Morgunblaðið - 31.12.1994, Qupperneq 24
24 B LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Benedikt Davíðsson,
forseti Alþýðu-
sambands Islands
Kjaravið-
ræður und-
ir jákvæð-
um for-
merkjum
ÞEGAR litið er yfir farinn veg á
. liðnu ári ogjafnvel allargötur síðan
á vordögum 1993 þegar síðast voru
gerðir kjarasamningar á almennum
vinnumarkaði, þá verður maður nú
þrátt fyrir allt að gleðjast svolítið
yfir því að nú virðist nokkuð bjart-
ara framundan en menn óttuðust
þá að verða myndi við þessi tíma-
mót. Á þeim tíma var áætlað að
þjóðartekjur myndu dragast veru-
lega saman á samningstímabilinu,
en niðurstaðan varð hins vegar sú
að þær jukust. Þetta má að stórum
, hiuta rekja til batnandi skilyrða
vegna þess stöðugleika sem kjara-
samningamir frá því I maí 1993
tryggði.
Nú eftir langt samdráttarskeið í
atvinnumálum og meðfylgjandi
verri hag alls þorra fólks sem teng-
ir afkomu sína atvinnulífínu, má
loks að nýju sjá rofa nokkuð til.
Það er því væntanlega skilningur á
því hjá stjórnvöldum og þeim sem
stýra atvinnulífinu að nú sé brýn
nauðsyn á að nýta þann bata sem
orðinn er á þessu ári og fýrirsjáan-
legur er á næsta ári, til þess að
koma til móts við réttmætar kröfur
þess fólks sem samdrátturinn und-
anfarin misseri fyrst og fremst bitn-
( aði á.
Samdrátturinn í efnahagslífínu
var fyrirsjáanlegur á sínum tíma
og fólk sá því að nauðsyn væri að
mæta honum með skynsamlegum
hætti, sérstaklega með því að varð-
veita stöðugleikann. Ella hefði mátt
búast við mikið alvarlegri áföllum
af völdum samdráttarins heldur en
þó hafa orðið. Það er því mikilvægt
nú ekki síður en þá að bregðast
rétt við líka þegar betur árar, bæði
til þess að flýta batanum og einnig
til þess að festa hann í sessi. Brýn-
asta verkefnið nú er að rétta fyrst
hlut þeirra sem búa við hann lakast-
ann.
Því miður virðast ekki allir sjá
þessa nauðsyn. Það verður t.d. ekki
séð af yfirlýsingum ríkisstjórnar-
innar frá 10. desember sl. að þar á
bæ sé sama mat á því hverra hlut
helst þurfi að rétta, eins og er inn-
an' verkalýðshreyfíngarinnar og er
það vissulega áhyggjuefni.
Að vísu eru til í þeirri yfirlýsingu
jákvæðir kaflar, ef eftir ganga, eins
og t.d. um að leitað verði lausna
vegna greiðsluvanda lántakenda
húsnæðislána, jöfnun húshitunar-
kostnaðar milli landshluta, bætt
skattskil, markmiðssetning í at-
vinnulífí og markaðssókn. En þegar
litið er á þann þátt yfirlýsingarinn-
ar sem ætlað er að jafna kjörin
sýnist flest eins og öfugmæla fram-
burður. Það datt engum í hug að
bætt kjör stóreigna- og hátekjufólks
yrði forgangsatriði nú þegar betur
árar, engum í verkalýðshreyfing-
unni í það minnsta.
Við þær aðstæður sem nú eru,
þó að tekist hafí nokkurn veginn
að veija allra lægstu kjörin á síð-
ustu misserum fýrir frekari áföllum,
þá er augljóst að þann bata sem
menn nú eygja í efnahagslífinu
verður fyrst og fremst að nota til
þess að bæta launakjör lág- og
miðlungstekjufólks. Það er enda
augljóst að batnandi kaupmáttur
launatekna þess fólks mun skila sér
best til aukinna umsvifa og bættrar
stöðu bæði atvinnulífs og ríkisijár-
mála.
