Morgunblaðið - 31.12.1994, Page 4
4 B LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
ÁRAMÓTASP URNINGAR
TIL STJÓRNMÁLAMANNA
MORGUNBLAÐIÐ hefur beint spumingum til forystumanna Alþýðubandalags, Alþýðuflokks, Framsóknarflokks,
Samtaka um kvennalista og Þjóðvaka í tilefni áramóta. Spumingarnar og svörin fara hér á eftir:
Er unnt að varðveita
efnahagslegan
0 stöðugleika? Er ný
þjóðarsátt nauðsynleg
forsenda við núver-
andi aðstæður?
Er ísland að einangr- Ber að koma á jöfnum æ Hver verða helztu bar-
ast þegar litið er til •-c atkvæðisrétti lands- /f áttumál flokks þíns í
/tmd #þróunar Evrópumála 0 manna, og hvað er 0 kosningunum í vor?
og norrænnar sam- viðunandi niðurstaða í
vinnu? viðræðum flokkanna
um breytingar í þeim
efnum?
5
Hvaða stjómarmynst-
ur telur þú æskilegt
• að kosningum lokn-
um?
Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins
Verkefni nýrrar
ríkisstjórnar
í.
ÍSLENDINGAR börðust lengi
við verðbólgudrauginn. í áratugi
var verðbólga á bilinu 20-40%. Með
margvíslegum aðgerðum tókst í tíð
síðustu ríkisstjórnar að ná þeim
árangri að verðbólgan hætti að
vera sjúkdómseinkenni á íslensku
efnahagslífi. Verðlagsþróunin varð
eins og í helstu samkeppnislöndum.
Árlegar breytingar mældust í lágri
eins stafs tölu. Þessum árangri
hefur sem betur fer ekki verið spillt
af ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks og
Alþýðuflokks. Hún hefur hins veg-
ar vanrækt að treysta undirstöður
efnahagslegs stöðugleika.
Ágreiningur innan ríkisstjórnar-
innar, úreltar hugmyndir stjórnar-
flokkanna um efnahagsmál, að-
gerðarleysi og sjálfsánægja ein-
stakra ráðherra hafa leitt til þess
að mikil óvissa einkennir nú íslensk
efnahagsmál. Reiði er ríkjandi
vegna misréttisins sem þorri lands-
manna skynjar á degi hveijum. Á
sama tíma og forstjórar banka og
stórfyrirtækja fá 500-900 þús. kr.
laun á mánuði þurfa sjúkraliðar að
heyja harða verkfallsbaráttu vikum
saman til að knýja fram sjálfsagða
leiðréttingu. Laun sjúkraliða ná því
vart að vera tuttugasti hluti þeirra
kjara sem ríkisvaldið telur sjálfsagt
að bjóða bankastjórum og stórfor-
stjómm.
Efnahagslegur stöðugleiki sem
ekki felur í sér réttláta skiptingu
lífskjaranna er byggður á sandi.
Lykillinn að þeim árangri sem náð-
ist í tíð síðustu ríkisstjórnar var
víðtækur sáttmáli við ASl, BSRB
og Kennarasamband íslands og
markvissar aðgerðir gegn verð-
bólgu. Þannig tókst okkur að við-
halda efnahagslegum stöðugleika
með almennu samkomulagi og án
þess að atvinnuleysi setti svip á
íslenskt samfélag. I tíð ríkisstjómar
Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks
hefur atvinnuleysið hins vegar
haldið innreið sína og nú em veru-
legar líkur á langvinnum verkföll-
um.
Samkeppnisstaða íslands á al-
þjóðlegum mörkuðum er háð því
að verðlagsþróun hérlendis verði í
takt við það sem gerist í helstu
viðskiptalöndum okkar. Það mun
ekki takast nema ábyrgt samkomu-
lag náist á nýju ári um réttláta
skiptingu þjóðartekna. Aðgerðar-
leysi og þvergirðingsháttur núver-
andi ríkisstjórnar kemur hins vegar
í veg fyrir að slíkt sam-
komulag geti orðið að
veruleika.
