Morgunblaðið - 30.12.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
AFMÆLI
FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994 37
KRISTINN REYR
ÓHEIMSKUR maður
kvað eitt sinn hafa lát-
ið svo um mælt að ljóð-
skáldum mætti til
hægðarauka skipta í
tvo hópa. í öðrum
hópnum væru þau
skáld sem hefðu sára-
fáa strengi á skáld-
hörpu sinni, jafnvel
aðeins einn, en fæð
strengjanna bættu þau
sér upp með því að
hemja ásláttinn og
fága bogadráttinn
þeim mun meir, nostra
við sín fáu grip og verða á endanum
meistarar á sínu þrönga sviði. Slík
skáld væru í rauninni ævilangt að
yrkja sama kvæðið. Og ekki vant-
aði heildarsvipinn á fábreytileikann.
í hinn hópimí skipaði hann svo þeim
skáldum sem á hörpu sinni ættu
marga og einatt ólíka strengi og
hefðu vald yfir breytilegustu geð-
hrifum. Þau gætu vissulega náð
hátt og kafað djúpt, en oft skorti
á heildarsvipinn — eða einhæfnina
— í verki þeirra. Og ef þau að auki
leyfðu sér að gantast með háleit-
ustu hluti eins og t.d. sjálfa ástina,
heimspekina, pólitíkina og hvað
þetta allt nú heitir, þá væri hætt
við að þeir sem úthluta mönnum
bókmenntasögu létu sem þeir vissu
ekki af þeim.
Ég fæ ekki séð að þetta sé óvitur-
legri flokkun á skáldum en hver
önnur. Og mér kemur hún til hugar
um þessar mundir í tilefni af átt-
ræðisafmæli Kristins Reyrs, því að
ég leyfi mér að telja
hann til síðamefnda
hópsins — með allan
sinn fjölda margbreyti-
legra ljóða gegnum tið-
ina, og reyndar jafn-
framt sökum þess, að
listagyðjan hefur verið
örlát við hann á fleiri
en einu sviði. Hún
færði honum ekki að-
eins ljóðahörpu, heldur
einnig hljómborð og
pentskúf. Og hann
hlýddi ungur kalli
hennar og hefur á
langri ævi ávaxtað pund sitt í fjölda
bóka, málverka og sönglaga, sem
öll þjóðin þekkir.
Samt er það ljóðskáldið Kristinn
Reyr sem stendur huga mínum
næst, og þar hygg ég að honum
hafi að jafnaði tekizt bezt.
Fyrir um það bil tuttugu árum
var ég staddur þar sem verið var
að ræða um ung skáld þeirra tíma,
ýmis nöfn voru nefnd og sitthvað
sagt, eins og gengur. Einhver við-
staddra nefndi þá nafn Kristins
Reyrs, og segir þá annar eitthvað
á þá leið að hæpið sé að telja hann
með, því að hann sé nálægt sex-
tugu. Þá varð sá fyrri snöggur til
svars og sagði: „Það má vera, en
hann bara yrkir eins og ungt skáld
— ekki eins og gamall maður.“ Mér
fannst þetta afbragðs gott svar og
segja meira um Kristin sem skáld
en þó að í lengra máli hefði verið.
En tíminn líður, þessi óræða stað-
reynd, sem ég vil endilega telja til
höfuðskepnanna. Og svo er almætt-
inu fyrir að þakka, að skáld geta
sum hver orðið gömul að aldri, þótt
þau haldi áfram að vera ung í and'
anum.
Nú hefur Kristinn sannað það,
þó að það liggi við að vera feimnis-
mál að hann skuli hafa náð svona
virðulegum aldri. En það er bara
líkami hans sem er þetta roskinn.
Þegar ég tala við hann finn ég eng-
an mun frá því sem hann var þegar
ég kynntist honum; þá var Island
enn konungdæmi. Ög listirnar í
landinu stóðu á tímamótum, þar
sem ungir menn neituðu að trúa
því að ferðin væri án fyrirheits.
Heilli heimsstyijöld var senn að
ljúka, og framtíðin var okkar...
