Morgunblaðið - 31.12.1994, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1994 B 25
Kristján Ragnarsson,
formaður
Landssambands
ísl. útvegsmanna
Umgengnin
við sjávar-
auðlindina
í UPPHAFI þessa árs kom til
alvarlegra átaka milli sjómanna og
útgerðarmanna um kjaramál.
Verkfall hófst um áramót og því
lauk með útgáfu bráðabirgðalaga
17. janúar. I framhaldi af þessari
deilu setti Alþingi ýmis ákvæði í
lög um samskipti sjómanna og út-
vegsmanna er varðar aflaheimildir.
Lögin sem bönnuðu verkföll og
verkbönn giltu til 15. júní. Fljótlega
eftir það hófust viðræður við sjó-
mannasamtökin um gerð nýrra
kjarasamninga. Ekki tókst að fá
öll samtök sjómanna að samninga-
borði þrátt fyrir að kjarasamningar
þeirra byggist á sömu hlutaskipta-
reglum.
Lauk viðræðum með því að LÍÚ
og Sjómannasambandið undirrit-
uðu kjarasamning í lok september
sem átti að gilda út næsta ár. Að
sögn forsvarsmanna Sjómanna-
sambandsins beittu forystumenn
FFSÍ og Vélstjórafélags íslands sér
fyrir því að samningarnir væru
felldir í sjómannafélögunum. Fór
svo að þeir voru felldir í 18 sjó-
mannafélögum af 36.
Að þessari niðurstöðu fenginni
taldi stjórn LÍÚ að ekki hefði feng-
ist niðurstaða með þessari samn-
ingagerð og felldi samningana.
Er nú óvissa um framhaldið og
er óskandi að því sundurlyndi ljúki
sem verið hefur milli sjómannasam-
takanna innbyrðis og að yfirmenn
á fiskiskipum verði raunhæfari í
kjaraviðræðum en verið hefur.
Hagur sjávarútvegsins um þess-
ar mundir markast af þrennu:
Minnkandi þorskkvóta, lágu af-
urðaverði erlendis og miklum
skuldum. Afkoma þeirra báta og
togara sem stunda hefðbundnar
botnfiskveiðar fyrir fiskvinnslu í
landi er mjög erfið. Afkoma frysti-
togara og loðnuskipa er aftur á
móti talin lofa góðu en það byggist
á því að loðnuveiðar bregðast ekki
í vetur. Það er sérstakt áhyggju-
efni hversu illa hefur gengið að
finna loðnu síðustu þrjá mánuði.
Það veltur á miklu fyrir loðnuút-
gerðina og fiskvinnsluna að loðnu-
og loðnuhrognafrysting takist jafn
vel í byijun næsta árs eins og í ár.
Síldveiðar hafa gengið vel síð-
ustu mánuði og gott samstarf hef-
ur tekist á milli útgerðar og fisk-
vinnslu um nýtingu síldar til mann-
eldis þótt verð á síld sé lágt.
Veiðar á úthafskarfa hafa vaxið
mikið og veiddust um 56 þúsund
lestir á árinu. Skipta þær veiðar
miklu um afkomu frystitogaranna,
en þær hafa nær eingöngu verið
stundaðar á þeim skipum. Þorsk-
veiðar í Smugunni jukust úr 11
þúsund lestum í 35 þúsund lestir.
Staða sjávarútvegsins og þjóðar-
búsins væri önnur og verri ef ekki
hefði komið til veiða á úthafskarfa
og þorskveiða í Smugunni. Rækju-
veiðar hafa gengið vel í ár. Verð
hefur hækkað og kvóti úthafsrækju
var aukinn um 15.000 tonn og er
nú 63 þúsund lestir eða sá hæsti
frá upphafi þessara veiða. í heild
er sjávarútvegurinn talinn . vera
rekinn án hagnaðar um þessar
mundir.