Fyrsta verk nýrrar
landsstjórnar verður að
koma í kring sam-
komulagi stéttanna í
landinu um réttláta
skiptingu lífsgæða og
skapa þannig traustar
forsendur fyrir efna-
hagslegum stöðugleika
og framförum í at-
vinnulífi.
2.
Þegar árið 1995
gengur í garð getum
við Islendingar fagnað
meiri þátttöku okkar í alþjóðlegum
viðskiptum en nokkru sinni fyrr á
hálfrar aldar vegferð íslenska Iýð-
veldisins. íslendingar búa nú við
traust viðskiptasambönd í öllum
álfum heims.
Flugleiðir og Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna hafa lagt grundvöll
að nýjum landvinningum í hraðvax-
andi efnahagskerfi Indlands. ís-
lenskir aðalverktakar og íslensk
tölvufyrirtæki hafa nú þegar gert
víðtæka samninga í Víetnam. Virk-
ir-Orkint hafa tekið að sér hita-
veituframkvæmdir í Kína. í fjar-
lægasta Asíuhluta Rússlands,
Kamtsjatka, veltir verkfræðistofan
Hnit nú þegar hundruðum milljóna
á ári. íslenskar sjávarafurðir eru
orðinn öflugur útgerðaraðili og
fiskverkandi í Namibíu. Grandi rek-
ur öflugt dótturfyrirtæki í Chile.
Það ánægjulega við þróun
undanfarinna missera er að íslenskt
atvinnulíf er nú loksins að öðlast
raunverulega heimssýn. Sá þröngi
skilningur að miða alla umræðu við
það litla horn heimsins sem tilheyr-
ir Evrópusambandinu er óðum að
víkja fyrir raunverulegri sókn á þá
markaði sem öflugastir verða á
nýrri öld.
Gömlu nýlenduveldin í Evrópu
sem mynda kjarnann í Evrópusam-
bandinu tilheyra aldraða hlutanum
í markaðskerfi heimsins. Helstu
efnahagssérfræðingar í veröldinni
telja Asíu og markaðsbandalög
Norður-Ameríku og Suður-Amer-
íku vera vænlegusta vaxtarsvæði
nýrrar aldar. Á sama hátt og fram-
sýnir menn í sjávarútvegi byggðu
upp sölukerfi á íslenskum fiski í
Bandaríkjunum fyrir nærri 50
árum munu lífskjör fslendinga á
nýrri öld fyrst og fremst fara eftir
því hvernig tekst að
rækta ný viðskipta-
sambönd í Asíu og
Ameríkulöndum.
íslendinga einangr-
ar ekkert nema þröng-
sýni eigin huga. Ný
tækni í fjarskiptum og
samgöngum opnar
okkur allan heiminn.
Við höfum aldrei fyrr
haft jafn mikla mögu-
leika á jafn fjölþætt-
um markaðssvæðum.
3.
Á landsfundi Al-
þýðubandalagsins fyr-
ir ári lýstum við okkur
reiðubúin að taka þátt í viðræðum
um breytingar á kjördæmaskipun
og kosningakerfi. í ítarlegri
greinargerð þingflokks og fram-
kvæmdastjórnar var þeim mark-
miðum lýst sem bæri að hafa í
huga við endurskoðun á núverandi
kerfi. Jöfnun atkvæðisréttar lands-
manna er eitt af þeim markmiðum.
Einnig verður að tryggja að valda-
hlutföll á Alþingi séu í samræmi
við fylgi flokkanna meðal þjóðar-
innar og réttur byggðarlaga til
áhrifa á landstjómina sé ótvíræður.
