Morgunblaðið - 31.12.1994, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 31. DESEMBER1994 B 21
FYRIR ÁRIÐ 1 995
UÓNIÐ MEYJAN
21. júní-22. júlí
Á komandi ári verður krabbinn laus við þá fjötra sem haldið hafa aftur
af honum og stundum dregið úr framkvæmdavilja hans. Ákafi og kraftur
einkennir hann og ný ást bíður á næsta leiti. En þótt hann sæki fram af
hugrekki verður hann þó vamarlaus þegar tilfinningar eru annars vegar.
Júlí og september verða eftirminnilegir. Krabbinn fær aukna ábyrgðartil-
fmningu og gerir sér jafnframt ljóst að tíminn er að hlaupa frá honum.
Ef hann heldur rétt á spilunum getur hann dottið í lukkupottinn, bæði
fjárhagslega og í ástalífi. Ljónið og vatnsberinn munu leika afgerandi hlut-
verk í lífi krabbans á þessu ári.
I janúar ætti krabbinn að taka fjármálin í gegn og sinna vinum og félög-
um. Sjálfstraustið eykst og góðir dagar eru þann 14.,16. og 18. Fjármál
einhvers nákomins og væntanlegur arfur verða krabbanum umhugsunar-
efni i febrúar. Hefðir og siðir verða látin fjúka.
Með góðu samstarfi við ljónið getur krabbinn aukið tekjurnar í mars.
Hann fær líka tækifæri til að sýna hæfileika sína. Apríl verður mikill vinnu-
mánuður og krabbinn mun læra mikið á þvi að kenna öðrum. Stjörnurnar
lofa aukinni framleiðslu og stöðuhækkun. Einhleypir gætu hitt lífsförunaut
sinn og þeir sem eru giftir eignast aðdáanda.
Maí gæti haft í för með sér breytingar í sambandi við heimili eða fjöl-
skyldu. Með betri fjárhag verður lífíð skemmtilegra og tónlist, rómantik,
blóm og gjafir auka á hamingju krabbans. Eftirminnilegir dagar eru þann
4„ 5., 6„ 7. og 31.
f júní verður mikið á döfinni, eitthvað gæti gerst þann 27.
Rómantík og lítil ævintýri einkenna júiímánuð en í ágúst ætti krabbinn
að víkka sjóndeildarhringinn. Inn- og útflutningur verður sérstaklega ábata-
samur. Ástasambönd blómstra. Hæfileikar krabbans verða viðurkenndir
og hann nýtur aðdáunar og virðingar. Hann lýkur við verkefni og oki í
sambandi við einkalífið verður af honum létt.
Leiði fær því engan aðgang að krabbanum í september. Ljón og vatns-
beri, sem bæði eru skapandi og kraftmikil, munu starfa með krabbanum
og standa við hlið hans. í október verður hjúskaparstaðan í brennidepli
og ákvarðanir verða teknar í sambandi við sölu á húsnæði eða öðrum eign-
um. Ættingjar taka mikinn tíma og stuttar ferðir og heimsóknir verða oft
á dagskrá. Góðir dagar eru þann 17. og 18.
Krabbinn finnur sér nýjan stíl í nóvember, verður rómantískur og upptek-
inn af bömum. Tvíburi og bogmaður leika stórt hlutverk i mánuðinum. í
desember verður mikið jafnvægi í lífi krabbans, bæði tilfinningalega og
fjárhagsiega. Hann ætti að snúa sér að líkamsrækt og hollum lifnaðarhátt-
um. Krabbinn getur litið björtum augum fram á við.
Þegar krabbinn innréttar heimili sitt leggur hann áherslu á þægindi,
öryggi og afslappað andrúmsloft. Hann ætti því að nota kristal, kerti, silf-
ur og spegla og þar eð hann er góður kokkur þarf eldhús. hans að vera
sérlega hlýtt og aðlaðandi.
Þekktir íslendingar í krabbamerki: Þorkell Sigurbjörnsson, Salóme Þor-
kelsdóttir, Bryndís Schram, Erró, Stefán Hilmarsson.
