Morgunblaðið - 30.12.1994, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 30.12.1994, Qupperneq 42
42 FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ V I K I N G A tmm Vinningstölur miövikudaginn: 28.12.1994 I VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING lEK 6 af 6 1 39.570.000 5 af 6 ItjB+bónus 0 1.865.486 1k1 5 af 6 5 43.930 iEl 4 af 6 226 1.540 Iri 3 af 6 HAB+bónus 917 160 -mam —----------•--———•----------- ftJF Uinningur: fór til Danmerkur Aöaltölur: 2)(lÝ3 17Y19Y45 BÓNUSTÖLUR Heildarupphæð þessa viku: 42.149.896 áisi.: 2.579.896 UPPUÝSINGAR, SÍMSVARJ 01*08 15 11 LUKKULlNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 BIRT MED FYRIRVARA UM PRENTVILLUR EinkaLp/faStofan Eigendur einkaleyfísumsókna athugið: Á yfirstandandi ári hófst gjaldtaka árgjalda af umsóknum um einkaleyfi fyrir tæknilegum uppfinningum sem lagðar voru inn á árinu 1992 eða fyrr. Á næsta ári, 1995, hefst sams konar gjaldtaka af umsóknum sem lagðar voru inn á árinu 1993. Þessi árgjaldataka er samkvæmt ákvæðum laga nr. 17/1991 og reglugerðar nr. 513/ 1993. Fyrst gjaldfalla árgjöld fyrir þtjú gjaldár, þ.e. þau tvö ár sem hðin eru frá umsókardegi á árunum 1992 og 1993, eða frá þeim almanaksdegi á árinu 1992 sem samsvarar umsóknardegi eldri umsókna, auk árgjalds fyrir þriðja gjaldárið sem byrjar að líða á árinu 1994 eða 1995. - Eftir þetta skal greiða árgjald fyrir eitt ár í senn. Gjalddagi árgjalda er síðasti dagur þess mánaðar sem umsókn var lögð inn. Heimilt er að greiða árgjöld allt að þremur mánuðum fyrir gjalddaga eða, með tilskilinni hækkun (20%), innan sex mánaða frá gjalddaga. Ef árgjöld eru ekki greidd innan ofangreinds frests verður umsókn afskrifuð. Gjalddagi fyrir allar umsóknir sem lagðar voru inn á tímabilinu jan.- nóv. 1992 eða fyrr er liðinn, en gjalddagi umsókna, sem lagðar voru inn í desember, er 31. þessa mánaðar. - Einkaleyfa- stofan hvetur umsækjendur (eða umboðsmenn þeirra), sem enn hafa ekki greitt árgjöldin, að gera það hið fyrsta. Ef ofangreindur sex mánaða frestur er liðinn, þegar auglýsing þessi birtist, geta umsækjendur, sem færa sönnur á að þeir hvorki hafi vitað né mátt vita um þetta nýja gjaldakerfi, hugsanlega komið í veg fyrir að umsóknirnar falli endanlega úr gildi ef þeir hafa samband við stofnunina fyrir lok febrúar 1995. Nýársdagur Húsið opnað kl. 19.00 Fordrykkur: Pomsardin Matseðill: Flumar í kampavíní og engifer Kalkúnaseyði Royal Steikarþrenna á villisveppasósu (lambahryggur, hreindýr, önd.) Tvær teg. af ís í súkkulaðibolla mangó Kaffí og konfekt. Dansað til kl. 03 Aðeins kr. 5.500 Veitingahmið Nausl BorSnpantanir í síma 17759 Qleðilegt ár! iiv;: ■ 'I:; v; V ÍDAG Farsi „Herro- dómari,, þessL mtzéur LýstL st/ÖL- áidefrfngi, m'inum nzng/egoosejn óþektíjm" Pennavinir FRÁ Ghana skrifar 26 ára einhleyp háskólastúlka með margvísleg áhugamál: Patience B. Blay, Ashanti Avenue, P.O. Box 864, Cape Coast, Ghana. FIMMTÁN ára sænskur pilt- ur með áhuga á frímerkjum, víkingasögum