Morgunblaðið - 30.12.1994, Page 31

Morgunblaðið - 30.12.1994, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994 31 + Eyrún Her- bertsdóttir Wellner fæddist í Þrastarlundi í Sléttuhlíð í Skag'a- firði 30. janúar 1945. Hún lést á Sjúkrahúsi í New York 22. desember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Kristín Anna Jó- hannsdóttir frá Glæsibæ í Sléttuhlíð og Herbert Sölvi Asgrímsson frá Tjörnum í sömu sveit. Þau eru bæði látin. Eyrún var næstyngst af sex börnum þeirra. Systkini hennar eru: Hafdís Bennett, f. 1936; Borg- þór, f. 1941, d. 1975; Ingólfur Óm, f. 1943; Hjörleifur, f. 1943; og Karl Jóhann, f. 1946. Árið 1976 giftist Eyrún eftir- lifandi eiginmanni sínum, Kenneth Wellner. Útför hennar var gerð frá River Side Memor- ial Chapel í New York hinn 27. desember. „FÓLK kemur og fer í lifí okkar. Sumir doka lengur við og skilja spor eftir í hjörtum okkar og við verðum aldrei söm eftir það.“ Þannig hljóðaði vinarkveðjan, sem henni var send á spítalann, þar sem hún eyddi sínum hinstu stund- um. Ótrúlegur fjöldi af því fólki, bæði læknum og hjúkrunarliði, sem hún hafði átt eitthvað saman við að sælda á Mount Sinai-spítalanum í New York, þar sem hún var til meðferðar í heilt ár, lagði leið sína að sjúkrabeði hennar til að kveðja hana, þegar útséð var um að hún gæti sigrast á krabbameininu, sem hún hafði barist við í sex ár. Hún hafði áunnið sér aðdáun þeirra allra fyrir æðruleysið, viljastyrkinn og einstakt hugrekki, á hveiju sem gekk — og það hafði gengið á ýmsu. Hana vantaði aðeins fimm vikur upp á fimmtugt. Ég nefndi það við hana fyrir nokkrum vikum, en sagði svo í spaugi að þetta ætti ég kannski ekki að minna hana á. Hún horfði hvasst í augu mér og sagði með áherslu: „Ójú — ég vil svo sannarlega eiga fimmtugsafmæli — og verða sextug, sjötug o.s.frv. eftir það. Þessi sjúkdómur breytir svo sannarlega hugsunarhættinum hjá manni.“ Henni varð þó, því miður, ekki að ósk sinni. Hún var elsku litla systir okkar, með englahárið, sem í bernsku gladdi allra hjörtu með geislandi bjarta brosinu sínu. Snemma sýndi hún þann afburða dugnað og kjark sem í henni bjó. Veitti ekki af, þar sem hún þurfti að standa uppi í hárinu á þrem eldri bræðrum sínum og einum ári yngri. Sem hún og gerði og fór svo, er fram liðu stund- ir, að þeir leituðu álits hennar, þótt yngri væri, á hinum mörgu og mikil- vægu vandamálum, sem steðja að á æskuárunum. Gekk svo fram á fullorðinsár að hún varð ráðgjafi, stoð og stytta okkar systkinanna allra. Voru gjafmildi hennar og hjálpsemi engin takmörk sett. Eyrún starfaði um árabil hjá Fiugleiðum, fyrst í Reykjavík, síðan í London, en lengst af í New York. Kom hún oft fram á erlendum vett- vangi fyrir þeirra hönd þegar kynna skyldi Island og íslenska framleiðslu og var frábær fulltrúi lands og þjóð- ar. í New York kynntist hún eftirlif- andi eiginmanni sínum, Kenneth Wellner. Áttu þau að fagna einstak- lega nánu sambandi í 20 ára hjóna- bandi. Ferðuðust þau mikið saman og eyddu flestum stundum í návist hvort annars. Er mikill harmur kveðinn að Kenneth að