Allir almennir kjarasamningar
losna nú um áramótin. Ég tel ákaf-
lega þýðingar mikið að samnings-
laust tímabil verði þá sem allra
styst. Langt samningslaust tímabil
nú gæti skapað hér mikla hættu á
langvarandi óstöðugleika í efna-
hagslífinu. Þetta á ekki síst við
vegna þeirra pólitísku aðstæðna að
starfstímabili ríkisstjórnarinnar er
að ljúka en einnig vegna þess að
langvarandi óvissa í samningavið-
ræðum á vormánuðum getur verið
varasöm eftir að allar hömlur á
gjaldeyrismarkaði verða afnumdar
nú um áramótin. Slíkur óstöðugleiki
gæti jafnvel eytt öllum þeim ábata
sem nú þegar hefur orðið í efna-
hags- og atvinnulífinu og þar með
möguleikanum til þess að nýta hann
til þess að bæta í raun kjör al-
menns launafólks. Það verður trú-
lega mikil umræða á næstu vikum
á hinum pólitíska vetvangi um efna-
hags- og kjaramál. Ýmsir telja sig
trúlega vita um bestu lausnirnar
nú fram að kosningum. En ég held
að það sé valt að treysta á einhveij-
ar töfralausnir út úr efnahagslægð-
inni. Við þurfum lausnir, sem renna
styrkari stoðum undir fjölbreytt
atvinnulíf, sem færir fleiri vel laun-
uð störf. Með því móti er líklegt
að takist að vinna á því óþolandi
atvinnuleysi sem nú hijáir okkur.
Með því móti er einnig líklegt að
skapist aukin umsvif sem tryggi
það að þær launabreytingar sem
nauðsynlegt er að næstu kjara-
samningar feli í sér skili raunveru-
legum kaupmáttarauka.
Kjarasamningaviðræður fara nú
fram undir jákvæðari formerkjum
í efnahags- og atvinnulífi en um
langt skeið og almennt viðurkennt
að raunhæft svigrúm er til bættra
kjara. Það má vissulega ekki taka
út allan batann fyrirfram, eða láta
hann villa okkur sýn um framtíðár-
möguleika okkar. Álþýðusambandið
kynnti í byijun vetrar niðurstöðu
af víðtækri umræðu innan verka-
lýðshreyfingarinnar um framtíðar-
sýn í atvinnumálum undir yfirskrift-
inni „Atvinnustefna til nýrrar ald-
ar“. Kjarni þessarar stefnu er að
með meiri menntun, sérstaklega
verk- og tæknimenntun, má auka
aðlögunarhæfni atvinnulífsins og
skapa forsendur fýrir aukinni fram-
leiðni og meiri gæðum. Þannig
náum við að auka verðmætasköp-
unina í atvinnulífinu til þess að
standa undir stöðugt betri kjörum
launafólks. Sá bati sem nú hefur
orðið í atvinnulífínu, sérstaklega hjá
samkeppnis- og útflutningsiðnaði,
er mikilvægt skref í þessa átt og
því er brýnt að varðveita hann og
treysta. Það er því mikilvægt að
tengja yfirstandandi kjarasamn-
ingaviðræður við markvissa áætlun
um uppbyggingu kaupmáttar þann-
ig að kjör hér á landi verði sambæri-
leg því sem best gerist í okkar ná-
grannalöndum. En það gengur ekki
að þeir sem lagt hafa á sig fórnir
svo árum skipti til þess að ná fram
þessum bata fái ekki notið rétt-
mætrar hlutdeildar í honum þegar
hann loksins næst. Við þá kjara-
samningavinnu sem nú stendur yfir
held ég að sé ákaflega mikilvægt
að hafa þetta í huga og að vinna
samkvæmt því. Það eru ekki bara
hinir beinu samningsaðilar sem
þurfa að tileinka sér þetta. Stjórn-
völd í landinu geta, með fram-
kvæmd skattastefnu og ríkisfjár-
mála og með því að skapa skilyrði
fyrir atvinnulífið, ráðið meiru um
það en allir aðrir hvort efni gerðra
kjarasamninga hveiju sinni skili
þeim árangri sem að er stefnt.
