Morgunblaðið - 31.12.1994, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1994 B . 31*
Alþingi samþykki
áætlun um að draga
úr áfengisneyslu
MORGUNBLAÐINU hafa borist
ályktanir 21. þings Landssambands-
ins gegn áfengisbölinu. Þar er m.a.
skorað á stjómvöld að standa mynd-
arlega að áætlun um að draga úr
áfengisneyslu.
21. þing Landssambandsins gegn
áfengisbölinu lýsir yfir eindregnum
stuðningi við framkomna tillögu til
þingsályktunar, þskj. 137, um áætl-
un um að draga úr áfengisneyslu og
skorar á Alþingi að samþykkja hana.
Jafnframt skorar Landssambandið á
stjórnvöld að standa myndarlega að
markvissri áætlun um það markmið
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinn-
ar að draga úr áfengisneysiu um 25%
til aldamóta enda um það samþykkt
ríkisstjórnar frá árinu 1986 að gang-
ast undir þá skuldbindingu. Aldrei
hefur nauðsynin verið meiri en nú
að spyrna svo við fótum að af megi
sjá árangur. Því er heitið á Alþingi
og stjórnvöld að leggja þar sitt af
mörkum.
21. þing Landssambandsins gegn
áfengisbölinu skorar á Alþingi að
samþykkja tillögu til þingsályktunar
á þskj. 55 um breytingu á áfengislög-
um þar sem lagt er til að ailar umbúð-
ir undir áfengi skuli merktar viðvör-
un. Jafnframt skorar þingið á hið
háttvirta Alþingi að láta meira til sín
taka í áfengisvörnum þjóðarinnar og
m.a. tryggja viðunandi fjármagn til
áfengisvarna og forvarnarstarfs.
EGLA bréfabindi
KJOLFESTA
ÍGÓÐU
SKIPULAGI
Við sendum þér bækling óskir þú þess
með myndum af íjölbreyttu úrvali okkar af
þessum vinsælu bréfabindum okkar. Síðan
getur þú pantað það sem hentar íyrirtæki þínu
og færð sendinguna.
Hafðu samband við sölumenn okkar
í síma 68 84 76 eða 68 84 59.
Múlalundur
Vinnustofa SÍBS
Sfmar: 628450 688420 688459
Fax 28819
€m IETIRAHJJIN
Fréttalengd áramótagetraun Morgunblaðsins birtist í blaðinu
í dag á bls. 14b, 16b, 18b og 19b og verður hún þrískipt:
Barnagetraun, unglingagetraun og fullorðinsgetraun.
Veitt verða þreim verðlaun fyrir hvern flokk.
BARV4G KTRAUIM (ætiuð öllum á aldrinuin 3-11 ára).
1. Adidas-íþróttavörur að eigin vali frá Sporthúsi Reykjavíkur
að andvirði 20.000 kr.
2. Bækur að eigin vali frá Vöku-Ilelgafelli
að andvirði 10.000 kr.
3. Geislaplötur að eigin vali frá Skífunni
að andvirði 5.000 kr.
ílí AGETRAUN (æduð ölluni á aldrinuni 12-17 ára).
1. Vöruúttekt að eigin vali frá IKEA að andvirði 20.000 kr.
2. Fataúttekt að eigin vali frá verslununum
Kókó/Kjallaranum að andvirði 10.000 kr.
3. Geislaplötur að eigin vab frá Skífunni
að andvirði 5.000 kr.
FULLORÐINSGETRAUN (ætluð öllmn 18 ára ogeldri).
1. Ævintýrabréf að Hótel Búðum á Snæfellsnesi fyrir tvo.
Innifalið: Gisting í eina nótt, morgimverðarhlaðborð,
þríréttaður kvöldverður og hesta- eða bátsferð.
2. Bækur að eigin vali frá Vöku-Helgafelli
að andvirði 10.000 kr.
3. Geislaplötur að eigin vali frá Skífmmi að andvirði 5.000 kr.
Auk þess fá allir vinningshafar íþróttatösku merkta Morgunblaðinu.
Úrlausnir þurfa að berast Morgunblaðinu fyrir kl. 16.00 mánudaginn 16. janúar.
• kjarni málsins!