Morgunblaðið - 31.12.1994, Side 20
I
20 B LAUGARDAGUR 31. DESEMBER1994 MORGUNBLA.ÐIÐ
STJÖRNUSPÁIN
HRÚTURINN NAUTIÐ TVÍBURINN
21. mars> 19. apríl
Hrúturinn mun takast á við ný viðfangsefni árið 1995 og vinna að nýj-
um verkefnum. Mörg þeirra verða unnin með leynd. Honum mun takast
að leiðrétta það sem miður hefur farið og bæta aðferðir og tæknileg at-
riði. Hann nær árangri í starfi og þeim verkefnum sem hann hefur unnið að.
Fólk sem fætt er í físka- og meyjarmerki mun gegna stóru hlutverki í
lífi hrútsins á árinu. Það er og mjög mikilvægt að hrúturinn sjái staði,
aðstæður og fólk eins og það er, en ekki eins og hann vill að það sé. Það
verður á valdi hans að hrinda hugmyndum í framkvæmd.
Sumir hrútar munu taka þátt í sálrænum rannsóknum, aðrir geta átt von
á þvf að koma oft fram í fjölmiðlum. Ekki er ólíklegt að hrútum verði boðið
að segja frá reynslu sinni á þeim vettvangi og verður það sennilega í sept-
ember.
í janúar mun hrúturinn einbeita sér að starfsframa sínum, viðskiptum
og mikilvægum málefnum. Það mun verða til þess að hann styrkir stöðu
sína í fýrirtækinu og samfélaginu og ávinni sér traust og virðingu. Per-
sóna fædd í steingeitarmerki mun hafa áhrif á hrútinn í þessu sambandi.
í febrúar mun hrúturinn hitta sálufélaga sinn og verða 9., 18. og 27.
þess mánaðar góðir.
Eftir leynilegt stefnumót í mars ætti hrúturinn að verða sjálfstæður,
aðlaðandi og geisla af kynþokka. Heppnin mun elta hann.
í apríl getur myndast togstreita innan fjölskyldunnar vegna fjármuna
sem í vændum eru og munu þá vatnsberar standa með hrútnum. Hrútur-
inn hefur lengi ýtt þvf á undan sér að taka ákvarðanir í sambandi við fjár-
mál og framtíð en nú verður ekki lengur komist hjá því. Talan 11 lofar góðu.
Maí verður mánuður hátíðarhalda og i júnf verður hafist handa við að
byggja framtíð á nýjum grunni.
Nýir vinir birtast í lífi hrútsins í júlí. í ágúst íhuga sumir hrútar að
breyta hjúskaparstöðu sinni og aðrir verða yfir sig ástfangnir.
Hlutimir gerast hratt í september og þá verður hrúturinn að gæta heilsu
sinnar og beita kímnigáfunni sem hann lumar oft á. Félagslífið blómstrar
í október og einhleypir hrútar hyggja á sambúð.
í nóvember fær hrúturinn mikla athygli og óvæntir ættu peningar að
falla honum í skaut. í þessum mánuði reynir á ástasambönd. Desember
verður afar góður, hrúturinn fær nánast allar sínar óskir uppfylltar og
mánuðurinn einkennist af skemmtunum og rómantískum augnablikum.
Hrúturinn er dramatískur og nýjungagjam og ætti því að innrétta íbúð
sína f björtum litum, prýða hana ítölskum húsgögnum, nýta vel lýsingu
og kertaljós og stilla upp myndum frá spennandi ferðalögum.
Þekktir íslendingar f hrútsmerki: Vigdís Finnbogadóttir, Sigurður A.
Magnússon, Óskar Magnússon, Tómas Tómasson, Geir Haarde.
VOGIN
23. september -22. október
Árið 1995 færir voginni gæfu í námi, áhugamálum og í samskiptum
við systkini og nágranna. Með því-að tileinka sér létta lund, jákvæðni og
æðruleysi gagnvart vandamálum hins daglega lífs verður henni mikið
ágengt. Ástin kemur með óvæntum hætti inn ! líf vogarinnar og hún mun
upplifa mörg spennandi tímabil á árinu. Breytingar sem staðið hafa yfir í
lffi vogarinnar, bæði i einkalífi og starfi, em nú senn á enda og framundan
er átakalaus tími. Heilsan verður góð og stöðugleiki fylgir starfinu.