þurfa að sjá á bak sínum allra bezta vini og lífs- förunaut. Þau hjónin áttu stóran vinahóp, bæði í New York, þar sem þau bjuggu lengst af, og einnig í Palm Springs, Kaliforníu, þar sem þau áttu yndislegan „vetrarbústað" og dvöldu í yfír vetrarmánuðina. Þar áttum við, fjölskyldan hennar, kost á að kynnast glæstari tilveru en okkur hefði nokkum tíma órað fyrir í uppvextinum. Það var ævintýri líkast að ganga með þeim hjónum í borðsal í klúbbn- um þeirra, þar sem filmstjömur og jafnvel forsetahjón (fyrrverandi) sátu gjarnan til borðs, og vita að allra augu hvíldu á henni er hún gekk í salinn. Hún var prinsessan okkar og voram við hreykin af að eiga hana fyrir systur. Þama vestra er náttúrufegurð með ólíkindum, himinhá ijoll með snævi þöktum tindum, þrátt fyrir eyðimerkurhitann. Það var eftirlæt- isskemmtun Eyrúnar að ganga í fjöllunum í nágrenninu. Þar komst hún aftur í samband við náttúrana eftir stórborgarskarkalann sem hún hafði búið við um árabil, og minnti það hana án efa á útilífið og fijáls- ræðið, sem hún hafði notið á bernskuslóðunum. En þannig er nú lífíð, að allir góðir hlutir taka enda. Það má segja um hennar lífsferil eins og hetjuna til forna: „Hún átti ævina stutta en göfuga." Líf okkar, sem þekktu hana, verður aldrei það sama — það slokknaði ljósið sem vermdi okkur um hjartarætur í návist hennar og tilvera okkar allra verður fátæklegri héðan í frá. Hafdís Bennett. Hún Adda mín er farin - barátt- unni lokið. Hinn 30. janúar 1945 stækkaði barnahópurinn þeirra Herberts og Kristínar frænku minnar í Þrastar- lundi. Þú bættist í hann. Fyrir voru eldri systkinin tvö, þau Hafdís og Borgþór, og svo tvíburarnir Ingólf- ur og Hjörleifur sem stöðugt vora EYRÚN HERBERTS- DÓTTIR WELLNER STEFAN TRA USTI ALEXANDERSSON + Stefán Trausti Alexandersson fæddist á Skerð- ingsstöðum í Hvammssveit 25. ágúst 1921. Hann lést á Landspít- alanum 21. desem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Alexander Guðjónsson og Ólöf Bæringsdóttir sem bæði eru látin. Systkinin sem upp komust eru Þórar- inn, f. 8. ágúst 1907, Kristjana, f. 14. ágúst 1910, d. 17. desember 1992, Margrét, f. 18. nóvember 1911, Einar, f. 7. júní 1916, Jóna, f. 11. maí 1925, d. 27. des. 1981, og Sigurbjörn, f. 26. janúar 1927. Stefán var tvíkvæntur. Með fyrri konu sinni, Hildi Sig- urbjörnsdóttur, f. 8. september 1914, eignaðist hann tvær dæt- ur: Ólöfu Lijju, f. 20. mars 1946, gift Gísla Ragnari Sigurðssyni. Þau eiga tvo syni, Guð- mund Stefán og Sigurð Ragnar og eitt barnabarn, Gísla Halldór; Sig- þrúði Bærings, f. 10. ágúst 1948, gift Óskari Baldurs- syni. Þau eiga þrjú börn, Hildi, Reginu Ósk og Trausta. Síðari kona Stef- áns var María Kristín Guðbjarts- dóttir, f. 11. apríl 1920, d. 13. desember 1992. Þeirra sonur er Ólafur Bjarni Stefánsson, f. 25. september 1961, kvæntur Sigrúnu Sóleyju Jökulsdóttur og eiga þau þrjú börn, Stefán Alexander, Hrefnu Hrund og Jökul Stein- ar. Fósturbörn Stefáns eru Lillý, Erla María, Valur og Páll. Útför hans fer fram í Fossvogskirkju í dag. OKKUR systkinin langar að minn- ast