í heilt ár dróst því miður að ríkis-
stjórnin hefði forgöngu um að efna
til viðræðna um breytingar. Erfitt
er fyrir utanaðkomandi að meta
ástæður þeirrar tafar. Kannski hef-
ur ágreiningur stjórnarflokkanna
komið þar við sögu eða hugsanlega
áhugaleysi einhverra í stjórnarlið-
inu. Þegar loks í desember 1994
er boðað Xil viðræðna eru ekki eft-
ir nema rúmir tveir mánuðir af
starfstíma Alþingis á þessu kjör-
tímabili. Það er því mjög erfitt að
svara þeirri spurningu hvað sé við-
unandi niðurstaða við slíkar að-
stæður. Tíminn er satt að segja
orðinn svo naumur að hvað eina
sem stefnir í rétta átt verður að
teljast ávinningur.
Því miður var ekki farið að vilja
okkar Alþýðubandalagsmanna og
strax í ársbyijun 1994 komið á
viðræðum milli flokkanna. Dýr-
mætur tími hefur farið forgörðum.
4.
Allt frá árinu 1993 hefur Al-
þýðubandalagið unnið að mótun
ítarlegrar stefnu í efnahags- og
atvinnumálum. Sú stefnumótun
tekur í senn mið af aðstæðum okk-
ar íslendinga og því sem nýjast .er
Ólafur Ragpiar
Grímsson
og vænlegast í alþjóðlegri umræðu
um efnahagsmál. Tillögugerð Al-
þýðubandalagsins var á liðnu vori
gefín út í Grænu bókinni sem ber
heitið „Útflutningsleiðin: Atvinna -
Jöfnuður - Siðbót". Þar kemur fram
að við teljum að framfarir í ís-
lensku atvinnulífi, jöfnuður í skipt-
ingu lífsgæða og víðtæk siðbót í
stjórnkerfi og stjórnun fyrirtækja
séu meðal brýnustu verkefna í ís-
lenskum stjórnmálum.
Tillögur Útflutningsleiðarinnar
um atvinnu, jöfnuð og siðbót verða
veigamikið vegarnesti Alþýðu-
bandalagsins ekki aðeins í kosn-
ingabaráttunni í vor heldur einnig
í viðræðum um nýja landstjórn. Við
teljum að framkvæmd þeirra til-
lagna sé forsenda þess að íslend-
ingar geti á nýrri öld orðið fullgild-
ir þátttakendur í samfélagi þjóða,
tryggt framfarir, bætt lífskjör og
borið höfuðið hátt í samanburði við
siði og venjur annarra þjóða.
Auk þessarar langtímastefnu um
atvinnu, jöfnuð og siðbót hefur
Alþýðubandalagið sett fram nú í
haust ítarlega tillögugerð um sér-
stakar björgunaraðgerðir nýrrar
ríkisstjórnar vegna hins mikla
vanda heimilanna. Þessar sérstöku
björgunaraðgerðir, sem hrinda ber
í framkvæmd á fyrstu mánuðum
nýrrar ríkisstjórnar, taka til þriggja
meginsviða: húsnæðismála, skatta-
mála og launamála.
Til að hamla gegn því neyðar-
ástandi sem skapast hefur í hús-
næðismálum þúsunda heimila í
landinu vegna galla húsbréfakerfís-
ins, aukinnar greiðslubyrði í félags-
lega kerfinu og almennrar kreppu
kaupleiguíbúðakerfísins er nauð-
synlegt að stofna sérstakan björg-
unarsjóð í húsnæðismálum sem
hefði það verkefni að forða þúsund-
um heimila frá því að missa hús-
næðið. Slíkur björgunarsjóður á að
verða samstarfsverkefni ríkis,
sveitarfélaga, banka og lífeyris-
sjóða og hafa það markmið að fjár-
magna lengingu fasteignaveðlána
í húsbréfakerfínu, létta um tíma
greiðslubyrði og auðvelda einstakl-
ingum og fjölskyldum að halda
íbúðum á meðan fólk leitar lausnar
á tímabundnum erfiðleikum eins
og atvinnuleysi og veikindum.