Við í -verkalýðshreyfingunni ger-
um okkur grein fyrir því að atvinnu-
málin verða ekki leyst með ein-
hverri einni aðgerð. Heldur ekki
kjaramálin, þau verða ekki endan-
lega leyst með gerð einna kjarasam-
inga. Þetta eru mál sem sífellt þurfa
að vera í vinnslu ef árangur á að
verða viðunandi. Ég vænti þess að
í ljósi þeirra upplýsinga að nú séu
sterkar vísbendingar uppi um
nokkra uppsveiflu, þá takist hið
fyrsta að ljúka gerð næstu kjara-
samninga og að þeir leiði til veru-
legra, varanlegra kjarabóta. En því
aðeins er það líklegt að fólk gangi
samstillt til verka og hafí sömu
meginsjónarmið að leiðarljósi. Að
svo mæltu árna ég öllum lands-
mönnum árs og friðar.
Ögmundur
Jónasson
formaður BSRB
Kjarajöfn-
un - for-
senda
framfara
Erfitt ár fyrir
f orræðishyggju
Á ÁRINU lagði Evrópuhraðlestin
upp í för norður á bóginn, fyrst til
Finnlands, síðan Svíþjóðar og að
lokum til Noregs, en í öllum þessum
löndum fór fram þjóðaratkvæða-
greiðsla um aðild ríkjanna að Evr-
ópusambandinu. Niðurstöður komu
ekki á óvart, Finnar samþykktu
með yfírburðum, mjórra var á mun-
unum í Svíþóð en í Noregi einum
var aðild hafnað.
Það sem ef til vill mætti teljast
merkilegt var hve andstaðan var
mikil þrátt fyrir að allt stofnana-
veldið — og gildir þá einu hvort um
var að ræða innstu koppa í búri í
stærstu stjórnmálaflokkunum,
innsta hringinn í verkalýðshreyf-
ingu og vinnuveitendasamtökum
eða íjölmiðlakerfíð — nánast allir
þeir sem héldu um hina sýnilegu
valdatauma í þjóðfélaginu lögðust
af mikilli eindrægni á sveif með
aðild. Lærdómurinn sem draga má
af þessu vekur bjartsýni, en hann
er sá að forræðishyggju eru sett
takmörk. Þetta hefur einnig verið
undirstrikað á Ítalíu þar sem for-
sætisráðherrann Berlusconi beið
pólitískan ósigur enda þótt hann
ætti eða stjórnaði mörgum áhrifa-
mestu fjölmiðlum landsins.
í Noregi varð Evrópusinnum það
að sjálfsögðu mikið hryggðarefni
að norska þjóðin skyldi hafna aðild
að Evrópusambandinu og líta þeir
svo á að Norðmenn standi nú utan
gátta. Tvennt hefur án efa ráðið
mestu um afstöðu Norðmanna.
Annars vegar að þjóðinni þótti nóg
um afsal suður til Brussel á for-
ræði í eigin málum og hins vegar
mun hafa vegið þungt það mat að
yfirráð Norðmanna yfir fískimiðun-
um yrðu ekki tryggð til frambúðar
við núverandi fískveiðstefnu Evr-
ópusambandsins.
Nýir samstarfsmöguleikar
í norðri
Okkur ætti að verða það umhugs-
unarefni hvort þessi nýja staða kalli
ekki á endurmat á því hvar hags-
munir og samstarfsmöguleikar okk-
ar liggja, því þrátt fyrir ágreining
um veiðisvæði í úthafinu eiga þjóð-
irnar á norðurslóðum mikið undir
því komið að varðveita í sameiningu
þær auðlindir sem felast í víðáttum
hafsins i kringum okkur. í stað
sundurlyndis þarf samstöðu og
bandalag þjóðanna í okkar heims-
hluta sem byggja á sjávarútvegi.
Verkefni bandalags fískveiðiþjóð-
anna í norðri væri tvíþætt, annars
vegar að vernda hafsvæðin gegn
mengun og ofveiði og hins vegar
að ná sameiginlega fram hagstæð-
um tollasamningum gagnvart hin-
um stóru neytendamörkuðum
heimsins, ekki síst um fullunnar
sjávarafurðir.
Hér á landi á enn eftir að koma
að fullu reynsla á EES-samninginn
en að sjálfsögðu þurfum við að
nýta okkur kosti hans til hins ítr-
asta. Hvað samtök launafólks
áhrærir er mikilvægt að tryggja að
þau réttindi sem launafólk býr við
hér á landi séu í engu lakari en á
hinu Evrópska efnahagssvæði.