og tónlist: Karl Emil Boethins, Weckla Solhem, 642 94 Flen, Sverige. BRESK húsmóðir sem getur ekki um aldur eða áhugamál: Carol Jarman, 18 Poplar Close, Biggleswade, Beds SG18 OEW, England. ÁTJÁN ára japönsk stúlka með margvísleg áhugamál, m.a. bréfaskriftir, verslunar- ferðir, matseldun: Takako Imada, Minami 6-1-217, Satukigaoka Suita-shi, Osaka-hu, 565 Japan. ÍTALSKUR 33 ára húsbóndi sem á þriggja ára dottur. Hefur mikinn áhuga á Is- landi: Morino Baquetto Roberto, Via Lavagna 5, I 10126 Torino TO, Italy. BANDARÍSK 71 árs kona, fyrrum hjúkrakona í banda- ríska flughernum, með margvísleg áhugamál: Johanna Gloe, 214 Taylor St., Two Rivers, Wis 54241, U.S.A. FRÁ Ghana skrifar 25 ára einhleyp háskólastúlka með almenn áhugamál: Yaa Ashantiwaa, Ashanti Avenue, P.O. Box 864, Cape Coast, Ghana. SEXTÁN ára japönsk stúlka með áhuga á íþróttum, tón- list, píanóleik og bréfaskrift- um: Tomoko Kobayashi, 2-22-16 Koyodai, Hannan-shi, Osaka, 599 Japan. SAUTJÁN ára norsk stúlka sem lærir íslensku í skóla sínum vill endilega eignast pennavini til að geta æft sig í málinu. Hún sturidar hand- knattleik og leiklist: Trude Eriksen, Ole Reistadsgate 11, 4021 Stavanger, Noreg. VELVAKANDI Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Kveðja frá Karli Georg KARL Georg frá Saurum í Súðavík bað Velvakanda um_ eftirfarandi kveðju: Ég þakka öllum hjart- anlega fyrir allt það sem gert hefur verið fyrir mig vegna snjóflóðsins sem féll á heimili mitt að Saur- um í Súðavík. Sérstakar þakkir færi ég björgunar- sveitarmönnum Slysa- varnadeildar Súðavíkur, sem ég á líf mitt að launa og öllum þeim, sem hafa veitt mér ómetanlega hjálp. Ég vil færa bestu þakkir tii Súðavíkur- hrepps, Neskaupstaðar- bæjar og allra annarra, sem styrkt hafa mig með peningagjöfum. Megi Guð gefa ykkur öllum gleðileg jól og far- sælt nýtt ár. Karl Georg Guðmundsson, Súðavík. Tapað/fundið Kápur víxluðust á háskólaballi DÖKKGRÁ kvenkápa af gerðinni French Connection tapaðist á há- skólaballi í Perlunni mið- vikudaginn 21. desember sl. Önnur kápa sömu gerðar, en miklu stærri, var skilin eftir. Kannist einhver við þessi mistök er hann vinsamlega beð- inn um að hafa samband við Margréti í Perlunni. Svart kvenveski SVART kvenveski tapað- ist í Perlunni eða þar fyr- ir utan á háskólaballinu miðvikudaginn 21. des- ember. í veskinu voru skilríki ásamt fleiru sem sárt er að missa. Ef ein- hver hefur fundið veskið er hann vinsamlegast beðinn um að hafa sam- band í síma 17775. Gæludýr Langar í páfagauk INGIBJÖRG hringdi til að vita hvort einhver vildi láta páfagauk í búri. Hún sagði að best væri að fá kvenfugl. Sími hjá Ingi- björgu er 876409 og hún er við eftir skrifstofutíma. Kötturinn Aladdín KONAN sem hringdi á annan jóladag út af kett- inum Áladdín, sem nú er týndur, er vinsamlegast beðin um að hringja aftur í síma 33865. COSPER RÓLEG frú. Kaffið kemur, kaffið kemur. Víkveiji skrifar... Iárdaga poppsins hér á landi var algengt að hljómsveitir hétu enskum nöfnum