hans afa Stebba í fáum orðum. Þegar maður hugsar til baka rifjast upp margar góðar minningar. Hann afi í Keflavík, hann var sko karl í lagi. Hann hafði siglt um heimsins höf, sem kokkur á skipum. Hann hafði líka verið fang'avörður á Skólavörðustígnum. Afi var stór og mikill maður sem var alltaf með húmorinn í góðu lagi. Alltaf gat hann grínast með hlutina. Við fórum alltaf til Keflavíkur um jólin hér áður fyrr. Maður sér þetta alveg fyrir sér: Við að koma með rútunni og þarna stendur afi í frakka og með risastóra rússa- húfu. Þegar komið var heim biðu manns svo stútfullar skálar af nammi og svo kökur og ís og svona gæti maður haldið áfram. Heima hjá afa og Mæju var svo líka þetta forláta orgel, það var eldgamalt, þannig að það þurfti að pumpa til að fá úr því hljóð. Oft gátum við krakkarnir spilað og sungið tímun- um saman og skemmtum okkur konunglega. Þetta var ekki allt, því hann fór alltaf með okkur á jólaball í Stapa og maður á alltaf eftir að minnast þeirra. í lok ballsins keypti afi svo alltaf handa okkur risastór- an nammipoka sem maður var enn- þá að reyna að klára nokkrum dög- um seinna. En tímarnir breytast og við uxum upp úr jólaböllum í Stapa. Nú í seinni tíð höfum við kynnst afa ennþá betur. Ég fór út til Frakk- lands sem skiptinemi í ágúst 1992, og á leiðinni út á flugvöll stoppuðum við hjá afa og Mæju til að ég gæti kvatt þau. Sú stund er manni í fersku minni. Ég var nokkuð dugleg að skrifa þeim og afí fór að setjast við skriftir og skrifa á móti. Mamma sagði mér svo núna að í hvert skipti sem bréf kom inn um lúguna hafi verið hátíð í bæ. Þetta er manni ómetanlegt að vita á stundu sem þessari. Hún Mæja dó í desember sama ár og ég fór út. Ég man að ég skrifaði afa hughreystingarbréf, honum þótti svo vænt um það. Hann afi stóð sig eins og hetja í þrifum og öðrum hversdagsverkum heimilisins. Það var alltaf svo fínt hjá afa. Hann dreif sig alltaf í sund á hvetjum morgni og átti marga góða kunningja i Keflavík. Hún Regína systir gaf afa spólu með lögum sem hún syngur ein og jafn- framt með kórnum sem hún var í. Afa þótti mjög vænt um þessa spólu og við gáfum honum meira að segja vasadiskó með sér í Hveragerði til að hann gæti hlustað á hana. Seinna fréttum við að afi hafi verið svo stoltur af henni Regínu sinni og alltaf tárast þegar hann heyrði hana syngja lagið „Egtrúi á ljós“. Trausti bróðir var eftirlæti afa og Mæju, hann var nú líka nefndur eftir afa. Þau voru alltaf að gefa honum vettl- inga, ullarsokka og svo mætti lengi telja. Við systkinin viljum þakka guði fyrir allar stundirnar sem við áttum með afa Stebba, við vitum að honum líður vel hjá guði á góðum og fallegum stað. Hildur, Regína og Trausti. að finna upp á einhveiju eins og tvíbura er siður. Rúmu ári seinna skaust ég í heiminn í Glæsibæ og það haust fæddist Karl Jóhann bróðir þinn. Loks kom Gurra systir sumarið eftir. Þar með var hópur bernskuáranna mættur á sviðið og sífellt eitthvað spennandi og skemmtilegt að gerast. Við skutumst á milli bæjanna, áttum okkur ævintýraheima með leynigöngum, kofum, já