Fiskverð á mörkuðum erlendis
hefur verið lágt undanfarin miss-
eri, en nú eru teikn á lofti um að
botninum sé náð og fiskverð fer
frekar hækkandi. Batnandi efna-
hagsástand í helstu viðskiptalönd-
um okkar í Evrópu og Bandaríkjun-
um vekur vonir um að fiskverð
muni hækka í kjölfarið. Það hefur
aukið erfiðleika greinarinnar að
samfara minnkandi veiðiheimildum
hefur verðlag fiskafurða verið lágt
og þrátt fyrir nokkra hækkun er
langur vegur í að það nái meðal-
verði undanfarinna fimm ára.
Skuldastaða margra útgerða er
erfið. Við ríkjandi aðstæður er lítil
von til þess að hægt sé að grynnka
á skuldum útgerðarinnar. Þvert á
móti er í mörgum tilfellum um
skuldaraukningu að ræða. Þegar
svo er komið er það á ábyrgð stjóm-
enda í viðkomandi útgerðum að
taka ákvörðun um framhald rekstr-
arins í samráði við lánardrottna.
Fiskveiðasjóður hefur ákveðið að
veita bátaflotanum sérstaka lána-
fyrirgreiðslu til þess að mæta afla-
samdrætti síðustu þriggja ára. Það
er viðleitni til að hjálpa lífvænleg-
um útgerðum yfir þetta sam-
dráttarskeið.
Þegar Þróunarsjóður sjávarút-
vegsins tók til starfa um mitt þetta
ár var hækkað það hlutfall af vá-
tryggingarverði skipa sem útgerðir
eiga kost á að fá greitt við úreld-
ingu skipa eða úr 30% í 45%. Með
þessari breytingu jókst áhugi
margra útgerða á úreldingu. Er nú
svo komið að stjóm sjóðsins hefur
samþykkt að greiða 3.224 milljónir
króna vegna úreldingar 164 þilfars-
skipa og 94 milljónir króna vegna
92 opinna báta. Ekki er líklegt að
af úreldingu allra þessara skipa
verði, en eigi að síður er hér um
verulega aukningu að ræða. Þess
misskilnings virðist gæta að um sé
að ræða styrk úr ríkissjóði, en svo
er ekki, því þeim sem gera út á
næstu árum er ætlað að greiða
þennan kostnað.
Æskilegra væri að miða úreld-
ingarstyrk við rúmmál í stað verð-
mætis. Við þær aðstæður myndu
elstu skipin hverfa í stað nýjustu
skipanna eins og nú virðist eiga
sér stað. Hugmyndir um breytingar
á þessu fyrirkomulagi hafa ekki
náð eyram stjórnvalda.
Þorskstofninn, sem er okkar
mikilvægasti fiskistofn, er nú með
allra minnsta móti svo að í óefni
stefnir. Að óbreyttum ársafla er
þess ekki að vænta að stofninn
geti rétt úr kútnum nema á mörg-
um árum og gæti eins minnkað ef
magn loðnu, aðalfæðu þorsksins,
minnkar. Æskileg stofnstærð sem
gæfi hagkvæma nýtingu er u.þ.b.
1,5 milljón tonn, en núverandi
stofnstærð er metin innan við 600
þúsund tonn. Vantar því mikið upp
á að núverandi stofnstærð sé í lagi.
Orsakir þessa eru miklar veiðar
á ungum fiski árin 1987-1989 úr
síðustu tveimur stóru árgöngunum
(árg. frá 1983 og 1984) sem þessi
stofn hefur getið af sér. Hrygning-
arstofn er nú talinn mjög lítill og
hefur verið lítill allar götur frá
1980. Líkur á stórum árgangi eru
taldar mun minni úr litlum hrygn-
ingarstofni en stórum. Einnig er
talið að lífslíkur afkvæma eldri
fiska séu mun meiri en lífslíkur
afkvæma yngri fiska. Það er því
verulegt áhyggjuefni að ekki ein-
asta eru horfur á að hrygningar-
stofn þorsksins verði lítill áfram
heldur er hann einnig samsettur
af sífellt yngri fiskum sem ekki eru
líklegir til að geta af sér stóran
stofn.