og syngju á ensku. Á seinasta áratug virtist hins vegar sem fleiri og fleiri popparar legðu metnað sinn í að syngja á íslenzku. Nú finnst Víkveija þessi þróun hins vegar vera að snúast til hins verra á ný. Vinsælustu hljómsveitirnar heita Jet Black Joe, Tweety, Bubbleflies eða eitthvað álíka og margar hljómsveitir, einkum þær sem skipaðar eru unglingum, syngja á ensku fyrir landann. Kannski langar alla til að „meika það“ í útlöndum og syngja þess vegna á ensku. Þeir ættu þá kannski að taka þann poppara ís- lenzkan, sem mestri velgengni hef- ur átt að fagna erlendis, Björk Guðmundsdóttur, sér til fyrirmynd- ar. Hún snýr enskum frumtextum sínum upp á íslenzku þegar hún heldur tónleika hér heima og sýnir með því áheyrendum sínum og ís- lenzkri tungu þá virðingu, sem vera Fyrir skömmu birtist á Akur- eyrarsíðu Morgunblaðsins mynd af því, þegar kvenfélagskonur í Framtíðinni afhentu Hlíð, dvalar- heimili aldraðra, ný sjúkrarúm. Blaðamaðurinn, sem skrifaði mynd- artextann, hafði ekki rýnt betur en svo í myndina, að hann skrifaði með góðri samvizku að á henni mætti sjá Framtíðarkonur og „ánægða vistmenn“ í Hlíð við eitt nýja rúmið. Daginn eftir kom eftir- farandi vísa á myndsenditækinu frá Birni Þórleifssyni, deildarstjóra öldrunardeildar Akureyrarbæjar, sem er á bezta aldri og glöggir les- endur hafa væntanlega áttað sig á að var „vistmaðurinn" sem sat á rúminu en gekk um þetta leyti við hækjur vegna meiðsla: Af Framtíð var mér fundinn staður, fim þær gefa af tækjunum. Voðalega virtist glaður vistmaðurinn á hækjunum. XXX Víkveiji hitti fyrir skömmu að máli erlenda konu, sem er nýlega flutt hingað til lands með íslenzkum manni sínum. Hún taldi að það gæti orðið sér til framdrátt- ar að fara á námskeið fyrir nýbúa hjá Rauða krossinum. Kona þessi, sem er vel menntuð dugnaðarkona, var lítið hrifin af því, sem boðið var upp á. Henni fannst fyrirlesarar á námskeiðinu einkum draga fram neikvæðar hliðar íslenzks samfé- lags og hamra á því hvað allt væri hér erfitt og íslendingar fjandsam- legir, i stað þess að benda fólki á þá möguleika og tækifæri, sem fyr- ir hendi væru. Þessa ábendingu ætti ef til vill að taka til greina við skipulagningu námskeiða fyrir nýbúa í framtíðinni. XXX Víkveiji veltir því oft fyrir sér hversu lengi sé hægt að við- halda núverandi Iaunum háskóla- menntaðs fólks á íslandi, einkum hjá hinu opinbera, áður en svo fer að meirihluti ungs fólks, sem fer utan til háskólanáms, hættir að snúa aftur hingað heim. Nýlega frétti Víkveiji af tveimur mönnum, sem höfðu unnið hjá Vegagerð rík- isins, annar sem verkfræðingur, en hinn í sumarvinnu við að tína upp rusl meðfram þjóðvegum. Sá síðar- nefndi fékk mun hærri upphæð út- borgaða en verkfræðingurinn! Væntanlega hefur það spilað inn í að hann hefur átt kost á meiri yfir- vinnu en sá háskólamenntaði, en þetta dæmi segir engu að síður sína sögu um tekjumöguleika háskóla- menntaðs fólks hjá hinu opinbera.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.