heilum borgum. Alls kyns leikir og sprell einkenndu þessi ár og oftast var gleðin ein við völd. Haustið 1952 fóruð þið til Reykjavíkur og höfðuð þar vetur- setu eftir það. En með hækkandi sól var haldið norður yfír heiðar á hveiju vori. Þegar þið voruð komin í Þrastarlund, var sumarið loksins komið fyrir alvöru og öll tækifæri notuð til að fara upp eftir og spjalla. Eða ágústkvöldin við eldhúsborðið heima í Glæsibæ, þegar hláturinn bullaði og sauð undir brandaraflóði tvíburanna og annarra nærstaddra. Þú varst lagin að opna sagnasjóði hinna í hópnum, minntir á sögur um skondnar aðstæður og skemmti- legt fólk og fékkst réttan aðila til að segja frá. Á þinn hljóðláta og fágaða hátt lagðirðu þitt af mörkum til að gera þessar stundir að dýr- mætum perlum í sjóði minninganna. Þannig leið tíminn og við héldum út í lífið, hvor sína leið en þó svo nánar. Þú fórst til London þar sem Haddý var sest að og vannst þar um skeið. Síðan lá leiðin vestur um haf, þar sem þú áttir þínar erfiðu stundir vonbrigða og brostinna lof- orða. En þú vannst úr þeirri beisku reynslu á jákvæðan hátt. Og eftir að Kenneth Wellner kom að hliðinni þinni hefur kímnin og hlýjan sett svip sinn á líf ykkar ásamt sjálfsaga og gagnkvæmri virðingu. Þið vorum öllum stundum saman og alltaf nefnd í sömu andránni „Adda og Ken“. Með bros á vör og glettni í augum hlynntir þú að fjölskyldunni og sam- ferðamönnum þínum. Þú ávannst þér hvarvetna vináttu og virðingu fólks. Við hér heima á Fróni vissum að þú stóðst í baráttu við erfiðan sjúkdóm. Hann hafði loks yfirhönd- ina og að morgni 16. desember hringdi Haddý til mín og sagði að þér hefði snöggversnað. Að kvöldi 22. desember var ævin þín á enda runnin - baráttunni lokið. Og Ken, sem á góðri stund var heiðraður nafnbótinni ,jarlinn af Þrastar- lundi", hafði misst prinsessuna sína. Ég vil votta honum og Þrastar- lundsíjölskyldunni mína dýpstu samúð. Guð blessi ykkur og styrki. Margrét Pétursdóttir. JÓNA JÓNASDÓTTIR + Jóna Fr. Jónas- dóttir fæddist í Reykjavík 24. ágúst 1909. Hún andaðist á Landspítalanum 11. desember síð- astliðinn og fór út- för hennar fram frá Dómkirkjunni í gær. ÞEGAR ég var lítill gutti að leika mér á skautum á Tjörninni í Reykjavík kom fyrir að manni var orðið það kalt á tánum að maður freistaðist inn í gamla virðulega húsið sem stóð á Tjamarbakkanum. Ég hafði þá enga hugmynd um þá dularfullu starfsemi sem fór fram þar innan dyra. Eina sem ég vissi var að í anddyrinu í Iðnó var einstaklega notalejg og hlýleg kona á bak við gler. I stað þess að vera með ónot bauð hún mér inn í hlýjuna. Hún var að selja einhvers konar bíó- miða. Fólk kom og fór og keypti sína miða, en við mig rabbaði hún bara huggulega um daginn og veg- inn. Hún hefur sennilega skynjað að ég væri ekki líklegur stórvið- skiptavinur. Það kom einhver ábyrgur frá húsinu og ætlaði að reka mig út úr anddyrinu. En þá sagði Jóna að þessi litli kall væri eiginlega frændi sinn. Þetta sam- særi tengdi okkur Jónu ævilöngum vináttuböndum. Upp frá þessu átti ég víst skjól innan við dyrastafinn í Iðnó og gat