1 lok janúar hefst mikill samkvæmistími hjá voginni. Ekki er ólfklegt
að aðdáandi skjóti upp kollinum á þessum tíma. Félagslífið verður fjörlegt
í febrúar og vogin kynnist mörgu nýju fólki.
í mars verður voginni falið að leysa erfið verkefni. Frá 3. mars til 28.
mars verður vogin mjög upptekin af ákveðinni persónu. Aprflmánuður ein-
kennist af góðu og miklu samstarfi við vinnufélaga. Vogin verður gagntek-
in af nýju áhugamáli í apríl sem hefur mikinn kostnað í för með sér og
því neyðist vogin til að íhuga spamað eða auka tekjumar.
Vogin nýtur félagslífsins í maí og margar festa ráð sitt í þeim mánuði.
Um miðjan júlí fær vogin tækifæri til að bæta stöðu sína og fær mikla
hvatningu í lok mánaðarins.
í júlf og ágúst er vogin f mikilli sókn og gerir hvað hún getur til að
ná markmiðum sínum. Þá ætti hún að reyna að hressa upp á útlitið og
heilsuna til að búa sig betur undir sinnuleysið sem þyrmir yfir hana í sept-
ember. Maki vogarinnar reynir að uppfylla óskir hennar og þrár en samt
hefur vogin áhyggjur af fjármálum, því enn aukast útgjöldin.
Þessum útgjöldum verður hægt að mæta í nóvember og verður tímabil-
ið frá 7. til 22. vænlegt til að auka tekjur. í desember fer vogin í ferðalag
og endurheimtir fyrra þrek og lífsgleði. Hún ætti þó að fara varlega í fjár-
málum fram að áramótum.
Samræmi í litum og húsbúnaði er skilyrði til að voginni líði vel í híbýl-
um sfnum. Sterkir litir og áberandi eiga ekki upp á pallborðið. Listaverk
þurfa að skreyta veggi og lftil borð og þar sem vogin tekur gjarna á
móti gestum leggur hún áherslu á góða tónlist og góðan mat.
Þekktir íslendingar f vogarmerki: Jóhanna Sigurðardóttir, Bera Nordal,
Guðlaugur Þorvaldsson, Sigmar B. Hauksson.
20. apríl - 20. maí
Staða nautsins verður bæði sérstæð og áhrifamikil á árinu. Nautið mun
ekki einungis horfast í augu við vandamál heldur líka finna lausn á þeim.
Skipulagshæfileikar verða ríkjandi og fóik í steingeitar- og krabbamerki
mu_n vera mikið á sveimi í kringum nautið.
Á liðnu ári fannst nautinu það oft vera einmana og yfirgefið en á nýja
árinu mun það ekki aðeins lyfta sér yfir þá depurð heldur einnig yfir
meðalmennskuna og hvetja og hjálpa öðrum.
Miklar líkur eru á að ógift naut stofni til hjúskapar á árinu. Þau sem
eru gift gætu átt von á fjölgun ( fjölskyldunni. Naut sem stunda viðskipti
taka mikla áhættu á árinu.
Á fyrstu mánuðum ársins tekur nautið á honum stóra sfnum og losnar
í framhaldi af því undan byrði sem hefur íþyngt því. Janúar gæti boðið upp
á ferðalög í sambandi við almannatengsl eða útgáfu- og auglýsingastarf-
semi. Athygli nautsins beinist inn á nýjar brautir í febrúar og engu er lík-
ara en að yfirnáttúruleg öfl hjálpi því til að ná settu marki.
Innsæi nautsins verður áberandi í mars og hann mun vinna mikla sigra
með því að fara eftir hugboði og tilfmningum. Minnisstæðir dagar verða
þann 6., 15. og 24. í apríl hefur það og ástæðu til að gera sér glaðan dag
enda þótt mánuðurinn hafi ekki lofað góðu fyrst f stað.
