda verði ekki
fyrir borð bornir.
ig er talað um raftæknistaðla,
byggingarstaðla, gæðastaðla og
öryggisstaðla svo eitthvað sé nefnt.
Almennt greinast staðlar síðan í
flokka eða hluta eftir uppbyggingu
þeirra eins og meðfýlgjandi skýr-
ingarmynd sýnir. Flestir staðlar eru
samsettir úr nokkrum slíkum fiokk-
Ákvæði sett í dag gilda
til frambúðar
um.
Sífellt fjölgar þeim
fyrirtækjum sem starfa
eftir vottuðu gæðakerfi
samkvæmt stöðlum. Hvers vegna
hafa fyrirtækin tekið þetta upp?
Þessi nýja áhersla á gæðastaðla er
fyrst og fremst til komin vegna
alþjóðlegrar verslunar og starfsemi
fjölþjóðlegra fyrirtækja. Á meðan
framleiðsla, sala og neysla vöru var
staðbundin þurftu fyrirtæki ekki á
gæðastöðlum að halda. Eftirlitið
með framleiðslunni var í höndum
neytandans og hann gat komið
skoðun sinni beint til framleiðand-
ans án milliliða og tafa. Framleið-
andinn gat þá strax fundið út hvað
fór úrskeiðis og hvernig bæta skyldi
úr ágöllum, ef svo bar við að varan
stæðist ekki gæðakröfur neytand-
ans.
Segja má að slíkt eftirlit sé enn
í höndum neytandans en hin nánu
tengsl milli neytanda og framleið-
anda eru ekki fyrir hendi nú. Fram-
leiðsluvörur eru fluttar á markað
yfir hálfan hnöttinn og fjöldafram-
leiðslan er slík, að kaupendur vör-
unnar skipta miljónum. Slík við-
skipti leyfa einfaldlega ekki náin
samskipti framleiðanda og neyt-
enda. I stað þessara samskipta eru
nú komnir staðlar!
Leikfangastaðlarnir eru upp-
byggðir sem grunnstaðlar, stærðar-
staðlar, prófanastaðlar og íðorða-
og táknastaðlar. Gæðastaðlar sem
fyrirtæki nota til þess að fá vottun
á gæðastjórnunarkerfum eru upp-
byggðir sem kerfisstaðlar og feril-
staðlar.
Þrátt fyrir mörg dæmi um mis-
skilning á hugtakinu staðall ber
sífellt meir á umíjöllun um staðla
á opinberum vettvangi. Fyrir kem-
ur að framleiðendur og seljendur
reyna að nota staðla til að fegra
vöru án tilefnis og einnig eru til
mörg dæmi þess að reynt sé að
sverta staðla á ýmsa vegu t.d. með
því að fullyrða að notkun staðla
geri allt einsleitt.
Heimsverslunin og fjöldafram-
Ieiðslan þurfa staðla og þannig
gegna staðlar þýðingarmiklu hlut-
verki í nútíma viðskiptum. Neyt-
endur þurfa á því að halda að hags-
muna þeirra sé gætt við gerð staðla
á sama hátt og réttar þeirra er
gætt við setningu laga og reglna.
Við gerð samninga um alþjóðavið-
skipti þar sem kveðið er á um notk-
un staðla til þess að auðvelda við-
skipti milli landa má ekki gleymast
að staðlar eru ekki eingöngu fyrir
framleiðendur og þess gætt að
hagsmunir neytenda verði ekki fyr-
ir borð bornir.
Birna er lögfræðingur, fulltrúi
Neytendasamtakanna ísljórn
STRÍ, og Sigríður er verk-
fræðingur Neytendasamtakanna.
Formaður BSRB
tapar áttum
í NÆRRI sjö vikur hafa sjúkra-
liðar staðið í erfiðri kjaradeilu.
Dæmigerð láglaunastétt kvenna
hefur sagt ríkjandi láglaunastefnu
stríð á hendur. Með þjóðarsáttar-
samningum síðustu ára hefur staða
láglaunahópanna og reyndar alls
launafólks sem lifir á taxtalaunum
versnað stórlega. í stað
þess að semja um
kjarabætur úr hendi
atvinnurekenda hefa
BSRB og ASÍ samið
um allskyns aðgerðir á
kostnað ríkisins sem
hefur verið ætlað að
bæta kjörin meðan
sjálft taxtakaupið hef-
ur verið fastneglt.
Þannig hefur verið eytt
milljörðum af opinberu
fé til að halda taxta-
kaupi niðri. Þeir launa-
menn, sem hafa átt
þess nokkurn kost,
hafa samið um yfir-
borganir þannig að
launakerfið í landinu
Páll Halldórsson
er ein ijúkandi rúst. Þetta ástand
er atvinnurekendum mjög að skapi
enda hafa þeir nánast fengið sjálf-
dæmi um laun starfsmanna sinna.