Tillögugerðin felur einnig í sér
nýja skattastefnu sem mælir svo
fyrir að í fyrsta áfanga séu 5-7
milljarðar fluttir frá fjármagnseig-
endum, hátekjufólki og gróðafyrir-
tækjum yfir til lágtekjufólks og
miðtekjuhópa. Það verði gert með
því að: a) hækka skattleysimörk í
áföngum, b) afnema tvísköttun á
lífeyrisgreiðslum, c) borga út per-
sónuafslátt til fólks með laun undir
skattleysismörkum, d) gera per-
sónuafslátt námsmanna milli-
færanlegan ef fjölskyldutekjur eru
undir meðallagi, og e) taka upp ný
jöfnunarákvæði um vaxtabætur,
húsaleigubætur og bamabætur.
Fjármögnun þessara breytinga á
að sækja í skattlagningu fjár-
magnstekna, sérstakan stighækk-
andi hátekjuskatt á tekjur yfir
350-400 þús. kr. fjölskyldutekjur
og breytingar á skattlagningu
fyrirtækja í landinu.
Auk þessara brýnu aðgerða í
skattamálum og húsnæðismálum
er nauðsynlegt að semja um nýtt
launakerfi í landinu sem tryggi
aukið jafnrétti og tekjur sem nægja
til framfærslu venjulegrar fjöl-
skyldu. Alþýðubandalagið hefur
sett fram margvíslegar hugmyndir
um höfuðþættina í nýju launakerfi.
Ljóst er að mikill fjöldi trúnaðar-
manna samtaka launafólks hefur
nú þegar lýst yfir stuðningi við þær
stefnuáherslur.
Samvinna Alþýðubandalagsins
og trúnaðarsveitar launafólksins í
landinu er mikilvægt vegarnesti
fyrir okkur í komandi kosningum.
Samstarf landstjórnar og samtaka
launafólks er nauðsynleg forsenda
þess að okkur íslendingum takist
að efla atvinnulífíð og festa í sessi
réttláta skiptingu lífsgæða. Allt
bendir nú til að Alþýðubandalagið
verði eini stjómmálaflokkurinn sem
í komandi kosningum getur með
raunhæfum hætti tryggt slíka sam-
vinnu.
5.
Forystufólk Alþýðubandalagsins
hefur á árinu 1994 sett fram hug-
myndir um víðtæka samvinnu fé-
lagshyggjuflokkanna í landinu. Á
fundi miðstjórnar Alþýðubanda-
lagsins í júní lýsti flokkurinn sig
reiðubúinn til viðræðna um nýsköp-
un í íslenskum stjómmálum. Við
höfum sett fram hugmyndir um
kosningabandalag félagshyggju-
flokkanna, um sáttmála nýrrar rík-
isstjórnar sem kynntur væri fyrir
kosningar svo þjóðinni verði gert
kleift að velja milli hans og stefnu
núverandi stjórnarflokka. Þessi við-
horf Alþýðubandalagsins eru í sam-
ræmi við þá grundvallarsýn og
hefð í flokknum að vera reiðubúinn
til samvinnu og samfylkingar í
þágu sameiginlegra markmiða.
Því miður hafa þessar hugmynd-
ir engan stuðning fengið frá for-
ystusveitum Framsóknarflokks,
Kvennalista eða Þjóðvaka. Sér-
hyggjan hefur verið ráðandi hjá
þessum flokkum. Kvennalistinn vill
ríghalda í það sem kölluð er „sér-
staða“, Framsóknarflokkurinn er
eingöngu til viðræðna um „forystu
Framsóknarflokksins“, og Jóhanna
Sigurðardóttir og liðssveit hennar
virðist vera upptekin af baráttu
„gegn gömlu flokkunum".
Sú staðreynd að Framsóknar-
flokkurinn, Kvennalistinn og Þjóð-
vaki hafa hafnað öllum hugmynd-
um sem við Alþýðubandalagsfólk
höfum sett fram um formlega sam-
vinnu hefur því miður skapað þá
stöðu að fullkomin óvissa ríkir nú
um stjórnarmynstur að loknum
næstu kosningum. Það er afar
óæskilegt að kjósendur hafí ekki
skýrt val um stjórnarmynstur í
kosningum. Skantmsýni og þröng
flokkshyggja koma í veg fyrir að
þjóðin eigi í apríl kost á slíku vali.