Morgunblaðið - 31.12.1994, Side 22
22 B LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
HVAÐ SEGJA ÞEIR
UM ÁRAMÓTIN?
Forsvarsmenn ýmissa hagsmuna- og heildarsamtaka í samfélaginu horfa
um öxl o g fram á veg hér á síðum blaðsins í tilefni áramóta.
Haukur Halldórsson,
formaður Stéttar-
sambands bænda
Bændur
hafa lagt
hart að sér
- til að lækka verð
á landbúnaðar-
afurðum
ÁRIÐ sem nú er að líða hefur
verið viðburðaríkt hjá bændum enda
hafa þeir tekið margar ákvarðanir
sem munu hafa áhrif á þróun land-
búnaðarins næstu árin og áratug-
ina. Þannig var unnið markvisst að
sameiningu Stéttarsambands
bænda og Búnaðarfélags íslands,
en þessi tvö samtök munu renna í
eitt í upphafi nýs árs. Þessi samein-
ing er eitt af mörgum skrefum sem
bændur hafa tekið til að mæta nýj-
um tímum - aukinni samkeppni og
viðhorfum. GATT samkomulagið er
nú innan seilingar og þær ráðstaf-
anir sem bændur hafa þegar gert
munu auðvelda þeim að mæta
harðnandi samkeppni erlendis frá.
íslenskur landbúnaður hefur
gengið í gegnum mikla þrengingar-
tíma undanfarin misseri. Það sem
áður hvíldi á bjargi stöðugleika og
festu gerir það ekki lengur. Breyt-
ingar gerast ört og þær krefjast
aðgerða og endurmats á flestu er
lýtur að skipulagi og framleiðslu-
háttum landbúnaðarins. Rauði
þráðurinn í þeim breytingum er
hagræðing til að bæta samkeppnis-
stöðu bænda í harðnandi rekstrar-
umhverfi og leit að nýjum sóknar-
færum.
Mun lægra verðtil
framleiðenda
Áður en lengra er haldið er rétt
að benda á eftirfarandi, sem sýnir
glögglega hvað bændur hafa lagt á
sig til að lækka verð á landbúnaðar-
afurðum. í mörgum tilfellum hefur
orðið um að ræða hreina tekjulækk-
un. Hér á eftir má sjá nokkur dæmi
um þróunina á verði til framleið-
enda á árunum 1989 fram til ágúst
1994:
* Verð á lambakjöti hefur lækkað
um u.þ.b. 14%.
* Verð á mjólk hefur lækkað um
u.þ.b. 15%.
* Verð á kjúklingum hefur lækkað
um u.þ.b. 22%.
* Verð á eggjum hefur lækkað um
u.þ.b. 29%.
* Verð á svínakjöti hefur lækkað
um u.þ.b. 32%.
* Verð á nautakjöti hefur lækkað
um u.þ.b. 40%.
Árið 1980 var ijöldi sauðfjár um
900 þúsund en er nú tæplega 500
þúsund. Lækkað vöruverð landbún-
aðarafurða hefur sannarlega komið
íslenskum neytendum til góða, en
útgjöld meðalfjölskyldu vegna
kaupa á matvöru hafa lækkað um-
talsvert á fáum árum. Þannig fóru
32% af ráðstöfunartekjum vísitölu-
íjölskyldunnar í matarinnkaup árið
1965, en 1. september 1994 hafði
þessi tala lækkað í 16,1% og er nú
sambærileg við það sem gerist og
gengur hjá nágrannaþjóðunum.
Bændur hafa mátt þola mun meiri
tekjuskerðingu en aðrir hópar þjóð-
félagsins, en sjaldan er minnst á
þá staðreynd.
Endurskipulagning landbúnaðar-
ins felst ekki aðeins í fækkun sauð-
fjár heldur líka í fækkun afurða-
stöðva - sem dæmi má nefna að
nýbúið er að ákveða að leggja niður
mjólkurbúið í Borgarnesi og á
næstu árum mun sláturhúsum og
mjólkursamlögum fækka enn frek-
ar. Þetta ásamt mörgu öðru mun
enn lækka vinnslukostnaðinn sem
í mörgum tilvikum er of hár hér á
landi miðað við nágrannalöndin.