STEINGEITIN
22. desember - 19. janúar
Árið 1995 hefst með röð tilviljana hjá steingeitinni, virðist vera, og munu
þær draga fram mikilvægi hennar. LJfsstíll steingeitarinnar mun breytast
og hún mun finna viðfangsefni sem henta háleitum hugsjónum hennar. Það
sem steingeitin lærði fyrir mörgum árum kemur henni að gagni núna.
Atvik sem sýnast lítilfjörleg í fyrstu geta orðið mikilvæg. Steingeitinni
finnst hún vera á réttri hillu þessa dagana, enda segja stjörnurnar að það
sem hún sé að fást við núna sé henni ætlað. Steingeitin ætti þó að koma
á jafnvægi og sameina með einhveijum hætti nám, áhugamál, samskipti
við fólk og minni háttar ferðalög.
Um miðjan janúar fær steingeitin betri sýn og skilning á því sem áður
gerðist í lífi hennar og lítur fortíðina öðrum og jákvæðari augum. 1 febrúar
ætti steingeitin að huga að spamaði og fjárfestingu en í mars ætti hún að
geta látið eitt og annað eftir sér. Um miðjan mars er gefið grænt Ijós á
ferðalög. Félagslífið verður ánægjulegt i apn'l og einhleypar steingeitur
hitta ástina sina milli 21. apríl og 10. júní.
Reynsla og þekking úr fortíðinni hefur áhrif á nútíðina allt fram í miðj-
an júní. Eftir 12. júlí færist líf og kraftur i athafnir steingeitarinnar og
gamla metnaðargirnin verður ráðandi. Fjárhagurinn er með ágætum þenn-
an mánuð og einmitt þess vegna ætti steingeitin að herða á sparnaði og
aðhaldssemi. Steingeitinni hættir til að vera eyðslusöm og kærulaus þegar
peningar eru annars vegar og sá löstur er henni fjötur um fót.
1 ágúst gerast skemmtilegir og óvæntir atburðir sem tengdir eru útlönd-
um. Margar steingeitur fara utan í viðskiptaferðir. Steingeitin nær frama
í starfi f ágúst og orðstír hennar vex. í kringum 24. september mun henni
og einnig verða ljóst að hveiju henni ber að stefna í framtíðinni.
Eftir 8. október ætti steingeitin að einbeita sér að heimilinu og eignum.
Seinna í mánuðinum, eða þann 24. október, verður steingeitin undir miklu
álagi frá vinum og félagasamtökum, einkum þeim sem tengjast vinnu.
Hún ætti að reyna að komast hjá því að lenda í átökum i af þeim sökum.
Ástalífið blómstrar í nóvember, rómantikin er allsráðandi og börn stein-
geitar eiga sérstöku láni að fagna í þessum inánuði. Allt sem fór úrskeiðis
í félagslífinu f október verður gott á nýjan leik.
1 desember ætti steingeitin að leggja alla sfna orku í að bæta heilsuna
og útlitið. Þetta verður þægilegur mánuður, enda rígheldur steingeitin f
hefðirnar og því verður lítið rót á henni.
Steingeitin elskar ríkmannlegt umliverfi, vill hafa hátt til lofts í hfbýlum
sinum og helst búa það húsgögnum úr dökkum, dýrum viði. Stíllinn má
vera austurlenskur eða franskur og margar steingeitur eru hrifnar af
bændastíl sem kenndur er við Amish-fólkið. Litirnir þurfa að vera líflegir.
Þekktir íslendingar í steingeitarmerki: Gunnar Kvaran, Davíð Oddsson,
Linda Pétursdóttir, Davið Scheving Thorsteinsson, Ólafur Skúlason.
23.júlí - 22. ágúst
Þær breytingar sem ljónið hefur verið að gera á lífi sfnu og starfi bera
árangur og verða varanlegar. Einkum á þetta við um fjármálin sem éin-
kennast nú af stöðugleika.
Um miðjan janúar 1995 verður ljónið loks tilbúið til að sleppa gamla
árinu og hefja það nýja. Ástalífið tekur f taumana þann 7. janúar. Frá
þeim degi og fram í febrúar gætu einhleyp ljón fundið hina sönnu ást.
Ástin heldur sigurgöngu sinni áfram, árið i gegn, og ljónið verður ham-
ingjusamt og fullt af lífsorku og bjartsýni.