Sjómenn hafa að undanförnu
sagt að aflabrögð í þorski hafi
glæðst og sumir hafa sagt að ekk-
ert hamli þorskveiðum annað en
vöntun á kvóta. Það er reyndar
ekki að undra að þorskafli glæðist
nokkuð um þessar mundir. Bæði
hefur stofninn fengið nokkurn frið
á meðan flotinn hefur einbeitt sér
að öðrum veiðum, og eins hafa
verið að koma inn í veiðistofninn
tveir skárstu árgangarnir, frá 1989
og 1990, í röð 10 lélegra árganga
(1985-1994). Þessir tveir skárstu
árgangar eru u.þ.b. 2/3 af stærð
meðalárgangs hvor, í fjölda ein-
staklinga talið. En hætt er við að
skárri aflabrögð. muni reynast
skammgóður vermir, því að í kjöl-
farið kemur lélegasti árgangur sem
sést hefur í stofninum frá því að
mælingar hófust, 1991-árgangur-
inn, sem talinn er einungis ‘/3 af
meðalárgangi. Það er því nauðsyn-
legt að fara ekki of geyst í veiðar
úr skárri árgöngunum tveimur á
undan, því að vart er um aðra fiska
að ræða sem efling þorskstofnsins
gæti byggst á.
Þurfa nú allir að leggjast á eitt
við að umgangast auðlindina af
skilningi um nauðsyn uppbygging-
ar stofnsins og láti það ekki koma
til álita að henda fiski í sjóinn, sem
veiddur hefur verið. Allir, sem hafa
lífsviðurværi sitt af sjósókn, verða
að taka höndum saman og sýna
gott fordæmi í umgengni um auð-
lindina í sjónum, því lífskjör næstu
kynslóða munu ráðast af því hvern-
ig til tekst.
Haraldur Sumarliða-
son, formaður
Samtaka iðnaðarins
Ramminnn
og raun-
veruleikinn
ÞEGAR litið er yfir árið sem er
að líða þá ber hæst að nú virðist
efnahagslægðin vera að renna sitt
skeið á enda. Hún hefur varað sam-
fleytt í sex ár og reynt verulega á
þolrif heimila og fyrirtækja. Iðnað-
urinn hefur ekki farið varhluta af
þessari lægð, en hann hefur þurft
að þola verulega þyngri búsifjar
en samdráttur í landsframleiðsiu
gefur tilefni til.
Um þessar mundir eru ýmis já-
kvæð teikn á lofti. Veltutölur benda
til að umsvif í atvinnulífinu séu að
aukast og útflutningur hefur einnig
aukist verulega miðað við árið á
undan. Þessu til viðbótar sýnir
könnun sem Þjóðhagsstofnun gerði
fyrir Samtök iðnaðarins á afkomu
í almennum iðnaði að nokkur bata-
merki eru í rekstri hans. Hagnaður
nemur nú um 3,5 prósent af tekjum
en á sama tíma í fyrra var rekstrar-
halli sem nam um 1 prósenti og
hefur svo verið undanfarin ár, að
almennt hafa iðnfyrirtæki verið
rekin með halla.
Við þessi batnandi starfsskilyrði
hefur byggingariðnaður nokkra
sérstöðu. Þar eru nú miklir og vax-
andi erfiðleikar og fyrirsjáanlegur
verkefnaskortur næstu misseri að
óbreyttu.
Hinn almenni bati í efnahagslíf-
inu grundvallast á þeim stöðugleika
og þeim hagstæðu rekstrarskilyrð-
um sem hafa skapast á síðustu
árum. Lækkandi raurigengi, lítil
verðbólga, lægri 'vextir og minni
skattar á fyrirtæki hafa myndað
skilyrði fyrir bættri afkomu og
auknum umsvifúm auk efnahags-
batans í umheiminum.
Hagstæð þróun raungengis hef-
ur styrkt samkeppnisstöðu útflytj-
enda gagnvart erlendum keppi-
nautum og gert þeim kleift að bjóða
vöru sína á samkeppnishæfu verði.