Það er eðlilegt að fólk fyHist
svartsýni þegar afkomugrundvelli
þess er raskað eða jafnvel koll-
steypt, en í hruninu leynist oft fijó-
magn nýrrar uppbyggingar. Þannig
er það með íslenskan landbúnað.
Ég trúi því að hann sé nú að rétta
úr kútnum, en það er ekki fyrir
atbeina annarra en bænda sjálfra.
Þeir þekkja sinn vitjunartíma sem
er meira en hægt er að segja t.d.
um marga íslenska stjórnmálamenn
sem helst vilja landbúnaðinn feigan
og hefja ótakmarkaðan innflutning
landbúnaðarafurða. Það hlálega við
afstöðu þessara manna er sú stað-
reynd að þeir vilja að íslenskur land-
búnaður standi einn og óstuddur
meðan lanbúnaður í samkeppnis-
löndum okkar nýtur umtalsverðra
styrkja.
Sameiningarmálið
Það mál sem brann heitast á
bændum á árinu var sameining
hagsmunasamtaka þeirra. At-
kvæðagreiðsla um könnun á afstöðu
bænda til sameiningar Stéttarsam-
bandsins og Búnaðarfélagsins fór
fram í tengslum við sveitarstjómar-
kosningarnar í vor sem leið. Þátt-
taka var mjög mikil eða um 81%
þeirra sem á kjörskrá voru. Af þeim
sem afstöðu tóku sögðu 87,7% já,
en nei sögðu 12,3%. Þessi niður-
staða styrkti mjög þá aðila sem
hafa unnið þrotlaust að sameining-
unni sem mun auðvelda enn aðlög-
un íslensks landbúnaðar að þeim
raunveruleika sem við blasir.
Til þess að landbúnaðinum takist
farsællega að fóta sig í breyttu
starfsumhverfi er bændum nauð-
synlegt að hafa með sér öflug sam-
tök sem á skilvirkan hátt vinna að
hagsmunamálum þeirra. Ný
bændasamtök, sem formlega verða
til í mars, geta gert það á sómasam-
legan hátt.
Eitt af því sem ný samtök bænda
verða að láta meira til sín taka er
sala og markaðssetning ýmissa
búvara, en þar hefur sums staðar
ríkt ringulreið með undirboðum í
verði, greiðslufrestun og stórfelldu
tapi fjármuna í viðskiptum við heild-
sala og smásala sem hafa orðið
gjaldþrota. Ætla verður að samein-
uð samtök bænda hafi meira afl til
að sveigja þessi mál inn á rétta
braut en margskipt samtök auk
þess sem þeir fjármunir sem bænd-
ur veija til hagsmunabaráttu sinn-
ar, hljóta að nýtast betur í einum
heildarsamtökum en tvennum og
auðveldara verður að koma við
sparnaði.
Hagsmunir neytenda felast ekki
í því að bændur undirbjóði hver
annan. Kollsteypur í landbúnaði
munu ekki koma neytendum til
góða þegar til lengri tíma er litið -
og aum er sú þjóð sem ekki getur
framleitt bróðurpart þeirra mat-
væla sem hún neytir.
Samkeppni er af hinu góða en á
því sviði höfum við íslendingar
gengið skrefi lengra en við hefðum
átt að gera. Taumlaus samkeppni
skaðar jafnt_ landbúnaðinn sem og
neytendur. Á þróuðum mörkuðum
eins og í Bandaríkjunum komast
menn ekki upp með stjómlaus und-
irboð, þar er venjulega gripið til
aðgerða til að koma í veg fyrir slíkt.