1 maí kastar nautið frá sér gömlum og úreltum vinnuaðferðum og hefur
nýja sókn. Ekki er ólíklegt að það reyni Ifka að finna sér nýjan lífsstíl og
hrista af sér fýlugjama félaga. í júní nýtur nautið lífsins, fer í ferðalög,
er rómantískt og dettur jafnvel í lukkupottinn. Góðir dagar f því sambandi
eru 3., 12., 21. og 30.
í júlí og ágúst verður hjónabandið og heimilið i brennidepli og mikilvæg-
ar ákvarðanir teknar í sambandi við sölu á fasteign eða öðrum eignum.
Mörg naut munu skipta um aðsetur.
September verður minnisstæðasti mánuður ársins. Hann mun einkenn-
ast af mikilli framkvæmdasemi og sköpunargleði. Það verður stæll á naut-
inu þennan mánuð og það mun njóta óskiptrar athygli hins kynsins.
Á vinnustað verða gerðar kröfur til nautsins í október og það mun oft
þurfa að bíta á jaxlinn. Heimilinu þarf það lfka að sinna óvenju mikið og
einkum bifreiðinni. Óráðlegt er að stofna sér í skuldir með því að kaupa
nýjan bíl.
1 nóvember tekst nautið á við ný viðfangsefni og þarf i því sambandi
að kljást við ljón og vatnsbera. í desember verður loks hægt að greiða
úr ákveðnum fjölskylduvandamálum en nautið skyldi þó varast að láta
setja sig í dómarasæti. Arfur gæti verið innan seilingar. Hulunni verður
svipt af fjárhagslegri stöðu einhvers sem er nákominn nautinu.
Umhverfi nautsins ætti að vera náttúrulegt. Blóm f gluggum, þægileg
húsgögn úr náttúrulegum efnum. Safn hluta af hvers kyns toga fellur
nautinu í geð og þar sem nautið elskar mat ætti eldhúsið að vera vel og
skemmtilega útbúið.
Þekktir Islendingar í nautsmerki: Halldór Laxness, Friðrik Þór Friðriks-
son, Jóhannes Nordal, Ólafur Ragnar Grímsson, Helga Möller.
SPORÐDREKINN
23. október - 21. nóvember
Fjármálin verða með eindæmum góð á þessu ári og ef sporðdrekinn
heldur vel á spöðunum getur hann tryggt sér góða stöðu, meiri ábyrgð
og hærri laun. Hann verður á góðu róli fyrstu þijá mánuðina en þá kem-
ur afturkippur sem varir fram f ágúst.
Miklar breytingar verða á daglegu lífi sporðdrekans á þessu ári og verð-
ur hann þá að notfæra sér þá reynslu sem hann öðlaðist fyrir mörgum
árum. I apríl verður honum ljóst hvernig best muni vera að haga seglum
og tekur ákvörðun i framhaldi af því. Með vorinu er líklegt að hann skipti
um húsnæði.
Stöðugleiki og íhaldssemi verður í merki sporðdrekans á nýja árinu og
ætti hann þvi að nota tækifærið og bæta hjónaband sitt eða sambúð við
sína nánustu. Hann ætti einnig að finna lausn á vandamálum sem hafa
íþyngt honum og helst að koma í veg fyrir að ástvinir taki óheppilegar
ákvarðanir. Innsæi sporðdrekans mun hjálpaJionum til að breyta aðstæðum
sem honum lika ekki.
í janúar skyldi sporðdrekinn sýna varkámi og veita sér lítinn munað. f
stað þess ætti hann að leggja áherslu á nám og fhugun.
Milli 19. febrúar og 20. mars verður ástalffið með líflegasta móti og
er þetta rétti tíminn til að leita sér að lífsförunauti. Fortíðarvandamál
munu þó skjóta upp kollinum í apríl og leggjast þungt á sporðdrekann.
Mikið álag verður á hjónabandið eða á ástasambönd síðustu daga mánaðarins.
í maí ætti sporðdrekinn eingöngu að hugsa um sjálfan sig, enda tfmi
til kominn, og láta ástvini og ættingja hugsa um sig sjálfa. Nú er tími til
að huga að útlitinu og endurnýja í fataskápnum.