Hitt er svo annað mál að sífellt
kemur betur í ljós hve mjög EES-
samningurinn hefur skert forræði
okkar á ýmsum sviðum og sannast
það á linnulausum innflutningi til-
skipana frá Brussel sem nú er haf-
inn. Þar er fyrst og fremst um að
ræða kröfur um einkavæðingu og
markaðsvæðingu, enda eru þetta
grundvallarforsendur EES-samn-
ingsins. Þótti mörgum völd okkar
íslendinga ekki meiri en svo að við
mættum við því að afsala okkur
þeim inn í miðstýringu meginlands
Evrópu. Það er hins vegar að ger-
ast í ríkari mæli en margan grunar.
Jákvæð teikn þrátt fyrir
pólitiskan mótvind
Innanlands eru sem betur fer
ýmis teikn á lofti sem gefa ástæðu
til bjartsýni. Þjóðin hefur sýnt frum-
kvæði og sjálfsbjargarviðleitni á
ýmsum sviðum og hefur þetta bætt
upp erfiðleika sem hlotist hafa af
ytri skilyrðum. Þannig hafa sjó-
menn nýtt nýjar fisktegundur þegar
þorskurinn brást, vöruvöndun og
áhersla á gæði hafa fengið aukið
vægi og hefur þetta aukið arðsemi
í sjávarútvegi, ferðamannaþjónust-
an hefur blómstrað og eru þar vaxt-
arsprotar sem bera þess vott að
fjöldi hugmyndaríkra einstaklinga
er að störfum, í hugbúnaðargeiran-
um fæst fjöldi fólks við áhugaverða
og verðmætaskapandi hluti. Á ís-
landi er það að sannast að margt
smátt gerir eitt stórt. Þar sem
margir komast að með hugmyndir
og kraft lætur árangurinn ekki á
sér standa.
Hinu er ekki að leyna að þrátt
fyrir þetta hafa hinir pólitísku vind-
ar blásið í gagnstæða átt. Þar er
efst á dagskrá samþjöppun valds
og fjármagns, áhersla á stórar ein-
ingar, einokun og fákeppni. Dæmi
um þetta er að fínna í smásölu,
iðnaði og samgöngum, en alvarleg-
asta hættan er í sjávarútvegi þar
sem hagsmunir örfárra einstaklinga
eru látnir vega þyngra en hagsmun-
ir þjóðarinnar.
Að undanförnu hefur jafnvel ver-
ið um það rætt hvort einstaklingar
megi veðsetja kvótann, og þar með
sameiginlega auðlind þjóðarinnar.
Bæði útgerðarmenn og forsvars-
menn banka verða að átta sig á
því að hér er komið út fyrir einbera
viðskiptahagsmuni. Hér eru bank-
arnir farnir að gera kröfur og út-
gerðarmennimir veita loforð sem
þeir hafa ekki siðferðilegan rétt á,
einfaldlega vegna þess að um er
að ræða eigur annarra.
Einkavæðing í kreppu
Helsta uppspretta auðs hjá hug-
myndasnauðum fjármálamönnum
hefur á undanförnum árum verið
að sölsa undir sig almannaeigur
með því að fá pólitíska einkavini
sína til að færa sér á silfurfati stofn-
anir og fyrirtæki sem almenningur
hefur byggt upp með skattframlagi
á löngum tíma. Einkavæðingar-
bylgjan hefur farið víða yfir og
valdið mikilli eyðileggingu. Pening-
ar sem hefðu átt að fara til nýsköp-
unar og uppbyggingar hafa farið í
steindauðan hring í fyrirtækjum og
stofnunum sem þegar voru til. Það
sannast sífellt betur að einkavæð-
ingarstefnan er einhver geldasta
stjórnmálastefna sem nokkurn tím-
ann hefur komið fram þótt hún
óneitanlega hafi fært völdum hópi
einstaklinga ofsagróða á kostnað
almennings. Ekki er um það deilt
að almenn framleiðslu- og þjónustu-
fyrirtæki á samkeppnismarkaði
eiga þar heima þótt þau hafi af
einhveijum ástæðum einhvem tím-
ann lent í opinberri eign. Öðru
máli gegnir um almannaþjónustu á
sviði heilbrigðis, mennta- og sam-
göngumála og aðra gmnnþjónustu
samfélagsins.