Um miðjan febrúar öðlast ljónið nýjan skilning á þeim hugmyndum sem
það vinnur að og setur sér ný markmið.
Mars er hentugur mánuður til að afla fjár. Góður dagur til að gera
samninga eða leggja fram nýjar hugmyndir er þann 17. Miklar kröfur
verða gerðar til ljónsins á vinnustað um miðjan apríl, einnig munu nám
og áhugamál taka mikinn tíma. í lok apríl verður álagið mikið og reynir þá
á þolrifin því að starfið og orðstírinn eru í húfi. Samt sem áður hefur ljón-
ið næga orku til að mæta álagi og erfiðleikum aprílmánaðar.
Félagslífið fær aukið vægi í maí og um miðjan júní takast menn á við
gamlar eijur og vandamál og sættast heilum sáttum.
Á tímabilinu frá apríl til júní eiga sér stað átök i hjónaböndum og sam-
böndum margra ljóna. Það leiðir þó margt gott af sér því að báðir aðilar
þroskast og finna til meira öryggis en áður.
í júní nær ljónið góðum árangri í leik og starfi og kemur sér upp vinnu-
aðferðum sem spara tíma, vinnu og orku. Tíminn í kringum 27. júli nýtist
þvf vel og ljónið fær hrós fyrir frumleg og hugmyndarík vinnubrögð. Óvissa
og efi sem hefur nagað ljónið hverfur með öllu.
Ágúst færir hjónum og elskendum hamingju og áður en mánuðurinn er
á enda fær ljónið verkefni sem færir honum dijúgan skilding.
Ferðalög eru á döfinni í byijun október en í kringum þann 24. skyldi
ljónið fara varlega og vera ekki mikið á ferðinni. Seint í nóvember ætti
ljónið að huga að heilsu sinni með likamsrækt og hreyfingu í huga. Desem-
ber verður mikil fjölskylduhátfð.
Híbýli skipta ljón miklu máli og ætti þvf aðeins að nota það besta þeg-
ar ljón innréttar þau. Glæsileiki og vönduð efni falla í kramið, svo og frönsk
antikhúsgögn og myndir. Svefnherbergið þarf að vera stórt og glæsilegt,
með speglum og stóru rúmi þar sem ljónið getur breitt úr sér.
Þekktir íslendingar í ljónsmerki: Sigrún Hjálmtýsdóttir, Thor Vilhjálms-
son, Heiðar Jónsson, Sigriður Dúna Kristmundsdóttir, Ingvi Hrafn Jónsson.
20. janúar -18. febrúar
Vináttusambönd vatnsberans styrkjast á þessu ári og verða dýpri og
innilegri. Hann öðlast meiri ánægju meðal vinnufélaga og einnig í hvers
kyns hópstarfsemi. Kirkjustarf og starfsemi í lokuðum klúbbum mun veita
honum sérstaka gleði.
íjárhagslegur stöðugleiki og góðar tekjur setja svip sinn á árið. Aðstæð-
ur og framkvæmdir eru mjög háðar fjárhagnum og sameining á fjármála-
sviði gæti leitt til betri árangurs. Snemma f apríl fer Úranus inn í vatns-
beramerkið og veldur miklum breytingum á lífsstíl og heimilishögum. Þær
breytingar standa yfir fram í júní en hafa þó iangvarandi áhrif.
Vatnsberinn ætti því að gefa gaum að þvf sem gerist fram til vors 1995
því að samband er á milli atburða sem þá gerast og atburða sem gerast
ári seinna. Vatnsberinn er því að fara í gegnum tímabil mikilla breytinga.
Þær munu ekki aðeins ná til starfs og einkalífs heldur og einnig hugsunar-
háttar. Vandamál verða leyst með öðrum hætti en áður og skyldur og
ábyrgð virka hvetjandi. Sveigjanleiki er nauðsynlegur allt árið.
I janúar og febrúar tekur vatnsberinn fjármálin föstum tökum. Hann
verður og upptekinn af sjálfum sér og því lítið vinsæll heima fyrir. í mars
gefst honum tækifæri til að breyta imynd sinni og jafnvel bæta útlitið
með einhveijum hætti. Frá janúar og fram í mars ætti hann ekki að taka
neina áhættu í sambandi við hjúskap og viðskipti.