Ymsir fögnuðu t.d. undirboðum
kartöflubænda í haust - töldu að
loks væri. eðlileg samkeppni að sjá
dagsins ljós. En eðlileg samkeppni
felst ekki í að sem flestir verði gjald-
þrota. Menn verða að horfa til fram-
tíðar og átta sig á hvert þeir ætla
að stefna og að þjóðfélagið í heild
hagnist og atvinna aukist. Þar get-
ur landbúnaðurinn leikið stórt hlut-
verk.
GATT og íslenskur
landbúnaður
Margar þeirra breytinga sem átt
hafa sér stað í landbúnaðarmálum
á liðnum árum hafa undirbúið jarð-
veginn fýrir gildistöku GATT-sam-
komulagsins. Megin atriði samn-
ingsins sem snerta landbúnaðinn
er að innflutningur búvara verður
fijáls nema þar sem heilbrigðisregl-
ur takmarka, en heimilt verður að
leggja á jöfnunartoll, þ.e.a.s. svo-
kölluð tollaígildi sem mega nema
mismun á svokölluðu meðalheims-
markaðsverði ársins 1988 og heild-
söluverði innanlands. Ákvæði eru
um lágmarks innflutning og lækkun
tollaígilda, útflutningsbóta og innra
stuðnings á aðlögunartímanum,
sem er sex ár.
Með GATT-samkomulaginu er
ekki verið að leggja af íslenskan
landbúnað - vandinn felst miklu
fremur í þeirri staðreynd að allt er
á huldu um það hvernig stjórnvöld
taka á framkvæmd samningsins,
hvernig beitt verður heimildum um
álagningu tollaígilda og hvernig
staðið verður að framkvæmd lág-
marks innflutnings.
Þegar sumir stjórnmálamenn
ræða um 500 til 700% tolla reyna
þeir að gera tollverndina tortryggi-
lega. Sannleikurinn er sá að toll-
vemdin getur aldrei orðið hærri en
verð vörunnar var framreiknað frá
1988 og skal síðan lækka í áföngum
á hveiju ári til aldamóta - að meðal-
tali 6% á ári. Hin háa tollprósenta
byggist á því að til viðmiðunar er
notað lægsta heimsmarkaðsverð
sem fundist hefur í viðskiptum á
viðkomandi ári, en oftast eru innan
við 1% af búvörum seldar á slíku
verði milli landa.
Tilgangurinn með GATT-samn-
ingum er að stuðla að raunhæfari
verðmyndun á búvörum. Slíkt getur
verið jákvætt fyrir íslendinga sem
matvælaframleiðsluland. íslending-
ar hafa gengið lengra í lækkun
útflutningsbóta og innri stuðnings
en flestar aðrar þjóðir. Því hlýtur
það að teljast eðlileg krafa af hálfu
bænda að tollvemdinni verði beitt
að því hámarki sem samningurinn
gerir ráð fyrir. í þessu sambandi
má nefna þá útfærslu á GATT-
samningum sem Norðmenn hafa
þegar ákveðið.
Ef íslensk stjómvöld móta ekki
heilsteypta stefnu nú þegar í þess-
um málaflokki getur slíkt haft af-
drifaríkar afleiðingar.
Til móts við framtíðina
Enda þótt breytingum í íslensk-
um landbúnaði sé hvergi nærri lok-
ið er rétt að meta hvaða kostir eru
framundan og hvaða leið menn vilja
fara til þess að ná s§ttu marki.
Enginn vafi er á því að hreinleiki
íslenskrar náttúru og sérstök gæði
íslenskra búvara geta skapað lands-
mönnum sérstæða markaðssetn-
ingu sem er á grundvölluð á holl-
ustu, gæðum og vistvænum bú-
skaparháttum.
Eftirspurn eftir vistvænum og
lífrænum afurðum fer nú ört vax-
andi í Evrópu, Bandaríkjunum og
Japan svo dæmi séu tekin. Kaup-
endur eru þjóðfélagshópar sem hafa
mikla kaupgetu og er verðlag slíkra
matvæla verulega hærra en ann-
arra. Islenskir bændur verða að
skoða mjög vel hvort þeir eiga
möguleika á hinum sérhæfðu mörk-
uðum þar sem gæði og hreinleiki
matvæla eru metin umfram annað.
