Morgunblaðið - 30.12.1994, Síða 52
MORGUNBLAÐW, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 691100, SÍMBRÉF 691181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBIj@CENTRUM.IS / AKUREYRI: ÍIAFNARSTRÆH 85
FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Hollenskt flutningaskip fékk á sig brot suður af landinu
Upptökur
Jóns Leifs
Aðstoðar
*
Islendinga
óskað
FORSTÖÐUMENN þýska Þjóð-
fræðisafnsins í Berlín vonast til að
fá styrk til að unnt reynist að festa
kaup á fullkomnum leysibúnaði, sem
nauðsynlegur er til að hlýða á hljóð-
ritanir er tónskáldið Jón Leifs gerði
hér á landi á þriðja áratugnum. Upp-
tökur þessar fundust við sameiningu
þýsku ríkjanna en þær voru hluti af
herfangi því sem herafli Sovétríkj-
anna hafði á brott með sér frá Berlín
í lok síðari heimsstyijaldar.
Kostnaður 80 - 100 milljónir
Dr. Suzanne Ziegler, starfsmaður
Þjóðfræðisafnsins, segir að leysibún-
aður sá sem festa þurfi kaup á kosti
um 80 til 100 milljónir króna. í þjóð-
lagadeild safnsins er nú að fmna um
30.000 upptökur sem Sovétmenn
höfðu á brott með sér en gáfu síðan
Austur-Þjóðverjum. í þessu safni
hafa fundist 76 upptökur eftir Jón
Leifs og eru 11 þeirra frumupptök-
ur. Hljóðritanirnar voru gerðar á
vax-sívalninga og eru sérlega vand-
meðfarnar. Af þeim sökum hefur enn
ekki reynst unnt að hlýða á þær.
Dr. Suzanne Ziegler kveðst vonast
til að einhverjar upplýsingar um
hljóðritanir þessar sé að finna á ís-
landi. Hún segir einnig mikilvægt
að fram komi beiðni af hálfu íslend-
inga um að upptökur þessar verði
varðveittar og fyrirspurn um þessi
verk tónskáldsins. Telur hún það
auka líkur á að nauðsynlegir styrkir
fáist.
Líklegt er talið að upptökur þessar
hafí að geyma lög við ljóð margra
þekktustu skálda þessa lands. „Þarna
eru án nokkurs vafa lög sem hvergi
eru til annars staðar og enginn
kann,“ segir Dr. Suzanne Ziegler.
■ Herfang/26
Sjö skipverjum og ung--
barni bjargað með þyrlum
HOLLENSKA flutningaskipið Hend-
rik B, sem er um 2.200 rúmlestir,
sendi út neyðarkall um hádegisbil í
gær, þar sem kominn var leki að
skipinu og dælur höfðu ekki undan.
Skipið var þá statt um 100 sjómílur
suðsuðvestur af Vestmannaeyjum.
Hafði það fengið á sig brotsjó, en á
þessum slóðum voru í gær norðaust-
an 9 vindstig og ölduhæð um 10
metrar. Átta manns voru á skipinu,
þar af eitt ungbarn. Fólkið var flutt
til Reykjavíkur með þyrlu Landhelg-
isgæslunnar og tveimur þyrlum
varnarliðsins. Tvö þúsund tonn af
fóðurbæti voru í skipinu sem lesta
átti í Reykjavík á vegum Samskipa.
Landhelgisgæslan var í sambandi
við skipið frá því í fyrrinótt á um
klukkustundar fresti. Neyðarkall
barst fyrst í gærmorgun, en það var
afturkallað, þar sem skipveijar töldu
sig ráða við lekann. Um hádegisbil
var neyðarkallið síðan endurtekið og
___réðst þá ekki við lekann.
Átta manns um
borð í þrjár þyrlur
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-
SIF, var þá í eftirlitsflugi og var
henni snúið til Vestmannaeyja, þar
sem hún tók eldsneyti, og Fokker-
flugvél Landhelgisgæslunnar var
einnig send á vettvang. Einnig var
björgunarsveit varnarliðsins kölluð
út og komst hún af stað um kl. 15.
Með Fokker-vélinni fóru læknir
og sigmaður til Vestmannaeyja þar
sem þeir fóru um borð í þyrluna.
Fokker Landhelgisgæslunnar
kom yfir skipið rétt fyrir klukkan
15. Þá var formastrið brotið en ekki
mikla slagsíðu að sjá á skipinu og
hélt það sjó. Gæsluþyrlan var komin
Morgunblaðið/Sverrir
NADIA litla, sem er átta mánaða gömul, með foreldrum sínum, Filip og Cisku Bruins, þegar þau
voru komin heil og höldnu inn á Hótel Loftleiðir. Hún fór fyrst á sjó þegar hún var sjö vikna gömul.
á staðinn um klukkan 15.30 og voru
fimm skipveijar og ungbarnið hífð
frá borði. Þá voru tvær þyrlur varn-
arliðsins á leið að skipinu og tóku
þær þá tvo menn sem eftir voru,
einn mann í hvora þyrlu.
Sigurður Gíslasonn, sigmaður Land-
helgisgæslunnar segir björgunina
hafa verið erfiða vegna þess hve
skipið hjó mikið. Það hafi sveiflast
um 25 metra frá lægsta að hæsta
punkti. Hann hafi í raun ekki séð
það svartara. Auk þess hafi hann
aldrei bjargað ungbarni áður.