Apríl getur orðið erfiður mánuður og vatnsberinn verður undir miklu
álagi frá samfélaginu, fjölskyldu, heimili og starfi. Skattar og útgjöld verða
líka til að íþyngja honum.
Eftir 22. maí blómstar ástalffið og tfmabilið frá 11. júní til 5. júlí verð-
ur eitt hið besta á árinu. Á þessum tíma segir vatnsberinn skilið við þau
málefni sem honum finnst ekki koma sér að gagni.
Vatnsberinn fær löngun til að ferðast eftir 21. júlí og fer að líkindum
í ferðalag sem uppfyllir kröfur hans þánn 10. ágúst. Annar góður ferða-
timi verður í kringum 24. september.
Eftir 24. október verður vatnsberinn að þola neikvæðan orðróm í sam-
bandi við starfsframa eða framleiðslu sfna og snúast umræður um það
hvaða sess hann skipi í þjóðfélagi sem tekur örum breytingum. Ástin og
fjölskyldulífið verður hins vegar með miklum ágætum ! kringum 7. desem-
ber.
Vatnsberi verður að hafa rúmt um sig. Best líður honum þar sem svæði
eru opin og gefa fyrirheit um frelsi en jafnfraint verður hann að hafa
mörg herbergi fyrir ólík áhugamál. Borðstofunni þarf hann að geta breytt
í hugræktarstöð og baðherberginu ! gróðurhús ef honum hentar.
Þekktir íslendingar í vatnsberamerki: Sighvatur Björgvinsson, Egill
Ólafsson, Guðni Guðmundsson, Stefán Jón Hafstein, Jóhann Hjartarson.
23. ágúst - 22. september
Um mitt ár 1995 verður meyjunni ljóst hvernig hún getur unnið sem
best úr einkamálum og störfum sem tengjast viðskiptalífinu. Að öðru leyti
byijar árið vel, einkum hvað snertir ástalífið og meyjan á yfirleitt láni að
fagna í fjölskyldulífi og starfi, þótt smávandamál geti skotið upp kolllin-
um. Það er mjög viturlegt af meyjunni að halda stöðugleika í hjónabandi og
í viðskiptalífi árið 1995 og reyna að forðast árekstra.
Á tímabilinu frá 5. febrúar til 4. mars gætu ólofaðar meyjur hitt stóru
ástina. Meyjan ætti að einbeita sér að rómantíkinni fyrstu mánuði ársins
og reyna að vera á stöðum þar sem hún getur hitt nýtt fólk.
í mars verður meyjan að taka á vandamálum sem koma upp í sambúð eða
í hjónabandi. Hún verður líka að fylgjast vel með fjármálum almennt og
tryggja sig fjárhagslega svo hún verði betur búin undir erfiðan tíma f
apríl. Apríl er ekki hentugur til ferðalaga.
í byijun maí finnur meyjan nýjar leiðir til að bæta stöðu sína í vinnunni
og auka hróður sinn. Tímabilið frá 3.júní til 24. júní er sérstaklega hentugt.
Fjölskylduböndin verða sterk í júní og fjölskyldulífið einstaklega gott. í
júní og júlí nýtur meyjan lífsins f ríkum mæli. Hún verður umkringd
skemmtilegum vinum og verður áberandi í samkvæmislífinu. Hún gæti
einnig orðið vinum sfnum mikill styrkur á þessum tíma. Ágúst verður
góður mánuður til að afla fjár. Meyjan fær viðurkenningu fyrir störf sín
eða stöðuhækkun þann 10. Þeirri upphefð fylgir aukin ábyrgð og skyldur.
Gott samstarf við vinnufélaga í september er vænlegt til árangurs.
Meyjan getur ekki alltaf gert hlutina upp á eigin spýtur enda þótt hún
standi í þeirri trú.
f byijun október ætti meyjan að leggja áherslu á aðhald í ijármálum'
og fjárfestingum og jafnvel að beina viðskiptum á aðra staði en hún hefur
hingað til gert. í október verður vinnuálagið mikið.
Meyjan verður þó drífandi i nóvember bæði i vinnu og í fjölskyldulífi.