Umsvif Kristins um dagana hafa
verið mikil og heilladijúg, bæði á
sviði verzlunar og félagsmála. Mér
finnst ekki viðeigandi að fara að
rekja þau í skrifi eins og þessu, sem
ekki er minningargrein heldur smá
afmæliskveðja. Þó get ég ekki stillt
mig um að nefna ötult starf hans
um langt árabil í baráttumálum rit-
höfunda, sem fæstir af kollegum
hans vita um nú, því að flestír af
samstarfsliðinu eru hættir félags-
störfum og jafnvel gengnir undir
græna torfu. Þetta var einkum á
sjöunda og áttunda áratugnum, eft-
ir að hann fluttist aftur til Reykja-
víkur og verzlunarvafstrið var hon-
um ekki lengur fjötur um fót. Hann
sat um árabil í stjórn Rithöfundafé-
lags íslands, og var formaður um
tveggja ára skeið. Þá voru samtök
íslenzkra rithöfunda sundruð, illu
heilli, en með tilstyrk Kristins og
fleiri góðra manna tókst smám sam-
an að eyða tortryggni og sundrungu
og stofna heildarsamtök höfunda,
Rithöfundasamband íslands. Um
árabil átti ég ánægjulegt samstarf
við Kristin í félagsstjórninni, og frá
þeim tíma er margs góðs að minn-
ast. Við vorum bjartsýnir þrátt fyr-
ir kalt stríð svo innanlands sem
utan. Við vorum t.d. svo bjartsýnir
og djarfir að við steyptum félaginu
í skuld, til þess að geta keypt með
afborgun málverk eftir Jóhann
Briem, til að færa heiðursfélaga
okkar Sigurði Nordal áttræðum.
Mikið vorum við stoltir daginn
þann...
Tíminn. Já. Stundirnar okkar.
Kristinn hefur ort um stundirnar,
og það ljóð hvarflar að mér núna:
Ó, bjarta stund, er sál vor söng
í sólskini um vorið.
Sú blessuð stund, og friður fól
oss frelsið endurborið.
Ó, bljúga stund, og góður guð
í gljúpri bæn oss skildi.
Þú, blíða stund, er ást til alls
var inntak vorrar mildi.
Þær stundir féllu ein og ein
í árásinni á vorið.
Þetta ljóð er sennilega ekki vel
valið á góðu dægri eins og núna.
Beethoven gamli hefði líklega sagt:
Ó, vinir, ekki þessa tóna — heldur
eitthvað gjeðiríkara.
Og það skal gert. Án frekari
málalenginga skal Kristni Reyr
send hjartanleg árnaðarósk í tilefni
dagsins, og þakklæti fyrir alla gleð-
ina sem hann hefur veitt samtíð
sinni. Hann er einn af þeim sem
guðirnir elska — síungur, hversu
gamall sem hann verður.
Elías Mar.
Matur og matgerð
Smáréttir
á nýársnótt
Um áramót lítum við yfír farínn veg og horf-
um vonglöð fram til nýja ársins, segir Krist-
ín Gestsdóttir um leið og hún óskar öllum
landsmönnum gæfu og gengis á árinu 1995.
UM JÓL og áramót er
mikið lesið, bæði nýút-
komnar bækur og eins
aðrar, sem ekki hefur
áður unnist tími til að glugga í.
Bóndi minn les mun meira en ég
og gef ég honum orðið í þessum
síðasta þætti ársins: Bókin, „For
The Love of God“ kom í hendur
mér í haust. í henni lýsa 26 mann-
eskjur reynslu sinni, meðal þeirra
Dalai Lama og Móðir Teresa,
einnig Ken Keyes Jr., sem segir
svo: „Þegar hér var komið sögu
var ég mjög ánægður með sjálfan
mig, rak ábatasöm viðskipti um
þver og endilöng Bandaríkin. Ég
var að sigla á stóru lystisnekkj-
unni minni nálægt Bahamaeyjum
þegar ég skyndilega fann kraft,
sem ég get ekki annað en kallað
heilagan. Mér fannst sem ég sam-
einaðist umhverfi mínu. Allt sem
ég sá var sem kæmi innra frá
mér, eins og það væri hluti af
sjálfum mér. Hvort heldur það var
fugl, sem flaug framhjá, hreyfing
öldunnar, vélar snekkjunnar eða
fólkið í kringum mig, allt rann
saman í eitt með mér.“ Lengri er
þessi frásögn, en þarna urðu
þáttaskil í lífi Ken Keyes. Hann
fór að nota auð sinn til að láta
gott af sér leiða í stað þess að
vera honum háður. Ég bar þetta
í tal við vin minn, en þá riíjaðist
upp fyrir honum að í kvæðinu „Eg
fann“ eftir Magnús Gíslason, lýsir
skáldið þessari sömu reynslu. Ríki
maðurinn á snekkju sinni undan
Bahamaeyjum og fátæka ljóð-
skáldið í herbergi sínu í Gijótagöt-
unni urðu samstiga í reynslu-
heimi, sem við hin skynjum
kannski helst er við sjáum fyrstu
kríuna að vori eða þegar við verð-
um hugfangin af sólarlaginu.
Þetta skulum við hugleiða þegar
við lítum vonglöð til ársins 1995.“
Nú eru jarðarber ekki lengur
árstíðabundin og blæjuber fást
alltaf. Er skemmtilegt að bera
bæði þessi ber fram súkkulaðihúð-
uð.