Þannig hefur þessi jákvæða þróun
átt sinn þátt í því að auka útflutn-
ingstekjur íslendinga og stuðla að
afgangi á viðskiptum við önnur
lönd. Ef raungengi verður haldið í
skefjum þegar fram líður má búast
við frekari markaðssókn og land-
vinningum hjá íslenskum útflytj-
endum. Auk þess tryggir það þann
árangur sem þegar hefur náðst.
Ef hinsvegar raungenginu verður
leyft að ijúka upp með gamla lag-
inu þegar kominn er skriður á upp-
sveifluna í þjóðarbúskapnum, miss-
um við fljótt niður þann árangur
sem náðst hefur með ærinni fyrir-
höfn.
Viðsnúningurinn nú er ánægju-
leg þróun sem sýnir að iðnaður á
íslandi hefur nýtt sér sóknarfærin.
En það er engu að síður ástæða
til að hafa uppi varnaðarorð og
minna á að batinn stendur veikum
fótum. Það má lítið útaf bera til
að það glatist sem áunnist hefur
ef ekki er farið að með gát. Auk
þess er enn langt í það að iðnaður-
inn nái fullum styrk, eftir þá erfið-
leika sem hann hefur búið við und-
anfarin ár.
Nú eru framundan almennir
kjarasamningar í landinu. Það deil-
ir enginn um að gott væri að allir
gætu fengið mikla launahækkun
og vissulega þurfa margir á því að
halda, en við getum ekki litið fram-
hjá þeim veruleika sem við stöndum
frammi fyrir. Miklar hækkanir nú
eru ávísun á aukna verðbólgu og
rof stöðugleikans til tjóns fyrir alla.
Við getum ekki ákveðið með samn-
ingum hvað mikið er til skiptanna.
Við verðum að halda okkur við
þann ramma sem raunveruleikinn
markar okkur og semja um hækk-
anir sem raska ekki jafnvæginu.
Ef fótunum er kippt undan stöðug-
leikanum nú, með óraunhæfum
samningum, þá óttast ég skelfíleg-
ar afleiðingar fyrir þjóðarbúið.
Hvernig framtíð bíður þá þessarar
þjóðar? Atvinnulífið getur ekki vax-
ið og dafnað við þau skilyrði, og
hvernig meðal er það í viðureign-
inni við atvinnuleysið?
Það mun væntanlega skýrast á
næstu vikum hvort okkur íslend-
ingum tekst að nýta okkur stöðug-
leikann til aukins hagvaxtar, eða
hvort við fórnum honum fyrir óljósa
skammtímahagsmuni sem ekki
eiga sér stoð í raunveruleikanum.
Þá fara fyrir lítið þau hagstæðu
rekstrarskilyrði sem hafa verið
mynduð hér og eru forsenda þess
að takast megi að skapa allan þann
fjölda nýrra starfa sem þörf er fyr-
ir á næstu árum. Áframhald batans
og hagvöxtur næstu árin kemur
með öðrum orðum til með að ráð-
ast af niðurstöðu komandi kjara-
samninga og því hvemig til tekst
með hagstjóm. Því má ljóst vera
að þýðingarmikil og brýn viðfangs-
efni bíða úrlausnar á árinu sem fer
í hönd.
Um þessi áramót er eitt ár liðið
síðan sex helstu samtök iðnaðar í
landinu lögðu niður starfsemi sína
og sameinuðust með stofnun Sam-
taka iðnaðarins. Óhætt er að full-
yrða að sú stutta reynsla sem kom-
in er á starfsemi hinna nýju Sam-
taka bendir eindregið til þess að
ákvörðunin um að sameinast í ein
heildarsamtök var bæði tlmabær
og skynsamleg. Öll höfðu eldri sam-
tökin meira og minna verið að vinna
að sömu málefnum, þ.e. almennri
hagsmunagæslu iðnaðar og at-
vinnulífs. Hér var því um að ræða
meiriháttar hagræðingu og sparn-
að. Það sem mestu skiptir er þó
að eftir standa öflugri samtök sem
hafa burði til að vinna skipulegar
og af meiri þrótti að þeim málum
sem mesta þýðingu hafa fyrir
iðnaðinn. Með breiðri samstöðu og
skipulegum aðgerðum hefur á einu
ári tekist að móta hin nýju samtök
í þeim anda sem að var stefnt, þ.e.
raunveruleg heildarsamtök iðn-
aðarins í landinu. í því ljósi mun
ársins 1994 verða minnst sem tíma-
mótaárs í sögu iðnaðar á íslandi.
