Morgunblaðið - 30.12.1994, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 30.12.1994, Qupperneq 34
34 FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994 MINIMIIMGAR MORGUNBLAÐIÐ .1 GRÓA SVEINSDÓTTIR + Gróa Sveins- dóttir fæddist í Selkoti undir Aust- ur-Eyjafjöllum 18. júlí 1905. Hún lést í Hraunbúðum, dvalarheimili aldr- aðra i Vestmanna- eyjum, 17. desem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sveinn Jóns- son og Anna Val- gerður Tómasdótt- ir. Systkini hennar voru Guðrún, Guð- jón, Hjörleifur, Tómas og Sigfús og lifir eitt þeirra systkina, Hjörleifur, í hárri elli. Árið 1928 giftist Gróa Gissuri Gissurarsyni frá Drangshlíð, f. 5. júní 1899, d. 30. desember 1984. Börn þeirra sem upp komust eru þessi: Anna Val- gerður, gift Ing- vari Einarssyni; Sveinborg Svan- hvít, gift Ágústi Guðjónssyni; Guð- finna, gift Árna Magnússyni; Kol- beinn Gissur, kvæntur Halldóru Guðmundsdóttur; Erna Stefanía, gift Matthíasi Guð- mundssyni; og Þóra Hjördís, gift Aðalsteini Sigurjónssyni. Einn son eign- uðust þau sem lést í fæðingu. Útför Gróu fer fram frá Ey- vindarhólakirkju i dag. í DAG verður kvödd hinstu kveðju Gróa Sveinsdóttir, húsfreyja frá Selkoti. Ekki þekki ég æsku Gróu eða uppvaxtarár þannig að ég geti gert þeim viðunandi skil, enda var það ekki hennar háttur að tala um eig- in hagi eða líðan. Þó veit ég nógu ■--mikið til þess að geta mér til um það, að ótímabær föðurmissir varð til þess að meiri ábyrgð féll á herð- ar hennar og eldri systkina hennar. Gróa og Gissur hófu búskap að Holti undir Vestur-Eyjaíjöllum árið sem þau giftust. Árið eftir fluttu þau að Felli í Mýrdal, og bjuggu þar í eitt ár, en eftir það fluttu þau að Selkoti, svo segja má að Selkot hafí verið hennar heimili alla tíð. Sjálfur kynntist ég Gróu fyrir rúmum þijátíu árum, og tók það mig ekki langan tíma að skynja það, að þar fór viljasterk og stað- föst kona, sem ekki sóttist eftir athygli annarra. Það var mannmargt í Selkoti og því í mörg hom að líta. Kom sér vel að Gróa var heilsuhraust og hafði mikið starfsþrek. Öll verk léku í höndum hennar, hvort sem það voru bústörfín eða saumaskapur eða hvað annað er með þurfti. Ekki get ég látið vera að minnast á það þegar hún tók fína saumnál í sínar sterku vinnulúnu hendur. Liggja eftir hana sannkölluð listaverk á því sviði. Gróa var ekki allra, en þeir sem hún opnaði hjarta sitt fyrir, fengu - þar gott rými. Dýravinur var hún mikill, og eitt af því sem var henn- ar síðasta verk áður en hún gekk til náða, var að smyija ofan í hund- inn eða hundana eftir því sem við átti. Til er saga af því, að dekrið við einn hundinn hafi gengið svo langt að ein kýrin í fjósinu hafí orðið afbrýðisöm út í hann. Eins og ég segi hér að framan var Gróa staðföst kona og ekki mikið fyrir að láta aðra ráðskast með sig, en sýndi þó engum ofríki. Ekki get ég hermt upp á hana neina tengdamömmubrandara, því það má frekar segja að hún hafi orðið að búa við stjómsemina í mér á seinni árum. Árið 1983 var svo komið, að hún varð að láta í minni pokann fyrir ellinni og vistaðist þá í Hraunbúðum í Vestmannaeyjum. Má segja að þá hafí ég kynnst