Framan af júnf verður sporðdrekinn upptekinn af því að afla fjár en
um miðjan mánuðinn fer hann í ferðalag og eyðir stórum hluta þess fjár
sem hann aflaði.
Eyðslusemin kemur honum þó ekki í koll því svo virðist sem peningarn-
ir rati rétta leið í pyngjuna hans. Ágúst verður sérlega ánægjulegur hvað
fjármálin snertir.
Heilsan verður með verra móti f september og ætti sporðdrekinn að
forðast feitmeti framar öllu og stunda útivist.
Október verður nokkuð erfiður og þá ætti sporðdrekinn að taka lífinu
rólega. En Mídas hefur ekki yfirgefið sporödrekann og vegna góðs fiárhags
getur hann náð sér upp úr lægðinni og verður fullur af orku og lífsgleði í des.
Sporðdrekinn er annaðhvort gefinn fyrir munað og ætti þá að innrétta
híbýli sín í hallarstíl eða hann lifir eins og munkur með örfáa innanstokks-
muni. Viktorfustfll mundi henta hinum fyrrnefndu en hinir sfðamefndu
myndu þá frekar skreyta húsnæði sitt með ýmsum munum úr öllum áttum.
Þekktir Islendingar í sporðdrekamerki: Sveinbjörn Bjömsson, Guðmurd-
ur Ámi Stefánsson, Björk Guðmundsdóttir, Ólafur Ólafsson.
21. maí-20. júní
Árið 1995 mun færa tvíburanum gæfu og frama og framkvæmdagleð-
in verður allsráðandi. Vandamál sem tvíburinn hefur að ósekju borið á
herðum sér verða skilin eftir ásamt gamla árinu. Árið 1993 var erfitt fyr-
ir tvfburann en fijókorn sem hann.þá sáði mun bera ávöxt á nýja árinu.
Tviburinn mætir nú til leiks fullur lífsorku, hann mun ferðast mikið á
árinu og verður ágúst eftirminnilegur.
I janúar mun áhugi tvíburans beinast inn á nýjar brautir og verða dag-
amir 7., 16. og 25. athyglisverðir. í febrúar verða ferðalög á dagskrá,
einnig munu útgáfu- og auglýsingastarfsemi eiga hug hans allan, svo og
andleg málefni.
í mars verður hann í forystuhlutverki á sviði félagsmála eða stjóm-
mála. Það hefur í för með sér að tvíburinn hugar betur að klæðaburði,
útliti og ímynd. Bogmaður og annar tvíburi koma mikið við sögu í þessum
mánuði.
Óskir og draumar rætast í apríl, tvíburinn gæti eignast nýja vini og
hefur sjálfur áhrif á annað fólk. í maí era ritverk og skriftir í brennidepli
en einnig blómstrar rómantíkin og ástasambönd. Athafnasemi einkennir
tvíburann þennan mánuð og hann getur átt von á ýmsum breytingum í
lífi sínu, ferðalög era framundan og skemmtilegir atburðir gerast. Dagarn-
ir 12. og 25. gætu orðið góðir.
í júní verður breyting á högum margra tvíbura í sambandi við heimili
eða hjúskaparstöðu. Aðrir era á tímamótum og verða að endurskoða líf
sitt. Merkisdagar eru þann 9. og 14.
Fjárhagur tvfburans verður sérstaklega góður í júlí. Lögfræðileg skjöl
verða lögð fram í ágúst og tvíburinn mun taka þátt í að leita að ætt-
ingja. Rómantfkin verður ekki langt undan og tvíburinn mun njóta sín til
fulls þennan mánuð.
Lífið snýst um öryggi, heimili og fjölskyldu í september. Verkefni sem
hafði verið vísað frá verða nú tekin fram. Nú er rétti tfminn til að beina
huganum inn á andlegar brautir. Október færir tvíburanum sjálfstraust
og ævintýraþrá og hann tekur skref fram á við f starfinu.
í nóvember leggur tvíburinn áherslu á næringarríkt fæði og fær aukinn
áhuga á listum. Steingeitur og vantsberar verða mikið í grenndinni. í desem-
ber verður tvíburinn að gæta mannorð síns og álits út á við. Mánuðurinn
verður heppilegur til að gera viðskiptasamninga og stofna til hjúskapar.