Ég vil að lokum þakka félögum
Samtaka iðnaðarins ánægjulegt
samstarf á árinu sem er að líða og
óska þeim og landsmönnum öllum
velfarnaðar á komandi ári.
Arnar Sigurmundsson,
formaður Samtaka
fiskvinnslustöðva
Fisk-
vinnslan um
áramót
ÞEGAR leggja skal mat á rekst-
ur og afkomu sjávarútvegsins á
árinu 1994 verður niðurstaðan.
mjög misjöfn eftir einstökum grein-
um. Rúmlega helmings samdráttur
í þorskafla undanfarin sjö ár hefur
komið fjölda fyrirtækja í þrot á
síðustu misserum. Þorskafli hér við
land er áætlaður 170 þúsund tonn
á þessu ári, en var 251 þúsund
tonn árið 1993 og 390 þúsund tonn
árið 1987. En það hafa ekki ein-
göngu verið dapurleg tíðindi í sjáv-
arútvegi á þessu ári. Stórauknar
úthafsveiðar okkar á Reykjanes-
hrygg, í Smugunni og á Flæmska
hattinum, ásamt mikilli loðnuveiði
og vinnslu fyrr á þessu ári, hafa
skipt sköpum í rekstri margra fyrir-
tækja. Þessu til viðbótar má nefna
stórauknar veiðar og vinnslu á
rækju. Verðþróun á sjávarafurðum
hefur í heild sinni verið heldur hag-
stæð á árinu. Verðlag á sjávaraf-
urðum hefur hækkað á sl. 12 mán-
uðum um 4-5% hvort sem mælt er
í ísl. krónum eða SDR. Aftur á
móti eru verðbreytingar mjög mis-
jafnar á milli vinnslugreina. Þannig
hefur verð á landfrystum afurðum
staðið í stað en verð á saltfíski og
rækjuafurðum hefur hækkað um-
talsvert síðari hluta ársins. Verð á
loðnulýsi og mjöli er jafnan nokkuð
sveiflukennt, lýsisverð lækkaði sl.
vor en mjölverðið er svipað og í
upphafi árs. í ársbyijun tók EES-
samningurinn gildi sem hefur bætt
samkeppnisaðstöðu okkar á Evr-
ópumarkaði. Þá hefur mjög lítil
verðbólga einnig hjálpað til en hún
er nú lægri hér en í okkar helstu
viðskiptalöndum.
Heildarafli í ár verður tæplega
1500 þúsund tonn, þar af rúmlega
750 þús. tonn loðna, liðlega 500
þús. tonn af botnfiski, tæp 150
þús. tonn af síld, rúm 70 þús. tonn
af rækju og um 10 þús. tonn af
hörpudiski og humri. Árið er ná-
lægt meðaltali í heildarafla undan-
farinna ára og jafnframt hefur orð-
ið talsverð aukning í útflutnings-
verðmæti sjávarafurða í fsl. kr. á
milli ára. En hafa verður I huga
áhrif gengislækkunar í júní 1993.
Eftir sem áður stendur óleystur
hinn geigvænlegi vandi þeirra fyrir-
tækja og byggðarlaga sem byggja
nær alla sína afkomu á veiðum og
vinnslu á þorski.
Minnkandi þorskafli og
hækkað hráefnisverð
Samdráttur í þorskafla hefur
leitt til verulegra hækkana á hrá-
efnisverði til vinnslunnar á þessu
ári. Þannig er áætlað að hráefnis-
verð til botnfiskvinnslu verði að
meðaltali 10% hærra á þessu ári
en árið 1993. Nokkur fiskvinnslu-
fyrirtæki hafa reynt að bæta sér
-upp samdrátt í þorskafla með kaup-
um á innfluttu hráefni. Áætlað er
að 13 þúsund tonn af þorski hafi
verið flutt inn af erlendum veiði-