henni sjálfri að ein- hveiju ráði. Var hún fastagestur á heimili okkar Þóm, svo Iengi sem kraftar hennar leyfðu. Hún var hafsjór af fróðleik um lífið og tilver- una undir Fjöllunum, fór með vís- ur, sagði gamansögur sem vöktu mikinn hlátur. Nutu þar margir góðs af. Tók ég fljótt eftir því að sumir kunningjar sona minna sótt- ust eftir að koma í heimsókn þegar þeir vissu af henni heima. Læknaheimsóknir voru henni ekki að skapi, taldi hún það stakasta óþarfa að vera að tefja þá, því þeir hefðu í nógu að snúast þó þeir væru ekki að tefja við hjá henni. Tók það oft talsverðan tíma að telja hana á að fara á spítala, ef þess þurfti með, en þegar þangað var komið, var eins og hún tæki fram aukaskammt af skemmtisög- um og gamanvísum, og voru heim- sóknir mínar til hennar þangað skemmtilegar, en heimsóknir á spít- ala eru annars ekki ofarlega á vin- sældalista hjá mér. Heimabyggð hennar, Austur-Eyjafjöll, átti hug hennar allan, og nefndi hún það ekki ósjaldan, að hún vildi fara heim. Nú hefur þessi ósk hennar ræst og verður hún jarðsett þar. Ekki verður hún Gróa kvödd hinstu kveðju, nema minnst sé á dvöl hennar í Hraunbúðum síðustu árin. Þar naut hún umhyggju og ástríkis starfsfólksins. Alúðarþakk- ir til ykkar alira. A. Sigurjónsson. Okkur systradæturnar langar að minnast elsku ömmu okkar sem er látin tæplega níræð, eftir stutt veik- indi. Hún dvaldi á Hraunbúðum, heimili aldraðra í Vestmannaeyjum. Amma okkar, Gróa Sveinsdóttir, bjó í Selkoti mestdllan sinn aldur og tók við búi foreldra sinna eftir þeirra dag. Við undirritaðar dvöld- um í Selkoti hjá ömmu okkar og afa mörg sumur. Þaðan eigum við margar góðar og hlýjar minningar. Amma var vinur okkar og jafn- ingi. Hún var mörgum góðum kost- um búin og sérstakur persónuleiki. Þótt við höfum þurft að vinna við öll almenn sveitastörf voru ótaldar stundir sem „kátt var í Kotinu“, bæði var sungið í fjósinu og dansað með lögunum í útvarpinu. Aldrei var farið að sofa á kvöldin án þess að taka fram spil og nokkrar um- ferðir af „rússa“ spilaðar. Mörg minningarbrot koma fram í hugann þegar við riijum upp sveitasæluna. Flest þeirra eru tengd ömmu á einn eða annan hátt. Eitt er það sem undirstrikar t.d. sér- kenni ömmu. Hún byijaði seint að reykja eða rúmlega fertug og sagði oft að hún sæi mest eftir að hafa ekki byijað fyrr, en auðvitað mest í gamni. Ekki datt okkkur frænkun- um í hug að heimsækja ömmu öðru- vísi en færa henni sígarettukarton og ófáar ferðirnar fórum við fót- gangandi austur að Skarðshlíð, klyfjaðar tómum ölflöskum og höfð- um vöruskipti á þeim fyrir sígarett- ur og sælgæti. Elsku amma, okkur er ljúft að minnast allra góðu stundanna sem við áttum með þér í Selkoti og við kveðjum þig með þakklæti og virð- ingu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Anna, Gróa, Inga og Jóna. Ástkær amma mín, Gróa Sveins- dóttir frá Selkoti, Austur-Eyjafjöll- um, er látin, 89 ára gömul. Eflaust hefur hún stigið með sömu tigninni yfir móðuna miklu eins og önnur skref sem hún tók í tilveru sinni hér á jörð. Hún dvaldist í Hraunbúðum í Vestmannaeyjum síðustu árin, í hlýju og öruggu umhverfi frábærs