Hvarvetna sem einkavæðing
þessarar almannaþjónustu hefur
verið reynd hefur störfum fækkað,
launabil aukist, þjónustan iðulega
rýrnað og dregið hefur úr samfé-
lagslegu eftirliti og ábyrgð. Bretar
hafa, sem kunnugt er, verið um
langt skeið ofurseldir einkavæðing-
aráráttu stjórnvalda. Á þessu ári
sjást fyrstu merki þess að jafnvel
í stjómarherbúðunum bresku eru
menn að vakna til vitundar um
þann þjóðfélagsskaða sem þessi
glórulausa stefna hefur kallað yfir
þjóðina en til marks um þetta má
nefna að ráðherranum Heseltine
tókst ekki að afla nægilegs stuðn-
ings í íhaldsflokknum til að einka-
væða breska póstinn.
Frækinn sigur
starfsmanna SVR
Og hér á landi unnu starfsmenn
SVR frækinn sigur, hrifu með sér
almenningsálitið og veltu í leiðinni
meirihluta sjálfstæðismanna úr
sessi í Reykjavík þegar þeir hnekktu
einkavæðingu strætisvagnanna og
færðu fyrirtækið að nýju í eðlilegt
horf. Allir eru reynslunni ríkari af
þeim átökum sem urðu um SVR
hf. og skyldi enginn vanmeta fólk
sem býr yfír staðfestu og trú á rétt-
mætan málstað.
Mín tillaga er sú að í stað einka-
væðingar verði hugað að nýsköpun
og uppbyggingu og myndu þeir
ómældu fjármunir sem hingað til
hafa farið í einkavæðingarnefndir
ríkisins nýtast betur í slíkri viðleitni
heldur en reyna í sífellu að svipta
almenning eignum sínum og stofna
þannig til ófriðar í landinu þegar
þörf er á samstöðu.
í anda samstöðu hefur þó ekki
verið stjórnað, en á þessu ári hafa
verið að birtast afleiðingar þeirra
stórfelldu eignatilflutninga sem
framkvæmdir hafa verið hér á landi
á undanförnum árum. Milljöðrum
hefur verið létt af stórfyrirtækjum
og stóreignafólki en skattklyfjum
og margvíslegum þjónustugjöldum
verið hlaðið á almenning að sama
skapi. Þegar tekjur íslensku þjóðar-
inar eru skoðaðar kemur í ljós að
óvíða gerast þær betri með þjóðum
og er nöturlegt að horfa upp á lít-
inn hluta þjóðarinnar fylla allar sín-
ar hirslur þótt þar hafí verið ærið
fýrir, á meðan aðrir hafa fyrir löngu
gengið á síðasta forða sinn.
Barist gegn láglaunastétt
Og í launakerfunum hefur verið
stimplaður inn aukinn launamunur
— en gegn þeirri stefnu hafa sjúkra-
liðar risið í verkfalli sem nú hefur
staðið í hátt í tvo mánuði og eru
fá dæmi þess að ríkisvaldið sé reiðu-
búið að reka jafn harða og óbil-
gjarna baráttu gegn láglaunstétt.
Verkefni næstu ára er að snúa
þessari öfugþróun við — snúa þjóð-
félagsþróuninni til aukins jafnaðar.
Það er bæði nauðsynjaverk og hið
mesta þjóðþrifaverk. Ojöfnuður hef-
ur aukist á íslandi fyrir beinan til-
verknað stjórnvalda og enn ágerst
með atvinnuleysi. Misréttið er þegar
orðin hættuleg meinsemd í íslensku
þjóðfélagi. Það er með öllu ólíð-
andi, það grefur undan samkennd
þjóðarinnar og stendur framförum
fyrir þrifum.
Ekki leikur á því vafi að þegar
búið verður að koma á auknu jafn-
vægi í tekjuskiptingu mun efnahag-
ur allur blómgast, bjartsýni og
kraftur þjóðarinnar til góðra verka
aukast og henni skila fram á veg
á öllum sviðum. Þetta verk þarf að
hefja nú þegar og þá mun enn renna
upp öld framfara og bjartsýni á
íslandi.