Bestu dagarnir era þann 5., 14. og 23.
Tvíburinn þarf að hafa sveigjanleika í umhverfi sínu. Þvf er heppilegt
fyrir hann að hafa íbúð sfna í mildum, hlutlausum litum því hann þarf að
geta skipt um húsgögn eftir hentugleikum. Mörgum tvíburam finnst það
nauðsynlegt að hafa aðsetur á fleiri en einum stað.
Þekktir íslendingar í tvíburamerki: Hrafn Gunnlaugsson, Kristján Jó-
hannsson, Páll Skúlason, Bubbi Morthens, Nína Björk Árnadóttir.
BOGMAÐURINN
22. nóvember - 21. desember
Þótt skin og skúrir skiptist á í lífi bogmannsins árið 1995 lofa stjörn-
urnar góðu ári. Tækifærin verða mýmörg, einkum þau er snerta fjármál
og efnahag og hefur bogmaðurinn ríka ástæðu til að vera bjartsýnn og
léttur f lund. Mikils sjálfsaga mun gæta í samskiptum við fjölskyldu og
aðhald mun ríkja í fyrirtækjum bogmanna.
Nýjungar og framfarir á flestum sviðum einkenna árið og bogmanninum
mun takast betur að deila kröftum sínum milli heimilis og starfs. Óvæntir
atburðir eiga sér stað á árinu sem koma bogmanninum veralega á óvart.
Um miðjan janúar verður andlegur styrkur bogmannsins með besta
móti og þá tekur hann ákvarðanir sem eiga eftir að hafa mikil áhrif á líf
hans. Hugsun hans verður óvenju skýr og hann mun eiga auðvelt með að
horfast í augu við staðreyndir.
Lífið verður þó nokkuð flókið og erfitt fyrir bogmanninn fram í mars
og munu einkamálin hafa neikvæð áhrif á starfsgetu og starfsframa.
Hann ætti að fresta öllum ferðalögum fram yfir 24. mars.
Um miðjan apríl verður félagslífið með miklum blóma en fjármálin
munu valda þungum áhyggjum. Samt sem áður er ástalffið ánægjulegt
og vegur upp á móti andstreymi á öðrum sviðum.
Frá aprfl og fram í miðjan júní fær bogmaðurinn smjörþefinn af þeim
breytingum sem verða á lífi hans næstu sjö árin. Þær munu einkum snerta
hið daglega lff, nám og náin tilfinningasambönd.
í maí verður rómantíkin f algleymingi. Bogmaðurinn verður í mikilli
óvissu fram f júní en um miðjan mánuð munu línur skýrast.
Ferðalög eru ákjósanleg seinni partinn í júlí en bogmaðurinn ætti að
vera kominn aftur í vinnuna 24. ágúst.
Ættarmót er á dagskrá í september og verður það til að styrkja fjöl-
skylduböndin sem ekki var vanþörf á. Bogmaðurinn mun gerast félagi í
einhvers konar samtökum og verður það til að auka sambönd hans og
veigengni.
Rómantíkin tekur á nýjan leik yfirhöndina í október og verður þetta
góður tími fyrir samkvæmi og skemmtanir. Einhveijar breytingar verða í
viðskiptalffinu.
Sólin skín glatt á bogmanninn í nóvember og hann geysist áfram f starfi
og leik. Gamlir vinir birtast á nýjan leik og heimboð verða tíð. í desember
eru miklar líkur á því að einhleypir bogmenn festi ráð sitt.
Bogmanninum líður best í opnu rými. Litir og húsgögn skipta hann
ekki miklu máli en hlutir sem hann hefur sankað að sér, einkum úr veiði-
mennsku og fþróttum, þurfa að hafa góðan bakgrann og gott pláss. Best
líður honum fyrir framan arin með veiðihund við fætur sér.
Þekktir íslendingar í bogmannsmerki: Hermann Gunnarsson, Þorvaldur
Guðmundsson, Einar Kárason, Ágústa Johnson, Þráinn Bertelsson.