starfsfólks sem ég færi bestu þakk- ir fyrir sérstaka hlýju og umhyggju í garð ömmu, því stundum gat hún bæði verið dálítið þijósk og föst fyrir eins og oft er um fólk sem elst upp í hörðu og erfiðu um- hverfi eins og þeir sem fæddir eru í upphafi aldarinnar, þar sem menn urðu að lifa af eigin mannkostum og dugnaði. Eftir að amma fluttist til Eyja hafði hún ævinlega heimþrá, þráði fjöllin, skepnurnar, lækjarniðinn og sveitina. Að öðrum ólöstuðum held óg að Þóra og Steini hafi gert það að verkum að amma sætti sig við dvöl- ina í Eyjum, því þau voru óþreyt- andi að heimsækja hana, segja henni fréttir og gefa henni kannski eitt og eitt sherrý-staup. Er ég viss um að margir aðrir á dvalarheimil- inu munu sakna þess er Þóra hætt- ir að koma reglulega í heimsókn með sína léttu og skemmtilegu framkomu. Ung giftist amma Gissuri Gissurarsyni, sem látinn er fyrir tíu árum. Er þau hófu búskap tóku þau við jörð foreldra ömmu, sem var Seikot og bjuggu þau mestan sinn búskap þar. Ábúendur þar nú eru Kolbeinn og kona hans Hall- dóra. Margir kunna að gera fyrstu búskaparárum ömmu og afa betri skil en ég og læt ég öðrum það eftir. Örlögin í lífi mínu höguðu þvi svo til að ég hafði mikil samskipti við ömmu og afa er ég var lítill drengur, en sex ára fór ég fyrst í sveit til þeirra og var samfellt í 12 sumur ásamt því að vera þijá vetrarparta líka. Sá tími sem ég var hjá ömmu og afa var mikill skóli, skóli í gömlum dyggðum, vinnusemi og stundvísi. Amma og afi voru að mörgu leyti ólíkir einstaklingar. Afi var mann- blendinn og félagslyndur og hafði gaman af því að bregða sér bæjar- leið, vasast í pólitík og félagsmál- um. Amma var aftur á móti heima- kær og lítið fyrir að fara af bæ, en höfðingi var hún heim að sækja. Eitt atvik er greypt í minningu mína, sem lýsir vel vinnuhörku og ósérhlífni ömmu. Til sveita i gamla daga var skemma þar sem matur- inn var geymdur. Þar var m.a. tunna sem kjöt var geymt í. I tunn- unni var stór steinn sem var farg á kjötinu. Eitt skipti er amma var að bisa við steininn missti hún hann svo þumalputtinn varð á milli og af varð ljótt sár, en það breytti engu um að hún gekk til allra sinna verka sem fyrr, fór í fjósið, mokaði flórinn og gaf á garðann ásamt öllum þeim verkum sem vinna þurfti inni í bæ. Oft undrtaðist maður hvað gamla konan þurfti lítinn svefn. Hún notaði oft kvöldin og fram eftir nóttu til að vinna þau verk sem gera þurfti inni í bæ og fór helst aldrei í háttinn fyrr en allir aðrir voru komnir í ró. Þó var hún alltaf snemma á fótum. Allar skepnur í sveitinni hænd- ust að ömmu, enda umgekkst hún þau af næmni og umhyggju og talaði til þeirra sem mennskar væru. Hennar síðasta verk á kvöldin var að gefa hundunum, Kaski og Spora, vel að borða, enda voru þeir alltaf svo feitir að ekki var hægt að nota þá til smalamennsku. Síðustu árin hafði amma að mestu leyti verið rúmföst og ekki komist um án hjálpar, en til síðasta dags hafði hún skýra hugsun og var hún þakklát fyrir það. Með Gróu Sveinsdóttur bónda er fallinn frá góður íslendingur sem lauk sínu ævistarfí með heiðri og sóma og er ég viss um að góður guð hefur tekið á