Ekki oftar með
barnið á sjó
Barnið er átta mánaða dóttir vél-
stjórans, Filips Bruins, en hann er
bróðir skipstjórans Klaas. Móðirin,
Ciska, segist hafa haft stúlkuna,
Nadiu, með sér á sjó frá því hún var
sjö vikna gömul. Hún ætli sér þó
ekki að taka hana oftar með sér
eftir þessa svaðilför. Hún hafi óttast
mjög um líf sitt og dóttur sinnar og
hafi verið ákaflega fegin þegar þyrl-
an kom.
■ Hef ekki séð/6
Magnús
íþrótta-
maður ársins
MAGNÚS Scheving, þolfimimað-
ur, var í gærkvöldi útnefndur
íþróttamaður ársins 1994 af Sam-
tökum íþróttafréttamanna.
Magnús varð íslandsmeistari í
þolfimi á árinu, Evrópumeistari
með miklum yfirburðum og lenti
loks í öðru sæti á heimsmeistara-
mótinu. Síðla árs sigraði hann á
sterku boðsmóti í Suður-Kóreu.
■ Sýnir að allir eiga/Cl
Tveir piltar í Yestmannaeyjum slösuðust þegar glerkrukka fyllt púðri sprakk
Heyrði hvell og greip fyrir andlitið
SEXTÁN ára piltur frá Vestmannaeyjum,
Finnur Freyr Harðarson, skarst illa í andliti
og meiddist á augum og læri þegar glerkrukka
fyllt púðri sprakk um hálfan metra frá andliti
hans um kl. 20.30 á miðvikudag. Vinur hans
meiddist einnig nokkuð, skarst á höndum og
enn er ekki ljóst hvort heyrn hans skerðist
eitthvað vegna sprengingarinnar. „Við vorum
að fíflast niðri við áhaldahús," segir Finnur
Freyr. „Við bjuggumst ekki við að þetta yrði
svona mikil sprenging.“
„Ég fattaði þetta ekki fyrst,“ segir Finnur.
„Það eina sem ég man er að ég heyrði bara
hvell og greip fyrir andlitið. Ég var að fara
að hlaupa í burtu þegar þetta bara sprakk.
Ég hélt að ég hefði hálfa mínútu til þess að
koma mér í burtu.“ Félagar hans, en þeir
voru um átta saman, sáu að hann var alblóðug-
ur og fór hópurinn þá upp í félagsheimili.
Þaðan var hringt á lögregluna.
Heldur líklega sjóninni
Finnur liggur nú á augndeild Landakotsspít-
ala þar sem verið er að kanna meiðslin á
augunum. Læknir Finns, Friðbert Jónasson,
segir að hann sé með tvö sár í gegn á hægra
auga og eitt á því vinstra, en hann sé sæmi-
lega bjartsýnn á að Finnur haldi sjóninni. Einn-
ig séu blæðingar á hægra auga. Sjálfur segir
Finnur að sig svíði í augun, hann sjái enn allt
í móðu og sé ljósfælinn. Sér líði vel að öllu
Morgunblaðið/Þorkell
FINNUR Freyr Harðarson á Landakoti
í gær. Andlit hans er þakið smáum sár-
um eftir glerbrot sem þeyttust í allar
áttir þegar glerkrukka full af púðri
sprakk um hálfan metra frá andliti hans.
öðru leyti. Við sprenginguna þeyttust smá
glerbrot í andlit hans, sem illmögulegt er að
ná úr.
Einnig tættist í sundur vetrargalli sem Finn-
ur var í og telur hann að verr hefði farið ef
hann hefði ekki verið í gallanum. Á einum
stað fór líklega járnbútur í gegnum gallann
og gallabuxur og er Finnur með skurð á lær-
inu og mar í kring. Finnur segir að á tveimur
öðrum stöðum hafi verið göt á gallanum, en
þeir hlutir sem því hefðu valdið ekki komist
alveg í gegn.
Fór að fikta með flugelda tíu ára gamall
Púðrið var í glerkrukku sem límt var yfir.
Finnur Freyr segir að eitthvað hafi farið úr-
skeiðis, líklega hafi lekið úr rokeldspýtu ofan
í krukkuna, sem sprakk samstundis.
Finnur segist fyrst hafa farið að fikta með
púður og flugelda þegar hann var tíu ára
gamall. „Þetta er vinsælt viðfangsefni allt
árið ef maður á efnið,“ segir hann. „Maður
lærir af öðrum. Þetta er fikt og það er keppt
um hver geti búið til stærstu bombuna."
Móðir Finns Freys, Sólveig Arnfinnsdóttir,
segir að strákarnir hafi oft verið að fíkta með
flugelda, en lítið hafi þýtt að biðja þá um að
hætta, og tekur Finnur undir þetta með móð-
ur sinni.
Hann vill að lokum ráðleggja öllum þeim
sem eru að fikta með púður og flugelda að
hætta öllu slíku. „Ég hugsa að ég láti þetta
fikt alveg vera héðan í frá,“ segir Finnur.
„Maður hugsar alltaf það kemur ekkert fyrir
mig, en það getur allt komið fyrir.“