Auðveldasta aðferð við að
bræða súkkulaði:
1. Hitið bakaraofn í 170-180°C.
2. Leggið súkkulaðiplötu á þykk-
an eldfastan disk eða skál. Súkk-
ulaðið bráðnar á um 7 mínútum.
Notið ekki örbylgjuofn, þar sem
diskurinn hitnar ekki í honum.
Súllulaðið helst lengi mjúkt á heit-
um diskinum og hægt er að sitja
við verkið.
Súkkulaðihúðuð
blæjuber og jarðarber
1. Flettið blæjunni upp á blæju-
berinu, haldið um hana og dýfið
berinu í súkkulaðið. Leggið berin
á smurðan álpappír.
2. Haldið um laufið á jarðarberinu
og smyijið súkkulaðinu um berið.
Leggið berin á smurðan álpappír.
Þennan rétt er fljótlegt að búa
til þótt það geti virst flókið við
fyrstu sýn. Þetta er einstaklega
fallegur og góður réttur.
Spínat/laxarúllur
200 g frosið spínat
15 g smjör (1 smópakki) —
nýmalaður pipar —
Va tsk. múskat __
6 stóregg, aóskilin __
tsk. salt __
200 g hreinn rjómaostur ____
1 tsk. sítrónusafi _
200-300 g reyktur lax eða —
silungur
1. Þíðið spínatið, setjið smjör, pip-
ar og múskat í pott, hafið meðal-
hita. Setjið spínatið út í og sjóðið
við hægan hita í 7 mínútur. Kæl-
ið og saxið mjög fínt, helst í kvöm
(matvinnsluvél).
2. Setjið eggjarauður og salt í
skál og hrærið vel saman. Bætið
spínatinu út í og hrærið vel. Þeyt-
ið þá hvíturnar og blandið varlega
saman við.
3. Setjið bökunarpappír á bök-
unarplötu, smyijið deiginu
jafnt um bökunarpappírinn.
4. Hitið bakaraofninn í 200°C,
blástursofn í 190°C, setjið plötuna
í ofninn og bakið í um 12 mínútur
eða þar til þetta er orðið þurrt.
Deigið blæs upp en sígur síðan
niður aftur. Hvolfið á hreint
stykki, leggið annað stykki yfir.
5. Hitið ijómaostinn örlítið t.d. í
örbylgjuofni, setjið sítrónusafa
saman við hann.
6. Skerið eggjaspinatkökuna í
þrennt langsum. Smyijið íjómaost
á renningana, alveg út á brún
öðrum megin, en skiljið 2 cm kant
eftir hinum megin.
7. Skerið laxinn/silunginn í 2 cm
breiðar ræmur, leggið ræmu eftir
endilangri eggjakökunni. Vefjið
saman langsum svo að þetta sé
örlítið á misvíxl. Vefjið stykkið
þétt að rúllunni. Kælið.
8. Skerið í beinar sneiðar áður en
þetta er borið fram, eins og snúð-
ar. Athugið að þurrka með eldhús-
pappír af hnífsblaðinu eftir að
hver sneið hefur verið skorin.
Athugið: Rúllurnar geym-
ast í 1-2 daga í kæliskáp
en má ekki frysta.
ÉG FANN
Éo fann a8 sát mín andalíi í ðllum
etnum jarðar.dýrum, kotum,hö(lum.
í konungij-sem týðurveitti lotning,
íListog fttgurS tignaðri sem drottning.
Eg var meS þe>m, er vegum héðu og ruddu,
var rsefillinn, sem aðnr leiddu og sluddu,
m«8 læknum þeim,er graeddu sollnu sárin
— í sárunum, er ftjóta télu tárín.
Eg var bsenin bandingjans í katti,
hmn breyski maður, sökin að hans falti.
Egvarmeð" Þeim, er Þotdu höggin hörðu,
í hópi Þeirra;er raendu bá og böráu.
Ég alls er vinur, hvar sem leiðir tíggja,
Ljos og ylur, Þegar fer ais skygaja,
með Þeim,erst^njð á grjóti götu sinnar,
grátin hrynja tár min Þeim um kinnar.
Magmís Gíslason.
Gamláis-
kvöld
ékw0 mé
MG: Svala Bo.
MC: Daniel
DI: Margeir
DI: Maggi Legó
DI: Robbi Rap
DI: Agzilla
DI: GrétarG.
Slagverk
Tóti og Ýmir
Trommur og effektar
Bix
Live P.A.
Spacemanspliff
Miðaverð
1.500
í forsölu
Fsisl I vorsluniniii
Síóri bróðir,
Laugavegi 8.
18
ára
aldurstakmark.
Skilríki skilyrði.
ÍCASABLANCA.
SKÚLAGÖTU30