móti henni með opnum örm- um. Elsku amma, ég mun alltaf minnast þín með eftirsjá og virð- ingu. Gissur Þór Ágústsson. HÖRÐ UR HARALD UR KARLSSON + Hörður Harald- ur Karlsson bókbandsmeistari var fæddur að Ár- sól á Akranesi hinn 3. september 1923. Hann lést á Borgar- spítalanum 21. des- ember síðastliðinn. Foreldrar Harðar voru Þórbjörg Jóns- dóttir, f. 1899 í Flekkuvík á Vatns- leysuströnd, d. 1976, þekkt sauma- kona á íslenskan búning, og Karl Haraldur Jónsson, f. í Laufási á Akranesi 1890, d. 1967. Karl lauk prófi frá Stýrimannaskó- lanum 1913, en var vörubif- reiðastjóri að atvinnu. Systkini Harðar eru: Hrefna, f. 1917, d. 1964, Hulda, f. 1918, d. 1980, Heinrick, f. 1921, d. 1986, og Þórir, f. 1925, hann er búsettur erlend- is. Hörður kvæntist Rögnu Hjördísi Bjarnadóttur, f. 8.11. 1922 og lifir hún mann sinn. Þau áttu tvö börn: 1) Bjarni, f. 8.2. 1950, kvæntur Kolbrúnu Þórðardóttur, f. 30.11. 1950. Þau eiga þijú börn, Þórð, f. 22.5. 1974, Hörð, f. 9.11. 1978, og Tinnu, f. 14.7. 1981; 2) Þórbjörg, f. 9.10.1951, gift Pétri Magnús- syni Hanna, f. 6.9. 1953, þau eiga eitt barn, Margréti, f. 26.10. 1977. Áður en Þórbjörg giftist átti hún eina dóttur, Hjördísi Rögn Baldursdóttur, f. 17.11. 1973. Útför Harðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag. Vinirnir koma og kynnast og fara kvaðning til brottfarar lífið er allt. (Freysteinn Gunnarsson) Öll eigum við þá ósk og þrá að fá að lifa sem lengst á meðan heilsan bregst ekki, en við vitum líka að lokastundin kemur og þá eigum við að vera við henni búin, en hver er það? Er systir mín flutti mér þá harmafregn að Hörður væri látinn, kom það mér ekki á óvart. Hörður átti við veikindi að stríða undanfar- in ár enda þótt hann flíkaði því ekki og seinustu vikumar var hann á Borgarspítalanum og var orðið ljóst að hveiju stefndi. Hörður hóf nám sitt í bókbandi 1943 og lauk því með sveinsprófí 1947. Meistarabréf sitt fékk hann 1953. Hann lærði hjá hinum þekkta bókagerðarmanni Brynjólfi K. Magnússyni í Nýja bókbandinu. Hörður var orðlagður fyrir vand- virkni, enda lagði hann sig allan fram við iðn sína. Hans sérgrein var gylling bóka og fórst honum það svo vel, að jafnvel aðrir bókbindarar fengu hann til að gylla bækur fyrir sig. Hörður vann í Nýja bókbandinu frá 1943-1967, en þá gerðist hann verkstjóri í Amarfelli og var þar til 1975 er hann fór til prentsmiðjunn- ar Hóla þar sem hann vann til 1987. Síðustu árin vann hann í Prentsmiðj- unni Odda eða þar til hann hætti vegna aldurs 1993. Fljótlega beindist hugur Harðar að félagsmálum bókagerðarmanna og er Félag bókbandsnema var stofnað árið 1946 var hann kjörinn fyrsti formaður þess. Hann var í stjórn BFÍ í mörg ár og var þar m.a. varaformaður. Honum voru falin mörg trúnaðarstörf fyrir fag- félag sitt. Hinn 4. júní 1949 steig Hörður eitt sinna gæfuspora, er hann kvæntist Hjördísi Bjarnadótt- ur og flutti á Hallveigarstíg 9. Mannlífíð á Hallveigarstíg 9 var dálítið sérstakt á þessum árum. Þá bjó þar ekkjan Margrét Hjörleifs- dóttir ásamt fyómm uppkomnum börnum sínum, en Margrét hafði misst mann sinn, Bjarna Guðnason trésmíðameistara, 1940 af