Morgunblaðið - 30.12.1994, Page 45

Morgunblaðið - 30.12.1994, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994 45 FÓLK í FRÉTTUM VINDLAR eru vörumerki hins síunga George Burns. Uppákomu frestað að Ast, gaman og rómantík LEIKSTJÓRINN Eric Schaeffer hefur verið ráðinn til að leikstýra Ben Stiller og Söruh Jessicu-Parker í mynd sem nefnist „If Lucy Fell“. Söguþráðurinn er að sögn háleitur með ást, rómantík og gamansömu ívafi. Einn af framleið- endum myndarinnar lýsir henni sem svo: „Hún er eins og „Threesome" tíu árum síðar.“ Fyrirsætan Elle MacPherson mun líklega taka að sér aukahlutverk í mynd- inni. smm ►LEIKARINN góð- kunni George Burns sem er orðinn 98 ára gamall hefur frestað árlegri uppákomu sinni í Caesars Palace í Las Vegas. Hana átti að halda á 99 ára af- mæli kappans. Ástæð- an er sú að hann er að jafna sig eftir alvarlega skurðaðgerð um þessar mundir, eftir að hafa dott- ið í baðkarinu heima hjá sér og fengið höfuðáverka. Engu að síður er byijað að taka borðapantanir fyrir 100 ára af- mæii hans, en þá er hann staðráð- inn í að troða upp, ekki aðeins í Caesars Palace heldur líka í Lond- on Palladium. Burns hefur troðið árlega upp á afmælisdegi sínum í Caesars Palace eða alveg frá því hann komst á tíræðisaldur. Þegar hann var á níræðisaldri endurlífgaði hann leikferil sinn, fékk Óskars- verðlaun fyrir besta leik í auka- hlutverki, en það var fyrir mynd- ina „The Sunshine Boys“ frá árinu 1975, gerðist rithöfundur og gaf út metsöluplötur. Þegar hann var 95 ára varð hann elsti maður i sögunni sem tilnefndur hefur verið til Grammy-verðlauna, en það var á ritvellinum fyrir „Gracie — A Love Story" VEGIJR Söruh Louise- Parker verður sífellt meiri í Hollywood. ELLE MacPherson eins og hún kom bíó gestum fyrir sjónir í myndinni „Sirens". REBECCA og Jack tóku nýlega saman aftur eftir að hafa slitið samvistum fyrir tveimur árum. Enn virðast þó vera blikur á lofti um framtíð sambandsins. Brúðkaupi aflýst LEIKARINN Jack Nicholson hafði uppi áform um að ganga að eiga heitmey sína, Rebeccu Broussard, á nýársdag, en þær áætlanir virðast vera fyrir bí. Rebecca er nefnilega enn ekki sannfærð um að Jack hafi hlaupið af sér hornin í kvenna- málum, þótt leikarinn sé kom- inn af léttasta skeiði og hafi verið býsna lengi að. Sjálfsagt hefur Jack gefið ærið tilefni til efasemda í þeim efnum og Rebecca því ekki vilj- að tefla á tvær hættur. Herma heimildir að hún hafi skilað honum trúlofunarhringnum þannig að ef til vill býr meira að baki en grunsemdir einar um kvennafar Jacks. Guðmundur Haukur skemmtir til kl. 03 Opið á nýársdas Hamraborg 11, sími 42166 » á, ^áteí *}4JÍ<z*tcU Dansleikur frá kl. 24-04 é ★ ★ 18 ára aldurs- takmark — Miðasala daglega yerd kr 2OOO.-H0TEL RLAND á Hótel íslandi —j fr& kl. 13" 17. ________________Sími 68 71 11_____________ Villtasta og bilaðasta staff bæjarins tekur kvöldið með trukki og dýfu. Forsala aðgöngumiða: Jackand Jones Laugavegiðl Sc Kringlunni Levis Laugavegi 37

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.