Dijúgur hluti launafólks verður þó
að taka laun eftir þeim töxtum sem
samið hefur verið um. Lægstu taxt-
arnir eru svo lágir að fullvinnandi
fólk, sem tekur laun eftir þeim, er
niðurlægt með því að launin duga
ekki fyrir brýnustu lífsnauðsynjun-
um. Óbilgirni samninganefndar rík-
isins í sjúkraliðadeilunni skýrist af
því að þeir eru að veija láglauna-
stefnuna. Það er ríkinu slíkt kapps-
mál, að halda laununum niðri, að
það varðar ekkert um hörmungarn-
ar sem leiddar eru yfir sjúka og
aldraða. Ríkið lætur sér einnig í
léttu rúmmi liggja að óbærilegt
vinnuálag hefur verið lagt á hjúkr-
unarfræðinga og ófaglærða starfs-
menn í heilbrigðis- og öldrunarþjón-
ustu til að afstýra neyðarástandi.
Það á að svelta sjúkraliða til hlýðni.
Það hefur einnig komið skýrt fram
í þessari deilu að Vinnuveitenda-
sambandið hefur lagt allt uppúr því
að ekki verði komið til móts við
sjúkraliða enda eru hagsmunir þess
af láglaunastefnunni augljósir.
Sú skoðun hefur heyrst, jafnvel
frá forystumönnum í verkalýðs-
hreyfingunni, að vandi sjúkraliða
séu ekki fyrst og fremst lág laun
heldur miklu frekar að meinatækn-
ar og hjúkrunarfræð-
ingar hafi náð nokkr-
um kjarabótum sl. vor.
Ef nánar er aðgætt
kemur í ljós að launam-
unurinn sem er á milli
þessara stétta nær
varla til að bæta hjúkr-
unarfræðingum og
meinatæknum upp
þann kostnað sem þær
hafa lagt í menntun
sína, menntun sem er
nauðsynleg til að hægt
sé að halda uppi nú-
tíma heilbrigðisþjón-
ustu á íslandi. Þetta
undirstrikar einungis
þá staðreynd að
menntun fjölmennra
íslandi er ekki metin til
Morgunblaðið 24. desember sl. þar
sem hann íjallar um sjúkraliðadeil-
una. Svo undarlega bregður við að
formaðurinn minnist ekki orði á
fjármálaráðherra eða samninga-
nefnd hans, hvað þá á Vinnuveit-
endasambandið sem hefur eggjað
ríkið lögeggjan að gefa sig hvergi
í þessari deilu, nei, það eru ekki
andstæðingar sjúkraliða að mati
Ögmundar Jónassonar. Að hans
mati er það Bandalag háskóla-
manna - BHMR sem er helsti and-
stæðingur sjúkraliða. Það sem varð
til þess að formaður BSRB tapaði
svo gjörsamlega áttum í þessu
máli var að í síðasta tölublaði
BHMR-tíðinda var vakin athygli á
því sem getið er hér að framan, að
séu skoðaðar ævitékjur sjúkraliða
Að mati formanns
BSRB erBHMR helzti
andstæðingur sjúkra-
liða, segir Páll Hall-
dórsson, sem telur
BSRB-formanninn taka
undir málflutning póli-
tískra loddara.
stétta á
launa og að opinberir starfsmenn
með háskólamenntun eru í reynd á
sömu lágu laununum og sjúkraliðar
ef litið er á ævitekjurnar. Þetta á
einkum við þær stéttir sem annast
kennslu- og umönnunarstörf. Menn
neita að horfast í augu við þá stað-
reynd að nútímasamfélag byggist á
því að hér starfar stór hópur lang-
skólamenntaðs fólks, og að vá er
fyrir dyrum ef hluti þess neyðist til
að hverfa til starfa erlendis til að
bæta kjör sín.
Því var lengi haldið fram að lyk-
illinn að bættum kjörum kvenna á
íslandi væri aukin menntun. Á síð-
ari árum hafa sífellt stærri hópar
kvenna aflað sér langskólamennt-
unar, þar á meðal eru hjúkrunar-
fræðingar. Þegar þessar konur
koma til starfa eftir margra ára
háskólanám er fagurgalinn um að
bætt kjör fylgi betri menntun löngu
þagnaður, nú er það vandamál ef
þessum hópum tekst að bæta kjör
sín lítillega.
Formaður BSRB ritar grein í
og hjúkrunarfræðinga er þar sára-
lítill munur á. í þeim samningum
og jafnvel átökum sem framundan
eru er mikilvægt að menn nái sam-
stöðu um að bæta stöðu launafólks.
Það fer Ögmundi Jónassyni ekki
vel að taka undir málflutning póli-
tískra loddara sem hafa talið frama
sínum best borgið með því að ala
á ríg og sundrung meðal launa-
fólks, einkum milli ófaglærðra og
þeirra sem fengið hafa háskóla-
menntun.
Það er brýnt að horfið verði af
braut láglaunastefnunnar og að
vinnandi fólk fái sómasamleg laun
fyrir vinnu sína. Lægstu launin eru
þjóðarskömm sem verður að afmá.
Endurskoða verður launakerfið
þannig að tillit sé tekið til menntun-
ar, sérhæfni og ábyrgðar. Launa-
kerfið á ekki síst að gefa unga fólk-
inu skýr skilaboð um að menntun
borgar sig bæði fyrir einstaklinginn
og þjóðfélagið.
Höfundur er formaður Bandalags
háskólamanna BHMR.