afleið- ingum slyss. Böm Margrétar vom, í aldursröð: Guðni Þór, Ragna Hjör- dís, Haukur og Erla Bryndís. Þegar hér var komið sögu voru bræðumir kvæntir og bjuggu í þessu stóra fjöl- skylduhúsi. Þegar Hjördís og Hörð- ur giftust hófu þau einnig búskap sinn í húsinu og Erla sömuleiðis þegar hún giftist. Þetta var því sannkallað fjölskylduhús. Þar áttu öll böm þessara systkina sín fyrstu spor, en þau em sjö að tölu. Þarna var lifað í sátt og samlyndi þar sem ættmóðirin Margrét ríkti og fylgdist með börnum sínum og barnabörn- um. Þannig leið tíminn fram um 1960 en þá fór að koma los á, bömin stækkuðu og kröfurnar um stærra húspláss varð aðkallandi. Ibúðirnar vom allar litlar eða um 53 fm að stærð og þætti lítið nú til dags. Hörður og Hjördís fluttust á Kapla- skjólsveg 41. Þar undu þau hag sín- um vel. Hörður hafði lítið afdrep í risinu fyrir ofan íbúðina þar sem hann gat bundið inn bækur sínar, en hann átti mikið af bókum fagur- lega innbundnum og skreyttum gyll- ingu. Hjördís aðstoðaði hann við saumaskapinn og var sérlega vand- virk við þá iðju. Útsýnið úr gluggum þeirra á fjórðu hæðinni var mikið og fagurt og reyndist þeim erfitt að sætta sig við að þurfa að fara af Kaplaskjóls- veginum. Nú síðast voru þau á Eið- istorgi 5 þar sem útsýnið yfír flóann var ekki síðra. Hörður var ekki mannblendinn en traustur og hjálpsamur þeim er til hans leituðu. Hann var barngóður og lagði sig fram við að kenna þeim að umgangast bækur og bera virð- ingu fyrir þeim, því í augum Harðar var bókin dýrgripur. Nú er Hörður horfinn á vit hins ókunna, þar sem víðáttan og útsýn- ið er eflaust ótakmarkáð. Við þökkum Herði fyrir vináttu hans við okkur og sendum Hjördísi og börnum þeirra, Bjarna og Þór- björgu, innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Harðar H. Karlssonar. Haukur og Þórunn. Ef ég lít til baka og rifja upp æsku mína, þá get ég sagt að hann afi minn hafí verið stór þáttur í lífi mínu. Heimili þeirra á Kaplaskjólsveg- inum var sem mitt annað heimili, þar sem amma var heimavinnandi og passaði okkur systurnar alla okk- ar barnæsku. Afi hafði næmt auga fyrir nátt- úrufegurð og minnist ég ótal margra ferða, sem við fórum saman, nöfn- urnar og afi, eitthvað upp í sveit með nestiskörfu, gjarnan stoppað á Laugarvatni, en sá staður var bæði afa og okkur öllum mjög hjartfólg- inn. Við fórum oft á góðviðrisdögum niður á höfn að skoða skipin, niður að Tjörn að gefa öndunum, í Vestur- bæjarlaugina eða bara í bíltúr til að kaupa ís. Alltaf var afí til í að fara út og gera eitthvað skemmtilegt. Hve oft hef ég ekki -heyrt söguna af því, er ég labbaði þvert yfir stofu- gólfíð í fyrsta sinn, aðeins níu mán- aða, beint í fangið á afa mínum. Þetta var á afmælisdaginn hans og kvað þetta hafa verið skemmtileg afmælisgjöf. Elsku afi minn, ég sakna þín sárt og eitt af því dýrmætasta sem ég á eru minningarnar um þig. Þú munt alltaf vera hjá mér í anda, því Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg, en anda, sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið. (Jónas Hallgrímsson) Iljördís Rögn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.