Enda þótt gæði og heilnæmi ís-
lenskra búvara séu mikil er margt
sem á skortir í framleiðslu, vöruþró-
un og markaðssetningu þegar um
er að ræða að keppa á mörkuðum
eins og hér um ræðir. Bændur hafa
fram til þessa haft tilhneigingu til
að framleiða eitthvað sem aðrir eiga
að selja. Þessu verður að breyta -
og það er að gerast hægt og bít-
andi. Landsmenn verða að venja sig
af þeirri hugsun að útflutningur
búvara sé í því fólginn að losna við
umframframleiðslu og leysa vand-
ræði. Þeir verða að fara að fram-
leiða til útflutnings ef mörgulegt á
að vera að ná árangri á því sviði.
„Frá jörðu til borðs“
Erlendir kaupendur á þeim mark-
aði sem hér um ræðir gera miklar
kröfur - og þær þarf að uppfylla.
Koma þarf á gæðastjórnun allt frá
upphafí til þess að varan hafnar á
borði neytandans. Á stundum hef
ég nefnt þennan feril „frá jörðu til
borðs". Mikilvægt er að hafa í huga
að hér er um að ræða langtímaverk-
efni sem leysir ekki vanda dagsins
í dag heldur gæti farið að skila
árangri eftir þijú til sjö ár. Þetta
er langur tími - ekki síst fyrir stétt
sem hefur mátt þola ótrúlegar
þrengingar, bragðbættar með
skammsýnum stjórnmálamönnum.
íslendingar hafa allt til að bera
svo þeir verði leiðandi í framleiðslu
á úrvals landbúnaðarafurðum.
Landið er hreint og hér býr mennt-
að fólk sem kann til verka. Íslensk-
ur landbúnaður getur lyft grettis-
taki og orðið einn af máttarstólpum
í útflutningi, en það verður ekki
nema stjórnvöld komi nú þegar til
móts við bændur og aðstoði þá við
að ná fótfestu á erlendum mörkuð-
um.
ísland á að marka sér sess sem
ómengað land. Þetta kostar sam-
vinnu ótal aðila og skiptir þá ekki
máli hvort rætt er um landbúnað,
sjávarútveg, heilbrigðis- og ferða-
þjónustu. Bændur eiga að taka for-
ystuna í þessum málum - og það
munu þeir gera.
Magnús Oddsson
ferðamálastjóri
Meiri um-
svif í ferða-
þjónustu en
nokkru
sinni fyrr
ÞEGAR þeir, sem starfa við
ferðaþjónustu á íslandi, líta yfír
árið sem er að líða og freista þess
að meta árangurinn verður niður-
staðan mismunandi eftir fyrirtækj-
um, landshlutum og fleiru. Þegar
hins vegar er litið á fyrirliggjandi
upplýsingar um heildarárangur er
Ijóst að umsvifin hafa aldrei verið
meiri en í ár.
Erlendir gestir, sem heimsækja
okkur á þessu ári, verða um
180.000 eða nærri 15% fleiri en
árið áður og hafa aldrei fyrr verið
svo margir á einu ári. Aukningin
nemur um 25% á síðastliðnum 2
árum. Hingað komu því að meðal-
tali 500 erlendir gestir hvern ein-
asta dag ársins. Þessu til viðbótar
komu hingað 17.662 ferðamenn
með skemmtiferðaskipum í alls 38
ferðum og hafa þeir aldrei verið
fleiri og hefur fjölgað um 50% á
síðastliðnum 2 árum.
Þá er ekki síður athyglisvert að
á árinu mun um helmingur erlendu
gestanna eða um 90.000 þeirra
koma utan hins svonefnda hefð-
bundna ferðamannatíma. Hér er að
skila sér árangur af nýjum áhersl-
um í vöruþróun og markaðssetn-