gengið að góðu spjalli vísu við hana Jónu samsæriskonuna mína, á bak við glerið, ef mér var kait á skautum. Löngu seinna byijaði ég að vinna í leikhúsinu í Iðnó. Þá fannst mér það mikill styrkur að eiga einn gamlan vin þar innandyra. Hún Jóna var annað og meira en forstöðukona miðasölunnar hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Allt frá þeim tíma sem hún hóf störf hjá LR, en það var upp úr 1950, var hún einskonar andlit Leikfélagsins út á við. Þegar ég var að byija hjá Leikfélaginu, var hin persónulega og þægilega fyrirgreiðsla hennar Jónu í miðasölunni rómuð um allan bæ og þótti einstök. Nú á tímum sölutækni og meðvit- aðrar markaðssetningar hefði hún Jóna sómt sér sem fyrsta flokks kennari á hveiju því námskeiði sem eitthvert stórfyrirtækið kæmi á laggirnar til að skapa aðlaðandi mynd af fyrirtækinu, nema munur- inn á Jónu og því sem margt af- greiðslufólk lærir nú orðið er sá að þessi notalegi áhugi á viðskiptavinum var henni alveg eðlislægur. Sama er að segja um áhuga hennar á hag fyrirtækisins. Það gat verið mjög gaman að heyra hana svara fyrir- spurnum í síma um það hvort til væra miðar> Það brást ekki að þeg- ar Jóna var búin að segja þeim sem hringdi að það vildi svo heppi- lega til að hún ætti hér tvo miða, fannst manni að viðkomandi hafi verið alveg stálheppinn að ná í þessi tvö fágætu sæti. Það breytti engu þó svo ég sæi með mínum eigin augum í „rekkunum" fyrir framan hana Jónu að það var meira en helmingurinn af miðunum í salnum óseldur. Og alltaf skyldu leikhús- gestirnir fá það á tilfinninguna að það væri eins og að vinna í happ- drætti að krækja sér í miða í Iðnó. Ég efa að hún Jóna hafi heyrt orð- ið sölutækni fyrr en eftir að hún hætti að sinna miðasölunni vegna aldurs, en hafi einhver verið snill- ingur í sölutækni þá var það hún. Hún gat talað af innlifun um hvert einasta sæti í húsinu og tíundað alla þess kosti og bent á gallana, en aðeins ef um þá var spurt. Mér finnst það reyndar stórundarlegt þegar ég sit héma og er að kveðja hana Jónu vinkonu okkar fyrir hönd Leikfélags Reykjavíkur að hún skuli ekki hafa orðið miðlimur í félaginu. Því hafi einhver verið sönn Leikfé- lagsmanneskja og borið hag félags- ins sér fyrir bijósti umfram flest annað þá var það hún Jóna. Jóna var viðloðandi miðasöluna meðan við vorum enn í gömlu Iðnó. En í Borgarleikhúsið kom hún bara sem gestur. Þessvegna verður minning Jónu ævinlega bundin gömlu Iðnó í hugum okkar sem þar störfuðum. Við Leikfélagsfólk verð- um ævinlega þakklát fyrir minning- una sem við eigum um „andlit Leik- félags Reykjavíkur" til margra ára. Nú á dögunum fyrir jólin átti ég leið yfir nýlagða Tjörnina. Það var orðið langt síðan ég hafði gengið þarna yfir ísinn í áttina að Iðnó. Augnablik fannst mér að ég gæti enn litið inn í hlýjuna hjá henni Jónu í gamla húsinu þegar ég kæmi að landi og gengi upp af svellinu. Og hver veit, kannski verður það einhvern daginn. Unni og fjölskyldu votta ég sam- úð mína. Kjartan Ragnarsson, formað- ur Leikfélags Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.