Heimiiið tekur breytingum og staða hennar í félagslífinu breytist. Hún
mun eignast keppinaut en með kænsku leggja hann að velli. Hún ætti þó
að gæta sín á illum tungum. Gömlu vinirnir reynast bestir á þessum tíma.
Ástalífið verður með líflegra móti frá 28. nóvember til 22. desember.
í desember ætti meyjan að láta allan starfsframa lönd og leið en ein-
beita sér að einkalífinu. Miklar líkur eru á þvf að hún haldi jól erlendis.
Þótt meyjan vilji hafa heimili sitt traust og glæsilegt þarf það umfram
allt að vera stilhreint. Meyjan er hrifin af nútímastíl bæði í húsgögnum og
í listaverkum. Japönsk áhrif heilla hana þvi þar eru línur hreinar og skýrar
og lausar við óreiðu. Geymslurými þarf hins vegar að vera gott þegar meyja
á í hlut.
Þekktir íslendingar í meyjarmerki: Ómar Ragnarsson, Steinunn Sigurð-
ardóttir, Sigríður Beinteinsdóttir, Einar Már Guðmundsson, Helga Kress.
FISKARNIR
19. febrúar - 20. mars
Mikill frami bíður fiskanna á þessu ári. Félagslífið verður blómlegt, og
fiskarnir mun njóta gæfu, góðs orðstírs og hetri fjárhags. ímynd þeirra
styrkist og þeim mun reynast auðvelt að selja hugmyndir sinar eða vörur.
Aukinn sjálfsagi hjálpar einnig til við að koma góðum áformum í fram-
kvæmd.
I apríl og maí fá þó fiskarnir að kenna á trassaskap sem þeir sýndu
fyrir nokkrum árum og því standa þeir frammi fyrir því núna að taka
mjög mikilvæga ákvörðun.
Fegurð einkennir tímabilið frá 28. mars til 22. apríl og kemur hún helst
fram í verkum fiskanna. Á þessum tíma ættu fiskarnir að taka útlit sitt
rækilega í gegn, huga að líkamanum og mýkja hrukkurnar með einhveijum
hætti.
Astin tekur óvænt skref í janúar og verður sífellt sterkari uns hún nær
hámarki í júlí.
Heilsan og vinnan eiga hug fiskanna um miðjan febrúar, þeir munu
bæði fínna nýjar vinnuaðferðir og matarkúr og líkamsæfingar sem kalla
mætti klæðskerasniðnar. í mars ættu fiskarnir að taka líf sitt til endurskoð-
unar og gera það upp við sig hvert þeir vilja stefna f framtíðinni. Apríl
er mánuður sparnaðar og fjárfestingar. Varast skyidi allar breytingar og
áhættur. I þessum mánuði gæti margt komið fiskunum í uppnám, einkum
hvað snertir mannleg samskipti og ferðalög. Best væri að bíða með ferða-
lög fram f miðjan maí.
Féiagslífið og ástarlífið verður spennandi og skemmtilegt í sumarbyij-
un, einkum f júlí þó. Hjá giftum fiskum tekur hjónabandið stórt stökk fram
á við og blómstrar fram í ágúst.
1 kringum 9. september ættu fiskarnir að kynda undir metnað og langan-
ir. Ekki er ráðlegt að ferðast í október og helst að bíða með ferðalög fram
að 22. nóvember.
Þetta ágæta ár verður svo kórónað með andlegri upplyftingu í desem-
ber. Eftirminnilegir dagar eru þann 5„ 14. og 23. Þetta verður tfmi ferða-
laga og mannfagnaða. Fiskarnir fá sérstaka viðurkenningu fyrir hæfileika
sína.
Fiskarnir verða að hafa „fantasiu“ í umhverfinu og hefðu því líklega
ekkert á móti því að hafa egypskt hof í herbergi sínu. Hfbýli sin ættu þeir
að prýða austrænum munum eða listaverkum af öllu tagi. Þeir hafa ánægju
af gæludýrum og ættu að gera umhverfið liflegt í kringum þau. Lista-
menn ættu_ að hengja upp eigin verk.
Þekktir íslendingar í fiskamerki: Jón Baldvin Hannibalsson, Ólöf Kol-
brún Harðardóttir, Ásdís Thoroddsen, Hannes Hólmsteinn Gissurarson,
Brynja Benediktsdóttir.